Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 10. júní 1992 Miðvikudagur 10. júní 1992 - DAGUR - 9 Iþróttir Jón Haukur Brynjólfsson 1. deild kvenna Þór- Valur 0:4 ÍA-Höttur 4:0 Stjarnan-Höttur Staðan: 9:0 UBK 3 3-0-0 21:1 9 Valur 3 3-0-0 6:0 9 ÍA 3 2-0-1 12:3 6 Stjarnan 3 1-1-110:2 4 KR 3 1-1-1 3:10 4 Þróttur N. 3 1-0-2 5:17 3 Þór 3 0-0-3 0:10 0 Höttur 3 0-0-3 1:15 0 3. deild 3. umferð: Ægir-TindastóII 1:2 Haukar-Grótta 3:2 Skallagrímur-Þróttur N. Dalvík-Völsungur 0:0 1:2 KS-Magni 1:5 Staðan: Tindastóll 3 3-0-0 9: 5 9 Þróttur N. 3 2-1-0 9: 3 7 Völsungur 3 2-1-0 6: 1 7 Magni 3 2-0-1 7: 3 6 Grótta 3 2-0-1 7: 4 6 Dalvík 3 1-0-2 4: 4 3 Haukar 3 1-0-2 6: 8 3 Skallagrímur 3 0-1-2 4: 8 1 Ægir 3 0-1-2 2: 6 1 KS 2 0-0-3 1:13 0 Samskipadeildin 3. umferð: Víkingur-Valur 2:1 FH-ÍBV 1:2 Þór-KA 2:2 ÍA-Fram KR-UBK Staðan: 2:0 Þór 3 2-1-0 4:2 7 Víkingur 3 2-0-1 4:4 6 KA 3 1-2-0 7:5 5 ÍA 3 1-2-0 5:3 5 FH 3 1-1-1 6:6 4 Valur 3 1-1-1 4:4 4 ÍBV 3 1-0-2 4:5 3 Fram 3 1-0-2 3:4 3 KR 2 0-1-1 3:5 1 UBK Markahæstir: 2 0-0-2 1:3 0 Ormarr Örlygsson, KA 4 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór 2 Andri Marteinsson, FH 2 Grétar Einarsson, FH 2 Haraldur Ingólfsson, í A 2 Arnar Gunnlaugsson, í A 2 Tónias Ingi Tómasson, IBV 2 Atli Helgason Víkingi, 2 Gunnar Már Másson, KA 2 2. deild 3. umferð: ÍR-ÍIIK 2:1 Stjarnan-Fylkir 0:1 Grindavík-Selfoss 1:1 Leiftur-Þróttur R. 5:0 Víðir-BÍ 4:1 Staðan: Fylkir 3 3-0-0 8:2 9 Þróttur R. 3 2-0-1 6:8 6 ÍR 3 1-2-0 4:3 5 Leiftur 3 1-1-1 5:1 4 ÍBK 3 1-1-1 4:4 4 Víðir 3 1-1-1 5:6 4 Stjarnan 3 1-0-2 4:5 3 Selfoss 3 0-2-1 3:4 2 Grindavík 3 0-2-1 4:6 1 BÍ 3 0-1-2 5:9 1 Knattspyrna 3. deild: Stórsigur Magna á Siglufirði Heil umferð fór fram í 3. deild- inni í knattspyrnu um helgina. KS tapaði fyrir Magna, 1:5, á Siglufírði, Tindastóll vann Ægi í Þolákshöfn, 1:2, Völsungar unnu Dalvíkinga á Dalvík, 1:2, Haukar unnu sigur á Gróttu, 3:2 og Skallagrímur og Þróttur N. skildu jöfn í Borgarnesi, 0:0. Þunglamalegt í Þorlákshöfn Tindastólsmenn sóttu þrjú stig til Þorlákshafnar um helgina þegar þeir unnu Ægi 1:2. Stólarnir byrj- uðu mjög vel og komust yfir þeg- ar einungis örfáar mínútur voru búnar af leiknum. Pétur Péturs- son tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og skoraði með glæsi- legu skoti, 0:1. Lítið annað markvert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik en Ægismenn jöfnuðu svo metin í byrjun þess síðari. Það var Kjartan Helgason sem skoraði með föstum skalla sem Gísli Sigurðsson, markvörður - Stólarnir með fullt hús stiga eftir 3 umferðir Tindastóls, réð ekki við. Þegar u.þ.b tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoraði Sverrir Sverr- isson síðan sigurmark Tindastóls eftir góðan undirbúning Björns Björnssonar. Leikurinn var fremur lítið fyrir augað. Talsverður vindur var og völlurinn þungur og háll eftir rigningar undanfarinna daga. Enginn var áberandi bestur í frekar slöku liði Tindastóls en þó má nefna að Gísli Sigurðsson, markvörður greip vel inn í á köflum. Magni Blöndal Péturs- son, þjálfari og leikmaður Ægis var allt í öllu hjá liðinu. Yölsungar sigruöu á Dalvík Dalvíkingar fengu Völsunga í heimsókn á mánudag og urðu að sjá á eftir stigunum þremur til Húsavíkur. Staðan var 1:1 þar til u.þ.b. tvær mínútur voru eftir af leiknum en þá skoruðu Völsung- ar sigurmark leiksins. Fyrra mark Völsunga gerði Skarphéðinn ívarsson úr aukaspyrnu en Jón Ö. Eiríksson jafnaði fyrir Dalvík. Jónas Hallgrímsson gerði svo út um leikinn með marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Guðjón Guðmundsson, þjálf- ari Dalvíkinga, var að vonum ósáttur við tapið. „Þetta var jafnt allan tímann. Liðin skiptust á um að sækja og sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var,“ sagði Guðjón. Hann sagði að bæði lið hefðu verið að spila ágætis bolta og að allt annað hefði verið að sjá til sinna manna, en í undanförnum leikj- um, þrátt fyrir tapið. „Þetta var sanngjarnt, við hefðum átt að vera búnir að gera út um þetta miklu fyrr,“ sagði Björn Ólgeirsson, þjálfari Völs- unga. Stórsigur Magna á KS Magni Grenivík gerði góða ferð til Siglufjarðar á mánudag og Nói Björnsson og félagar gerðu góða ferð tii Siglufjarðar. Guðjón Guðmundsson og hans menn töpuðu fyrir Völs- ungi-_____________________________________________________ Knattspyrna 2. flokkur: KA úr leik en Þórsarar áfram Fyrsta umferð bikarkeppninn- ar í knattspyrnu 2. flokki fór fram um helgina. Einherji frá Vopnafírði átti að spila við Þór en gaf leikinn. KA-menn lágu fyrir Stjörnunni í lélegum leik, 2:4. KA-menn í 2. flokki riðu ekki feitum hesti frá leik gegn jafn- öldrum sínum úr Stjörnunni frá Garðabæ. í leikhléi var staðan 0:2, Stjörnumönnum í vil og í þeim síðari bættu þeir öðrum tveimur mörkum við. KA-menn Körfubolti: Landsliðið vaMð fyrir undankeppni ÓL Torfí Magnússon landsliðs- þjálfari í körfuknattleik hefur valið landslið íslands sem tek- ur þátt í undankeppni Ólym- píuleikanna sem fram fer á Spáni 21.-26. júní. Liðið leikur í C-riðli í Murcia á Spáni. Leikið verður við Grikk- land 22. júní, Þýskaland 23. júní, Króatíu 24. júní, Rúmeníu 25. júní og Portúgal 26. júní. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í úrslitakeppni undan- keppninnar sem fram fer í Zara- gossa. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Axel Arnar Nikulásson, KR, Páll Kolbeinsson, KR, Jón Kr. Gíslason, ÍBK, Valur Ingi- mundarson, UMFT, Guðmundur Bragason, UMFG, Nökkvi Már Jónsson, ÍBK, Guðni Guðnason, KR, Magnús Matthíasson, Val, Herbert Arnarson, Kentucky Westline Univ., Tómas Holton, Val, Falur Harðarson, Charlest- on Southern Univ., Teitur Örlygsson, UMFN. Þjálfari er Torfi MagnÚSSOn. Fréttaskeyti náðu svo að klóra örlítið í bakk- ann með tveimur mörkum undir lok leiksins. Mörk KA skoruðu þeir ívar Bjarklind og Höskuldur Þórhallsson. KA-menn spiluðu ekki vel í þessum leik og þurfa þeir að gera betur ef þeir ætla sér að spila í 1. deild þessa aldurs- flokks að ári. Þórsarar komust áfram því Einherjamenn sáu sér ekki fært að mæta og gáfu leikinn. SV ívar Bjarklind skoraði annað mark KA-manna í tapleik gegn Stjörn- unni. vann stóran sigur á heimamönn- um, 1:5. „Við vorum bara ein- faldlega betri,“ sagði Nói Björnsson, þjálfari Magna. Hans menn voru komnir 0:2 yfír eftir átta mínútna leik og voru sterkari framan af. „Þeir voru ívið sterk- ari rétt fyrir og eftir leikhlé en við bættum þriðja og fjórða mlarkinu við á stuttum kafla, snemma í síðari hálfleik og þá var þetta búið hjá þeim,“ sagði Nói. KS- ingar náðu að setja eitt rrtark og minnka muninn í 1-4 en Magna- menn bættu sínu fimmta marki við rétt undir lok leiksins. Mörk- in fyrir Magna skoruðu Ólafur Þorbergsson, Eymundur Eym- undsson og Sverrir Heimisson eitt hver og Hreinn Hringsson tvö. Markið fyrir KS gerði Sveinn Sverrisson. Haukar fengu sín fyrstu stig í 3. deild þegar þeir lögðu Gróttu á eigin heimavelli, 3:2. Mörk Hauka gerðu þeir Óskar Theo- dórsson eitt og Þór Hinriksson tvö. Mörk Gróttu skoruðu Kristj- án Brooks og Gísli Jónsson. Skallagrímur og Þróttur N. gerðu markalaust jafntefli í Borgarnesi. Þorlákur Árnason gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk fyrir Leiftur. Knattspyrna: Þorlákur skoraði 4 mörk í stórsigri Leifturs á Þrótti R Stórleíkur 2. deildar var ílÓlafs- fírði á mánudagskvöldið þegar Leiftursmenn burstuðu Þrótt R. 5:0. Þróttarar byrjuðu örlít- ið betur en heimamenn en þeir síðarnefndu náðu að skora eitt mark í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik var alger einstefna að marki Þróttara og skoruðu Leiftursmenn fjögur mörk. Heimamenn spiluðu mjög vel í þcssum leik og verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá þeim ef fram heldur sem horfír. „Ég er himinlifandi með sigur- inn. Dagsskipunin var sigur og ekkert annað en sigur því við vorum bara með eitt stig fyrir leikinn,“ sagði Marteinn Geirs- son. Hann sagðist hafa átt von á hörkuleik og sigurinn því stærri en hann hafi átt von á. Marteinn sagði þó að miðað við gang leiks- ins hafi sigurinn síst verið of stór. Þróttarar byrjuðu betur í leiknum en náðu þó ekki að skapa sér nein veruleg marktæki- færi. Fyrri hálfleikurinn var tíð- indalítill ef undan er skilið fyrsta mark Leiftursmanna, sem kom á 40. mínútu. Goran tók þá innkast og Friðrik Einarsson spyrnti bolt- anum inn í teiginn þar sem Þor- lákur Árnason lagði hann fyrir sig og skoraði, 1:0. Síðari hálfleikurinn var alger- lega í eign heimamanna og spurningin aðeins hversu stór sigurinn yrði. Annað mark Leift- urs kom á 65. mínútu þegar Goran sendi á Þorlák sem lék á Halldór, í marki Þróttar, og skor- aði, 2:0. Eina umtalsverða færi Þróttara í síðari hálfleik kom á 71. mínútu. Þeir fá þá auka- spyrnu rétt utan vítateigs en Þor- valdur, í marki Leifturs, varði vel í horn. Aðeins örfáum mínútum síðar var Þorlákur enn á ferðinni fyrir Leiftur og skoraði eftir góð- an undirbúning Gorans, 3:0. Fjórða markið skoraði svo Þor- lákur eftir góða fyrirgjöf frá Gunnlaugi Sigursveinssyni. Þor- lákur tók við boltanum og þrum- aði efst í marknetið, glæsilegt mark og staðan orðin 4:0. Goran átti svo síðasta orðið með marki á 85. mínútu og verðskuldaður sigur heimamanna var í höfn, 5:0. Leiftursliðið spilaði allt mjög vel í leiknum en ef taka á ein- hverja út má nefna þá Þorlák Árnason og Sigurbjörn Jakobs- son sem spiluðu mjög vel að þessu sinni. KH/SV Handknattleikur: Jakob áfram í Noregi Jakob Jónsson, handknatt- leiksmaður, hefur framlengt samning sinn hjá norska liðinu Viking í Stavanger. Hann gerði samning til tveggja ára síðastliðið haust, og var sá samningur í endurskoðun nú á dögunum. Jakob sagði í samtali við blaðamann að hann yrði a.m.k. eitt ár ennþá hjá félaginu og átti allt eins von á því að þau yrðu fleiri. „Ég hitti stjórnarmenn félagsins fyrir helgi þar sem málin voru rædd varðandi næsta ár. Þeir létu í ljós áhuga sinn á því að ég yrði áfram hjá félaginu og buðu mér samning sem ég er mjög ánægður með,“ sagði Jakob. Hann sagði að liðið væri byrjað að æfa fyrir næsta vetur en vegna verkfalls væru öll íþrótta- hús lokuð. „Við æfum hérna á ströndinni í frábæru veðri, bæði Jakob Jónsson verður í Noregi enn um sinn hlaup og kraftæfingar," sagði Jakob og bætti við að allar aðstæður hjá félaginu væru mjög góðar og að það þyrfti mikið að gerast til þess að hann færi frá félaginu. Eins og menn eflaust muna var talsvert skrifað um það, eftir B- Heimsmeistarakeppnina í vor, að Jakob ætti möguleika á því að komast í norska landsliðshópinn. Jakob er norskur ríkisborgari eins og kunnugt er. Aðspurður hvort eitthvað væri að frétta af þeim málum kvaðst hann ekkert hafa heyrt frá þeim ennþá. „Ég vænti þess að verða valinn í ein- hvern æfingahóp varðandi lands- liðið, en geri mér frekar litlar vonir um að komast alla leið,“ sagði Jakob. SV 1. deild kvenna: Þór tapaði fyrir Val - liðið enn án stiga í deildinni Þórsarar töpuðu fyrir Val í 1. deild kvenna á föstudagskvöld- ið, 0:4. Leikurinn var mun jafnari en tölurnar segja til um því mörkin sem þær fengu á sig voru af ódýrara taginu. Þetta var þriðji tapleikur Þórsara í röð. „Ég hef í raun ekkert um þetta að segja,“ sagði Guðmundur Svansson, þjálfari Þórs. „Við vorum ekkert minna með bolt- ann, fengum ágæt færi en náðum ekki að skora. Hins vegar fáum við á okkur mjög ódýr mörk,“ bætti Guðmundur við. Leikurinn fór frekar rólega af stað og skiptust liðin á að sækja. Talsverður vindur var og sóttu Þórsarar undan í fyrri hálfleik. Talsverð hætta skapaðist við mark Valsara eftir vel teknar horn- og aukaspyrnur Steinunnar Jónsdóttur, besta leikmanns Þórs. Herslumuninn vantaði þó upp á að einhver sóknarmaður Þórsara næði að reka haus eða tá í bolt- ann og var eins og stelpurnar væru ekki nógu grimmar upp við markið. Valsstúlkurnar voru mun ákveðnari í sóknaraðgerð- um sínum og uppskáru tvö mörk fyrir leikhlé. Hjördís Símonar- dóttir skoraði bæði mörkin. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri og skiptust liðin á að sækja, Valsstúlkur undan vindin- um og voru heldur sterkari. Þær bættu við þriðja markinu stuttu eftir leikihlé og fjórða markið kom svo um miðjan hálfleikinn. Helga Ósk Hannesdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir skoruðu mörkin. Sem fyrr segir var leikurinn mun jafnari en úrslitin segja til um þótt sigur Vals hafi verið fylli- lega verðskuldaður. Best hjá Þór var Steinunn Jónsdóttir og höfðu menn á orði að þar færi stúlka sem ætti að geta komið til greina í landslið íslands. Þrjú gul spjöld voru gefin í leiknum. Tvö til Valsstúlkna og eitt til Þórsara, Þórunn Sigurðardóttir fékk spjald fyrir að slæma hönd í boltann. SV Steinunn Jónsdóttir og Inga Huld Pálsdóttir í baráttunni á móti Val. Gullbikarinn í golfi: Bjöm sigraði án forgjafar Fyrsta 36 holu golfmót ársins fór fram hjá Golfldúbbi Akur- eyrar um helgina. Keppt var um Gullsmiðabikarinn, sem gefínn er af Pétri Breiðfjörð hjá Gullsmiðum Sigtryggi og Pétri, og var spilað bæði með og án forgjafar. .Valdemar Örn Pálsson var hlutskarpastur í keppni með forgjöf en Björn Axelsson án forgjafar. Kepp- endur voru 40 og þar af aðeins ein kona. Fimm efstu keppendur í hvor- um flokki: Án forgjafar: högg 1. Björn Axelsson GA 150 2. Ólafur A Gylfason GA 155 3. Skúli Ágústsson GA 159 4. Sigurður H Ringsted GA 160 5. Jón Steindór Árnason GA 162 Með forgjöf: 1. Valdemar Örn Valsson GA 136 2. Haraldur Júlíusson GA 139 3. Björn Axelsson GA 142 4. Unnar Þór Lárusson GA 143 5. Skúli Ágústsson GA 145 SV Sigurvegarar í keppni um Gullsmiöabikarinn í golfi. Frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Skúli Ágústsson, Bjöm Axels- son, Ólafur A. Gyifason og Valdemar Örn Valsson, allir í GA. mynd: sv. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.