Dagur - 10.06.1992, Page 7

Dagur - 10.06.1992, Page 7
Miðvikudagur 10. júní 1992 - DAGUR - 7 Samskipadeildin í knattspyrnu: Bragðdauft hjá Akureyrarliðunum þrátt fyrir flögur mörk í jafnteflisleik Akureyrarliðin, Þór og KA, áttust við í Samskipadeildinni í gær og eins og svo oft áður voru leikar jafnir þegar upp var staðið. Leikurinn var frem- ur daufur þrátt fyrir að báðum liðum tækist að skora tvö mörk. KA-menn voru fyrri til að skora og var það Gunnar Már Másson sem gerði það mark. Þórsarar skora svo tvö mörk fyrir leikhlé, fyrst Hall- dór Áskelsson og síðan Árni Þór Árnason. Fljótlega eftir leikhlé skorar Gunnar Már sitt annað mark í leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki og staöan því 2:2 þegar flautað var til leiksloka. „Við áttum að klára þetta,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, eftir leikinn og sagðist afar óhress með að missa leikinn nið- ur í jafntefli. „Við vorum mun betri aðilinn í leiknum, sérstak- lega í fyrri hálfleik,“ sagði - Þorsarar sitja enn einir í efsta sætinu í deildinni Sigurður. Gunnar Gíslason, þjálfari KA var ekki sáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik. „Menn voru staðir og enginn virtist vilja fá boltann. Þetta er dæmigert stress,“ sagði Gunnar. Hann sagðist vera nokkuð sáttur þegar upp er staðið. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við í seinni svo að líklega má segja að úrslitin séu sanngjörn,“ sagði Gunnar Gísla- son. Leikurinn fór rólega af stað og virtist sem menn væru lengi að átta sig. Fátt markvert gerðist fyrstu mínúturnar og það var ekki fyrr en á 24. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós. Sigþór Júlíusson átti þá lúmska sendingu inn á Gunnar Má og það var sem Þórsvörnin svæfi á verðinum því Gunnar var skyndi- lega kominn einn í gegn og skor- aði framhjá Lárusi Sigurðssyni, markverði. Eftir þetta sóttu Þórs- ararnir í sig veðrið og ekki leið á lörigu áður en Halldór Áskelsson jafnaði með glæsilegu marki. Sveinbjörn Hákonarson tók hornspyrnu, sendi háan bolta inn á miðjan vítateig KA-manna og Halldór kastaði sér fram og skall- aði boltann í hornið hjá Hauki Bragasyni í markinu. Níu mínút- um síðar skoruðu Þórsarar aftur og var þar að verki Árni Þór Árnason. KA-menn reyndu að hreinsa frá marki sínu en ekki vildi betur til en svo að boltinn berst til Árna Þórs sem skoraði með föstu skoti sem hafnaði í varnarmanni og þaðan yfir Hauk í markinu og inn. Gunnar Már Másson var svo aftur á ferðinni fyrir KA á 56. mínútu. Ormarr Örlygsson prjónaði sig þá skemmtilega inn fyrir vörn Þórs og sendi á Pavel Vandas sem beið á markteig. Hann skaut lausu skoti í átt að marki og þar var Gunnar Már réttur maður á rétt- um stað og afgreiddi boltann í netið. Sem fyrr segir var leikurinn frekar bragðdaufur og fátt um fína drætti. Liðin virkuðu óstyrk framan af og menn reyndu lítið að spila boltanum. Þegar á heild- ina er litið ættu bæði lið að geta unað við annað stigið. Erfitt er að taka einhverja leik- menn út sem bestu menn en hjá Þór var Sveinbjörn duglegur í fyrri hálfleik og Örn Viðar var lengst af traustur í vörninni hjá KA. Liö Þórs: Lárus Sigurðsson, Þórir Áskelsson, Hlynur Birgisson, Júlíus Tryggvason, Lárus Orri Sigurðson, Sveinn Pálsson, Sveinbjörn Hákonarson (gult spjald), Ásmundur Arnarson, Árni Þór Árnason (gult spjald) (Birgir Þór Karlsson 90. mín), Halldór Áskelsson, Bjarni Sveinbjörnsson. Lið KA: Haukur Bragason, Gunnar Gíslason, Steingrímur Birgisson, Örn Viðar Arnarson, Sigþór Júlíusson (Árni Hermannsson 76. mín.), Ormarr Örlygs- son, Bjarni Jónsson, Gauti Laxdal, Páll V. Gíslason, Pavel Vandas (gult spjald), Gunnar Már Másson. Dómari: Sæmundur Víglundsson. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Svan- laugur Þorsteinsson. Gunnar Már Másson og Þórir Áskelsson í baráttunni á mánudagskvöld. Mynd: Golli Keppnin Aflraunameistari íslands á Akureyri 17. júní: Sterkasti madur heims meðal keppenda - einnig heimsmeistarinn í kraftlyftingum Keppnin um titilinn Aflrauna- meistari íslands fer fram á Akureyri, 17. júní. Flosi Jóns- son kraftlyftingamaður og gullsmiður frá Akureyri er skipuleggjandi mótsins auk þess sem hann ætlar sjálfur að keppa. Flosi sagði að flestir sterkustu menn íslands, auk sterkasta manns heims, myndu taka þátt í mótinu. Keppt verður t sjö greinum og má búast við að vei verði tekið á. Mótið stendur aðeins yfir í einn dag, 17. júní og fer það fram við íþróttahöllina, í sundlaugargarð- inum og í kirkjutröppunum. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og hefur það ávallt ver- ið hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Magnús Ver Magnússon, sterk- asti maður heims, tekur þátt í mótinu og meðal annarra sem taka þátt má nefna þá Guðna Sig- urjónsson, heimsmeistara í kraft- lyftingum, Andrés Guðmunds- son, sigurvegara frá því í fyrra, og heimamanninn Flosa Jónsson. Hann sér einnig um alla fram- kvæmd á mótinu. í blaðinu næstu daga verða keppendur mótsins kynntir, svo og keppnisgreinarnar. hór-KA 2:2 „Áttum skilið að sigra“ - segja markaskorarar liðanna Fjögur mörk voru gerð á Akureyrarvellinum í gær. Gunnar Már Másson gerði tvö mörk fyrir KA en þeir Halldór Áskelsson og Árni Þór Árna- son gerðu sitt markið hvor fyr- ir Þór. „Það var frekar ljúft að setja tvö hjá Lalla, hann er mjög mikið efni og menn eiga örugglega ekki eftir að skora mikið hjá honum í sumar,“ sagði Gunnar Már Más- son en þeir Lárus Sigurðsson, markvörður Þórs, eru fyrrum félagar hjá Val. „Við áttum stigin Halldór Áskelsson. þrjú fyllilega skilin, það vantaði bara herslumuninn á að við næð- unt að skora meira,“ sagði Gunn- ar Már. Halldór Áskelsson gerði annað mark Þórsara og hann sagðist vera ósáttur við byrjunina í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera með þetta og ég er viss um að við hefðum haft þetta ef við hefðum haldið dampi fyrstu fimmtan mínúturnar í síðari hálf- leik. Við gerðum það hins vegar ekki og því eru úrslitin sjálfsagt sanngjörn sagði,“ Halldór. Hann sagði ennfremur að leikir Þórs og KA væru alltaf miklir baráttu- 'leikir. „Menn eru stressaðri fyrir þessa leiki en aðra og það kemur niður á þeim fótbolta sem spilaður er,“ sagði Halldór. „Þetta var náttúrulega glæsi- legt mark. Ég fékk smá aðstoð hjá einhverjum KA-manni,“ sagði Árni Þór Árnason um markið sem hann skoraði. „Við vorum sterkari aðilinn í leiknum og áttum skilið að sigra," sagði Árni Þór. SV Gunnar Már Másson. Árni Þór

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.