Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 16
 Akureyri, miðvikudagur 10. júní 1992 Hadegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauðum fylgja öllum aöalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús VEITINGAHUSIÐ Glerargotu 80 • ® 86690 Bændur í EyjaQarðarsveit þreifa sig áfram í byggrækt: Getur svalað 60% af kjamfóðurþörfinni - segir Óskar Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð Þrír bændur í Eyjafjarðarsveit standa nú að byggræktun á jörðinni Miðgerði þriðja árið í röð. Að þessu sinni var sáð í 14 hektara en þær tilraunir sem bændurnir hafa gert hafa tekist vel og fóðra kýrnar sig vel á búunum. í fyrra var sáð í um 3 hektara þannig að nú er stigið mun stærra skref í þessari ræktun en áður. Síðustu tvö ár hafa Óskar Kristjánsson í Grænuhlíð og Félagsbúið í Garði staðið að byggræktinni en í ár bættist Sig- urgísli Sveinbjörnsson á Hrísum í hópinn. Óskar sagðist í samtali við blaðið hafa malað byggið í vetur og fóðrað kýrnar á því. „Ég álít að byggið geti gefið um 60% af því kjarnfóðri sem þarf að nota. Enn sem komið er hef ég gefið byggið beint en ef feta ætti í fótspor alvöru korn- ræktenda þá kæmi hvert bú sér upp fóðurblöndunarstöð til að laga sína eigin fóðurblöndu. Ég hugsa hins vegar ekki svo stórt og mala mitt korn frá degi til dags til að gefa kúnum,“ sagði Óskar. Ef vel gengur með ræktina í sumar segir Óskar ætlunina að Fjölnismenn hf. gjaldþrota: Skuldir 50-70 miUjónir umfram eignir Byggingafyrírtækið Fjölnis- menn á Akureyri hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Beiðni um gjaldþrotaskipti var lögð fram síðdegis á föstudag og er úrskurður fyrirliggjandi. Brynjólfur Kjartansson, hrl. í Reykjavík, verður skiptastjóri í þrotabúinu. Skuidir Fjölnismanna við gjaldþrotið eru um 120 milljónir króna en eignir eru metnar á 50- 70 milljónir króna. f>ar er fyrst og fremst um að ræða verkstæðishús að Óseyri 8, auk véla og tækja fyrirtækisins. Fjölnismenn hf. voru með í byggingu íbúðir í Huldugili, rað- hús við Vestursíðu auk verkefnis í Síðuskóla. Að sögn Erlings Sig- tryggssonar, hjá embætti skipta- ráðandans á Akureyri, hefur eng- in ákvörðun verið tekin um fram- hald þeirra en það er þrotabúið sem tekur afstöðu til slíks. Um 25 starfsmenn voru hjá Fjölnismönnum þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. JÓH þurrka hluta af uppskerunni í haust. Petta var reynt í fyrra þar sem byggið var þurrkað hjá Krossanesverksmiðjunni og síð- an notað í blöndu sem löguð var fyrir félagsbúið í Garði hjá fóður- vörudeild KEA. Óskar segir að þetta hafi tekist ágætlega og hafi kýrnar étið þetta fóður mjög vel. Jörðin Miðgerði liggur vel við kornrækt en byggið er nú ræktað á ökrum sem áður voru ræktuð tún. Óskar vísar því á bug að kornrækt geti ekki komið undir sig fótunum hérlendis. „Þetta er vitleysa. Ef hægt er að rækta kartöflur þá er hægt að rækta korn. En auðvitað getur korn- ræktin farið á hinn versta veg ef þannig eru aðstæður. Miðgerði er líkast til lang besta jörð hér í Eyjafirði til að rækta korn. Þar er langur sólargangur og landið ligg- ur það hátt að frosthætta er lítil,“ sagði Óskar. Kornið verður væntanlega slegið í lok september næstkom- andi. Takist vel til gætu fengist 3,5-4 tonn af hektara en Óskar segir ekki óraunhæft að ætla að fengist geti um 50 tonn að þessu sinni. „Hugmyndin er sú að í fram- tíðinni getum við blandað okkar fóður sjálfir en ég malaði sjálfur í vetur og gaf jafnframt fóður- blöndu. Þetta var því ekki afger- andi sparnaður í rekstrinum en það getur orðið þegar fram í sækir,“ sagði Óskar. JÓH Húsavík: Atviimulausum útveguð tveggja mánaða vinna - þetta er engin framtíðarlausn, segir Einar Njálsson, bæjarstjóri Atvinnuleysistryggingasjóður hefur samþykkt að ganga til samstarfs við Húsavíkurbæ og greiða bænum upphæð sem svarar til atvinnuleysisbótum 23 manna í tvo mánuði, gegn því að bærinn ráði þetta fólk í vinnu og greiði því sem svarar mun á bótunum og taxtakaupi, auk trygginga og launatengdra gjalda. Upphæðin frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði nemur um 2,3 milljónum og bærinn þarf að leggja fram á móti 2,3 til 2,5 mill- jónir. Bærinn hyggst nýta vinnu- aflið til sérstaks verkefnis við hreinsun og tiltekt á hafnarsvæð- inu, auk þess sem hópur mun starfa við gróðursetningu og landgræðslu. í sumar verða gróðursettar milli 200 og 250 þús- und plöntur í bæjarlandið. Húsavík er fyrsti bærinn sem fær slíkt framlag úr sjóðnum, en fleiri bæjarfélög hafa sent inn umsóknir og hefur Akureyrarbær m.a. verið beðinn um nánari skýringar á notkun hugsanlegrar fjárveitingar. „Þetta hefur verið að veltast í kerfinu, við sendum inn umsókn í fyrra en fengum ekki framlag og, svo sendum við inn endurnýjaða umsókn í vetur,“ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík. Bærinn er skuldbundinn til að ráða fólk sem er á atvinnuleysis- skrá til þessa verkefnis. Ráðið verður fólk sem verið hefur lengi á skrá, án þess að fá atvinnu. „Það er ágætt að þetta samstarf skuli hafa komist á þegar ástand- ið er með þessum hætti, heppi- legra er að nota hluta af því fé sem fer til atvinnuleysisbóta til að koma fólki í vinnu. En auðvitað vildum við helst vera laus við að þurfa á svona aðgerðum að halda og heppilegast að næg atvinna væri fyrir hendi. Þetta er tíma- bundið verkefni og engin fram- tíðarlausn,“ sagði bæjarstjóri. IM „Þú fœrð ekkert hjá mér. Mynd: Golli.. Eyjagarðarsveit: Fyrstu tún slegin Sláttur hófst á bænum Stóra- hamri I í Eyjafjarðarsveit í fyrrinótt. Að sögn Boga Þór- hallssonar, bónda, eru þau tún sem fyrst var borið á vel sprott- in og segir hann ekki eftir neinu að bíða. „Þetta er búin að vera þvílík tíð að undanförnu að tæplega er hægt að hugsa sér betra. Um tíma var kannski full þurrt en að undanförnu hefur tíðin verið mjög góð og víða komið gott gras,“ sagði Bogi. Síðdegis í gær var hann búnn að slá um 3 hektara og sagðist Bogi halda áfram óhikað. „Þetta lítur mjög vel út og það þarf ekki að bíða eftir meiri sprcttu," sagði Bogi. JOH Menntaskólinn á Akureyri: Nemendur á fyrsta ári 175 - 8,5% niðurskurður kemur niður á tímaíjölda Menntaskólinn á Akureyri hef- ur fengið 220 umsóknir um skólavist á fyrsta ári. Að sögn Tryggva Gíslasonar, skóla- meistara MA, verða 175 nýnemar skráðir á fyrsta ár en í fyrra voru þeir óvenjulega margir eða rúmlega tvöhund- ruð. Þótt færri nýnemum verði veitt skólavist í ár er það ekki vegna niðurskurðar á fjárlög- um ríkisins 1992 heldur verður Hvítasunnuhelgin: Slysalaust í umferðinm Mikil umferð var á Norður- landi um helgina enda fyrsta ferðahelgi ársins. Lögreglu- menn eru þó sammála um að umferðin hafi gengið greiðlega fyrir sig og urðu engin umferð- aróhöpp, svo vitað sé. Frá því á fimmtudag til mánu- dagskvölds voru um 30 ökumenn á svæði Akureyrarlögreglunnar kærðir fyrir of hraðan akstur. Ingimar Skjóldal, varðstjóri, seg- ir að enginn þeirra hafi farið yfir 130 km. hraða og því var ekki um ökuleyfissviptingar að ræða. Hjá lögreglunni á Blönduósi fengust álíka upplýsingar. Umferð var þung á föstudag og á mánudag en gekk þokkalega fyrir sig. JÓH niðurskurði mætt með fækkun kennslustunda. „í 28 kennslustofur getum við komið 630 nemendum. Það eru tvær aðferðir til að mæta niður- skurði á rekstrarfé. Önnur er sú að fækka nemendum en þá myndi rekstrarfé skólans lækka enn frek- ar því það er miðað við fjölda nemenda. Þess vegna ætlum við að fækka kennslustundum í viss- um námsgreinum," segir Tryggvi og nefnir sem dæmi kennslu í framburði erlendra tungumála. Auk þess verður ein af þremur kennslustundum í íþróttum á viku skorin niður en aðsókn nemenda í íþróttakennslu hefur verið dræm víða í framhaldsskólum. Alls verða um 100 af 1200 kennslust- undum á viku skornar niður á næsta skólaári. Sparnaður í rekstri MA nemur fjórum stöðu- gildum kennara eða um 8,5% en flatur niðurskurður á fjárveiting- um er 7% auk þess sem tekið verður fyrir aukafjárveitingar sem tíðkast hafa. Ljóst er að MA þarf að vísa frá nokkrum fjölda umsækjenda vegna skorts á kennslurými. Er það gert í samræmi við reglur sem skólameistari hefur sett enda er innritun nemenda á hans ábyrgð samkvæmt lögum um framhalds- skóla. Að sögn Tryggva hafa þeir forgang til skólavistar í MA sem ekki geta sótt sambærilegan skóla eða námsbraut frá lögheimili sínu. Ef sú regla dugar ekki til er þeim nemendum vísað frá sem taldir eru þurfa fornám vegna lágrar einkunnar í grunnskóla. Þó hefur MA lengi tekið inn nemendur sem orðnir eru 18 ára óháð einkunnum og er sá réttur nú bundinn í lög. Ef takmarka þarf inntöku í skólann enn frekar er litið á einkunnir; sérstaklega á einkunnir í íslensku, stærðfræði, dönsku og ensku. Þeir nemendur sem ekki fá inni í MA fá þó yfir- leitt skólavist í öðrum framhalds- skólum á Norðurlandi. GT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.