Dagur - 04.07.1992, Page 18

Dagur - 04.07.1992, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 4. júlí 1992 KORFU - ejjan fagra Elía, vinur okkar, yfírþjónn á Hótel Marina, og Svavar Ottesen höfundur greinarinnar. Skoðunarferö um Korfubæ. Nokkrir af feröafélögunum. Grikklands. Mér telst til aö sam- tals höfum við verið tólf tíma á sjó í þcssum ferðum, sem við fórum. Það er af Grikklandsferð- inni að segja að nokkrir íslend- ingar urðu sjóveikir í þeirri ferð og annarra þjóða fólk einnig, en við komumst á leiðarenda. Ann- ar hátur, sem var með í för, sneri við í Paxos. Ekki var þetta nú mikill sjór, en vindur var ein 6-7 vindstig og þessir bátar ekki mikil sjóskip. Síðar mun ég segja frá ferðinni til Albaníu hér í blaðinu, en hún var allrar athygli verð og fyrsta skipulagða hópferð fslendinga til þess lands. Það voru um 130 íslendingar sem þar tóku þátt. Korfu-bær íbúar eyjarinnar munu vera um 100 þúsund, en í Korfubæ búa unt 30 þúsund manns, sem flestir lifa á ferðamannaþjónustu. Eftir því sem ég best veit eru hótelin opnuð 1. apríl og þeim lokað síð- ast í október. Ferðamannatíminn er því um 7 mánuðir. Ekki er ég viss um hvað íbúar Korfu-bæjar gera þessa 5 mánuði sem fáir ferðamenn sækja eyjuna heim. Verðlag á Korfu er mjög hag- stætt og það lægsta sem ég hef kynnst í utanlandsferðum. Aðal vandamálið er að hemja konurn- ar okkar elskulegu við innkaup- in, því allt er svo ódýrt og því „stórgróði" að versla í Korfu-bæ. En að öllu gamni slepptu þá er ótrúlegt úrval af vörum í Korfu- bæ og hægt að kaupa næstum því allt frá bílum niður í saumnálar. Þó munu gull- og silfurmunir og föt úr leðri vera á hagstæðara verði en íslendingar þekkja. Þá er matur afar ódýr og til marks um það get ég sagt frá því að við Sóley snæddum 'A kjúkling og pizzu á útiveitingastað og kostaði máltíðin fyrir okkur bæði um 260-270 íslenskar krónur. Það er því engin spurning að hægt er að lifa á Korfu fyrir brot af þeirri upphæð sem það kostar hér á landi. Laun eru þar líka lág eftir því sem ég best veit. Að lokum vil ég segja það, að ég vona að Samvinnuferðir- Landsýn sjái sér fært að bjóða Korfu-ferðir næsta vor og ekki er spurning að við Sóley förum aftur og getum vel hugsað okkur að dvelja þar þá í 5 vikur. Svavar Ottesen. - yljað sér við minningar frá grísku eyjunni Korfu í kuldakastinu á dögunum hvern veginn vera þannig með það þýddi en komumsl Það er að öllu jöfnu ekki í frá- sögur færandi þó fólk fari í sumarleyfi til sólarlanda, en mér fínnst full ástæða til að segja frá þriggja vikna sumar- leyfí á grísku eyjunni Korfu í maí og júní sl. Samvinnuferðir- Landsýn eiga þakkir skildar fyrir að ríða á vaðið og bjóða Islendingum upp á skipulagðar hópferðir til þessarar fögru eyjar. Það voru rúmlega 150 manns, sem mættu á Keflavík- urflugvelli 25. maí sl. í þessa fyrstu ferð íslenskrar ferða- skrifstofu til Korfu. Við Sóley vorum einu Akureyringarnir, sem tókum þátt í þessari ferð. Ágætir fararstjórar Flogið var með Flugleiðum til Korfu og millilent í Luxemborg. Frá Luxemborg til Korfu er rúm- lega tveggja tíma flug. Á flugvell- inum í Korfu tóku á móti okkur fararstjórar Samvinnuferða- Landsýnar, þær Helga Einars- dóttir og María Perelló, en þess- ar ágætu konur áttu eftir að gera sitt til að gera þetta sumarleyfi okkar ógleymanlegt. Hótel Marina Þegar íslendingarnir höfðu fast land undir fótum á Korfu dreifð- ist hópurinn á mörg hótel. Af til- viljun höfðum við Sóley valið að gista á Hótel Marina, sem er um einn kílómetra frá miðbæ Korfu. í ljós kom kom að tvenn hjón úr Reykjavík, þau Jón og Erla og Indriði og Margrét, höfðu einnig valið þetta hótel og vorum við því sex íslendingarnir sem þar dvöldum í góðu yfirlæti í þrjár vikur. Það verður að segja eins og er að mikill munur er á hótelum á Korfu og þeim hótelum, sem við eigum að venjast hér á landi og í Norður-Evrópu. Það virðist ein- hvern veginn vera þannig með sólarlandabúana, að allt sem heitir viðhald er í lágmarki og það vakti sérstaka athygli okkar að hús virðast drabbast niður og málning virðist vera munaðar- vara. Þá eru frárennsiismálin í Korfubæ öll önnur en við eigum að venjast hér á landi og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Það kom í ljós á fararstjórafundi að morgni 26. maí, að bannað er að setja pappír, að ekki sé talað um dömubindi, í klósettin, heldur er sérstakur lokaður kassi sem ætl- aður er til þeirra nota. Þetta kom íslendingunum mjög á óvart, en þetta finnst mér nauðsynlegt að allir Korfu-farar viti. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur eða yfir, vita hvernig klósettmálum var háttað hér á landi fyrir nokkr- um tugum ára. En nóg um kló- settmálin. Þess skal þó getið að kassarnir umræddu, eru losaðir daglega og enginn skortur er á klósettpappír. Gríski maturinn smakkaðist vel Við vorum í svokölluðu hálfu fæði á Hótel Marina. Auðvitað vissum við ekki fyrirfram hvað Vinkonur okkar á Hótel Marina, Danni og Barbara, brosa sínu blíö- asta... það þýddi en komumst að raun um að maturinn var bæði mikili og í flestum tilfellum góður, þó hann værti auðvitað talsvert ólík- ur því sem við eiguin að venjast hér á landi. Á morgnana fengum við kaffi eða te og djús, síðan gáturn við valið um tvær tegundir af áleggi og auðvitað smjör á franskbrauðið, en franskbrauð var alltaf á borðum á morgnana og yfirleitt alltaf með öðrum mat. Á kvöldin var svo alltaf tvíréttuð máltíð og desert á eftir. Það var samdóma álit okkar sexmenning- anna á Hótel Marina að ekki þyrfti að kaupa mikinn mat auka- lega. Elskulegt og vingjarnlegt fólk Grikkir eru að ég held upp til hópa vingjarnlegir og kunna vel að taka á móti ferðamönnum, enda er það lifibrauð eyjar- skeggja auk landbúnaðar. Árið 1991 komu um 900 þúsund ferða- menn til Korfu. Á Hótel Marina var okkur íslendingunum ákaflega vel tekið af þjónustufólkinu og að þrem vikurn liðnum kvöddum við þessa vini okkar með nokkrum sökn- uði, sérstaklega yfirþjóninn Elía og þær Danni og Barböru, sem þjónuðu okkur í borðsalnum. Flugið helmingi lengra Davalartími íslendinganna í þessari ferð var mun lengri en annarra, því algengast mun vera að Bretar dvelji á Korfu í 7-10 daga, Þjóðverjar og Hollending- ar í 10-14 daga og Danir, Norð- menn, Svíar og Finnar í 14 daga. Þá kemur mikill fjöldi skemmti- ferðaskipa til Korfu og farþegar dvelja þar nokkra klukkutíma. Vandkvæði okkar íslendinga eru alltaf þau sömu, að flug frá íslandi til sólarlanda er helmingi lengra og vel það en annarra Evrópubúa og því verður kostn- aður við flugið helmingi rneiri. Eyjan fagra Það verður ekki annað sagt en Korfu sé fögur eyja. Við kynnt- umst því allvel í skoðunarferðum um eyjuna. Hún er mjög gróður- sæl og gróðurinn var í blóma er við dvöldum þar. María og Helga, okkar ágætu fararstjórar, höfðu undirbúið margar skoðunarferðir fyrir okk- ur og eftirminnilegust fannst mér dagsferð til Albaníu og ferð til eyjarinnar Paxos og þaðan yfir tii Frú Sóley stendur hér í stafni á leiðinni til Paxos, en ágjöf var veruleg og sjóveiki nokkur meðal farþega. Það stansa flestir í Staðarskála Fjölbreyttir gistlmöguleikar. ★ Alltaf girnilegir réttir á matseðlinum. /mAkfm Hrútafirði • Opið frá kl. 8.00-23.30. Sími 95-11150 • Fax 95-11107. Svangir og þyrstir íslendingar mynda röð eins og þeim einum er lagið. Myndin tekin í strandferð sem farin var frá Korfubæ.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.