Dagur - 29.08.1992, Side 4

Dagur - 29.08.1992, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. ágúst 1992 Fréttir Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra á Stéttarsambandsfundi: „Er reiðubúiiffi til að taka alla þætti hins nvja búvörusafflffings til endurskoðunar frá grunni“ „Texti dagsins í dag er hvernig takast megi að leysa bænda- stéttina úr viðjum framleiðslu- stýringar og úreltra viðskipta- hátta til þess að bóndinn njóti sín þar sem hann situr á búi sínu með eld árvakans á arni,“ voru inngangsorð Halldórs Blöndal, landbúnaðarráðherra í ræðu sinni á aðalfundi Stéttar- sambands bænda, sem nú stendur yfir að Laugum í Reykjadal. Halldór fjallaði ýtarlega um vanda landbúnað- arins í ræðu sinni og megin tónninn í málflutningi hans var, að finna þurfi landbúnað- inum nýjan farveg - farveg frelsis í stað hafta og miðstýr- ingar. Landbúnaðarráðherra kvaðst reiðubúinn til að taka alla þætti hins nýja búvöru- samnings til endurskoðunar frá grunni í því sambandi. Atburðarásin hafí verið hröð og nú blasi við að heimildir til innflutnings á landbúnaðarvör- um verði víkkaðar með nýju GATT-samkomulagi er feli í sér breyttar áherslur á stuðn- ingi við landbúnaðinn. Mánudagur31. ágúst 1992 Mánudagur 14. sept. 1992 Mánudagur 5. okt. 1992 Mánudagur 19. okt. 1992 Landbúnaðarráðherra sagði meðal annars að óraunhæft sé og skaði bændur sjálfa að halda dauðahaldi í lögskráð verð og staðgreiðslu afurða. Sú vernd er í því hafi átt að felast sé falsvernd, jafnvel þótt ríkið hafi hingað til ábyrgst sölu afurðanna. Ráðherra benti á að nú þegar greiðslu- ábyrgð ríkisins sleppi geti afurða- stöðvarnar ekki undirgengist slíka kvöð til lengdar þar sem hún brjóti í bága við heilbrigða viðskiptahætti. Ráðherra minntist á nýjar raddir er komið hafi fram að undanförnu þar sem talað sé á öðrum nótum en menn hafi átt að venjast. Hann nefndi erindi Valdimars Einarssonar, ráðu- nautar á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands kúabænda sem dæmi um nýja hugsun þar sem hann setti fram tillögur um gjör- breytt framleisðlu- og afurða- sölukerfi sem fundurinn fól stjórn sinni að brjóta til mergjar og taka síðan til umræðu á nýjan leik. „Eins og ég skil það, byggir það á því að skilgreina bein- greiðslurnar með nýjum og öðr- um og rýmri hætti en nú og losa Mánudagur 2. nóv. 1992 Mánudagur 16. nóv. 1992 Mánudagur 30. nóv. 1992 Mánudagur 14. des. 1992 um framleiðslutakmarkanir, brjóta upp héraðslæg mörk slát- urhúsa og nýta hagkvæmni mark- aðarins út í æsar til að lækka framleiðslu- og vinnslukostnað,“ sagði Halldór Blöndal. Halldór lagði mikla áherslu á að kannað verði til hlítar hvernig unnt sé að lækka rekstrarkostnað í landbúnaði og minntist í því sambandi á upplýsingar um mismun á verði ýmissa aðfanga hér á landi og í Skotlandi er komu fram á aðalfundi Lands- sambands sauðfjárbænda í síð- ustu viku. Þar kom meðal annars fram mikill verðmunur á áburði íslandi í óhag. Ráðherra sagði að ákvörðun hefði verið tekin um að breyta Áburðarverksmiðju ríkis- ins í hlutafélag og frumvarp þess efnis verði lagt fram á Alþingi í haust. Halldór Blöndal ræddi nokkuð um samningana um hið Evrópska efnahagssvæði og kvað niður- stöðu sína vera að viðunandi lausn hafi fundist hvað landbún- aðinn varðar, ekki síst í ljósi þess hversu slæm staðan hafi verið við stjórnarskiptin í fyrra en þá hafi íslendingar sniðgengið þær við- ræður er snertu landbúnað og lát- ið öðrum þjóðum eftir að semja um þau mál. Sá samningstexti er staðið hafi verið frammi fyrir hafi gert ráð fyrir verulegri rýmkun á innflutningi á blómum, ávöxtum og grænmeti frá löndum Suður- Evrópu auk þess sem búið hafi verið að setja nokkrar unnar mjólkurafurðir á frílista þó þann- ig að innheimta mætti af þeim jöfnunargjöld við innflutning. Halldór Blöndal benti á að EES-samningurinn feli ekki í sér aðild íslands að reglum Evrópu- bandalagsins um landbúnaðar- mál þótt ákvæði hans taki til svonefnds staðfesturéttar - það er réttur manna til að stofna til atvinnurekstrar í landbúnaði. Ráðherra greindi einnig frá því að ákvæði EES-samningsins röskuðu ekki núgildandi reglum jarða- og ábúðarlaga, enda væru hliðstæðar reglur í gildi í ýmsum aðildarríkjum samningsins varð- andi land til landbúnaðar og viðurkennt að einstök ríki geti í löggjöf sinni sett reglur, er miði að því að tryggja eðlilega og hag- kvæma nýtingu lands með tilliti til þarfa landbúnaðar. „Pað hefur verið hlutskipti mitt í ráðherrastóli að vera oft 'boðberi válegra tíðinda. Ég rek þó ekki í einstökum atriðum þær efnahagslegu þrengingar sem íslenska þjóðin er nú að ganga í gegnum. Það jákvæða er að verð- bólga er minni nú en hún hefur verið um áratuga skeið og, sem ekki er síður mikils virði, þorri fólks virðist gera sér grein fyrir því alvarlega ástandi, sem hér ríkir á atvinnumarkaðnum,“ sagði landbúnaðarráðherra í niðurlagi ræðu sinnar. Hann sagði að of margir töluðu nú á Ástandið í sauðfjárræktinni var eitt meginumræðuefni manna í umræðum á aðalfundi Stéttarsambands bænda fyrsta dag fundarins og var verulegur áhyggjutónn í þeim málflutn- ingi er fram fór á fundinum. Þrátt fyrir að ræðumenn væru sammála um að samdrátturinn í sölu á kindakjöti væri alvar- legt vandamál fyrir bændur og jafnframt margar byggðir landsins greindi menn nokkuð á um á hvern hátt skynsamleg- ast væri að taka á vandanum. Mjög ákveðins tóns gætti í ræðum margra að endurskipu- leggja verði sölukerfi landbúnað- arins og þá einkum sauðfjárrækt- arinnar. Ekki verði lengur unað við að kindakjötið, eitt kjötteg- unda, sé enn háð opinberum verðlagsákvæðum er geri því nær ómögulegt að keppa við aðrar kjöttegundir þar sem verðlagning er frjáls. Menn voru hins vegar ekki á einu máli um leiðir til að ná markmiðum um aukna sölu á kindakjöti og ræddu nokkrir fundarmanna um kjötmarkaði í því sambandi. Ekki virðist þó að fullu ljóst við hvað menn eiga þegar þeir ræða um stofnun slíkra kjötmarkaða - hvort um uppboðsmarkað eigi að vera að ræða eða einhvernskonar bú- vörumarkað sem vinnslustöðvar þeim nótum, að bændastéttin standi frammi fyrir meiri erfið- leikum en vera þurfi, þar sem hún hafi kosið að brjóta af sér hlekki vanabundinnar framleiðslustýr- ingar. Með slíkum fullyrðingum sé aðeins verið að gefa í skyn að pólitískar og stéttarlegar forsend- ur hafi verið fyrir óbreyttri fram- leiðslustefnu en þær fullyrðingar séu ósannar. Landbúnaðarráð- herra kvaðst trúa því að landbún- aðurinn muni styrkja sig á næstu árum vegna þess að ný sjónarmið muni ryðja sér til rúms og nýir kraftar leysast úr læðingi. ÞI og smásöluaðilar geti leitað til með kaup á vinnslukjöti. Greini- legt var að menn greinir verulega á um þessar hugmyndir og vör- uðu einstakir ræðumenn sterk- lega við hugmyndum af þessu tagi og kváðu þær aðeins verða til þess að afhenda öflugum smásölu- aðilum á höfuðborgarsvæðinu möguleika til þess að ákveða verð á kjöti, sem bændur yrðu síðan að lúta. í máli Hauks Hall- dórssonar, formanns Stéttar- sambsandsins, kom meðal annars fram sú skoðun að ef uppboðs- markaður verði settur á stofn yrði hann einungis niðurboðs- markaður þar sem kaupendur biðu vöruna niður því verið væri að selja vöru sem of mikið magn væri til af og ætti auk þess í harðri samkeppni á markaði. Nokkur gagnrýni kom fram á forystu Stéttarsambandsins og sökuðu einstakir ræðumenn for- ystumenn þess um slælega fram- göngu í málefnum bænda og kváðu þá vera búna að glutra nið- ur þeim ávinningum er forverar þeirra hefðu náð. í máli for- svarsmanna Stéttarsambandsins kom hinsvegar fram að við gjörólíkar aðstæður væri nú að fást þar sem bæði markaðsað- stæður og einnig pólitísk sjón- armið í landinu væru með allt öðrum hætti en verið hefði fyrir einum til tveimur áratugum. ÞI Kjörnir fulltrúar í nefndum og ráðum svo og aðrir sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta á þessa fundi. Höldum bæjarmálastarfinu skilvirku og öflugu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA YSJÁLFSTÆÐISMENN AKUREYRI Bæjarmálafundir verða haldnir eftirtalda daga: Vandi sauðflárræktar aðalmál fimdarins - skiptar skoðanir um ágæti kjötmarkaðs [ tilefni 130 ára afmælis Akureyrarbæjar sendir Landsbankinn bæjarstjórn, bæjarstjóra svo og öllum Akureyringum árnaöar- og framtíðaróskir. L‘ndÍS,'i?"nds

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.