Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 29. ágúst 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR
(Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Akureymrkaupstaður
stendur á tímamótum
í dag er hátíð á Akureyri. Tilefnið
er 130 ára kaupstaðarafmæli
höfuðstaðar Norðurlands. Bæjar-
búum er boðið að taka þátt í
afmælisdagskrá þar sem lögð
verður áherslu á sögu Akureyrar,
menningu og þá kosti sem fyrir
hendi eru á sviði lista, íþrótta,
félagslífs og útivistar. Ekki er að
efa að bæjarbúar og gestir þeirra
munu taka þessu tækifæri til
upplyftingar fagnandi og með
jákvæðu hugarfari, enda kær-
komið fyrir þá að hrista af sér
slen atvinnuleysis og versnandi
afkomu fyrirtækja og heimila.
Akureyri var mikill iðnaðarbær,
og er reyndar enn. Hins vegar
hafa mörg gróin fyrirtæki lagt
upp laupana á síðustu árum og
önnur róa lífróður. Fjöldi fólks
hefur misst atvinnu sína og ný
atvinnutækifæri hafa ekki skap-
ast jafn ört og æskilegt hefði
verið. Vonir þeirra sem sáu Akur-
eyri fyrir sér sem 20-25 þúsund
manna bæ um næstu aldamót
eru brostnar.
Á Gleráreyrum byggðust upp
miklar verksmiðjur í tengslum
við úrvinnslu landbúnaðar-
afurða. Þróunina þekkja flestir.
Þar eru nú fyrirtækin Folda og
íslenskur skinnaiðnaður en
starfsfólki hefur fækkað mjög frá
því sem áður var. Nýverið komst
rekstur Skóverksmiðjunnar
Striksins í þrot og afkoma starfs-
fólksins því ótrygg. Erfiðleikar
Slippstöðvarinnar hafa verið í
sviðsljósinu, byggingafyrirtæki
hafa orðið gjaldþrota, gamalgró-
in fyrirtæki á borð við Lindu og K.
Jónsson & Co. glíma líka við
vonda drauga og þannig mætti
lengi telja.
Eyjafjörður er blómlegt land-
búnaðarhérað og samdrátturinn
í þessari atvinnugrein hefur auð-
vitað keðjuverkandi áhrif sem
úrvinnslufyrirtæki á Akureyri
fara ekki varhluta af. Mikilvægi
sjávarútvegs hefur aukist á
Akureyri en þar glíma menn líka
við samdrátt og skerðingu á afla-
heimildum sem stöndug útgerð-
arfyrirtæki á borð við Útgerðar-
félag Akureyringa og Samherja
geta varla þolað til lengdar, hvað
þá fyrirtæki sem hafa verið að
berjast í bökkum.
Sigfús Jónsson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Akureyri, sagði í
afmælisviðtali við Dag 29. ágúst
1987 að helstu vaxtarmöguleikar
bæjarins væru fólgnir í verslun,
þjónustu og ferðamálum. Þetta
hefur að mörgu leyti gengið eftir,
Akureyri er verslunar- og þjón-
ustumiðstöð fyrir Norðurland og
öflugt mótvægi við Reykjavík.
Afgreiðslutími verslana hefur
verið gefinn frjáls, Norðlendingar
koma víða að til að gera innkaup
á Akureyri og sækja þangað
þjónustu. Ferðaþjónustan hefur
einnig vaxið og þegar fjárfesting-
ar síðustu ára eru skoðaðar má
sjá að þær hafa gjarnan verið á
sviði verslunar og þjónustu, sem
er hliðstæð þróun og í Reykjavík.
Sjálfsagt á Akureyri eftir að
styrkja sig enn frekar í sessi sem
verslunar- og þjónustumiðstöð á
Norðurlandi en það er vonandi
að iðnaður og aðrar atvinnu-
greinar rétti einnig úr kútnum.
Menn sjá Eyjafjarðarsvæðið fyrir
sér sem miðstöð í sjávarútvegi
og þá með fulltingi Háskólans á
Akureyri og rannsóknastofnana.
Þrátt fyrir ýmis kreppueinkenni
er engin ástæða fyrir Akureyr-
inga að örvænta á þessum tíma-
mótum. Ljósið mun að lokum
brjóta sér leið gegnum myrkrið.
Nýjustu tíðindi í atvinnumálum
vekja bjartsýni. Akureyrarbær
hefur fengið mjög jákvæða
afgreiðslu hjá stjórn Atvinnu-
leysistryggingasjóðs og mun
geta veitt flestum vinnufærum
mönnum á atvinnuleysisskrá
tímabundin störf við ákveðin
verkefni. Þetta er skref í rétta átt
og þau verða vonandi fleiri. SS
Dýraríki íslands
Fuglar 5. þáttur
Stokköndin er af ættbálki gás-
fugla eða andfugla, eins og t.d.
gæsir og álftir. Hún er síðan af
andaættinni, sem hefur að geyma
um 140 tegundir fugla. Eitt af
megineinkennum þeirrar ættar er
flatt nef, þar sem hliðarnar
mynda nadda eða skíði úr hyrni,
en framendinn harða plötu, svo-
nefnda nögl. Andfuglategundirn-
ar lifa á margvíslegri fæðu, bæði
dýrakyns og jurta, og er nefið
breytilegt eftir fæðuháttum.
Andaættin er tegundaflesta
fuglaættin hér á landi. Alls eru
um 25 tegundir árvissar og þar af
18 þeirra reglubundnir varpfugl-
ar. Þær skiptast í gráendur (sem
einnig eru nefndar buslendur,
grasendur, eða hálfkafarar) og
kafendur.
Stokköndin tilheyrir hinum
fyrrnefndu, gráöndunum. Þær
lifa mest á plöntufæðu, nema um
varptímann, og taka fæðuna
ýmist á yfirborði vatns eða
sjávar, eða stinga framhluta bols-
ins á kaf, þannig að afturhlutinn
stendur upp úr. í flokki þessara
gráanda verpa á íslandi 5 tegund-
ir, auk stokkandar. Þær eru:
urtönd, rauðhöfði, grafönd,
skeiðönd og gargönd. Af þeim
er stokköndin langstærst. Hún er
50-70 sm á hæð, vænghafið frá
80-98 sm, og þyngdin frá 900-
1400 g. Kollan er töluvert minni
en steggurinn.
Helsta einkenni karlfuglsins er
fagurgrænt höfuð, sem oft fer þó
út í blá litbrigði. Þá er steggurinn
auk þess með snjóhvítan háls-
hring, rauðbrúna bringu, móleitt
• •
STOKKOND
bak, hvítt stél með upphringuð-
um fjöðrum þar í miðju, og gult
nef, en er að öðru leyti grár.
Kvenfuglinn er öllu óásjálegri,
eins og títt er með þessari deild,
gráöndum. Hann er allur brún-
flikróttur, með græn- eða móleitt
nef.
Bæði kynin hafa gulrauða fæt-
ur og bláan spegil á aftanverðum
vængnum.
Stokköndin er ákaflega harð-
gerð önd og dugleg að bjarga sér.
Hún er einkvænisfugl, en skiptir
um maka ár hvert. Tilhugalífið
byrjar hér í myrkasta skammdeg-
inu og er í gangi allan veturinn.
Sum pör eru fljót að taka saman,
en önnur ekki fyrr en komið er
vor. Alltaf verður eitthvað eftir
af svokölluðum geldfugli, sem
ekki finnur sér maka. Yfirleitt er
þar um að ræða steggi, en þeir
eru mun fleiri en kollurnar.
Fuglarnir koma á varpstöðv-
arnar hér á landi í maíbyrjun, ef
tíðin er skapleg, og gera sér
hreiður jafnt í mýrum sem á
þurru landi. Er þetta yfirleitt
dálítil hola í jörð, en upp af
henni umgjörð úr kvistum og
blöðum. Allt er síðan fóðrað inn-
an með dúni.
Eggin, fölgræn að lit, eru
venjulega 8-12, en geta þó verið
fleiri. Útungun tekur um 4 vikur
og sér kollan um ásetuna. Karl-
fuglinn stendur vörð fyrst um
sinn, en hverfur svo á braut.
Þegar ungarnir skríða úr eggi
er karlinn því oftast víðs fjarri,
illa á sig kominn í fjaðraskiptum,
ásamt öðrum steggjum, en það
(Anas platyrhynchos)
varir frá júlí og fram í ágúst. Þá
tekur við felubúningur um nokk-
urn tíma, uns skrautbúningi er
náð í október-nóvember. Kven-
fuglarnir skipta hins vegar um
fiður löngu á eftir steggjunum.
Ungarnir, sem í fyrstu eru
skolgráir eða gulir á lit, eru
hreiðurfælnir og strax flugsyndir.
Þeir lifa fyrstu vikur á smádýra-
svifi, en verða fleygir eftir 50-60
daga, og eru þá orðnir mjög líkir
kollunni í útliti.
Stokköndin mun vera útbreidd-
ust allra andategunda. Hún er,
auk þess að verá hér á landi, á
Bretlandseyjum, í Skandinavíu,
um öll Miðjarðarhafslöndin, en
þó aðeins lítið eitt í N-Afríku, í
Marokkó og Túnis. En þaðan
teygist útbreiðslusvæðið austur
um Síberíu, M-Asíu, Tyrkland,
íran og háfjallasvæði Tíbets,
Mongólíu og alla leið til Japans. I
Ameríku er hún líka vítt og
breitt, einkum þó í Alaska og
Kanada, en einnig liggur svæði
hennar næstum þvert yfir Banda-
ríkin norðanverð. Þó er hún lítið
á Atlantshafsströndinni þar, um
Quebec og Labradorsvæði, en
með algengustu fuglum, þegar
kemur á vesturströnd Græn-
lands, norður að Upernavik, og
dálítið á austurstöndinni, við
Angmagsalik. Til viðbótar þessu
er fuglinn einnig á suðurslóðum
hér og þar, eins og t.d. á
Madeira, Kanaríeyjum og Asór-
eyjum í Atlantshafi, og á Flórída,
í Mexíkó og víða á Suðurhafs-
eyjum.
Deilitegundir þessa fugls eru
ákaflega margar, og getur verið
um að ræða þónokkurn mun á
útliti, eftir því hvar gripið er nið-
ur í heiminum. Búningur stokk-
andarsteggs er glæsilegastur á
norðurhveli jarðar, og þar er
einnig að finna stærstu fuglana,
nánar tiltekið á Grænlandi. En
þegar sunnar dregur er aftur á
móti orðinn hverfandi litarmunur
á kynjunum.
Stokköndin er nánast kyn-
festulaus og hefur blandast yfir
40 andartegundum og er m.a.
formóðir margra taminna andar-
kyna, eins og t.d. Pekingandar og
Rúðuandar.
Hér á landi er stokköndin um
allt láglendið, en öllu sjaldgæfari
á miðhálendinu. Hún er staðfugl
að mestu og dvelur helst við
sjávarsíðuna á vetrum, einkum
þar sem grynningar eru og útfiri.
Kjörlendi hennar er annars
gróðursælar tjarnir. Hún étur
allskyns vatnajurtir, seiði, kuð-
unga, skordýr, lirfur, orma, fræ,
ber og korn.
íslenski stofninn er talinn vera
í kringum 30.000 fuglar að
hausti, eða um 5.000 verpandi
pör.
Stokköndin er mjög eftirsóttur
veiðifugl í öllum heiminum. Ekki
liggja þó fyrir tölur um skotna
fugla hér á landi á veiðitíma ár
hvert, þ.e.a.s. frá 1. september
til 31. mars. En í Bandaríkjunum
munu hafa veiðst árið 1984 alls
3.954.100 fuglar, og ári síðar
3.234.800.
Stokkendur geta þó orðið fjör-
gamlar, takist þeim að sneiða hjá
kúlum byssumanna eða öðrum
hættum þessa lífs. Heimsmetið er
sagt vera 41 ár og 6 mánuðir, og
um hollenskan fugl að ræða. Og í
Ameríku mun vera dæmi um 29
ára gamla stokkönd. Þetta er
samt ekki tekið gilt á öllum
stöðum. Á þeim bæjum er metið
hins vegar 24 ár og 2 mánuðir.
Það mun eiga fugl, er bar sovéskt
merki.
Stokkcndur, hjón. (Flegg, J.: Field guide to the birds of Britain and Europe.
London 1990).