Dagur - 29.08.1992, Page 11

Dagur - 29.08.1992, Page 11
Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 11 Viðtal: Vilborg Gunnarsdóttir Myndir: Golli Bjössi er sagður snyrtimenni fram í fingurgóma og óncitanlcga er vélin hans gljáandi og glæsilcg. „Ég get alls ekki unnið ef hlutirnir eru ekki í röð og reglu,“ segir hann. Finnst stundum stutt á // milli þess að vera lipur eða leiðinlegur" - Björn Sigmundsson tæknimaöur í helgarviðtali eitthvað. Sjálfsagt eru þetta öfgarnar í hina áttina því ég myndi ekki sætta mig við að vera alveg án frétta. Stundum finnst mér fréttamaðurinn bara ganga of langt.“ Það var erfitt að ráða í svipbrigði Björns 'þegar fleiri ummæli félaga hans voru borin lundir hann og vandi að sjá hvernig hann tók slíkri afskiptasemi. Snyrtimenni fram í fíngurgóma Þeir sögðu hann mikið snyrtimenni og rifj- uðu upp að á ferðalögum var það ávallt efst á baugi hjá Bjössa þegar komið var í bæi og þorp, að leita að bílaþvottaplani. „Ég skal segja þér sögu um þetta ef þú vilt. Eitt sumarið tók ég þátt í ævintýri sem kallaðist „Á hringferð um landið." Örn Ingi lista- maður og Anna Ringsted sáu um þáttinn og ég fylgdi þeim frá Húsavík til Hrútafjarðar. Við fórum til Siglufjarðar og þurftum að fara um Fljótin þar sem mikil drulla var á veginum og vel merktur útvarpsbíllinn var orðinn mjög skítugur. Eftir að hafa skilað þeim á næturstað fór ég auðvitað á þvotta- plan, þreif bílinn allan utan og innan og gerði mér það svo að leik að aka honum hægt og rólega upp á Hvanneyrarskál og niður aftur til að auglýsa að vtð værum kom- in á staðinn." Snyrtimennska og reglusemi eru dyggð en Björn segir það nauðsynlegt í þessu starfi að hafa hlutina í röð og reglu. „Ég get alls ekki unnið ef hlutirnir eru ekki í röð og reglu. Þegar ég þarf að nota þá, eru þeir þar sem þeir eiga að vera. Sem dæmi má nefna að ef tæknimaður er beðinn um að fara út í hvelli með tæknibúnað má engan tíma missa. Stórviðburðir bíða nefnilega ekki eftir okk- ur og þá þarf maður að geta tekið öll áhöld á einu bretti án þess að þurfa að leita að þeim um allt hús.“ - Hvernig hefur þér tekist sem umsjónar- manni hússins að fá aðra til að vinna eftir þessum reglum? „bað tekst mismunandi vel eins og gengur. Ég hef haft það sem reglu að reyna að fara meðalveginn því mér finnst stundum svo stutt á milli þess að vera lipur eða leið- inlegur. Stundum fer ég yfir strikið en ég reyni að fá menn með mér í þetta í róleg- heitum, gamni og glensi vegna þess að það er ekki hægt að vinna með manni sem hefur yfirumsjón með tækni og tækjum ef hann hefur allt á hornum sér sem hinir gera.“ Þar með var ísinn brotinn... Bjössi á sér eitt það áhugamál sem hann er hvað þekktastur fyrir en það er flugmódel- smíði. Hann er einn af stofnendum Flug- módelfélags Akureyrar og hefur starfað mikið fyrir félagið, bæði sem stjórnarmaður og formaður. í dag eru félagar í klúbbnum 41 að tölu. „Ég kynntist flugmódelsmíðinni fyrst hjá frænda mínum, Kristjáni Víkings- syni tannlækni 1972 en hann kynntist henni á námsárum sínum í Reykjavík. Hann útvegaði mér fyrsta flugmódelið til að setja saman og þar með var ísinn brotinn. Ég hef varla tölu á þeim módelum sem ég hef sett saman, ætli tólf vélar séu ekki fullsmíðaðar og svo er ég með þrjár í smíðum núna.“ - Fer ekki mikill tími í þetta? „Það er mjög misjafnt hvað það tekur langan tíma að setja saman hverja vél. í dag þarf það ekki að taka mjög langan tíma því hægt er að kaupa þær nánast tilbúnar úr harðplasti og froðuplasti. Þær vélar er hægt að setja saman á tveimur kvöldstundum. Eg hef hins vegar meiri áhuga á að smíða þær úr tré. Það er alveg ágætt að smíða stóra kvartskala vél sem kölluð er, með meira en tveggja metra vænghafi, á tveimur vetrum. Það er ágætis hraði.“ Flugmódelfélagið leigir aðstöðu í íþrótta- vallarhúsinu sem greidd er með kennslu í smíði fyrir krakka á vegum Æskulýðsráðs tvö kvöld í viku. „Þriðja kvöldið höfum við fyrir okkur og þá smíðum við saman frá átta til ellefu. Þetta er bara eins og hver annar saumaklúbbur.“ Tíminn sem fer í þetta áhugamál er meiri yfir sumarið, að sögn Björns. Á Melgerðis- melum hefur félagið komið sér upp malbik- aðri flugbraut, sem er átta metra breið og hundrað metra löng. Skilyrðin þurfa að vera hagstæð, hægur vindur og ekki of kalt svo þau tækifæri eru vel nýtt. I tætlur eftir tuttugu sekúndur Björn segir einn galla við þetta áhugamál en hann er sá að ef fjölskyldan er ekki með er miklum tíma rænt, sérstaklega á sumrin. „Öll sumarútivera þarf að vera þannig að fjölskyldan geti tekið þátt. Það er alveg ómögulegt að vera að leika sér úti í sveit heilu helgarnar vitandi það að konan og börnin eru heima að bíða eftir manni. Fyrstu árin fann ég ekki fyrir þessu en nú geri ég það.“ Sú spurning sem hlýtur að brenna á fólki sem ekki þekkir til varðandi flugmódelsmíði og flug á vélunum, er hvort ekki verði „slys“. „Auðvitað verða óhöpp en við reyn- um að búa okkur undir að slíkt gerist og kenna nemendum okkar að gera það líka svo vonbrigðin verði ekki of mikil. Sjálfur lenti ég t.d. einu sinni í því að smíða stórt svifflugvélamódel og tók smíðin þrjú ár. Þetta var mikil vinna, vænghafið var þrír metrar og tæknibúnaður mjög fullkominn. Smíðinni lauk með miklum látum að vori og ég prófaði tækjabúnaðinn heima í bílskúr áður en reyna átti gripinn. Svo fórum við þrír saman inn á brekkuna fyrir neðan kirkjugarðinn en þar er ágætis uppstreymi þar sem við höfðum oft flogið minni vélum. Henni var hent þar fram af og prófuð en eft- ir tuttugu sekúndna flug, flaug hún á staur og fór gjörsamlega í tætlur." Ekki vill Björn viðurkenna að sárt hafi verið að sjá á eftir vélinni. „Til að geta verið í módelsmíði verður maður að yfirstíga þann þröskuld, að það sem þú ert að sntíða getur eyöilagst á fyrsta andartaki. Annars geta menn ekki smíðað aftur. Að vísu á ég núna heima eina stóra vél sem ég hef aðeins flogið tvisvar. Þetta er eftirlíking af Jodel- vél, hún vegur sex kíló og í henni er mótor úr sláttuorfi. Það tók mig þrjú ár að smíða hana, þetta er mikil smíð og það var mikið dundur að koma henni saman. Ég hef ekki þorað að fljúga henni aleinn vegna hræðslu við að missa hana niður. Sennilega myndi ég ekki sætta mig við að missa hana niður.“ Óþrjótandi verkefni - Er þetta dýrt áhugamál? „Já, þetta er dýrt en þetta er eins og ann- að sport. Það er ekkert dýrt í upphafi; menn geta komið sér upp búnaði fyrir um 50 þús- und krónur og leikið sér síðan nánast enda- laust fyrir þann pening. En mikill vill meira og þótt maður megi í raun ekki reikna sam- an hversu mikið fé hefur farið í þetta þá reikna ég með að eiga nú efni, tæki og áhöld fyrir um 200 þúsund krónur.“ Áhugamál Bjössa eru fleiri. Hann hefur líka gaman af að fara á skíði. Þá er fjöl- skyldan með og er eingöngu farið á svig- skíði. „Ég keppti hér áður fyrr en á þeim tíma hafið ég samt alltaf meiri áhuga á tæknibúnaðinum. í kringum 1970 smíðaði ég t.d. tímatökubúnað fyrir Skíðaráð Akur- eyrar svo hægt væri að taka tíma á raf- magnsklukku á mótum. Þessi tæki voru not- uð í mörg ár og þótti þá mjög fínt að taka tímann með rafmagnsklukku.“ Auk þessa hefur Björn komið nálægt nán- ast allri annarri rafmagnsvinnu í Fjallinu og gerir enn. Og fleiri eiga mikið undir Birni því hann sér um viðhald á gjaldmælum leigubílstjóra í bænum, pökkunarvélarnar hjá Kaffibrennslunni og svo hafa kirkjur bæjarins notið aðstoðar hans á ýmsan hátt. Áhugamálin eru líka fleiri. Hann á það til að eltast við rjúpur á haustin og í garðinum við hús fjölskyldunnar er að finna fjöl- skrúðugan gróður og matjurtir. Undirrituð á erfitt með að sjá það fyrir sér að þessi maður eigi einhvern tíma eftir að sitja aðgerðarlaus en hvað segir hann sjálfur? Hvernig getur hann hugsað sér að eyða tímanum þegar kemur á eftirlaunaald- urinn? „Því er auðsvarað. Ég kem t.d. ekki til með að eyða tímanum í lestur, bæði vegna áhugaleysis og svo er ég haldinn lesblindu. Eitthvert „dundur“ verður örugglega efst á baugi þótt ég viti ekki hvort það verða þá orðin lítil flugvélamódel til að líma saman. Það kann vel að vera. Ég held að ég verði ekki aðgerðarlaus því ég hef aldrei þurft að hafa áhyggjur af því að hafa ekki nóg að gera. Ef mér leiðist að smíða eða hjálpa til heima, fer ég bara út í garð og dunda við plönturnar mínar.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.