Dagur - 29.08.1992, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 29. ágúst 1992
Kvikmyndasíða
Jón Hjaltason
Burton og Batman
Peir eru ófáir sem sjá í leik-
stjóranum Tim Burton einhvers-
konar arftaka Stevens Spielberg.
Nýjasta kvikmynd Burtons,
Batman Returns, þykir skjóta
stoðum undir þessa skoðun. Rétt
eins og Jaws setti fæturna undir
Spielberg árið 1976 hefur
Batman (1989) verið sú frægðar-
byssa fyrir Burton sem hefur
skotið sól hans upp á himinfest-
inguna. Hún halaði inn óhemju-
magn af peningum og negldi nið-
ur þá ímynd að Burton væri snill-
ingur hinna ótrúlegustu persóna
og skpari hinna undarlegustu
heima - maður hins taumlausa
ímyndunarafls. Pað væri þó mikil
glámskyggni að segja Batman
einan hafa miðlað þessum hæfi-
leikum Burtons. Tvær kvikmynd-
ir hans aðrar hafa gert jafnmikið
ef ekki meira til að staðfesta að
maðurinn býr yfir fjörugra og
skemmtilegra hugarflugi en geng-
ur og gerist.
Hver var Edward?
í Edward Scissorhands sagði
Burton einstæða sögu af ungum
manni sem hefur skæri í handa
stað. Hann er öðruvísi en allir
aðrir en reynir engu að síður að
falla inn í samfélag „hinna venju-
legu“. Barátta hans breytist
smám saman í örvæntingu þegar
„Hinir venjulegu“ byrja að.snúa
við honum baki. Þetta er ljúfsár
dæmisaga um venjulegt fólk,
þröngsýni þess og hræðslu við hið
ókunna. Ef til vill vildi Burton
segja okkur af æsku sinni, þó
undir rós væri; ef til vill er brot af
honum falið í Edward klippi-
hönd. í æsku var Burton ekki
eins og börn eru flest. Á meðan
jafnaldrar hans djöfluðust í
íþróttum fór hann einförum og
lék sér jafnvel innan um graf-
steina í kirkjugarði Burbanks í
Kaliforníu þar sem hann fæddist
og ólst upp í skjóli foreldra sinna;
föður sem var atvinnumaður í
hornabolta og móður sem þreifst
best inni á heimilinu. Ungur fann
Burton í sér listaæð og byrjaði að
teikna ýmsar skrípamyndir og
vann jafnvel samkeppni á því
sviði. Eftir að hafa lagt stund á
teiknimyndagerð í listaskóla í
Kaliforníu fékk Burton vinnu hjá
Walt Disney kvikmyndaverinu
þar sem kviknaði hjá honum
áhugi fyrir leikstjórn. Fyrsta
mynd Burtons var 28 mínútna
teiknimynd, Frankenweenie,
byggð á fyrstu Frankenstein-
myndinni frá 1931. Franken-
weenie sannfæröi Warner-bræð-
ur um að Burton væri rétti mað-
urinn til að leikstýra Pee Wee’s
Big Adventure.
Michelle Pfeiffer sem kattarkonan í
Batman.
Var ófús að
endurlífga Batman
í Beetlejuice (1988) undirstrikaði
Burton öðru sinni óvenjufjörugt
ímyndunarafl sitt. Beetlejuice er
bíó um draugapar sem getur ekki
sætt sig við nýja eigendur íbúðar-
hússins sem þau áttu í lifanda lífi.
Draugaparið ákveður að reka lif-
endurna út og fær til liðs við sig
illskeyttan anda. Pessi mynd er
að því leytinu til ólík Edward
Scissorhands að það er lífsins
ómögulegt að sjá nokkurn boð-
skap út úr henni - hún er einfald-
lega skrýtið ævintýri. Báðar þess-
ar myndir Burtons, Edward
Schissorhands og Beetlejuice,
skiluðu ágætum hagnaði, þó ekki
væri neitt svipað og Batman gerði
enda varð metgróði af því bíói.
Þrátt fyrir velgengni Batmans
var Burton ekkert allt of áfjáður í
að leikstýra framhaldinu. Hann
lét þó tilleiðast þegar framleið-
endurnir féllust á að hann mætti
slá á aðra og nýja strengi. „Mig
langaöi til að leika mér í þessum
Batman-heimi. Þess vegna leit ég
aldrei á þetta sem framhald held-
ur sem Batman-bíó með allt öðr-
um undirleik en fyrri myndin“,
segir Burton.
Höfuðpersónur Batman
Returns eru ekki einfaldar eða
einnar náttúru, nema ef vera
skyldi Leðurblökumaðurinn
sjálfur. Kattarkonan, sem
Michelle Pfeiffer leikur, á sér
mjög flókið sálarlíf (rétt eins og
konur yfirleitt). Sem kona er hún
einmana og vanmetin en þegar
hún turnast til kattarins eru allt
aðrir eðlisþættir ríkjandi. Þá er
hún slæg bardagahetja sem eng-
um þyrmir. Burton hefur einnig
léð mörgæsinni, þorpara myndar-
innar sem Danny DeVito leikur,
margsnúið eðli. Áhorfendur
finna jafnvel til samúðar með
þessum hálf-manni og hálf-fugli
þegar þeim er sagt að foreldrar
Jack Nicholson fær ekki að spreyta sig gegn Batnian öðru sinni. Sagt er að
hann fái engu að síður eitthvað fyrir sinn snúð og víst er um það að fyrir Leð-
urblökumanninn fyrri fékk hann metupphæð, í kringum þrjá milljarða
íslenskra króna.
hans hafi hent honum í ræsið
þegar í ljós kom hvernig háttaði
um sköpulag litla drengsins.
Natni Burtons við smáatriðin
endurspeglast í því að honum var
ekki nægjanlegt að hafa 12 gervi-
mörgæsir til að ná utan um mör-
gæsarmanninn heldur varð hann
einnig að fá um 50 raunverulegar
mörgæsir til að fullkomna tök-
urnar. Öll atriðin voru tekin upp
á sviði í tilbúinni Gothamborg
þar sem rafmagnsknúnar græjur
sáu um að hitastigið væri alltaf
jafnt og hið sama, 38 gr. á
celsíus. Ekkert var látið eftir
duttlungum veðurfarsins að
ákveða. Útkoman varð Batman-
bíó sem margir hafa sagt að beri í
einu og öllu merki meistara síns.
Eftir Batman eitt og tvö er
næsta víst að Burton þarf ekki að
hafa miklar áhyggjur af pening-
um og jafnvel þó aldrei verði tek-
ið til við Batman þriðja þá þarf
hann ekki að kvíða verkefna-
leysi, að minnsta kosti ekki í
náinni framtíð. Burton er um
þessar mundir að skrifa tvær
barnabækur fyrir Disneys
Hyperion Press. Önnur bók, sem
mun innihalda teikningar eftir
leikstjórann, er að koma út hjá
HarperCollins. Ofan á annað er
hann að framleiða teiknimynda-
seríu fyrir sjónvarp, Family Dog,
og í þann veginn að byrja á
annarri leikinni kvikmynd, A
Nightinare Before Christmas.
Akureyringar!
Bestu kveðjur og hamingjuóskir
f tilefni 130 ára
afmœlis bœjarfélagsins
Þórshafnarhreppur
SL
jd
Flugleiðir senda Akureyringum
heillaóskir á 130 ára
afmœli bœjarins
FLUGLEIÐIR
íú
sÚ
*F
Til hamingju með afmœlið
Akureyri og Akureyringar
Smiii/inniilerúír-Ltiinlsi/íi
Akureyri og umboðsmenn um allt land
rh
1