Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 25. nóvember 1992 Úr kjötborði Svíncikjöt of nýslátruóu í úrvali t.d.: Svissneskor svínokótileHur Svínokótilettur „Crusto" Grísofiðrilcli PiporkrvcldoðQr svínokombssneiðor Fololdokjöt of nýslátruðu í úrvoli Noutokjöt of nýslátruðu í úrvali Munið heito hádegisverðinn Griiloðir kjúklingor og nýsteiktor fronskor kortöflur ollan doginn Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opið virka daga ki. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Jólablað! Jólablað Dags kemur út föstudaginn 18. desember. Þeir sem œtla að koma auglýsingum jólakveðjum eða efni í blaðið hafi samband sem fyrst og í síðasta lagi mánudaginn 7. desember. Bókablað! Sérstöku bókablaði verður dreift með Degi, föstudaginn 11. desember. Auglýsendur hafi samband við auglýsingadeild sem fyrst og í síðasta lagi fimmtudaginn 3. desember. auglýsingadeild, sími 24222. Tákn með tali - táknmál í hugum margra merkir orðið „boðskipti“ það sama og talað mál. En boðskipti merkir miklu meira en það. Þau eru bæði mál- ræn (verbal) og málvana (non- verbal). Við getum tjáð okkur á margan hátt, án orða. Svipbrigði, bendingar og snertingar t.d. geta sagt meira en mörg orð. En flest- ir nota bæði málræn og málvana boðskipti til að tjá sig. Tákn með tali (T.M.T.) er eitt boðskipta- tækið þar sem málræn og mál- vana tjáning fléttast saman. Hvað er tákn með tali? Árið 1969 hófu Danirnir Mari- anne Bjerregaard og Lars Ny- gaard tilraunir með notkun tákna við kennslu þroskaheftra barna. Táknin notuðu þau til stuðnings talinu í tjáskiptum. Það kom í ljós að nemendum gekk ekki aðeins vel að tileinka sér táknin, heldur tóku þeir einnig framför- um í tali. Á þennan hátt opnuð- ust nýir möguleikar fyrir nemendur sem lítið vald höfðu á talmáli. Unnt var að auka tján- ingargetu þeirra mikið með því að gera þá meðvitaða um eigið látbragð og svipbrigði, sem til samans má nefna „látbrigði“, auk þess að fá þeim í hendur sam- ræmd tákn, fengin að láni frá táknmáli heyrnleysingja. Tákn með tali er ekki það sama og táknmál heyrnleysingja, því það er tjáningarmáti sem ætl- aður er heyrandi nemendum, sem af einhverjum ástæðum eiga við mál- og talörðugleika að stríða. í T.M.T. eru tákn notuð samhliða eðlilegu talmáli og til- gangurinn er að þróa talið. Ein- kennandi fyrir það er að ein- göngu mikilvægustu orð hverrar setningar (lykilorðin) eru tákn- uð. Þeim sem ætlað er að læra T.M.T. eru heyrandi nemendur með: a) Galla í talfærum. b) Einhverf einkenni/geðræn vandamál. c) Greindarskerðingu. Tjáningargeta líkamans Notkun T.M.T. grundvallast á tjáningargetu líkamans. Athygli nemenda er vakin á tjáningar- möguleikum líkamans og þeir þjálfaðir. Táknin eru því aðeins hjálpartæki, en koma ekki í stað- inn fyrir talið. Með T.M.T. aukast líkurnar á að nemendur geti gert sig skiljan- lega og löngun til að sjá sig verð- ur meiri en áður því minni hætta verður á ósigrum í tjáskiptum. Aðalmarkmið T.M.T. er því það að nemendur þrói með sér skiljanlegt talmál með hjálp með- vitaðra látbrigða og samræmdra tákna. Við kennslu málhamlaðra er mikilvægt að leiðbeinendur noti látbrigði til hins ýtrasta til að auðvelda nemendum að skilja merkingu þess sem sagt er. Þann- Baldvina Snælaugsdóttir. ig verður talið í eyrum þeirra, ekki lengur innihaldslítil röð hljóða, heldur öðlast það skýrari merkingu. Með látbrigðunum er hægt að tákna fjölda hugtaka og er þá tal- að um náttúruleg tákn. T.d. eru eftirlíkingar ýmissa athafna nátt- úruleg tákn (að borða, skrifa og synda). Náttúruleg tákn eru í raun uppistaða T.M.T. Sumir einstaklingar koma sér upp eigin táknum, sem sýnir við- leitni þeirra og löngun til að gera sig skiljanlega. Þau tákn gera oft mikið gagn, en gallinn er sá að aðeins fáir skilja merkingu þeirra. Þegar T.M.T. er notað, skal flétta saman tal, látbrigði og tákn í eina heild. Um leið og ný tákn eru kynnt nemendum þarf að leggja mikla áherslu á hugtaka- skilninginn og hafa til staðar þá hluti eða myndefni sem við á í hvert sinn. Táknin hjálpa yfirleitt nemendunum að öðlast betri skilning á hugtökum, ekki sfst ef þau eru myndræn, því sjónskynið er enn áhrifameira en heyrnar- skynið. Táknin eru útfærð með tilliti til taltakts þannig að öll atkvæði komast til skila. Með notkun tákna dregur úr talhraða, setn- ingar verða styttri og hnitmið- aðri. Hvort tveggja kemur nem- endum mjög til góða og tryggir betur að tjáskiptin miðist að þeirra getu. Táknin á alltaf að nota með talmáli en ekki ein sér og hafa ber í huga að lokatak- markið er talað mál. Það er þó ekki raunhæft að vænta þess að allir nemendur nái svo góðum árangri, en táknin verða þeim alltaf góður stuðningur til tjá- skipta. Lítil hreyfifærni og talörðug- leikar fylgjast oft að, enda eru bein tengsl þar á milli. Þegar nemandinn útfærir táknin felur það í sér þjálfun gróf- og fín- hreyfinga sem eru undirstaða hreyfinga talfæranna. Því ætti þeim nemendum, sem vel standa að vígi hvað hreyfifærni varðar, að veitast auðvelt að tileinka sér T.M.T. En ef hreyfifærnin er lítil má einfalda táknin og sníða að hreyfigetu nemandans. Sjáanleg „talfæri“ Líkamshreyfingum og líkamlegri áreynslu fylgja gjarnan hljóð svo sem andvörp og ýmsar upphróp- anir og það hjálpar nemendum að laða fram tal með hreyfing- unni sem fylgir því að fram- kvæma táknið. Það getur verið erfið og löng barátta, bæði kennara og nemenda, að ná fram réttum hljóðum þegar um er að ræða nemendur með mikla tal- örðugleika því að hluti talfær- anna er þannig staðsettur að ómögulegt er að sýna rétta stöðu þeirra við hljóðmyndun. En þeg- ar notuð eru tákn og á þann hátt „talað“ með höndunum, þá eru þau „talfæri" sjáanleg og hægt er að leiðrétta ef þörf krefur. Mikilvægt er að velja áhuga- vekjandi efni þegar byrjað er að kynna táknin t.d. fjölskylduna (mamma, pabbi o.s.frv.), mat, fatnað, liti og farartæki. Aldur skiptir miklu máli og því ber ætíð að velja efni í samræmi við að- stæður. Notkun söngva er mjög áhrifarík aðferð við að fá nemendur til að tileinka sér tákn og er ágætt að hafa það í huga við val á efni til kynningar. Frá upphafi er mikilvægt að æfa notkun lærðra tákna við mis- munandi aðstæður og hvetja nem- endur til að nota þau óspart. Var- ast ber þó að leggja of mikla áherslu á að kenna mikinn fjölda tákna í einu, því þá er hætta á að kröfurnar verði þeim ofviða og þeir gefist upp. Góð samvinna milli skóla og heimilis/stofnunar er mjög mikil- væg. Best er að tryggja tengsl með daglegum skrifum í sam- skiptabók. Á þann hátt geta allir, sem tengjast nemandanum á ein- hvern hátt, fylgst náið með líðan hans og athöfnum og einnig auk- ast líkurnar á að raunhæfar kröf- ur verði gerðar til hans. T.M.T. og heyrnleysingja- táknmál - tvennt ólíkt T.M.T. getur hjálpað mörgum að uppgötva umhverfi sitt og sjálfa sig á nýjan og betri hátt, jafnvel þó að lærð tákn verði fá þá getur það skipt sköpum í lífi einstakl- ingsins. Áform um að hefja kennslu á T.M.T. vekur stundum upp neikvæðar tilfinningar hjá aðstandendum barnsins sem í hlut á. Þeir telja oft að það þýði uppgjöf þ.e. að ekki verði meira reynt að fá einstaklinginn til að tileinka sér talað mál, heldur verði áherslan lögð á tákn- kennslu. Ástæða þessara viðbragða er í mörgum tilfellum sú að margir telja T.M.T. og heyrnleysingja- táknmál vera það sama. Það er mikill misskilningur. Heyrnleys- ingjatáknmál er flókin boðskipta- tækni og þeir einstaklingar sem tileinka sér það eru bundnir var- anlegum heyrnarskaða. Því tákn- máli fylgja flóknar málfræðiregl- ur og sérstök setningaskipan; í raun er það sjálfstætt tungumál. Andstætt T.M.T. er takmark þeirra heyrnleysingja sem nota táknmál ekki talað mál, heldur að fá mál sitt viðurkennt í þjóð- félaginu t.d. með því að mennta táknmálstúlka þannig að þeir geti notið réttar síns og fengið þá þjónustu sem almennt er viður- kennd og sjálfsögð t.d. við fram- haldsnám. Baldvina Snælaugsdóttir. Höfundur er þroskaþjálfi að mennt og kennari í Hvammshlíðarskóla á Akur- eyri. Úr kennslustund. Tjáning fer fram gegnum hljóð, svipbrigði, einföld tákn og bendingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.