Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 1
Akureyri, miðvikudagur 25. nóvember 1992 225. tölublað Vel í fö 1 klæddur tum frá BER«.ARUT lennabudin 1 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Ping Alþýðusambandsins: Búist við spenn- andi forsetakjöri fyrir hádegi í dag Við lok þingfundar á ASÍ- þingi á Akureyri í gærkvöld ríkti fullkomin óvissa um hvort Orn Friðriksson, formaður Málm- og skipasmiðasambands Islands, gefí kost á sér til for- setakjörs í dag. Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða gefur kost á sér en svo virtist í gærkvöld sem telja mætti öruggt að Örn næði kosningu, gæfí hann kost á sér. Mikil baktjaldasinfónía var í gangi á þinginu í gær þegar reynt var að koma skýrum línum í for- setakjörið. Þung pressa var á Örn Friðriksson en ákvörðun Grétars Þorsteinssonar, formanns Tré- smiðafélags Reykjavíkur, að gefa ekki kost á sér, virtist óbifanleg. Bæjarstjórn Akureyrar: Mótmælir virðisauka á húshitun Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær harðorð mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar að leggja 14% virðisaukaskatt á húshitun og hvatti stjórnvöld til að endurskoða hana. í ályktuninni er bent á að húshitunarkostnaður í landinu sé mishár og því valdi þessi ákvörðun auknum mun á hús- hitunarkostnaði og leggist ójafnt á landsmenn, Þá er bent á að þeir sem búi við hæstu gjaldskrána greiði tvöfaldan sicatt á við íbúa höfuðborgar- svæðisins. óþh Sá kostur sem helst var rætt um, að því tilskyldu að Örn gæfi ekki kost á sér, var að Benedikt Davíðsson, frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur, byði sig þá fram og sinnti forsetastarfinu næstu fjög- ur ár, og á þeim tíma yrði reynt að ná saman um eftirmann hans. Allt var því í uppnámi í málinu við lok þings í gær en samt ljóst að reynt yrði til þrautar að finna kandidat til framboðs, þrátt fyrir framboð Péturs Sigurðssonar. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld var pólitíkin komin af fullum krafti í spilið og stóðu fyr- ir dyrum fundir með flokksmönn- um einstakra stjórnmálaflokka um forsetahnútinn. Varaforsetamálin virðast öllu skýrari. Eining virðist vera um Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur frá VR í 1. varaforseta og Hervar Gunnarsson frá Verkalýðsfélagi Akraness í 2. varaforseta. JÓH Ólafsijörðiir: Þakplötur fuku af húsi Nokkrar þakplötur fuku af húsþaki í Ólafsfírði í rokinu sem gekk yfír landið í fyrra- kvöld. Björgunarsveitin var kölluð á vettvang og tókst björgunarsveitarmönnum að koma í veg fyrir að meira fyki. Mjög hvasst var í Ólafsfirði á milli klukkan sjö og níu í fyrra- kvöld og fuku nokkrar járnplötur af þaki húss neðarlega í bænum. Björgunarsveitarmönnum tókst að negla nærliggjandi plötur á þakinu og tókst þannig að koma í veg fyrir að meira tjón hlytist. Þrátt fyrir hvassviðrið er ekki vit- að um annað tjón á mannvirkjum bænum. _ ÞI Húsnæði Krónunnar er hið glæsilegasta. Fjöldi fólks skoðaði húsnæðið í gær, en þá voru þrjár fyrstu verslan- irnar opnaðar. Mynd: Robyn Ný verslunarmiðstöð við göngugötuna á Akureyri: „Er að láta gamlan draum rætast með þessari verslun“ - segir eigandi Sápubúðarinnar Ný verslunarmiðstöð, Krón- an, var opnuð í gær að Hafn- arstræti 97 á Akureyri en hús- ið er 4 hæðir, 2465 m2, en verður 6 hæðir fullbyggt. Eig- andi er Byggingarfélagið Lind. Þrjár verslanir riðu á vaðið og opnuðu í gær, Tískuversl- un Steinunnar og Verslunin ísabella, sem eru Akureyr- ingum og nærsveitamönnum að góðu kunnar áður og síðan verslunin Sápubúðin, sem ekki hefur verið rekin áður. Rými er fyrir sex verslanir á fyrstu hæðinni en átta á þeirri næstu og hafa þau rými öll verið seld utan eitt. Margt eldra fólk man eflaust eftir versluninni Sápubúðin, sem til margra ára var rekin í Strandgötunni, og þótti mjög „kúltiveruð“ verslun með góðar vörur og hangir uppi í þessari nýju verslun mynd af gömlu Sápubúðinni. Eigandi er Edda Vilhjálmsdóttir og segir hún að með stofnun þessarar verslunar sé gamall draumur að rætast, en hún hefur aldrei fyrr komið nálægt verslunarrekstri, en starfaði áður hjá launadeild FSA. Meðal þess sem er á boð- stólum hjá Eddu eru ýmsar teg- undir af góðgætisvörum og þar má m.a. sjá líkjörssultur og ýmsar gjafapakkningar sem vafalaust munu freista margra þegar nær dregur jólahátíðinni. „Við stefnum að því að fara upp á efri hæðina, og höfum reyndar selt flest plássin á efri hæðinni. Á neðri hæðinni á eftir að selja þrjú pláss, en segja má að sala á tveimur þeirra sé á umræðustigi. Ég er einnig viss um að um leið og búið er að opna þessa verslunarmiðstöð koma fleiri sem áhuga hafa á að setja hér upp verslun. Það er hins vegar ríkjandi nokkur hræðsla vegna þess ástands sem ríkjandi er í þjóðfélaginu en við erum byrjaðir og það er hið besta mál. Ég vil hins vegar taka fram af gefnu tilefni að við erum ekkert að fara á hausinn,“ segir Aðalsteinn V. Júh'usson hönnuður hússins. Áhugi er fyrir því að opna jólamarkað hægra megin við innganginn en ekki hefur verið tekin ákvörðun þar að lútandi enn sem komið er. Samingaum- leitanir hafa verið í gangi um heilsugæslu á efstu hæðinni en ekkert verið ákveðið í þeim efnum. GG Heitt í kolunum við efnahagsmálaumræðu á ASÍ þingi í gær: Þýðir sex prósent kjaraskerðingu - segir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands Akureyri: Maurasýra skvettíst á mann Starfsmaður hjá íslenskum skinnaiðnaði varð fyrir því óhappi í gær að maurasýra skvettist á hann þar sem hann var við vinnu sína. Slysið varð skömmu eftir hádegi og fékk maðurinn sýru á hendur og brjóst. Samstarfs- menn hans náðu að skola af honum en hann var síðan fluttur á slysadeild til frekari rannsóknar. Maðurinn fékk að fara heim af spítalanum síðdegis. ÞI „Ríkisstjórnin ákvað að það skyldi, sem endra nær, vera launafólk innan ASÍ sem skyldi bera skellinn. í einu ein- asta atriði í þessu plaggi er tek- in upp sýndarmennskuþreifíng á þá sem hafa hærri tekjur. Fjármagnseigendur, þeir sem virkilega hafa efnin, sigla frían sjó eins og vanalega. Forsend- ur kjarasamninga eru brostn- ar,“ sagði Bjöm Grétar Sveins- son, formaður Verkamanna- sambands íslands á ASÍ-þingi í gær. Umræða fór fram um kjara-, atvinnu- og efnahags- mál og var nýjum efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar vægast sagt illa tekið af þing- fulltrúum og boðað að sam- þykkt verði á þinginu hörð mótmæli. Ásmundur Stefánsson og Gylfi Arinbjörnsson höfðu framsögu í umræðunni á þinginu og kynntu þeir þátt ASI í umræðum um efnahagsaðgerðir síðustu vikur. Gylfi taldi merkjanlegt að sam- tökin hafi haft áhrif en ekki nægj- anlega. „Það urðu mér mikil von- brigði að ríkisstjórnin skyldi ekki tilbúin að þiggja okkar leið. Niðurstaðan er í grófum dráttum 6% kjaraskerðing almennra tekna. Ég er þeirrar skoðunar þegar ég horfi á þær tölur að nokkuð ljóst sé að það verði eng- in sátt í okkar hreyfingu að taka slíkri niðurstöðu án þess að fara af stað í gerð kjarasamninga og gera kaupkröfur. Ég held að það væri óraunsæi af hálfu ríkis- stjórnarinnar að ímynda sér það að menn muni sitja sáttir við 6% skerðingu almennra tekna og bíða í huggulegheitum og vin- semd á meðan það gengur yfir,“ sagði Ásmundur Stefánsson í umræðunni. Þingfulltrúum var heitt í hamsi við umræðuna síðdegis í gær og margir þeirra töldu hvergi nærri öll kurl komin til grafar í aðgerð- um ríkisvaldsins. Formaður Verkamannasambandsins var einn þeirra: „Það hvarflar ekki að mér þar sem ég stend hér að þetta sé eina gengisfellingin núna á næstunni. Við eigum eftir að standa frammi fyrir gengisfell- ingu númer 2 og gengisfellingu númer 3 því ég man ekki til þess að þegar hreyft er við gengi þá gerist það aðeins einu sinni. Þetta er fyrsta aðgerð af öðrum verri,“ sagði Björn Grétar Sveinsson. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.