Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 25. nóvember 1992 Dagdvelja Stiörnuspá " eftir Athenu Lee * Miðvikudagur 25. nóvember CdpVatnsberi A (20. jan.-18. feb.) J Þú ert að upplagi rökfastur og ákveðinn og þeir eiginleikar munu koma sér vel við lausn á vandamáli. Þetta verður ekki auðveldur dagur en þú kemst vel frá honum. Fiskar (19. feb.-20. mars) Góður tími til að skipuleggja ferðalög og mannamót. Það gæti borgað sig í kvöld að taka vissa áhættu í dag. Hrútur 'N (21. mar8-19. aprll) J I dag reynir á örlæti þitt í sam- skiptum við aðra, svo sem við skipulagningu og í samningavið- ræðum. Morgunninn er besti timinn til athafna. Naut (20. apríl-20. mal) ) Ekki er allt sem sýnist þótt yfir- borðið sé freistandi. Láttu því ekki blekkja þig með fagurgala. Happatölurþínareru 9,17og31. Tvíburar (21. maí-20. Júnl) Góður og ánægjulegur dagur þar sem samskipti við annað fólk ganga snurðu- og átakalaust. Notaðu tækifærið vel ef þú þarfn- ast aðstoðar annarra. í Krabbi (21. júnl-22. Júll) Þú gætir þurft að kljást við utan- aðkomandi áhrif og svikin loforð í dag. Farðu varlega í peninga- málum svo það komi ekki niður á þér seinna. Ioón (23. Júll-22. ágúst) Þú ferð frekar hægt af stað í dag og skortir sjálfstraust. En láttu ekki bugast því þetta verður allt komið í lag með kvöldinu. Meyja (23. ágóst-22. sept.) 0 Forðastu ráðleggingar annarra ef upp kemur ágreiningur. Þú nærð meiri árangri á eigin spýtur. Einhver viðburður í dag mun hressa þig til muna. Vog (23. sept.-22. okt.) Þú þarft að leggja mikið á þig til að öðlast langþráða friðsæld og ró í dag. Málefni heimilisins munu taka mestan tíma dagsins. Sporödreki) (23.okt.-21.n6v.) J Nú skaltu gæta eigna þinna hvort sem um er að ræða peninga eða hvernig þú eyðir þeim. Ovenju áhugaverðar fréttir berast af vini; sennilega á rómantískum nótum. Bogxnaöur (22. nóv.-21. des.) Óvæntur atburður snemma dags reynist markverðari þegar til lengri tíma er litið. ( hönd fer nú tímabil þar sem reynir á persónu- leg sambönd. Steingeit 'N (22. des-19-JaJi.) J Kringumstæðurnar neyða þig til að gefa á bátinn aðferðir sem hafa reynst þér vel. Þú neyðist til að taka upp nýjar aðferðir en þú tapar ekki á því. Fyrst þú ert hér kom- innskulum við farayfir, , hverjar skyldur þínar Við skulum byrja á faðmlögum en 1 þegar þeim er lokið væri ágætt að ryksuga. Svo eru það meiri faðm- lög og þá máttu hreinsa baðher- bergið... fleiri faðmlög og þá er það eldhúsið... c iil Guði sé lof að mér tókst að losna við þennan heimska, talandi bíl! Nei sjáið þið hver er kominn! Aldrei bjóst ég við að sjá hann innan um not- Hvað ætlar þú að gera núna? Þú kemst ekki neðar en þetta! Þeir hafa ekki enn fundið~v upp bílasölu sem getur hald- ið mér! !§§ Vandamálið við aö mmm breyta hjá sér er að það er ekki hægt að breyta mm bara einu í einu. 'M mm V m 1 1 tuuiim Við ætluðum bara að mála svefnherbergiö en enduðum með að kaupa nýtt rúm, borð og knmmnftu. Á iétty nótunmn "~1 Umsklpti „En hvað þetta er dásamlegt," sagði konan við manninn sinn og lagði blaðið frá sér. „Hér er sagt frá manni, sem var bæði ólæs og óskrifandi um fertugt, þegar hann kynntist konu einni. En hennar vegna fór hann að læra og varð menntamaður á tveimur árum.“ „Það er nú ekki rnikið," tautaði maður hennar á móti. „Ég hef lesið um mann, sem var frægur menntamaður um fertugt. Þá kynntist hann konu og hún gerði hann að fífli á tveimur dögum..." Afmælísbarn dagsins Farðu rólega af stað á nýju ári og vertu því viðbúin(n) að þurfa að draga saman útgjöldin þegar skemmtanir eru annars vegar. Ef þú ferð gætilega í peningamál- um kemur það þér vel þegar líð- ur á árið því þar bíða tækifærin. Ferðalög verð tíð, jafnvel á ókunnar slóðir. Þetta þarftu af> vital Gufuknúin dráttarvél Fyrsta vélknúna farartækið sem gat flutt farþega var gufuknúin dráttarvél til hernaðar, sem Frakkinn Nicolas-Joseph Cugnot (1725-1804) lauk smíði á árið 1769 i vopnasmiðju Parísar- borgar. Dráttarvélin náði 3,6 kílómetra hraða á klukkustund. Orbtakib Að rembast eins og rjúpan við staurinn Orðtakið merkir að beita sér af fremsta megni, leggja sig allan fram. Talið er að orðtakið eigi rætur að rekja til þjóðtrúar um það að ef settur er staur i rjúpu- hreiður, haldi rjúpan áfram að verpa þar til eggjahrúgan taki jafnhátt staurnum. Orðtakið, að rota rjúþu/rjúpur/ rjúpurnar, merkir hins vegar að dotta. Hjónabandib Sigur „Hjónaband númer tvö er sigur vonarinnar yfir reynslunni." Samúel Johnson. STORT Leibbar um land allt kætast Nýliðin helgi var góð fyrir sjónvarpsgláp- ara úr röðum knattspyrnu- áhugamanna. Á laugardag- inn sýndi Sjón- varpið leik Leeds og Arsenal í beinni útsendingu og leikur Stöðvar 2 í ítölsku knatt- spyrnunni var viðureign stór- veldanna AC Milan og Inter Milano. Töluvert hefur verið rifist um ágæti enskrar og ítalskrar knattspyrnu að undanförnu og margir sem hafa dæmt enska boltann úr leik eftir að hafa notið snilli kappanna í AC Milan sem leika eins og vel smurð vél. En umræddir sjónvarpsleikir lyftu enska boltanum aftur á hærra plan þannig að Leibbar um land allt (Leibbi: Forfallinn aðdáandi enskrar knatt- spyrnu, helst einlægur stuðn- ingsmaður Leeds, sbr. Þorleif- ur Ananíasson) hafa ábyggi- iega verið kátir. Leikmenn Leeds léku gullfallega knatt- spyrnu þrátt fyrir ausandi rign- ingu og blautan völl og var hrein unun að horfa á þá leika listir sínar. (tölsku stjörnurnar voru hins vegar í daprara lagi. Hjálpum þeim Einu sinni var kyrjaður söngur sem hét Hjálpu'm þeim. Nú hefur rykið verið dustað af lag- inu og launþegartaka höndum saman og syngja þennan hjálparsöng til styrktar fyrir- tækjum I landinu. Það var sannarlega tímabært að minnka skattbyrði fyrirtækja og varpa henni yfir á almenn- ing. (slenskir launþegar geta allt. Þeim er aldrei misboðið. Allt væl um kjaraskerðingu er þaggað niður. Auðvitað verð- um við að hjálpa blessuðum vinnuveitendunum. En af hverju skyldu þessir örmu menn, sem eiga víst að vera á kúpunni, mótmæla fjármagns- tekjuskatti svo kröftuglega sem raun ber vitni? Hálfur þorskhaus Alþýðan verður ef til vill að taka upp kost sem var á betri heimilum í Kjósinni á fyrri hluta 19. aldar. Fyrst um morguninn var veitt kaffi. Morgunmaturinn var flóuö mjólk með skyri og káli (kál- hræru) ofan í, 4 marka askur handa karlmanni oa 3 marka handakvenmanni. Imiðdegis- mat, um nón, var haft svonefnt harðæti. Hálfur lítill, hertur fiskur eða sjötti partur úr stór- um þorski, hálfur vænn þorsk- haus og kaffi á eftir. Á kvöldin var skammtað um 3 merkur af mjólk og skyrhræra ofan í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.