Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Gjaldejristekjur af feröamönnum hafa þrefaldast á einum áratug - ferðamenn skiluðu rúmum 1,1 milljarði í ríkissjóð á síðasta ári Gjaldeyristekjur af ferðamanna- þjónustu árin 1984-1991 Á ferðamálaráðstefnu, sem haldin var í Stykkishólmi í lok október síðastliðinn var alvar- lega varað við öllum hugmynd- um um auknar álögur á ferða- þjónustuna í landinu og þess krafist að opinber gjöld, svo sem tryggingagjald, aðstöðu- gjald og virðisaukaskattur verði færð til samræmis við það sem gerist í öðrum útflutn- ingsgreinum. Þá skoraði ferða- málaráðstefnan á ríkisstjórn- ina að sjá til þess að lögfestur tekjustofn Ferðamálaráðs verði ekki skertur á komandi árum eins og gert hefur verið undanfarin ár. Bent er á að það fjármagn sem þannig feng- ist til nausðynlegra verkefna í ferðamálum muni skila sér margfalt til ríkissjóðs í formi opinberra gjalda af atvinnu- greininni. í ársskýrslu Ferðamálaráðs fyr- ir árið 1991 kemur fram að á því ári hafi 143,447 erlendir ferða- menn komið hingað til lands, sem sé 1,2% aukning frá árinu áður. Flestir ferðamenn komu frá Bandaríkjum Norður-Ameríku eða 22,506 manns. Næstum eins margir Þjóðverjar komu hingað sem ferðamenn eða 22,477. Næstir komu Svíar eða 16,286 og 14,662 Bretar. Danir fjölmenna einnig nokkuð hingað til lands, en 13,777 danskir ferðamenn komu hingað á árinu 1991 og einnig komu 10,391 Norðmenn hingað á sama tíma. Mest fjölgun varð hinsvegar á ferðum Luxem- borgara hingað til lands eða 61,8% og Svisslendingum sem hingað komu fjölgaði um 23,9% á milli áranna 1990 og 1991. Komum Þjóðverja fjölgaði um 8,9% en bandarískum ferða- mönnum fækkaði um 0,5% á milli framangreindra ára. Erlendir ferðamenn skiluðu sjö milljörðum - rúmur 1,1 milljarður í ríkissjóð Gjaldeyristekjur af hverjum erlendum ferðamanni voru að meðaltali um 86 þúsund krónur á síðasta ári og er það hæsta raun- gildi tekna af ferðamönnum hér á landi frá upphafi. í ársskýrslu Ferðamálaráðs kemur fram að af þeim sjö milljörðum, sem erlend- ir ferðamenn skildu eftir í land- Svisslcndingar eiga sinn þátt í fjölgun ferðamanna hér á landi. Á myndinni gefur Sigríður Stcfánsdóttir, forseti bæjarstjómar Akureyrar, þotu svissneska flugfélagsins TEA, nafnið City of Akureyri í tilefni af mörgum lendingum vélarinnar á Akureyrarflugvelli. Akureyri: Myndlistarsýning í Brekkugötu 7 Um þessar mundir stendur yfir j er sem fyrir sýningunni stendur. sýning á stjörnumerkjamyndum Sýningin er haldin í versluninni og ætimyndum af koparplötum. Aladin, Brekkugötu 7, Akureyri, Það er listakonan Tita Heydeck- og stendur fram að jólum. Kanadísk fræöi rædd í Skólabæ Fyrsti fundur íslandsdeildar Norræna félagsins um kanad- ísk fræði, The Nordic Associa- tion for Canadian Studies/ L’Association Nordique des Etudes Canadicnnes, verður haldinn í Skólabæ, að Suður- götu 26, Reykjavík, á morgun, 26. nóv. kl. 20. Formaður félagsins, Guðrún Guðsteinsdóttir, gerir stuttlega grein fyrir starfsemi félagsins. Finnbogi Guðmundsson flytur erindi um Stephan G. Stephans- son. Boðið upp á hressingu gegn vægu verði. Félagsmenn og ann- að áhugafólk um Kanada og kanadísk fræði er hvatt til að mæta. (Fréttatilkynning) inu á árinu 1991 fari tæpir fimm milljarðar til kaupa á virðisauka- skyldri þjónustu. Því renni um 1,150 milljónir þessara tekna í ríkissjóð eða um 16% af allri eyðslu ferðamanna hér á landi. Tekjur af ferðaþjónustu- hafa þrefaldast á einum áratug - tekjur af útflutningi aðeins aukist um tæp 20% á sama tíma Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar hafa gjaldeyris- tekjur af ferðaþjónustu allt að því þrefaldast á síðasta áratug - á sama tíma og heildartekjur af útflutningi vöru og þjónustu hafa aukist innan við 20%. Nú er stefnt að sérstöku markaðsátaki til að kynna ísland sem ferða- mannaland erlendis. Mikil áhersla verður lögð á að hér sé að finna hreint og ómengað um- hverfi og því nauðsynlegt að vinna markvisst að úrbótum í umhverfismálum þar sem verk- efnin blasi allsstaðar við. Því beindi ferðamálaráðstefnan, sem haldin var í Stykkishólmi, því til ríkisstjórnarinnar og samtaka sveitarfélaga að þær 500 milljón- ir, sem samkomulag er um að leggja til atvinnuaukningar í landinu, verði varið til úrbóta í umhverfismálum í sveitarfélög- um landsins. ÞI í miiijörðum á verðgildi ársins 1991 ISK 14 12 10 8 6 4 2 0 Komur erlendra ferðamanna frá ýmsum löndum 1970 -1991 f þús. Hvar er konfekt- meistarinn? : Linda hf. og dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til samkeppni um besta, heimagerða konfektið Keppnin hefur hlotið nafnið Konfektmeistarinn og leitin að peim ágæta meistara er hafin! Öllum er heimil þátttaka I samkeppninni, eina skilyrðið er að konfektið sé heimatilbúið og að „framleiðendur" hafi uppskriftina og aðferða- fræðina til reiðu, ef eftir því er óskað. ►hátttakendur þurfa að skila inn 15 konfekt- molum fyrir 14. desember nk. en þá rennur skilafrestur út. Senda á konfektið til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merkt „Konfektmeistarinn". ►•Framleiðslan skal merkt dulnefni en með fylgi rétt nafn, heimilsfang og slmanúmer höfundar I lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. pÞHöfundar 10 bestu konfektgerðanna, að mati dómnefndar, fá hver um sig að launum kassa með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf. Hver kassi er að verðmæti rúmlega 10 þúsund krónur. ►•Höfundur þess konfekts, sem dómnefnd telur best, hlýtur enn vænni skerf af góðgæti frá Lindu hf., ársáskrift að Degi og ýmsan annan glaðning. |►Forráðamenn Lindu hf. munu hugsanlega kaupa uppskrift/ir og framleiðslurétt að konfekti sem sent verður inn í keppnina. ^►Úrslit samkeppninnar verða kunngerð eigi síðar en þriðjudaginn 22. desember nk. JLinda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.