Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 16
REGNBOGA FRAMKÖLLUN Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Edinborgarfarar Úrvals-Útsýnar tepptir yflr nótt á Blönduósi: Soflð á göngum, í matsal og á bar - áfangastað náð einum og hálfum sólarhring síðar en ráðgert var Edinborgarfararnir 150 frá Akureyri og nágrenni, sem fóru utan sl. fímmtudag á vegum Urvals-Utsýnar hf., náðu til síns heima laust fyrir hádegi í gær eftir allsérstætt ferðalag. Sem fram kom í Degi í gær gat þota, í beinu flugi frá Edin- borg til Akureyrar, ekki lent á Akureyrarflugvelli á sunnu- dagskvöldið. Þotunni var snúið til Keflavíkurflugvallar og farþegarnir 150 fengu gistingu að Hótel Loftleiðum í Reykja- vík. Á þriðjudagsmorgun voru farþegarnir sendir norður með þremur langferðabifreiðum frá, Hópferðamiðstöðinni hf. Veðurútlit var ótryggt til flugs og svo kom á daginn að þjóð- brautin norður reyndist býsna strembin. Talsmaður Hótels Blönduóss segir, að þröngt hefði verið aðfaranótt þriðjudagsins á hótelinu. Engum var vísað frá, en nokkrir Edinborgarfaranna fengu gistingu úti í bæ hjá vin- um eða ættingjum. Á hótelinu var sofið jafnt í HerBérgjum, á göngum, í matsal og á bar. Þeir sem ekki fengu rúm fengu dýn- ur og rúmföt. Enginn þurfti að liggja á berum steininum. Að morgunverði loknum, um kl. 07.00 í gær, var haldið af stað til Akureyrar og áfanga- stað var náð einum og hálfum sólahring síðar en ráðgert var. ój Vegna veðurofsa þurftu farþegarnir 150 að leita sér næt- urgistingar á Blönduósi. Þessi mynd var tekin þegar farþegarnir komu með rútum til Akureyrar í gær eftir langt og strangt ferðalag. Mynd: Robyn Halldór Jónsson: Villkannasöluá hluta af bréfum bæjarins í ÚA Halldór Jónsson, bæjarstjóri, sagði á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær þegar hann fylgdi frumvarpi að fjárhags- áætlun bæjarins fyrir 1993 úr hlaði, að hann teldi að bærinn ætti að kanna með sölu á hluta af 58,4% hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa. Nafnverð bréfanna er 300 millj- ónir króna. „Fyrirtækið er traust og eitt af þeim, sem horft er til í íslenskum sjávarútvegi og fiskvinnslu. Fjár- munir sem fengjust með slíkum ráðstöfunum yrðu notaðir til þess að styrkja stöðu Akureyrarbæjar og til framfara og nýrra átaka í atvinnumálum. Eg tel rétt að kannað verði um áhuga fjárfesta og almennings, en horfi þó ekki síst til samstarfs við lífeyrissjóði, þar sem í þessu tilviki færi saman krafa þeirra um ávöxtun fjár- muna og það að slíkt myndi renna styrkari stoðum undir atvinnulífið og uppbyggingu þess hér á Akureyri. Lífeyrissjóðir hafa á undanförnum misserum fjárfest nokkuð í hlutabréfum fyrirtækja, en sú starfsemi þeirra mun örugglega aukast verulega á næstunni. Ég tel það vænlegt, bæði fyrir Iífeyrissjóði og bæjar- félagið, ef samstarf gæti verið með þessum aðilum á þessu sviði,“ sagði Halldór. óþh Hækkun húshitunar vegna virðisaukaskattsins: Hitakostnaður hækkar um 11,8% á Akureyri en 5,1% í Reykjavík Einn forstjóri yflr Slipp- stöðinni-Odda Ákveðið er að einn forstjóri verði yfír hinu nýja samein- aða fyrirtæki Slippstöðinni- Odda hf., sem formlega hef- ur rekstur 1. janúar nk. Knútur Karlsson, stjórnar- formaður fyrirtækisins, seg- ir ekki cndanlega frágengið með yfírstjórn fyrirtækisins. „Unnið er að sameiningu fyrirtækjanna og markmiðið er að formleg sameining verði 1. janúar," sagði Knútur. Ætlunin er að öll starfsemi nýja fyrirtækisins verði í hús- næði Siippstöðvarinnar. Þang- að verður flutt kælideild og veiðarfæradeild ásamt þjón- ustudeild frá Odda. Knútur segir ekki ljóst hversu margir starfsmenn verði hjá Slipp- stöðinni-Odda hf. Hann segir að ekki sé alveg frágengið með yfirstjórn fyrirtækisins, en að þeim málum sé unnið. Þó sé ákveðið að einn forstjóri verði yfir fyrirtækinu. Til þessa hefur verið sjö manna stjórn yfir Slippstöð- inni, en á hluthafafundi sl. mánudag var kjörin þriggja manna stjórn hins nýja fyrir- tækis. Knútur Karlsson verður stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Magnús Gauti Gautason, kaupfélags- stjóri, fulltrúi KEA og Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja hf., fulltrúi ríkisins. óþh Hitunarkostnaður 400 fer- metra húss á Akureyri mun hækka um 11,890 krónur á árs- grundvelli eða um 11,8% vegna ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar um að leggja 14% virð- isaukaskatt á húshitun í land- inu. Samkvæmt upplýsingum Hitaveitu Akureyrar var meðal- hitunarkostnaður 400 fermetra húss á ársgrundvelli kr. 84,926 en verður 96,815 að virðis- aukaskattinum viðbættum. Mest hækkun verður hjá Hita- veitu Rangæinga en þar mun hitunarkostnaður sambærilegs húss hækka um 12,402 krónur vegna virðisaukans. Hitaveitur Akraness og Borgarness og Hitaveita Siglufjarðar munu einnig hækka um sambærilega upphæð en aðrar hitaveitur minna. Hitunarkostnaður Reykvík- inga mun hækka um 5,123 krónur eða rúm 5% á ári sé 400 fermetra hús lagt til grundvallar. Það er innan við helmingur af þeirri hækkun sem Akureyringar verða að taka á sig. Sömu sögu er að segja af nokkrum öðrum hitaveit- um og eiga einstakar veitur á Norðurlandi eins og á Húsavík og Sauðárkróki þar hlut að máli. Á þeim stöðum hækkar hita- kostnaður innan við 4% með til- komu virðisaukaskattsins og um 4,7% á Dalvík. Vestfirðingar fara illa út úr þessum ráðstöfunum, sem þýða 10,1% hækkun á hitakostnaði á svæði Orkubús Vestfjarða. Ef lit- ið er á þá hækkun sem verður á hitakostnaði vegna virðisauka- skattsins leggst hann með meiri þunga á landsbyggðina þótt ein- stakir staðir standi þar betur en aðrir að vígi. Ekki er ljóst á Guðjón Magnússon, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu og formaður nefndar um framtíð Kristnesspítala, segist vonast til þess að nefnd- in skili af sér tillögum til Sig- hvatar Björgvinssonar, heil- brigðisráðherra, í þessari viku. „Við höfum lagt áherslu á að flýta þessari vinnu, ekki síst út af starfsfólki Kristnesspítala og þeim taugatitringi sem þetta hef- hvern annan hátt hitaveitur geta brugðist við þessari skattlagningu en leggja skattinn á selda orku. Franz Árnason, hitaveitustjóri á Akureyri, sagði í samtali við Dag að það versta við virðisauka- skattinn sé hvað hann komi mis- jafnlega niður á einstök byggð- arlög. Hitakostnaður hækki tvö- falt til þrefalt á sumum svæðum miðað við önnur. Ýmsar leiðir séu til er fara mætti eftir við að jafna þessa hækkun og hitakostn- ur allt orsakað," sagði Guðjón. Um það hvort nefndin hefði í hyggju að leggja Kristnesspítala niður sagði Guðjón: „Það er einn af þeim fjórum valkostum sem við erum að vega og meta í nefnd- inni. Hann er enn á blaði, en við höfum ekki komist að endanlegri niðurstöðu. Við vinnum að því að nefndin skili sameiginlegu áliti, að samstaða sé í nefndinni um það sem verði lagt til. Menn hafa að mínu mati verið opnir og aðinn í heild. 1 því sambandi nefndi Franz endurgreiðslukerfi og einnig að rikið aflétti skuldum af skuldugustu hitaveitunum þannig að orkuverð þeirra gæti lækkað til samræmis við þær sem lægri eru. Vel mætti hugsa sér að nota tekjur af virðisaukaskattin- um til þeirra hluta. Þess má geta að heildarskuldir Hitaveitu Akureyrar munu hækka á bilinu 180 til 200 milljónir við 6% geng- isfellinguna á mánudag. ÞI tilbúnir að ræða þá valkosti sem eru í stöðunni og það er verið að kanna betur hvað leið verður ofan á.“ Guðjón segir að í fjárlaga- frumvarpinu sé gert ráð fyrir 40 milljóna króna lækkun á framlög- um til Kristnesspítala frá fjárlög- um yfirstandandi árs og út frá því sé unnið. „Allar þær leiðir sem við erum að kanna verða að ná því marki," sagði Guðjón. óþh Kristnesnefindin ætlar að skfla álíti í vikunni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.