Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 25. nóvember 1992 Spurning vikunnar Er undirbúningur fyrir jólin ______hafinn hjá þér? Steinþór Þorsteinsson: Undirbúa jólin? Nei, það held ég ekki, en það gæti farið að styttast í það. Aðalsteinn Júlíusson: Nei! Ragnheiður Högnadóttir: Já, ég erfarin að undirbúa jólin og hef þegar keyþt mikið af jóla- gjöfum. Ég fór m.a. til Glasgow að versla fyrir þremur vikum síðan. Bryndís Kristjánsdóttir: Ég er aðeins byrjuð að kaupa jólagjafir. Ég fer síðan að setja upp aðventuljós þegar aðvent- an byrjar og baka einhverjar smákökur. Jóhannes Páll Jónsson: Já, ég er farinn að hugsa til jól- anna og hugleiða hvað ég kaupi til jólagjafa. Annar undir- búningur er nú ekki hjá mér. D Tækni hefur rutt sér til rúms í bílaþjónustu eins og öðrum atvinnugreinum. Myndin er af réttingavé! á bilaverkstæð- inu Þórshamri hf. á Akureyri. Áður urðu menn oft að notast við sleggjuna þegar laga þurfti skemmdir á ökutækjum. Bflgreinasambandið: Um 10% af heildarvuinu- afli starfar við bfla - komið verði á fót sérstökum bílgreinaskóla Um 1500 einstakiingar störf- uðu við bflaviðgerðir hér á landi í lok síðasta áratugar. Er það nokkur fækkun frá undan- förnum árum, því allt að 1800 manns voru starfandi í grein- inni þegar flest var á árinu 1984. I upphafi áratugsins störfuðu um 1620 manns við bflaviðgerðir og hafa ekki færri starfað í greininni allan áratug- inn en við lok hans. Þá hefur einnig orðið umtalsverð fækk- un þeirra sem starfa við sölu- bíla. í upphafi störfuðu um 600 manns við þá atvinnugrein og náði fjöldi þeirra hámarki árið 1987 þegar sölumenn voru um 800. í árslok 1990 störfuðu ekki nema tæplega 700 manns við þessa sölustarfsemi. Þá hefur fyrirtækjum er annast þjónustu vegna bíla og vara- hluta farið fækkandi. Tæplega 120 aðilar sinntu slíkri þjón- ustu árið 1990 en voru orðnir um 185 á árinu 1987, þegar bílainnflutningur var í hámarki. í árslok 1990 önnuð- ust um 130 fyrirtæki þjónustu með bfla. Þessar upplýsingar koma fram í talnahefti um þróun bflgreinarinnar, sem lagt var fram á aðalfundi Bfl- greinasambandsins fyrr í þess- um mánuði. Hlutfall bílgreinanna í heildar- vinnumarkaði landsmanna var um og yfir 2% allan síðasta ára- tug þar til í lok hans að hlutfallið fór niður fyrir 2%. Þá lækkaði hlutfall þeirra tekna sem ríkið hefur af bílum úr um 20% af heildartekjum þess á árinu 1980 í 14% á árinu 1990 en var rúm 15% á árinu 1991. Á sama tíma fór fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa vaxandi fram til ársins 1988. Þá voru um 570 bílar á hverja þúsund íbúa en eru liðlega 500 eða einn bíll á hverja tvo íbúa í dag þegar allt er talið. Á árinu 1991 voru hátt í 140 þúsund bílar á skrá hér á landi. Um 10% af heildarvinnu- afli starfar við bfla Aðalfundur Bílgreinasambands- ins vakti athygli á þjóðhagslegu mikilvægi bílgreinarinnar þar sem 2% til 2,5% af vinnandi fólki starfi innan hennar. Ef tekið sé tillit til þeirra sem starfi við akst- ur bifreiða, afgreiðslu eldsneytis og fleiri starfa tengdri bílgrein- inni láti nærri að 10% af heildar- vinnuafli landsmanna hafi viður- væri sitt, beint og óbeint af tilvist og notkun bifreiða hér á landi. Þá benti aðalfundur Bílgreinasam- bandsins á að einungis þriðjung- ur þeirra tekna er ríkið innheimti af bílum renni til vegamála. Margir vaxtarbroddar í atvinnu- lífinu byggist hins vegar á góðum farartækjum og að aðstaða til samgangna sé góð. Aðalfundur- inn benti sérstaklega á þróun ferðamála í því sambandi. Dregið verði úr gjald- heimtu og skattlagningu Aðalfundur Bílgreinasambands- ins vakti einnig athygli á því að miklar álögur og há gjöld á bíla og bílavarahluti séu úr takt við tímann - ekki síst nú á tímum aukinnar samvinnu á milli landa og sameiginlegs markaðar með tilkomu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Því sé nauðsyn- legt að dregið verði úr þessari gjaldheimtu en hún ekki aukin eins og raunin virðist ætla að verða. í því sambandi hefur Bíl- greinasambandið lagt til að stefnt verði að einu vörugjaldi á fólks- bifreiðar með fækkun gjald- flokka og verði þeim fækkað í fyrsta skrefi úr sjö í þrjá um næstu áramót. Svört atvinnustarfsemi í bflaviðgerðum býður hættunni heim Þá benti aðalfundur Bílgreina- sambandsins á nauðsyn þess að menntun fylgi hinni öru tækni- þróun er nú eigi sér stað hvað ökutæki varðar og sé í samræmi við þær kröfur sem markaðurinn geri á hverjum tíma og skorar á menntamálaráðherra að koma í framkvæmd tillögum sem fram hafi verið lagðar um sérstakan Bílgreinaskóla. Þá er einnig vak- in athygli á brýnni þörf aukins eftirlits og aðgerða gegn svartri atvinnustarfsemi, sem bæði leiði af sér tekjutap fyrir hið opinbera og valdi einnig ákveðnum hætt- um hvað öryggismál varðar. Bent er á að bifreiðar nútímans krefj- ist mikillar þekkingar af hálfu iðnaðarmanna auk góðs tækja- búnaðar til viðhalds og viðgerða. ÞI Búnaði bfla fer sífellt fram og viðgerðaþörf minnkar. Margt er breytt frá þeim tíma er þessi Land-Rover þurfti aðhlynningar við á Langanesi í lok áttunda áratugarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.