Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 15
 Miðvikudagur 25. nóvember 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Handknattleikur, 1. deild karla: Spennandi leikir framundan í kvöld í kvöld verður heil umferð í 1. deild Islandsmótsins í hand- knattlcik. Þórsarar eiga útileik á móti FH. Liðinu hefur geng- ið vel á útivöllum og því ættu íslandsmeistararnir að vara sig. KA tekur á móti Haukum í KA-húsinu kl. 20.30. En hvað skyldu þjálfarar lið- anna sem eigast við á Akureyri í kvöld, segja um leikinn? Handknattleikur, 3. flokkur: Akureyrarfélögin á uppleið ÍBV og þá náði liðið mun betri leik en tapaði þó 11:14. Það voru síðan Vestmannaeyingar sem fóru upp. í næsta leik var leikið gegn gestgjöfunum og sá leikur endaði með jafntefli 9:9. Þá loks tóst liðinu að sýna hvað í því býr. í síðasta leik mótsins vannst síð- an stórsigur á Fjölni 12:5. Óskar E. Óskarsson þjálfar liðið og sagði hann hafa verðið stíganda í leik liðsins. Það veit á gott upp á framhaldið. Strákarnir í Þór léku í 3. deild, í nýju íþróttahúsi Fjölnis í Graf- arvogi og vann liðið alla sína leiki. Þórsarar munu því leika í 2. deild á næsta móti. Rúnar Sig- tryggsson, sem þjálfar strákana, var að vonum ánægður með árang- urinn og nú væri bara að halda sæti sínu í deildinni og jafnvel gera enn betur. Þórsarar tóku gest- gjafana í bakaríið og unnu 21:12 Fylkismenn voru lagðir með 17 mörkum gegn 13 og Selfyssingar með 15 mörkum gegn 10. Marka- hæsti leikmaður Þórs var Heið- mar Felixson með 17 mörk. Elm- ar Steindórsson skoraði 11 og þeir Baldvin Hermannsson og Kristján Jóhannsson 7 hvor. Um næstu helgi er síðan komið að 5. flokki að sýna snilli sína á handknatt- leiksvellinum. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær voru 3. flokkar Akureyrar- félaganna að keppa um helg- ina. KA sendi bæði stráka- og stelpnalið til keppni en Þórsar- ar tefldu aðeins fram strákun- um. Öll liðin náðu viðunandi árangri þó alltaf sé hægt að gera betur. Strákarnir í KA féllu í 2. deild á síðasta fjölliðamóti og tókst ekki að vinna sig upp að nýju, þrátt fyrir að tapa aðeins einum leik. Keppt var í 2 riðlum og að- eins 1 lið úr hvorum komst upp. KA vann ÍA 20:16, Gróttu 17:14 og ÍR 21:17. í síðasta leik móts- ins var leikið gegn FH en þessi lið féllu saman í 2. deild í síðasta móti. FH vann leikinn naumlega 13:10 og komst því upp. Þjálfari KA-liðsins, Árni Stefánsson, kvaðst vera sæmilega sáttur við árangurinn þó vissulega hafi ver- ið súrt að komast ekki upp. Liðið lék illa á móti FH, en þessi lið eru svipuð að styrkleika. Markahæst- ir voru Atli Þ. Samúelsson með 28 mörk, Óskar Bragason með 13 og Þórhallur Hinriksson með 12. KA-stelpur kepptu á sínu 1. fjölliðamóti á Selfossi, en liðið tók ekki þátt í 1. umferð, en það keppir í 2. deild. Nokkur skrekk- ur var í liðinu fyrir 1. leik sem var gegn íslandsmeisturum KR. Lið- ið náði sér ekki á strik og tapaði stórt, 7:20. Síðan var spilað gegn Herrakvöld hjá KA Herrakvöld KA verður á iaugardagskvöldið en ekki á föstudagskvöldið eins og sagt var í blaðinu í gær. Vegna misskilnings var sagt að herrakvöld KA yrði á föstudagskvöldið. Hið rétta er að að þessi einstaka samkoma verður á laugardagskvöldið. Menn geta pantað miða í KA- húsinu í síma 23482 og er viss- ara að tryggja sér eitt eintak, eða jafnvel tvö, í tíma. Rúnar Sigtryggsson kom liði sínu upp í 2. deild. Vonir standa til að hann leiki með Þór í 1. deildinni í kvöld. Alfreð Gíslason, KA: „Ég vona að menn haldi sig við jörðina, þrátt fyrir gott gengi að undanförnu. Ég á von á Haukun- um sterkum og því eins gott að taka vel á. Liðið hefur verið að koma til og menn eru að sýna það sem ég bjóst við fyrir mót,“ sagði Alfreð Gíslason. Jóhann Ingi Gunnarsson, Haukum: „Ég á ekki von á að gera aðra eins ferð og síðast,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson og vísaði þá til stórsigurs Hauka á Þór fyrr í haust. „Annars á ég von á hörku- leik. KA-liðið hefur verið að rétta úr kútnum. Mér sýnist liðin vera svipuð að styrkleika en KA hefur auðvitað heimavöllinn. Við munum því taka á af fullum krafti.“ Alfreð Gíslason þekkir vel til þjálfunaraðferða Jóhanns Inga Gunnarssonar en Alfreð lék undir hans stjórn bæði með KR og í Þýskalandi. Mynd: Robyn Borðtennis: Landsleikur við Færeyinga Margrét Hermannsdóttir vann báða leiki sína tókst að afla áreiðanlegra upplýs- áður en blaðið fór í prentun en inga um frammistöðu Margrétar frekari úrslit verða birt um leið Hermannsdóttur á opna mótinu og þau berast. Á mánudagskvöldið áttust Islendingar og Færeyingar við í landskeppni í borðtennis. Keppt var í 3 flokkum, A- landsliðsflokki og eldri og yngri unglingalandsliðsflokki. A-landsliðið tapaði 2:5. Töl- urnar segja þó ekki allt um gang leikjanna, því allir 5 töpuðust naumlega í oddaleik. Eldra ungl- ingaliðinu gekk betur. Það vann 6:1. Margrét Hermannsdóttir frá Magna á Grenivík, sem var í þessum flokki, stóð sig mjög vel. Húnn vann andstæðing sinn í ein- liðaleik. Tvenndarleikinn vann hún einnig og halaði þannig inn tvo vinninga fyrir sitt lið. Yngsti aldursflokkurinn tók Færeyinga í bakaríið og vann 7:0. Að sögn Gunnars Jóhannsson- ar, formanns BTÍ, er borðtennis- íþróttin í sókn hér á landi og um stöðugar framfarir að ræða. Það sést best á því að krakkarnir í unglingaflokkunum vinna þau sem eru í A-landsliðinu reglu- lega. Á sunnudaginn fór fram opið mót í Þórshöfn í Færeyjum, með þátttöku landsliðanna beggja. Þar stóðu íslendingar sig mjög vel. Sigurður Jónsson, sem aðeins er 15 ára gamall, vann það mót í flokki fullorðinna. Hinn 10 ára gamli Guðmundur Stephen- sen vann bæði flokk 17 ára og yngri og 15 ára og yngri. Ekki Ársþing fijálsíþróttasainbandsins Um síðustu helgi var 46. árs- þing Frjálsíþróttasambands Islands haldið í Gerðubergi í Breiðholti. Fram kom að mikil gróska var í frjálsíþróttalífi á síðasta ári. Vaxandi þátttaka var í æfingum og mótum og einkum í yngri ald- ursflokkum. Þátttaka í Ólympíu- leikunum var stærsta verkefni af- reksmanna á síðasta ári. Aldrei áður hefur svo góður árangur náðst á þeim vettvangi. Tveir ís- lendingar eru nú í hópi 7 efstu manna á heimsafrekalista 1992. Á þinginu kom fram mikil ánægja með þá frjálsíþrótta- aðstöðu sem býggð hefur verið upp á Laugardalsvellinum og voru borgarstóri og Júlíus Haf- stein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Sigurður Einarsson náði bestum árangri allra íslendinganna á Ólympíuleikunum. sæmdir gullmerki FRÍ. Stefnu- mótun í málefnum frjálsíþrótta var sérmál þingsins og ákveðið var að undirbúa gerð stefnuskrár í málefnum frjálsíþrótta 1993- 1988 sem afgreidd verður á auka- þimgi FRÍ 1993. Hagnaður af rekstri sambands- ins varð 2 milljónir króna og stefnt er að því að búið verði að borga upp allar skuldir 1995, en þær nema mú 5,1 milljón. Magnús Jakobsson var endurkjörinn for- maður sambandsins. Aðrir í stjórn voru kjörnir Haukur Ingi- bergsson, Kópavogi, Sigþór Hjörleifsson, Stykkishólmi, Guð- mundur V. Gunnlaugsson, Akur- eyri, Dóra Gunnarsdóttir, Fá- skrúðsfirði, Óskar Thorarensen, Reykjavík og Helgi S. Halldórs- son, Rangárvallasýslu. 48. -fyrir þig og þina fjöiskyidu! 16 Í kV Í kd Lína Langsokkur mætir til leiks Logi Már Einarsson náði að leggja félaga sinn Pétur Bjarnason að velli í síðustu umferð getraunaleiksins. Ekki mátti þó miklu muna því aðeins einn leikur skildi að. Logi Már hefur nú jafnað árangur Árna Stefánssonar sem einnig sigraði tvisvar. Logi sagðist mikið hafa velt fyrir sér hugsan- legum andstæðingi. „Mér finnst mál til komið að færa þetta út fyrir KA- liðið. Ég ákvað einnig að velja mér sterkan andstæðing, þann sterkasta sem ég gat hugsað mér. Lína Langsokkur er sterkust af öllum og því skora ég á hana," sagði Logi. Bryndís Petra Bragadóttir, sem leikur Línu í uppfærslu LA, féllst á að spá fyrir fyrir hönd Línu. Hún sagðist reyndar aldrei hafa verið sérlega sterk í getraununum en ákvað þó að slá til. Athygli vekur að Bryndís tipp- ar grimmt á útisigra og jafntefli meðan Logi heldur sig við heimasigra. Það verður því fróðlegt að skoða úrslitin á laugardaginn þegar þau liggja fyrir. Akureyri er mesti getraunabær landsins. Um það efast enginn sem fylgist með getraunum. Golfklúbburinn ber höfuð og herðar yfir aðra klúbba á landinu og um síðustu helgi sannaðist það enn einu sinni þegar 2 raðir með 13 réttum komu á kerfi frá GA, að ógleymdum hellingi af 11 og 12 réttum. Sala á getraunaseðlum tók mikinn kipp um síðustu helgi og var selt fyrir hálfa 12. milljón. Eitt er Ijóst. Það vinnur enginn nema hann spili með. ’CD O _J Bryndís Q. tn C £L 1. Arsenal-Man. Utd. 1X 1 2. Aston Villa-Norwich 12 X2 3. Blackburn-QPR 1 12 4. Ipswich-Everton 1X X 5. Liverpool-Crystal Palace 1 1X 6. Man. City-Tottenham 12 2 7. Nottingham Forest-Southampton 1 1X 8. Oldham-Middlesbro 1 X 9 Sheff. Utd-Coventry 1X 12 10. Wimbledon-Sheff. Wed 1 1 11. Barnsley-Charlton 1 X 12. Derby-Tranmere 12 12 13. Portsmouth-Millwall 1 1 Upplýsingar um rétta röö og vinningsupphæðir: Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455 Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.