Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. nóvember 1992 - DAGUR - 3 r Fréttir 55 Desembervaka, söfnunarátak Gilfélagsins á Akureyri: Engin upphæð er of smá 44 Á fullveldisdaginn 1. desem- ber hefst „Desembervaka“ á Akureyri og framkvæmdastjóri hennar er Haraldur Ingi Har- aldsson, myndiistarmaður. Til vökunnar er efnt af Gilfélaginu á Akureyri. „Desembervak- an“ er fjáröflunarátak og pen- ingum verður varið í að full- gera gestavinnustofu, sýninga- sal og þjónustumiðstöð í Lista- gili (Grófargili). Haraldur Ingi segir að Gil- félagið sé hópur áhugamanna er vinna að uppbyggingu á lista- og Athugasemd vegna fréttar Vegna fréttar í Degi í dag (24. nóvember) um fjölda lögreglu- manna og íbúa í umdæmunum hér á Norðurlandi, þykir rétt að taka fram eftirfarandi: íbúafjöldi í umdæmi lögregl- unnar á Akureyri/Dalvík eftir 1. júlí sl. er 19322 (miðað við íbúa- skrá 1. desember sl.). Lögreglu- þjónar eru 29 og þar með taldir 4 rannsóknarlögreglumenn. Því koma hér 666 íbúar á lögreglu- mann en ekki 586. Að auki eru starfandi 4 fangaverðir á Akur- eyri. Elías I. Elíasson. menningarstarfsemi í Grófargili á Akureyri. Félagið vinnur að því að koma á fót iistsýningasal, gestavinnustofu og þjónustumið- stöð og mun annast þann rekstur í framtíðinni. Þetta starf er nú langt komið og af því tilefni er efnt til söfnunarátaks með það að markmiði að hefja megi blóm- lega starfsemi þegar á næsta ári. „Fjáröflunarátakið er nú þegar hafið og nær hápunkti sínum með „Desembervöku" er hefst í byrj- un desember með myndlistarsýn- ingu og uppákomum. Myndlist- armenn landsins hafa sýnt starfi og uppbyggingu í Listagilinu ein- stakan stuðning og velvilja. Á sannkallaðri stórsýningu, sem haldin verður í því húsnæði sem söfnunarféð rennur til, verða sýnd og boðin til sölu um 90 lista- verk sem Gilfélagið hefur fengið að gjöf af þessu tilefni. Á meðan á sýningunni stendur verða ýmsar uppákomur gestum til yndisauka s.s. tónlist, söngur, dans og upp- lestur. Þessi atriði verða auglýst síðar. Desembervakan stendur fram til jóla. Meðan á átakinu stendur verð- ur haft samband við fyrirtæki sem einstaklinga með bón um lið- veislu. Hinir fjölbreyttustu kostir eru fyrir velunnara lista og menningar að hjálpa Gilfélaginu síðasta spölinn. Fyrir utan mik- inn fjölda listaverka sem kosta á bilinu 4-150.000 kr. eru seldar Akureyri: Verðkönnun í bakaríum Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði verðkönnun í bakaríum á Akureyri dagana 18. og 19. nóvember sl. og eru niður- stöður hennar meðfylgjandi. Samkvæmt upplýsingum Neyt- endafélagsins er uppgefið verð í þessari könnun miðað við eitt kíló af brauði eða kökum og er það viðmiðunarverð bakarísins. Einstaka matvöruverslanir gefa afslátt frá þessu viðmiðunarverði og auglýsa hann þá sérstaklega. Ekki er tekið tillit til hugsanlegs mismunar á gæðum hráefnis, en gert ráð fyrir að brauð með sama eða svipuðu nafni séu sambæri- leg. EtNARS KEA KRISTJÁNS Ver6 pr. kg. Ver8 pr. kg. Verð pr. kg, Mismunur BRAUÐ: Franskbrauð 254 212 247 20% Snittubrauð 611 641 429 49% Kjamabrauð 323 232 300 39% Seytt rúgbrauð 26$ 194 235 38% GRÓFBRAUÐ: Meðalverð 4 tegunda 264 274 270 4% SMÁBRAUÐ: Birkirúnnstykki 783 611 727 28% Gróf rúnnstykki 585 524 449 30% Hamborgarabrauð 625 466 474 34% Pylsubrauð 500 667 468 42% Mjúkar kringlur 600 688 471 46% KÖKUR: Vínarbrauð 745 686 986 44% Snúðar 378 304 373 24% Vlnarterta 627 624 453 38% Jólakaka 747 682 710 10% Marmarakaka 754 991 793 32% Verðstuðull 106 99 96 10% S? £ ...alltaf þegar /,v W við erum vandlát 1 auglýsingar og styrktarlínur í sýningarskrá sem dreift verður í öll hús á Akureyri. Hægt er að freista gæfunnar í listaverka- happdrætti og gírónúmer söfnun- arinnar er 608335. Engin upphæð er of smá,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson. ój 0 sole mio í Gryíjunni Jón Hlöðver Áskelsson, framkvæmdastjóri Kammerhljómsveitar Akureyrar, segir að fjáröflunartónleikar fyrir Kammerhljómsveit- ina sl. sunnudag í Gryfjunni í húsnæði Verkmenntaskólans á Akur- eyri hafi gengið vel. Jón Hlöðver sagði að sá fjöldi listamanna sem lagði fram sína vinnu endurgjaldslaust væri til marks um góðan hug til Kammerhljómsveitarinnar. Á meðfylgjandi mynd sem Robyn tók á tónleikunum taka þrír stórtenórar O sole mio; Óskar Péturs- son, Sigurður V. Demetz og Sigurður Bernhöft. óþh Verðhækkun ábensíni og díselolíu Bensín og díselolía hækkaði í verði í gærmorgun af völd- um 6% gengisfellingar. Lítr- inn af bensíni hækkar um tvær krónur og díselolían um eina krónu og sextíu aura. Bensín er selt í þremur flokkum sem fyrr, 92, 95 og 98 okt. Hjá Esso Olíufélaginu hf. kostar 92 okt. bensín kr. 58,70 (hækkun kr. 2,00), 95 okt. kostar kr. 61,80 (hækkun kr. 2,10) og 98 okt. kostar kr. 65.80 (hækkun kr. 2,30). Hjá Skeljungi hf. kostar 92 okt. bensín kr. 58.80 (hækkun kr. 1,90), 95 okt. kostar kr. 61.70 (hækkun 2,20) og 98 okt. kostar kr. 65,80 (hækkun kr. 2,20). Hjá Olíuféiagi íslands hf. kostar 92 okt. bensín kr. 58,80 (haskkun kr. 2,00), 95 okt. kr. 61.80 (hækkun kr. 2,20) og 98 okt. kostar kr. 65,70 (hækkun kr. 1,90). Hver lítri af díselolíu kostar nú 22,90 (hækkun kr. 1,60) og steinolíulítrinn kostar kr. 35,40 (verð óbreytt). ój ÞettaerErk Húnereinaf 78 þjónustufulltrúurn í Landsbankanum. Þjónustufulltrúinn aðstoðar Vörðufélaga við gerð fjárhagsáætlana um heimilisreksturinn. Þjónustufulltrúinn í Landsbankanum er persónulegur fjármálaráðgjafi þinn og trúnaðarmaður og gætir fjárhags- legra hagsmuna þinna í hvívetna. Hann gefur þér ráð og svarar spurn- ingum þínum um hvaðeina sem lýtur að fjármálum og bankaþjónustu. Ef þú ert þátttakandi í Vörðu, Námu eða RS, Reglubundnum sparnaði, færðu þinn eigin fasta þjónustufulltrúa. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.