Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 25. nóvember 1992 Tónlist Hl styrktar Kanunerhljómsveitimii Sunnudaginn 22. nóvember var efnt til mikilla tónleika til styrkt- ar Kammerhljómsveit Akureyr- ar. Tónleikarnir voru haldnir í sal Verkmenntaskólans á Akureyri, sem kallaður er Gryfjan. Nokkur eftirvænting ríkti varð- andi hljómburð í salnum. Hann er engan veginn hannaður sem tónleikahúsnæði, heldur er hann samkomusalur skólans og matsal- ur nemenda. í ljós kom, að hljómburður er nokkuð góður hvað snertir tónburð einstakra, en nokkuð dempaður og daufur. Nú þyrfti að athuga með góðra manna aðstoð, hvaða breytingar mætti gera á salnum til þess að bæta hljómburð hans og einna helst gera hann bjartari, því að sem húsnæði til samkomuhalds af ýmsu tagi er hann tilvalinn fyrir margra hluta sakir. Einnig þyrfti að huga að aðferðum til þess að lyfta öftustu sætaröðum, því að útsýni þeirra, sem aftast sitja, er óneitanlega nokkuð takmarkað. Á meðan gestir voru að ganga í salinn lék hljómsveit skipuð Völvu Gísladóttur, Arnheiði Sig- urðardóttur og Hlíf ísaksdóttur á þverflautur, Ármanni Einarssyni á píanó, Jóni Rafnssyni á kontra- bassa og Karli Petersen á trommur, nokkur jazzlög. Hljóð- færaskipanin var sannarlega óvenjuleg, en flutningurinn var skemmtilegur; vandaður og fág- aður. Petta var einkar ánægjulegt upphaf góðrar samverustundar. Efnisskrá tónleikanna var afar fjölbreytt. Hún hófst á söng Kórs Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Kórinn flutti negrasálminn Deep River, Skólavörðuholtið hátt eft- ir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Pórbergs Þórðarsonar og Pú ert eftir Þórarinn Guðmundsson við texta Gests. Síðari lögin tvö útsetti Jón Hlöðver Áskelsson. Kórinn fór vel með þessi lög öll, en þó hefði nokkuð meiri fylling í raddirnar verið æskileg, sér í lagi efri raddir. Bassinn stóð sig skemmtilega ekki síst í Deep River, þar sem hann náði ánægjulegri fyllingu víða í laginu. Næst flutti mezzosópransöng- konan Moira Lang við undirleik Jenniferar Spears á gítar Come Again eftir J. Dowland og Polo eftir M. de Falla. Rödd Moiru Langs var nokkuð óstyrk í fyrstu, en er á leið færðist í hana aukið öryggi og naut hún sín orðið all- vel er leið að lokum fyrra verksins. Seinna verkið var allvel flutt, en ekki meira en svo við hæfi söngkonunnar. Jennifer Spears sló gítarinn af miklu öryggi og studdi söngkonuna dyggilega. Hólmfríður Benediktsdóttir flutti aríuna In quelle trine mobide eftir G. Puccini. Undirleikari á píanó var Guðrún A. Kristins- dóttir. Frammistaða beggja var með áægtum. Guðrún Iék einnig undir söng Óskars Péturssonar í laginu Zueignung eftir R. Strauss. Óskar var góður að vanda, en örlítið brá þó fyrir því að tónninn væri í lokaðra lagi á miðsviði raddarinnar. Sigurður Bernhöft, tenór, flutti við undirleik Helgu Bryn- dísar Magnúsdóttur lögin Kveðja eftir Þórarinn Guðmundsson við ljóð Bjarna Þorsteinssonar og Dein is mein gazes Hertz eftir F. Lehár. Sigurður er ungur söngv- ari og enn í námi hjá Sigurði Demetz, söngkennara. Með það í huga var frammistaða hans góð og bar þess vott, að hann geti náð langt á söngsviðinu. Undirleikur Helgu Bryndísar var góður, en ekki gallalaus. Næst kom uppákoma utan prógrams, en það var þrísöngur Óskars Péturssonar, Sigurðar Demetz og Sigurðar Bernhöfts. Þeir fluttu O, sole mio í anda erlendra stórsöngvara við mikla gleði þeirra, sem á hlýddu. í hléi lék Stórsveit Lúðrasveit- ar Akureyrar þrjú lög: Over the Rainbow, The Preacher og Fly Me to the Moon. Leikur hljóm- sveitarinnar var allgóður. Reynd- ar var hornatóninn nokkuð óstyrkur á köflum sérstaklega í básúnum, en tréblásarar komust almennt vel frá sínu. Einleikarar gerðu vel. Þeir voru Gordon Jack, sem blés fallegum, opnum tóni í trompet sitt, Ingvi Vachlaw, á saxófón, Finnur Eydal líka á saxófón og Guðjón Pálsson á píanó. Kór Glerárkirkju kom fram næstur og flutti þrjú lög undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Lögin voru: Ut í vár hage, Kerringa med staven og Undir bláum sólarsali. Flutningur kórs-. ins var léttur og óþvingaður. Hann var öruggur og bar vott sönggleði, sem skiptir miklu í flutningi kórverka. Næst kom leikur hljóðfæra- sveitar, sem skipuð var nemend- um í Tónlistarskólanum á Akur- eyri. Þeir léku á fiðlur, selló, þverflautu og óbó. Þessi sveit flutti óbókvartett í G-dúr eftir J. C. Bach, en Christopher Thornton, kennari við skólann, hafði haft umsjón með þjálfun flutningsins. Frammistaða nemendanna var með ágætum. Leikur þeirra var öruggur og góður í sem næst öllu tilliti, áherslur jafnar og vel útfærðar og allur bragur mjög við hæfi. Ánægjulegt væri að eiga þess kost að heyra oftar þessa ágætu tónlistarmenn leika saman. Jaqueline Simm, óbóleikari, og Tom Higgerson, píanóleik- ari fluttu Italskan dans eftir Madeleine Drieg. Þetta er létt og Auglýsendur takið eflir! Skilafrestur auglýsinga í helgarblöðin okkar er kl. 14.00 ó fimmtudögum. Ml auglýsingadeild, sími 24222 Opið frá kl. 8-17 virka daga, nema föstu- daga frá kl. 8-16. Ath! Opið í hádeginu. skemmtilegt verk, sem báðir flytjendur fluttu af öryggi og fjöri. Þá kom fram Christopher Thornton með sópransaxófón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, og fluttu Piéce en Forme de Habanera eftir M. Ravel. Samleikur tónlistarmann- anna var með ágætum og leikur Christophers Thorntons sérlega lifandi og góður á sópransaxófón- inn. Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, lék píanóverkið Flugeldar, sem er prelúdía eftir Cl. Debussy. Flutningur Helgu Bryndísar var hrífandi. Hún fór á milli ljúfra, hrynblíðra kafla verksins og æðis þess af léttleika og öryggi, sem lét engan mann ósnortinn. Tónleikunum lauk á leik Kammerhljómsveitar Akureyrar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Hljómsveitin flutti þrjú verk: Valse Romantique eftir J. Sibelius, Söknuð eftir Jóhann Helgason, þar sem Páll Gunnarsson söng texta Vilhjálms Vilhjálmssonar, og Snert hörpu mína eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Davíðs Stefánssonar og í útsetningu Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Leikur hljómsveit- arinnar í fyrsta verkinu var engan veginn góður. Strengir voru ekki samhæfðir og flutningur allur daufur og þunglamalegur. Hin tvö verkin tókust mun betur og var sérstaklega flutningur á Soknuði talsvert vel af hendi leystur. Nokkur hundruð manns sóttu tónleikana í Gryfju Verkmennta- skólans á Akureyri og gerðu þeir góðan róm að frammistöðu flytj- enda. Kynnir var Björn Þórleifs- son, en hann hljóp í skarðið fyrir þann, sem vera átti í þessu hlut- verki, og gerði mjög vel. Það er Ijóst, að grundvöllur er fyrir tónleika af þessu tagi og vonandi verður efnt til einhvers í svipuðum dúr aftur. Vafalítið yrði aðsókn ekki síðri þá - miklu líklegra, að hún yrði meiri, því vel hlýtur framtakið að mælast fyrir svo gott sem það er. Haukur Ágústsson. Námskeið um kristið líf og kristinn vitnisburð: Gervihnattamóttaka í marsmánuði frá samkomum Billy Graham Þessa dagana stendur yfir á Akureyri námskeið um kristið líf og kristinn vitnisburð. Það eru kristnir söfnuðir og hópar sem standa fyrir námskeiðinu, en í undirbúningi er gervi- hnattamóttaka á samkomum bandaríska vakningaprédikar- ans Billy Graham í borginni Essen í Þýskalandi í marsmán- uði 1993. Námskeiðið er ætlað til undir- búnings þeim sem vilja vera virk- ir við samkomuátakið og fara þau fram á miðvikudagskvöldum. Um 70 manns sótti fyrsta nám- skeiðið þar sem fjallað var um árangursríkt trúarlíf og var leið- beinandi Bjarni E. Guðleifsson. Næsta námskeið verður í Hvíta- sunnukirkjunni og fjallar um sigrandi trúarlíf. Fyrsta nám- skeiðið í desember verður í húsi Hjálpræðishersins og fjallar um kristinn vitnisburð og á síðustu samverunnni verður fjallað um uppbyggingu kristins manns. GG Tónleikar söng- deildar í kvöld Söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri verður með tónleika í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í kvöld, miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt. íslensk og erlend sönglög, dúettar og óperuaríur. (Fréttatilkynning) Skák Haustmót yngri flokka lokið Björn og Birna sigurvegarar - Páll, Haustmóti Skákfélags Akur- eyrar í barna- og unglinga- flokki er nú lokið. Teflt var í flokki 13-15 ára og í flokki 12 ára og yngri (drengja- og stúlknaflokki). Efstu menn í unglingaflokki, 13-15 ára, urðu: 1. Páll Þórsson 8 vinningar af 9 mögulegum. 2. Gestur Einarsson 6'A v. 3. Einar Jón Gunnarsson 6lá v. 4. Halldór Ingi Kárason 6V2 v. 5. Baldur Sig- Skákfélag Akureyrar stóð nýverið fyrir 15 mínútna móti og þar sýndi Ólafur Kristjáns- son á áþreifanlegan hátt að hann er ekki dauður úr öllum æðum. Ólafur fékk 8 vinninga af 8 mögulegum og sigraði með urðsson 5Vi v. Efstu menn í drengjaflokki: 1. Björn Finnbogason 6 vinningar af 7 mögulegum. 2. Davíð Stef- ánsson 5 v. 3. Sverrir Arnarsson 4 v. 4. Heimir Örn Jóhannesson 4 v. Fyrsta atskakmot Akureyrar hefst fimmtudaginn 26. nóv- yfirburðum. í 2. sæti varð Jón Björgvinsson með 5 V2 vinning, Sveinbjörn Sig- urðsson náði 3. sætinu með 5 v. og Einar Jón Gunnarsson nartaði í hæla hans, einnig með 5 vinn- inga. SS í þessum flokki, 12 ára og yngri, tefldu stúlkur og varð röð þeirra efstu þessi eftir auka- keppni: 1. Birna Baldursdóttir 4 v. (+3). 2. Þórhildur Kristjáns- dóttir 4 v. (+2). 3. Ólafía K. Guðmundsdóttir 4 v. (+1). SS ember næstkomandi kl. 20 í skákheimilinu við Þingvalla- stræti. Umhugsunartími er 30 mínútur á skákina fyrir hvern keppanda. Teflt verður um farandbikar sem gefinn var af Teiknistofu Karls G. Þórleifssonar. Tefldar verða a.m.k. þrjár umferðir á fimmtudagskvöldið, en mótinu lýkur sunnudaginn 29. nóvember og hefst taflmennskan kl. 14 þann dag. Mótið er öllum opið. SS Skákfélag Akureyrar: Ólafur fór á kostum Atskákmót Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.