Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 25. nóvember 1992 Fréttir Slæmt að fá nýjan skatt á ferðaþjónustu Ferðaþjónustuaðilar eru óánægðir með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja 14% virðisaukaskatt á ferða- og gistiþjónustu frá og með 1. september á næsta ári. Magnús - segir Magnús Oddsson hjá Ferðamálaráði Oddsson hjá Ferðamálaráði sagði í samtali við Dag að ekki hefði enn gefist tóm til að reikna út hvað þessi skattur þýddi, en engu að síður væri mjög slæmt fyrir þessa atvinnu- Furðufatadagur í Síðuskóla: vika í skól- þessa viku Opin anum Á mánudaginn hófst svokölluð „opin vika“ í Síðuskóla á Akur- eyri og stendur hún yfir til 27. nóvember. í vikunni verður starf- ið í skólanum að mestu með hefðbundnum hætti en hins vegar er foreldrum velkomið að koma og fylgjast með því sem fram fer. Síðastliðinn föstudag var hins vegar efnt til furðufatadags í Síðuskóla en slíkur dagur hefur verið fastur liður í skólastarfinu þar undanfarin ár. Nemendur mættu þá í skólann klæddir hin- um furðulegustu fötuin, sér og öðrum til ánægju. Tvívegis yfir daginn var síðan efnt til stuttra samverustunda allra nemenda og var þá sungið og sprellað í stutta stund. Að öðru leyti var kennsla að mestu með hefðbundnum hætti þann daginn. Ljósmyndari Dags, Robyn Anne Redman, tók meðfylgjandi myndir í skólanum á furðufata- daginn. Sverrir Leósson: „SannkaJlað hálfkák“ „Ekki er hægt að hafa mörg orð um gengis- fellinguna og ráðstafanir ríkisstjórnar- innar. Reynsl- an á eftir að leiða í ljós að aðeins er tekið á hluta þess vanda sem blasir við okkur íslendingum. Sannast sagna þá líst mér ekki á gang mála,“ segir Sverrir Leósson, formað- ur Útvegsmannafélags Norð- urlands. Sverrir segir, að það eina sem sé jákvætt í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar, er lýtur að sjávar- útvegi, sé niðurfelling á aðstöðu- gjöldum, en að heildarpakkinn leysi ekki þann stóra vanda sem sjávarútvegurinn sé í, þá bæði er tekur til útgerðar og vinnslu. Öll aðföng hækka vegna gengisfell- ingarinnar og auknar tekjur vegna breytts gengis vega þar lítið. „Skrefið sem stigið var markar engin spor til framfara eða hag- sældar. Ef heldur fram sem horfir er ljóst að enn fleiri fyrirtæki lenda í vandræðum, sem síðan leiðir til gjaldþrots. Ég hefði vilj- að sjá þessa menn sem ríkis- stjórnina skipa taka á málum af alvöru. Það sem nú hefur verið gert er sannkallað hálfkák," segir Sverrir Leósson. ój Flskmibiun Noröurlands á Dalvík - Fiskvorö á markaö) vikuna 15.11-21.111992 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verð Meðalverö (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúöa 80 70 70,97 1.549 109.930 Hlýri 56 50 52,67 45 2.370 Karfi 38 10 29,54 234 6.912 Keila 59 24 31,68 421 13.337 Lúöa 330 120 236,80 203 48.070 Skarkoli 59 59 59,00 25 1.475 Steinbítur 60 43 52,44 1.408 78.839 Ufsi 34 19 22,31 124 2.766 Undirmál þ. 64 50 58,14 1.129 65.638 Ýsa 90 70 80,94 3.746 303.218 Ýsa smá 75 75 75,00 2 150 Þorskur 85 76 81,89 3.573 292.604 Samtals 73,87 12.459 920.604 Dagur Mrtlr vlkuloga töflu yflr flskvsrð hjá RskmlMun Noröurtands ö Dalvlk og grolnlr þar frö verölnu sem fékkst i vlkunnl ö unrtan. Þotta er gert I |)6sl þesa aö hlutverk flskmarkaöa 1 verö- myndun Islenskra sjövarafuröa hefur vaxlö hrööum skrefum og þvt sjálfsagt aö gera lesendum Maöslns klelft aö fylgjast maö þróun markaösverös á flskl hér» Noröurtandl. grein að fá á sig þann stimpil sem nýir skattar gefa. Magnús benti á að ferðaþjónustan hefði þrefaldast á síðastliðnum áratug og væru þessar ákvarð- anir í mótsögn við almennar yfirlýsingar stjórnmálamanna þess efnis að vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi felist eink- um í ferðaþjónustunni. Magnús Oddsson sagði að jákvæði þátturinn við þessar ráð- stafanir gagnvart ferðaþjónust- unni væri, að hún hefði lengi bar- ist fyrir því að fá tryggingargjald- ið fært til samræmis við aðrar útflutningsgreinar og það gerist með þessum ráðstöfunum. Auk þess sé einnig jákvætt að aðstöðugjaldið skuli vera afnum- ið og í samræmi við að þessi atvinnugrein hefur barist fyrir því að losna við skattlagningu. En jafn neikvætt sé að á sama tíma og ferðaþjónustan sé losuð við þessar álögur sé tækifærið notað til þess að leggja á nýja skatta. Magnús sagði að í heild geti niðurstaðan orðið sú að ferða- þjónustan komi slétt út úr þess- um skattkerfisbreytingum, en þó verði að setja slíkt sjónarmið fram án allrar ábyrgðar á þessari stundu. Ef niðurstaðan verði sú að dæmið endi á núlli sé ljóst að enginn árangur hafi náðst í því sem barist hafi verið fyrir á undanförnum árum - að létta skattbyrði af ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Og það sem verra sé að þessar breytingar komi ójafnt niður á mismunandi greinum hennar. í þessu efni sé ekki tekið tillit til neinnar afkomu. Að öllum líkindum komi þessar breytingar minna við þá sem byggja að miklu leyti á veitingarekstri en þeim sem starfi eingöngu við gistingu. Magnús kvað ljóst að þótt heildar dæmið komi ef til vill út á núlli séu tnikl- ar líkur til að verð á ferðum og gistingu hækki án þess að neitt lækki á móti. Sjá ennfremur fréttaskýringu um ferðamál í miðopnu blaðsins. ÞI Iina kveður Um næstu helgi verða þrjár síðustu sýningar á Línu langsokk hjá Leikfélagi Akureyrar. Á laugardag verður sýning kl. 14 og tvær sýningar verða á sunnudag, kl. 14 og 17.30. Sýningin á Línu langsokk hefur notið mikilla vinsælda og eru nú á sjötta þúsund sýn- ingargestir skráðir á þær 25 sýningar sem komnar eru, en auk þeirra hefur fjöldi sýning- argesta setið í kjöltu þeirra hávaxnari. Næsta viðfangsefni Leikfé- lags Akureyrar verður gaman- leikurinn „Segðu eitthvað, Charlie“ (The Foreigner) eftir Larry Shue, sem frumsýndur verður á þriðja í jólum. óþh Ríkissaksóknari: Beiðni Sigurðar hafiiað Bragi Steinarsson, vararíkis- saksóknari, fyrir hönd embætt- is ríkissaksóknara, hefur hafn- að beiðni Sigurðar Björnsson- ar, bæjarfulltrúa í Olafsfirði, um opinbera rannsókn á við- skiptum Fiskmars hf. við Ólafs- fjarðarbæ. í bréfi embættis ríkissaksókn- ara til Sigurðar segir orðrétt: „Skilyrði þess að til opinberrar rannsóknar sé stofnað er að öðru jöfnu að fram komi kæra eða að fyrir liggi rökstuddur grunur um að refsivert brot hafi verið fram- ið. Markmið slíkrar rannsóknar er ávallt að ákæranda sé á grund- velli hennar unnt að ákveða hvort sækja skuli mann til saka eða ekki. Sú beiðni um opinbera rannsókn sem þér berið fram, aðallega á hendur sjálfum yður, en einnig með fyrirspurn um hvort „embættismenn Olafsfjarð- arbæjar hafi aðhafst eitthvað það í máli að refsivert teljist,“ er sett fram með þeim hætti að ekki þykir, að minnsta kosti að svo stöddu, efni til þess að verða við málaleitan yðar.“ óþh Norðurland vestra: 150 staurar brotnir Ofsarok með krapahríð gekk yfir landið á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags. Vindhraðinn á Norðvestur- landi var mcstur um 10 vind- stig í byggð skv. upplýsingum Veðurstofu. Rafmagn fór víða af í Skagafirði og Húna- þingi og var ekki búist við að rafmagn kæmist almennt á fyrr en aðfaranótt miðviku- dags. Haukur Ásgeirsson svæðis- rafveitustjóri Rarik á Norður- landi vestra tjáði blaðinu á þriðjudag að vitað væri um 150 brotna staura víðsvegar um sýslurnar vegna ísingar og óveð- urs. Hann sagði tjónið vera umtalsvert, en kvaðst ekki geta metið það í tölum enn sem kontið væri. Rafmagn fór af víða á mánudagskvöld og á þriðjudag var rafmagnslaust á Vatnsnesi og í Miðfirði í V- Hún. og í allri A-Hún. nema í Vatnsda! og á Skagaströnd og í Skagafirði utan við Hofsós og í Fljótum, í Sléttuhlíð og að hluta í Hjaltadal. Að sögn Hauks voru vinnuflokkar ásamt björgunarsveitum mættir til starfa og bjóst hann við að við- gerð stæði langt fram á nótt og Krubbsveður á Húsavík Iliviðri gerði á Húsavík síð- degis á mánudag. í hvassri vestanátt myndast vind- strengur niður með fjöllunum sem valdið getur skaða, sér- staklega í suðurbænum. Eru slík áhlaup nefnd Krubbsveð- ur og geta verið mjög stað- bundin. Að sögn Iögreglu er mildi að enginn varð fyrir meiðslum í veðrinu á mánu- daginn en nokkurt tjón varð á eignum, bílum og húsum. Allt tjón sem tilkynnt var um varð í syðsta hluta bæjarins. Kyrrstæður jeppi, um 1,6 tonn, fauk af veginum við fjár- húsin á Skógargerðismel. Jepp- inn fór fjórar veltur og er jafn- vel talinn ónýtur. Bíll fauk til á bílastæði, á annan bíl og skemmdust þeir. Vöruflutn- ingabíll lenti þversum á vegin- um á Laxamýrarleiti. Stofu- gluggi splundraðist í húsi við Brúnagerði og bílskúrsdyr og bílskúrshurðir í húsum við Litlagerði. Gluggar brotnuðu einnig í húsum við Heiðargerði og Stórhól. Garðhýsi fauk og jeppakerrur voru á ferð við Þverholt. Fólk beið í röðum eftir aðstoð iögreglu og um tíma var einnig vakt hjá Björgunarsveit- inni Garðari. IM því ekki að vænta rafmagns á ný fyrr en á aðfaranótt miðviku- dags. Rafmagn var skammtað á Siglufirði, en fjórir staurar brotnuðu í Siglufjarðarlínu. Haukur sagði jafnframt að tvær staurasamstæður í Byggða- línu væru brotnar við Köldu- kinn milli Blönduvirkjunar og Laxárvatns. Þetta kemur þó ekki að sök eins og er, „við njótum góðs af því að hring- bindingin er á Byggðalínunni og Bianda inni á kerfinu", sagði Haukur. Hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki fengust þær upp- lýsingar á þriðjudagsmorgun að verið væri að skafa krap af veg- um og allar leiðir væru opnar. Að sögn Magnúsar Jónssónar veðurfræðings er líklegt að mesti vindhraði á mánudags- kvöldið hafi verið um 10 vindstig. Hann sagðist ekki eiga von á annarri eins lægð í bráð. sþ Tjömeslína gaf sig Miklar rafmagnstruflanir uröu á Húsavík frá kl. 16.40 til 21 á mánudag. Tjörneslína gaf sig um tíma og leggurinn frá henni tU endurvarpsstöðvanna á Húsavíkurfjalli fór mjög illa. Endurvarpsstöövar fyrir sjónvarp og útvarp urðu því rafmagnslausar. Póstur og sími er með rafgeyma á fjall- inu fyrir sinn búnað, sem endast í sóiarhing. Á þriðjudagsmorgun fóru starfsmenn Pósts og síma með rafstöð á fjallið og komust útvarpsendingar f samt lag kl. 10.15, að sögn Eggerts Haralds- sonar, stöðvarstjóra. Línan á fjallið er sliguð af ísingu og mun taka nokkurn tíma að koma henni í samt lag. Eftir miklar rafmagnstruflan- ir fyrir tæpum tveimur árum var ákveðið að Húsavíkurbær keypti varasendi til notkunar í neyðartilfellum. Aðspurður sagði Einar Njálsson, bæjar- stjóri, að sendirinn hefði verið keyptur, væri kominn til bæjar- ins og framhaldsskólanemar væru nú að vinna að því að koma upp útvarpsstöð. „Þessi sendir var hugsaður til að geta komið tilkynningunt til fólks ef eitthvað bæri útaf, en i fram- haldi af því var reynt að hafa áhrif á að varaaflsstöð yrði kom- ið upp við endurvarpsstöðvarn- ar á fjallinu," sagði Einar. Rafmagn fór einnig af endur- varpsstöðinni á Viðarfjalli. Þar er vararafstöð, sem komst þó ekki í gang fyrir farið var upp á fjallið um miðnætti. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.