Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. nóvember 1992 - DAGUR - 7 Brynjólfur fái lögreglubúning! Mig langar til þess, að taka undir kröfuna í laugardagsblaði Dags 14. nóv. sl. Hún var á þá leið, að Brynjólfur Brynjólfsson mat- reiðslumaður fengi búning og derhúfu, og yrði gerður að umferðarlögregluþjóni. Er tegundin útdauð? Nú veit ég ekki hvort þetta orð, umferðarlögregluþjónn, er til í norðlensku máli. Má vera að svo sé. En það sem átt er við með þessu orði, er harla fáséð í dag, ef ekki alveg útdautt. Ég get að „Þennan lögregluþjón hefí ég ekki séð, það sem af er vetri. Kannski fer hann til heitu land- anna á haustinn eins og farfuglarnir. Kannski leggst hann í hýði yfír veturinn eins og skógar- björninn. Kannski er tegundin útdauð. Hver veit?“ vísu ekki neitað því, að ég sá stöku sinnum í sumar lögreglu- þjón í miðbænum. En hann var ekki á þeim buxunum að skipta sér að umferðinni sem slíkri, svo ömurleg sem hún annars var. Nei, hann skrifaði sektarmiða og setti undir rúðuþurrkur bíla, sem stóðu við stöðumæla, sem ekki hafði verið borgað í. Annað virt- ist hann ekki sjá; t.d. bíla sem lagt hafði verið á gangstéttina; bíla hlið við hlið á akbrautinni, með bílstjórana í hörkusamræð- um, stöðvandi alla umerð; fólk reynandi að komast yfir götuna á Algeng sjón á götum Akureyrar og dæmi um afleita hegðun ökumanna. Þarna hafa tveir kunningjar tekið tal saman og stöðvað bíla sína - og alla umferðina að auki! Bátur af gerðinni SÓMI 860. Bátasmiðja Guðmundar: Framleiðir nýja gerð SÓMA-báta Bátasmiðja Guðmundar í Hafn- arfirði hefur nú hafið framleiðslu á nýrri gerð SÓMA-báta, SÓMA 860. Þessi nýi bátur er hannaður og byggður á langri reynslu, sem skapast hefur við notkun SÓMA 800 báta, en þeir hafa verið not- aðir til veiða hér við land og er- lendis í tæp 10 ár. Hátt í 200 bát- ar hafa verið smíðaðir af þeirri gerð, sem ber vott um vinsældir SÓMANNA. SÓMI 860 er tæplega 8,6 m langur og mælist 5,9 brúttótonn. Báturnn hefur stærri botn og er burðarmeiri en fyrirrennarar hans. Sem vinnubátur hefur hann uppá að bjóða mun meira dekk- pláss, meira lestarrými og meiri burðargetu en SÓMI 800. í lest er hægt að koma fyrir teimur ein- angruðum fiskikerjum auk fjög- urra smærri kerja. Reynsla hefur sýnt, að lestin rúmar upp undir 2 tonn af afla, auk þess sem hægt er að hafa í kerjum eða kössum á dekki. Hvað öryggi og þægindi varð- ar, hefur SOMI 860 öll nauðsyn- leg staðsetningar- og fiskileitar- tæki, en þau eru af gerðinni Raytheon, frá fyrirtækinu Sónar í Keflavík. Rými í húsi hefur verið aukið töluvert. Staðalbúnaður í SÓMA 860 er 306 hestafla Volvo dieselvél frá Brimborg, með föstum öxli og skrúfu. Með þessum búnaði hef- ur ganghraðinn mælst 29 hnútar, en eðlilegur keyrsluhraði er á bil- inu 20-24 hnútar. Þessi mikli hraði, sem er einstakur fyrir fiskibáta af SÓMA-gerð, næst við það að bátarnir lyfta sér og liggja að mestu ofan á vatninu. Þar með minnkar mótstaðan og eldsneytiseyðslan helst í hófi. Hægt er að fá hældrif í stað hefð- bundins öxulbúnaðar í SÓMA 860. SÓMI 860 hefur nú í nokkrar vikur verið í notkun í Grímsey. Að sögn eiganda hefur hann reynst afar vel í alla staði við mjög misjafnar aðstæður. Árni Valur Viggósson. gangbraut, án árangurs, vegna frekju og tillitsleysís ökumanna, jsem þarna áttu leið um. Þannig Imætti lengi telja. Þennan lög- regluþjón hefi ég ekki séð, það sem af er vetri. Kannski fer hann til heitu landanna á haustin eins og farfuglarnir. Kannski leggst hann í hýði yfir veturinn eins og skógarbjörninn. Kannski er teg- undin útdauð. Hver veit? Að koma vitinu fyrir akureyrska ökumenn Því segi ég það. í fúlustu alvöru. Okkur vantar mann, sem hefir áhuga fyrir góðri umferðarmenn- ingu og auga fyrir því sem betur má fara. Látum Brynjólf taka að sér umferðarstjórnun um tíma. Ef það mætti verða til þess að koma vitinu fyrir akureyrska ökumenn. Kannski ættum við þá eftir að upplifa það í framtíðinni, að allir ökumenn færu að virða bið- og stöðvunarskyldu. Að allir lærðu að aka hringtorgið (margir eru þeir sem ekki kunna það í dag). Að maður sæi ekki lengur bíla fara yfir gatnamót á móti rauðu ljósi (sem í dag er mjög algengt). Ög síðast og ekki síst að allir ökumenn lærðu að nota stefnu- ljós (nokkuð sem harla fáir virð- ast kunna í dag). Við Brynjóflur vitum að allt þetta verður aldrei lagað með því að sitja einhvers staðar á rassin- um og segja: Ég ætla ekki sam- borgurum mínum það að þeir brjóti umferðareglur! Þeir sem eiga að sjá um að farið sé eftir umferðalögum og reglum verða að vera úti á götunum. Þeir verða að hafa vakandi auga með öku- mönnum og gangandi vegfarend- um og leiðbeina þeim, sem ekki kunna sig í umferðinni. Kannski skapaðist þá hér á Akureyri í framtíðinni það ástand, sem í daglegu tali kallast umferðarmenning. Kannski er tegundin, sem að ég minntist á, ekki útdauð. Kannski kemur lög- regluþjóninn frá heitu löndunum eða út úr hýðinu í vor og hjálpar til við að kippa þessu öllu í lag næsta sumar. Hver veit? Árni Valur Viggósson. Höfundur er áhugamaður um bætta umferðarmenningu. Millifyrirsagnir og fyrirsögn eru blaðsins. Félag harmonikuunnenda Félagsvist og dansleikur verður í Lóni v/Hrísalund laugardaginn 28. nóvember. Félagsvistin hefst stundvíslega kl. 21.00. (Verðlaun verða veitt.) Húsið er lokað til kl. 23.00 en þá hefst dansleik- ur sem stendur til kl. 03.00. Stjórnin. Orðsending frá Sögufélagi Eyfirðinga og Skjaldborg Afgreiðslan í Hafnarstræti 90 verður opin tiljóla sem hér segir: Virka daga frá kl. 10-18, laugardaga eins og verslan- ir í bænum. Þorláksdag frá kl. 10-23 og aðfangadag frá kl. 10-12 á hádegi. Alla dagana verður opnað kl. 10 árdegis. w Námskeið um K^sKVinnuvernd Endurmenntunamefnd Háskólans á Akureyri gengst fyrir stuttu námskeiði um vinnuvernd. Fjallað verður m.a. um hvað felst í hugtakinu vinnu- vernd og um vinnuverndarátak í fyrirtæki. Nám- skeiðið er einkum ætlað stjórnendum. Tími: Fimmtudagurinn 3. desembernk. kl. 16.30-19.00. Staður: Háskólinn á Akureyri v/Þingvallastræti. Umsjón: Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari. Verð: Kr. 2.000. Innritun fer fram á skrifstofu Háskólans á Akureyri í síma 11770 til og með 2. desember nk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.