Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 25.11.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. nóvember 1992 - DAGUR - 5 Hringferð meðfram annesjunum - segir Aðalsteinn Svanur Sigfósson, myndlistarmaður, sem nú sýnir myndaseríu á Súlnabergi Náttúrufyrirbæri - stórbrotið landslag - í bakgrunninum er sjórinn. Hringferð um landið sem á sér bæði upphaf og endi í ákveðnum fyrirmyndum. Þannig birtast myndir Aðal- steins Svans Sigfússonar, myndlistarmanns, sem hann sýnir á Súlnabergi á jarðhæð Hótel KEA um þessar mundir. Aðalsteinn nýtir fyrirmyndir sínar úr landslaginu á skemmtilegan hátt. Hann legg- ur mikla áherslu á einn tiltek- inn hlut - tiltekið fyrirbæri og notar síðan umhverfi þess sem bakgrunn mynda sinna. Aðal- steinn Svanur er Eyfirðingur, ættaður frá Rauðuvík á Árskógsströnd. Hann hefur lagt stund á myndlist á undan- förnum árum jafnframt því að starfa við skógrækt, sem hann segir vera annað áhugamál sitt. Við settumst niður með morg- unkaffið á Súlnabergi á dögunum - undir myndum Aðalsteins Svans og því lá beint við að inna hann eftir hver væri kveikjan að þessum verkum. Hann kvaðst hafa hugsað þessa seríu sem eins- konar hringferð um landið, raun- ar hringferð á sjó umhverfis það og myndirnar eigi að sýna það sem fyrir augun ber á slíkri ferð. Því noti hann ákveðnar fyrir- myndir og tefli þeim sterkt fram í myndfletinum. Lögun myndanna verkur einnig athygli. Þær afmarkast ekki af hinum hefðbundna ramma. Sum- ar línur eru bogadregnar - aðrar tenntar eins og myndflöturinn sé sagaður með útsögunarsög. Þrátt fyrir það má hvarvetna finna ákveðna samsvörun með inni- haldi myndanna og útlínum myndflatarins. Aðalsteinn Svan- ur kvaðst hafa sagað út spóna- plöturnar sem hann hefur málað á. Þetta væri fyrst og fremst leik- ur að formum en um leið tilraun til að gefa þeim meira líf og láta útlínurnar leggja áherslu á sjálft myndefnið. Aðalsteinn Svanur kvaðst ekki hafa hugsað sér að halda áfram á þessari sömu braut og hann hefur markað með þeim myndum sem hann sýnir nú. Þær væru aðeins ákveðin sería og hann myndi aft- ur breyta um stíl. Hann kvaðst hafa lagt meiri vinnu í þessar myndir en mörg fyrri málverka sinna - verið að vinna sig nokkuð frá „nýja málverkinu" svo- nefnda, sem verið hafi ríkjandi í myndlistinni um hríð. Þótt hann leitaði nú nýrra forma myndi hann halda áfram að leggja meiri vinnu í hverja mynd. Hann ræddi um sveiflur í myndlistinni - hin einfaldari vinnubrögð væru nú á undanhaldi og myndlistarménn leituðu meira til aðferða gömlu meistaranna. Um tíma hefðu margir myndlistarmenn talið að málverkið væri dautt. Það væri dýr iist og því aðeins fyrir fáa útvalda. Því hefði verið leitað annarra leiða - leiða sem unnt væri að ná til fjöldans með. Ef til vill tengdist þetta öðrum tísku- sveiflum í mannlífinu - einkum þeim pólitísku sveiflum sem urðu á uppgangstímum 68 kynslóðar- innar. Aðalsteinn Svanur hóf ekki að mála fyrr en um tvítugsaldur en kvaðst hafa teiknað nokkuð sem barn og unglingur. Hann stund- aði nám í tvö ár við Myndlista- skólann á Akureyri og síðan við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík. Eftir það kom hann norður. Sagði að heimahagarnir hefðu togað í sig þótt hann sakni annars margs úr höfuðborginni. Jafnframt myndlistinni starfar Aðalsteinn Svanur við skógrækt hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga - sagðist ætíð hafa kunnað vel við sig innanum tré og gróður þótt hann sé alinn upp í algjörlega skóglausri sveit. Og skógurinn hefur einnig orðið honum að yrk- isefni. Hann kvað trjástofna vera góðan efnivið í skúlptúra og þar hefur hann skapað myndir með sagarblaði - einkum hin mismun- andi andlit manna. Aðalsteinn Svanur Sigfússon hefur haldið nokkrar málverka- sýningar. Hann fór að sýna skömmu eftir að hann hóf að mála og hefur bæði haldið einka- sýningar og tekið þátt í sýningum með öðrum myndlistamönnum. Aðspurður um næstu sýningu sagði hann að einhver bið yrði eftir henni - hann væri að byrja að skyssa fyrir næstu verkefni. Vegna annarra verkefna þá nýtti hann vetrarmánuðina frá áramót- um og frameftir vetri fyrst og fremst til að starfa við myndlist- ina. Hann kvaðst vilja efna vel til næstu myndlistarsýningar og því ekki vera viss um hvenær af henni yrði - eftir ef til vill tvö ár. Ef vel tækist til myndi hann efna til stórrar sýningar. ÞI Lesendahornið Bekkur á biðstöð fær lítínn Mð Lesandi á Akureyri hringdi... ...óg vildi koma á framfæri þakk- Vilja eignast íslenska pennavini Sænsk kona, Annica H:son Sken- berg að nafni, óskar eftir að kom- ast í bréfasamband við íslend- inga, með íslandsferð í huga. Annica er um fertugt. Hún er ógift og hefur m.a. unnið við blaðamennsku. Hún talar og skrifar ensku, auk sænsku að sjálfsögðu. Hún vill gjarnan komast í bréfasamband við „einhleypa konu eða mann - það er þó ekki skilyrði að viðkomandi sé einhleyp/ur“, segir í bréfi hennar til blaðsins. Fyrir þá sem áhuga kunna að hafa er utanáskriftin þessi: Annica H:son Skenberg Alamedan 25 37131 Karlskrona Sverige Sascha Koch, 23ja ára karlmað- ur, búsettur í Þýskalandi, óskar eftir að eignast pennavini hér á landi. í bréfi, sem hann sendi Degi, segir m.a.: „Ég skrifa ykkur af því að mig langar mjög mikið til að finna og eignast marga pennavini á ís- landi. Ég vona að þið getið hjálp- að mér til þess. Kannski gætuð þið birt heimilsfang mitt í blað- inu? Dagur verður að sjálfsögðu við þeirri frómu ósk. Utanáskriftin er: Sascha Koch Hochstr. 33 W-6251 Guckingen Germany læti til Akureyrarbæjar fyrir að hafa sett upp bekk við biðskýli strætisvagna við spennistöðina við Þingvallastræti. Éftir að sam- band hafi verið haft við bæjar- starfsmenn hafi þeir brugðist skjótt við óskum um að setja upp bekk þarna en sá bekkur hafi ekki fengið að vera lengi því hann hafi horfið fáeinum dögum síðar. Aftur var settur upp bekk- Ein hundfúl í Innbænum á Akureyri hringdi. „Mér virðist að hundur sé í öðru hverju húsi hérna í Innbænum og óþrifnaður og hávaðinn af þeim er óþolandi. Hundar sjást hér oft lausir þrátt fyrir að slíkt sé bann- að og hér gengur fólk um sem er hrætt við hunda. Mér finnst full ástæða til fyrir Innbæjarsamtökin ur og í þetta sinnið gengið svo frá að ómögulegt er fyrir óprúttna aðila að fjarlægja hann. Lesandi vildi þó benda á að ekki fær bekkurinn góði alfarið frið því þegar hafa verið brotnar slár í honum. Vildi lesandinn eindreg- ið hvetja fólk til að sjá bekkinn í friði og nota hann í stað þess að skemma.“ að beita sér í þessu máli, ekki síður en þau beittu sér um árið með góðum árangri fyrir bættri umgengni í Innbænum. Fólk er mjög ánægt með bætta um- gengni, en síðan er hundum leyft að ganga hér skítandi og mígandi um allt. Þetta ástand er óviðun- andi og ég hvet forráðamenn Inn- bæjarsamtakanna til að beita sér í þessu máli.“ Lesendur athugið! Lesendur eru hvattir til að láta álit sitt í Ijós í lesendaþætti blaðsins. Tekið er við lesendabréfum á ritstjórnarskrifstofum Dags á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki. Æskilegt er að bréfin séu vélrituð. Einnig geta lesendur hringt til að koma skoðunum sín- um á framfæri. Af gefnu tilefni skal það tekið fram að fullt nafn, heimilis- fang, kennitala og símanúmer þarf að fylgja með bréfunum, jafnvel þótt viðkomandi kjósi að skrifa undir dulnefni. Það sama gildir ef lesendur kjósa að nota símann. Einnig skal það tekið fram að ef bréfritari eða sá sem hringir er að deila á ákveðna persónu eða persónur, verður hann að koma fram und- ir fullu nafni. Að öðrum kosti verður bréfið ekki birt. Ritstjóri Geltandi og skítandi hundar í Irnibænum Þetta verk er ekki á sýningu Aðalsteins Svans á Súlnabergi en myndin var tekin á vinnustofu hans fyrir nokkru. Kynntu þér möguleika myndstækkarans frá Kodak Mynd úr honum er tilvalin jólagjöf, sem er tilbúin á aðeins 5 mínútum. ^Pediö*myndir^ Skipagötu 16 • Sími 23520. ss=Ji• ÍAuglýsing um veitingu leyfis til áætlunarflugs innanlands Samkvæmt auglýsingu nr. 523 frá 3. nóvember 1989 um leyfi til áætlunarflugs innanlands munu sér- leyfi til áætlunarstaða, þar sem árlegur meðalfjöldi farþega árin 1990 og 1991 var hærri en 12 þúsund farþegar, breytast í almenn áætlunarleyfi frá og með 1. janúar 1993. Ráðuneytið lýsir hér með eftir umsóknum flugrek- enda um leyfi til áætlunarflugs á flugleiðinni Reykja- vík-Egilsstaðir-Reykjavík. Leyfið verður veitt með eftirfarandi skilyrðum: 1) Sætaframboð skal eigi vera meira en 10% af heildarsætaframboði á umræddri flug- leið í vetraráætlun og sumaráætlun sam- kvæmt mati ráðuneytisins. 2) Heildarfarþegaflutningar skulu ekki nema meira en 10% af heildarflutningum í áætl- unar- og leiguflugi á sömu tímabilum. Með umsókninni skulu fylgja: ★ Drög að ársáætlun á viðkomandi flugleið ★ Upplýsingar um þær flugvélar, sem áætlað er að nota til flugsins ★ Gögn um fjárhagsstöðu flugrekanda ★ Önnur gögn sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til samgöngu- ráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember nk. Samgönguráðuneytið, 19. nóvember 1992.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.