Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992 Anna Helgadóttir, kennari við Grunnskólann á Kópaskeri er for- maður MENOR. Hún er fædd og uppalin í Leirhöfn á Sléttu, dótt- ir hjónanna Andreu Jónsdóttur og Helga Kristjánssonar. Anna hefur búið á Kópaskeri síðan 1969, er hún flutti þangað með eig- inmanni sínum, Barða Þórhallssyni. Hann Iést síðar af slysförum. Börn þeirra eru uppkomin og í fyrravor lauk Anna prófi sem sér- kennari, og taldi það ekki mikið mál fyrir sig að stunda slíkt nám með kennslunni frá fámennu heimili. Yfirleitt er Anna sjálfsagt ekkert að láta hlutina veltast fyrir sér eða gera of mikið úr málun- um. Þetta virðist röskleikakona og við skulum sjá hvað hún hefur að segja. - Fyrst vill blaöamaöur fá að vita úr hvernig jarðvegi Anna er sprottin og af fyrstu áhrifunum sem mótuðu hana á ann- áluðu menningarheimili. „Ég er ættfræðilegt forundur. Sjálf er ég fædd 1943 en einn langafi minn er fæddur 1775. Ég er alin upp á stóru heimili norður á Melrakkasléttu. Fyrst þegar ég man eftir mér er þar mannmargt, en kannski ekki margar kynslóðir. Foreldrar mínir voru hús- ráðendur. Föðurbróðir minn, einhleypur, bjó þar með þeim. Um það bil sem ég man fyrst eftir mér þá giftist bróðir minn og bjó þarna líka með sína fjölskyldu. Ég man óljóst eftir fólki sem var að vinna á saumaverkstæði sem pabbi rak, leður- vinnustofu eða húfuverkstæði. Þetta var skrautlegt á köflum. Þaö var ofboðslegur gestagangur, bæði vetur og sumar. Fáar nætur gestalausar. Ég man eftir sumrum sem við krakkarnir sváfum uppi á háalofti, eða fjóslofti, eða jafnvel í tjaldi úti á túni, í það minnsta hluta úr sumrinu. Ég hef heyrt sögur af enn umfangsmeira heimili, sem ég náði ekki í skottið á. Svo breyttist þetta allt. “ Lá í gamalli Æsku og Unga íslandi „Pabbi safnaði bókum, og kannski enn frek- ar tímaritum. Hann kom upp mjög merki- legu bókasafni sem foreldrar mínir gáfu sýslunni 1951. Pabbi hafði handbundið allar bækurnar, en síðar bættist við þær svo safn- ið er ekki allt handbundið. Fyrir nokkrum árum var safninu komið fyrir í gamla barna- skólahúsinu, Núpasveitarskóia." - Hver voru fyrsti kynni þín af bókum? „Ég man það ekki, því ég var orðin læs þegar ég man eftir mér. Æ, þetta hljómar eins og merkilegheit, en í fúlustu alvöru man ég ekki eftir mér ólæsri. Ég las allan fjandann. Það var ekki mikið til af barna- bókum, en ég las þjóðsögurnar, lá alveg í þeim. Svo las ég reyfara og ástarsögur, lá í gamalli Æsku og Unga íslandi og öllu sem ég náði í, las Dóttur Rómar þegar ég var 12 ára. Pabbi vissi það, en ég veit ekki um: mömmu. Það var ekki bara að bókunum væri safnað, heldur var mikið lesið á heimilinu. Hins vegar mátti ég aldrei ráða krossgátu í blaði, því það mátti ekki krassa í blöð, ekki klippa í blöð, ekki rífa blöð, ekki skemma blöð. Virðing mín fyrir pappír er alveg ótakmörkuð. Enn þann dag í dag finnst mér slæmt að henda blaði, ef t.d. ljósritun mistekst. Föðurbróðir minn las mikið og hann var orðinn roskinn þegar ég man eftir honum halda fyrirlestra í hádeginu um bækur sem hann var að lesa. Mér er minnisstæðast þeg- ar hann var að tala um bókina Fornar grafir og fræðimenn. Hún var með frásögnum um fornleifafundi og ég hlakkaði ofboðslega til að verða það stór að ég fengi að lesa þessa bók og gæti skilið hana. Þegar að því kom var orðið ljóst að hún var öll lygi og fals, svo ég hef aldrei lesið hana. Aðra bók sem hann talaði um hef ég heldur ekki lesið. Hún hét Ég kaus frelsið. Hann sagði að hún væri ógeðsleg og ljót og mér datt ekki í hug að fara að lesa svoleiðis bók.“ Söngl og vísupartar - Nú mun hafa verið mikill tónlistarflutn- ingur á mörgum heimilum á Sléttunni. Hvernig var þetta í Leirhöfn og gaman væri að heyra dæmi um hvernig sköpunarþörf fékk notið sín? „Einhver sköpunarþörf hjá pabba hefur eflaust fengið útrás í bókbandinu, og ekki síður í gyllingunni, en það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin sem ég vissi hvað hún er mikið vandaverk. Ekki er talið sjálfsagt að menn geti gyllt þó þeir bindi inn bækur. Það var ekki mikið um tónlist á heimilinu. Pabbi og bróðir hans, sem bjó heima, héldu ekki lagi. Bræðurnir voru fleiri og ég held að enginn þeirra hafi haldið lagi. Hins vegar söngluðu þeir. Þegar pabbi var á verkstæð- inu, sönglaði hann mjög gjarnan vísupart, kannski einn seinnipart í marga daga. Gamall maður sem þarna var sönglaði líka, og hann gat verið með einhvern annan fyrri- part. Það var ofboðslega spennandi að bíða og setja saman, því einhverntíma kom hinn parturinn. Ég lærði nokkrar vísur svona, að spá í hvaða partar hlytu að passa saman. En mágkona mín var söngvin og spilaði ein- stöku sinnum á gítar. Hún starfar enn í kirkjukór og hefur afskaplega gaman af að syngja og mikið dálæti á músík. Og þó ég geti ekki sungið sjálf þá hef ég ákaflega gaman af tónlist. Ég gæti trúað að þetta heimili hafi verið hægt að flokka undir gömlu alþýðumenn- ingarheimilin, eins og þau voru skilgreind í sögunum. Menn kunnu alveg ofboðslega mikið af ljóðum og kvæðum. Það er mikið af hagyrðingum í fjölskyldunni. Ég sat hjá frænku minni heilu kvöldin og lærði ljóð og vísur.“ - Hvað með skólagöngu? „Ég fór til náms í Laugaskóla eftir barna- skólapróf og var á Laugum í þrjá vetur. En það var merkilegt hvernig ég lenti inn í kennaraskólann. Eftir þessa þrjá vetur á Laugum fór ég suður að vinria. Síðan heim um vorið, en svo til útlanda í ferðalög. Ég var komin aftur til Reykjavíkur og vann á skrifstofu þegar ég sá í blaði að handa- vinnudeild kennaraskólans væri að taka inn nemendur í tveggja ára nám, og það í síð- asta skipti fyrir breytingar á skólanum. Þetta fannst mér sniðugt. Ég nennti ekki í langt nám og sótti um þessa handavinnu- deild. Ég fékk ekki handavinnudeildina en í bréfinu stóð að ég gæti fengið skólavist í almennri kennaradeild, eða undirbúnings- deild sérnáms, sem var þá tveir vetur og síð- an hefði handavinnudeild tekið við. Ég nennti þessu ekki og skrifaði bréf um að ég ætlaði ekki að þiggja þessa skólavist.“ Skemmtilegast aö lesa og dansa „Einn morguninn hringdi dr. Broddi Jóhannesson og spurði hvort ég væri ekki til með að koma í viðtal við sig. Það var á sunnudagsmorgni í fallegu veðri og ég átti að koma upp að nýja kennaraskólanum og banka á glugga af því að húsið var lokað. Það voru skurðir hringinn í kring um húsið vegna framkvæmda og leiðin því ekki greið- fær. Þegar dr. Broddi spurði hvað mér þætti skemmtilegast að gera, varð mér á að segja satt. í staðinn fyrir að nefna einhverja handavinnu, saði ég að mér þætti skemmti- legast að lesa og dansa. Hann sagði að það væri ekki endilega rétti undirbúningurinn fyrir handavinnukennara. Svo stóð hankinn á kápunni minni upp úr hálsmálinu, og hann sagði að svona gætu almennir kennarar kannski látið sjá sig en ekki handavinnu- kennarar. Hann réð mér frá að hugsa um handavinnukennslu. Og þó ég væri hætt að hugsa um nám þá var ég innrituð í kennara- skólann þegar ég fór út. Námið hóf ég hálf- um mánuði síðar. Svo gifti ég mig og þegar ég fór að eiga böm langaði mig ekki að eiga lengur heima í Reykjavík, ákvað að ekki væri gaman að vera barn í Reykjavík. Við fluttum á Kópa- sker og þar er ég enn. Ég á þrjú uppkomin börn, en maðurinn minn fórst fyrir 12 árum.“ - Kynntist þú menningarlífinu í Reykja- vík á námsárunum? „Ég sótti leikhús mikið. Nemendur fengu afslátt á sýningar ég hélt áfram að sækja þær þetta eina og hálfa ár sem ég var í bænum að námi Ioknu. Einstaka tónleika og málverka- sýningu fór ég á, án þess að sækja slíkt af neinni skerpu.“ - Er mikið menningarlíf á Kópaskeri? „Nú vefst mér „tunga um höfuð“. Ég veit ekki hvort ég á að segja að menningarlíf sé mikið. En þeir menningarviðburðir sem uppá er boðið, eru vel sóttir. Það er starf- andi kirkjukór og leikhópur sem hefur gert eitt og annað. Byggðasafn var opnað í gamla barnaskólanum fyrir tveimur árum og þar eru líka sameinuð þrjú lestrarfélög sem starfrækt voru í hreppnum og auk þess1 bókasafnið sem foreldrar mínir gáfu. | Gersemarnar úr því safni, t.d. tímaritin, eru geymd í húsnæði sem vonandi verður les- stofa síðar meir. Það hafa verið settar upp býsna viðamikl- ar sýningar í skólunum, bæði í Lundarskóla og á Kópaskeri, þarna eru ungir krakkar og í rauninni hafa þetta verið magnaðar sýn- ingar. MENOR er hjónabandsbarn kjördæmanna - í júní sl. var Anna kjörin formaður MENOR, en hvað er MENOR? „MENOR er skammstöfun fyrir Menn- ingarsamtök Norðlendinga. Samtökin voru stofnuð 1982 á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga af áhugafólki um menningar- mál. MENOR er því eiginlega munaðar- laust eftir að Fjórðungssambandið hætti starfsemi, þar sem félaginu var á sínum tíma sett það markmið að efla og styrkja menn- ingarlíf á Norðurlandi í samvinnu við Fjórð- ungssambandið. Okkur finnst MENOR vera hjónabandsbarn kjördæmanna og þó þau skilji beri þau samt jafna ábyrgð á þessu afkvæmi sínu og ættu að sjá sómasamlega fyrir króganum, en þau mál eru ekki frá- gengin enn. En félagar í MENOR geta allir þeir orðið sem áhuga hafa á menningarmál- um, bæði einstaklingar og félög. Þegar Haukur Ágústsson var formaður MENOR gaf hann út fréttabréf af mikilli atorku, en þegar hann hætti treysti enginn sér til að sjá um þá vinnu. Þá var tekin upp samvinna við Dag um að birta menningar- dagskrá, einu sinni í mánuði í fyrra og tvisvar í mánuði í vetur. í sumar var gefið út 10 ára afmælisrit MENOR, en ekki er neitt ákveðið um áframhaldandi útgáfu á þess vegum. Þeir sem vilja koma á framfæri tilkynn- ingum í menningardagskrána ættti endilega hreint að hafa samband við Katrínu Ragn- arsdóttur. Hún er með heimasíma 24856 og vinnusíma 24655. Katrín skráir tilkynning- arnar og dagskráin birtist síðan í 1. og 3. þriðjudagsblaði Dags í hverjum mánuði. Ég vona að fólk hiki ekki við að láta vita af leiksýningum, tónleikum og málverkasýn- ingum. Upplýsingar um aðrar sýningar og t.d. aðventukvöld eru vel þegnar. Við vilj- um fá að vita um allt þetta sem fólk er að standa fyrir, bæði á heimaslóðum og eins ef aðkomulistamenn koma fram á svæðinu." Menn leggja töluvert á sig - Tildrögin að því að þú ert kjörin formað- ur MENOR. Ertu sérstök áhugamanneskja um menningu og félagsmál? „Það hlýtur að vera. Á aðalfundi MENOR á Kópaskeri fyrir tveimur árum lenti ég inn í varastjórn. Þegar Margrét Bóasdóttir var kjörin formaður var ég kosin inn í aðal- stjórnina. Svo bara gerðist þetta, það vant- aði formann þegar Margrét flutti af svæðinu og einhver varð að taka við. Auðvitað hef ég áhuga á þessum málefnum og er inn í þetta komin gegnum félagsmálastarf.“ - Hvað er að frétta af menningunni í hin- um dreifðu byggðum um þessar mundir? „Hún er mikil og þar vil ég benda á allar leiksýningarnar, öll áhugaleikfélögin, kór- starfið. Það segir sig sjálft að þegar leiksýn- ing er sett upp í fámennu byggðarlagi koma flestir þar við sögu á einn eða annan hátt, sem leikendur, starfsmenn eða sýningar- gestir. Oft er hægt að hafa margar sýningar. Menn leggja töluvert á sig og það vita allir sem vilja vita það.“ - Gera menn of lítið úr því sem um er að vera í hinum fámennari byggðarlögum? „Fólk reynir oft að finna einhvern stað til að líta niður á; Húsvíkingar á Kópasker, Akureyringar á Húsavík, Reykvíkingar gera lítið úr Akureyri og Lundúnabúar lítið úr Reykjavík. Mér finnst alltaf svolítið kát- legt þegar fólk gengur út frá því að ekkert sé um að vera á hinum staðnum, enginn sé að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.