Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992 iT.... Fréttir Bólumarkaðurinn er að Eiðsvallagötu 6 (sunnan við Eiðsvöll). Þar er ávallt hægt að gera góð kaup. Margir söluaðilar og fjölbreytt úrval. M.a. laufabrauð, lukkupakkar, bækur, ýmislegt til jólagjafa, jólaseríur o.fl. Bólumarkaðurinn er opinn á laugardag Akureyringar, nærsveitamenn Höfum opnað markað Fjölmennur fundur starfsmanna í Kristnesi í fyrrakvöld: Málin skýrðust og létti yfir starfsfólkí - segir Arndís Baldvinsdóttir, trúnaðarmaður Nær allir starfsmenn Kristnes- spítala mættu til fundar í fyrra- kvöld þar sem þeim var kynnt álit Kristnesnefndarinnar svokölluðu. Jafnframt mættu til fundarins fulltrúar verka- lýðsfélaga til að gera grein fyrir réttindastöðu starfsmannanna. Arndís Baldvinsdóttir, trúnað- armaður fyrir starfsmanna- félag ríkisstofnanna, segir að fundurinn hafi verið góður enda verið nauðsynlegt að skýra að ekki komu fram réttar upplýsingar frá heilbrigðisráð- herra um efni skýrslu Kristnes- nefndarinnar fyrr í vikunni. „Ég held að mjög gott hafi ver- ið að fá þetta fram. Fólk er rólegra með að vita núna hvað nefndin lagði fram og hvað hún lagði ekki fram. Og ég held að starfsmönnum hafi líka þótt gott að heyra að stéttarfélögin standa nálægt okkur og fylgjast grannt með því sem er að gerast hér,“ sagði Arndís. Framundan eru viðræður milli heilbrigðisráðuneytis og Fjórð- ungssjúkrahússins um að rekstur Kristnesspítala verði færður und- ir FSA. Alls eru 77 starfsmenn á launaskrá hjá Kristnesspítala þó stöðurnar séu mun færri. Af þess- um starfsmönnum eru 41 sem fær greitt samkvæmt launatöxtum Einingar. Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Ein- ingar, mætti til fundarins í Krist- nesi í fyrrakvöld og segir hann að formsins vegna komi óhjákvæmi- lega til uppsagna verði breytingar af því tagi sem nú eru hugmyndir um, enda verði þá um nýja stofn- un að ræða. „Þaö eru líka í gangi ákveðnar vaktir og ef á að breyta þarf að segja upp með löglegum fyrirvara. Menn umturna ekki öllu 1. janúar því fólkið á sinn uppsagnarfrest," sagði Björn. Arndís Baldvinsdóttir segir starfsmenn hafi búist við fréttum um breytingar þó kynning á niðurstöðum nefndarinnar hafi orðið allt önnur en starfsmenn hafi búist við. Ljósasta punktinn í þeirri stöðu sem nú er segir Arndís þann að ekki er lengur rætt um að leggja Kristnesspítala niður. „Ég held að með þessum fundi hafi málin skýrst og létt yfir fólki,“ sagði hún. JOH í Skipagötu 1 Opið fram að jólum á verslunartíma. Seldar verða framleiðsluvörur Iðjulundar. Útimarkaður verður í göngugötunni alla laugardaga fram að jólum Iðjulundur, Verndaður vinnustaður ^ Sýnum Polaris vélsleða árgerð '93, fatnað og allt sem til þarf. OpiÖ frá kl. 10-1 7. Polarisumboðið - Hjólbarðaþjónustan Undirhlíð 2 - Sími 22840 - 603 Akureyri. Opnum laugardaginn 5. desem hluta af glæsilegum sýningarsal í nýju húsnæði að Undirhlíð 2 (við hringtorgið í Glerárhverfi). Sænes EA-75 innsiglað í Dalvíkurhöfn: Samningaumleitanir við Grund firðinga runnu út í sandinn Rækjubáturinn Sænes EA-75 frá Dalvík, sem er 110 tonna stálbátur smíðaður í Svíþjóð 1987, var sl. miðvikudag inn- siglaður af sýslumanni vegna vangoldinna opinberra gjalda. Báturinn Iiggur við bryggju á Dalvík. Báturinn er eign útgerðar- félagsins Ránar hf., sem í sumar fékk greiðslustöðvun vegna rekstrarörðugleika og lauk henni föstudaginn 27. nóvember sl. Á greiðslustöðvunartímabilinu voru gerðar tilraunir til að selja bátinn og m.a. voru í gangi við- ræður við Grundfirðinga um báta- skipti og var búið að fá bæjar- ábyrgð hjá Dalvíkurbæ vegna þeirra viðskipta en snæfellsku kaupendurnir munu hafa heykst á viðskiptunum á síðustu stundu. Einnig mun Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík, hafa komið inn í þær umræður vegna kaupa eða leigu á aflaheimildum Sænessins. Féfang hf. á 1. veðrétt í skip- inu samkvæmt kaupleigusamn- Hegranes SK-2 seldi 122 tonn af karfa í Bremerhaven í Þýskalandi á fimmtudags- morgun. Heildarverðmæti afl- ans er 16.5 milljónir króna. Karfinn seldist á 135 kr. kílóið, sem er 10 kr. hærra kílóverð en þegar Skagfirðingur seldi í Brem- ingi og mun eflaust ganga eftir því nú, þegar greiðslustöðvun- inni er lokið, að fá skuldina greidda eða krefjast nauðungar- uppboðs á skipinu sem og aðrir kröfuhafar. GG erhaven 9. nóv. sl. Að sögn Gísla S. Einarssonar útgerðarstjóra hjá Skagfirðingi hf. er þetta sæmilegt verð. Hann segir verðin hressast í desember og janúar. Það hafi jafnframt áhrif til hins betra að minna framboð sé á karfaflökum frá Færeyingum. sþ Hegranesið seldi 122 tonn í Bremerhaven - „ekki hægt að kvarta“, segir útgerðarstjóri Skagfirðings Gámaþjónusta Norðurlands hf.: Nýr pressubíll tekinn í notkun - fyrirtækið fimm ára um þessar mundir Gámaþjónusta Norðurlands hefur ráðið yfir öflugum tækjakosti frá upphafí og nú bætist öflugur pressubíll í flotann. Síðastliðinn fimmtudag voru fimm ár frá því Gámaþjónusta Norðurlands hf. á Aklureyri hóf starfsemi. Frá upphafi hafa starfsmenn fyrirtækisins lagt kapp á að leysa vanda fyrir- tækja og stofnana varðandi úrgangslosun og umhverfis- hreinsun. Fyrirtækið hefur á þessum tíma aflað sér þekking- ar og reynslu og er nú leiðandi á sínu sviði. Starfsemi Gámaþjónustu Norðurlands felst í almennri og sérhæfðri sorphirðu, leigu, losun og umhirðu sorpíláta og gáma. Fyrirtækið þjónar nú átta sveitar- félögum á Eyjafjarðarsvæðinu með gámaleigu og losun og sér um sorphirðu hjá fimm sveitar- félögum, auk þess að þjóna fjölda atvinnufyrirtækja á svæð- inu. „Á þessum tímamótum er það okkur mikil ánægja að kynna nýj- an og öflugan pressubíl fyrir húsasorp og gáma, bifreið af svokallaðri framhleðslugerð. í tilefni afmælisins hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að gefa sveitarfélögum á Eyjafjarðar- svæðinu ruslaílát til staðsetningar utandyra. Með þessu vill Gáma- þjónusta Norðurlands leggja sitt að mörkum til að bæta umhverfi okkar og jafnframt sýna sveitar- félögunum þakklætisvott fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undanförnum árum,“ segir Jör- undur Þorgeirsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands hf. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.