Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 11
Nýjar bækur Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 11 Lífsgleði Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér bókina Lífsgleði. Hún hefur að geyma viðtöi og frásagnir um líf og reynslu á efri árum. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Hvað segja aldraðir um eigin til- veru? í þessari nýju bók segja við- mælendur á jákvæðan hátt frá ánægjulegri og óvæntri reynslu. í bókinni eru einnig mikilvægar upp- lýsingar og leiðbeiningar fyrir fólk, sem komið er á eftirlaunaaldurinn." Þórir S. Guðbergsson félagsráð- gjafi skráði viðtölin og bjó til prent- unar. Rætt er við: Elínu Þóru Guð- laugsdóttur, Gísla Gíslason, Guð- rúnu Nielsen, Hrefnu Tynes, Ingi- björgu Gísladóttur, Jón M. Jónsson og Þorstein Einarsson. í viðtölum við Þóri S. Guðbergs- son, félagsráðgjafa og kennara, sem margir kannast vel við, kemur greinilega fram hvað aldraðir eru ólíkir innbyrðis, en margir viðmæl- enda minnast einmitt á félags- og tómstundastarf og þýðingu þess og allir leggja áherslu á hversu mikiis virði það er að hafa yndi af áhuga- málum hverju nafni sem þau nefn- ast, kunna þá miklu list að sníða sér stakk eftir vexti og njóta lífsins meðan kostur er. Bókin Lífsgleði er 143 bls. að stærð. Stóra vísindabókin Stóra vísindabókin er komin út hjá Iðunni. Höfundur hennar er Judith Hann, en Óskar Ingimarsson þýddi bókina á íslensku. Stóra vísindabókin er áhugaverð bók fyrir börn og unglinga, full af fróðleik og hagnýtum tilraunum sem hjálpa lesandanum að skynja og skilja lögmál tækni og vísinda á eigin spýtur. Við tilraunirnar eru notuð einföld tæki og ódýr efnivið- ur, og stórar og skýrar litmyndir sýna skref fyrir skref hvernig, til- raunirnar eru gerðar, hvað þarf að hafa við höndina og hver árangurinn verður. í sérstökum verkefnaköfl- um er einnig kennt að búa til allt mögulegt, jafnt gufubát og transis- tortæki. Bókin varpar ljósi á allt það helsta í þróun vísinda í heiminum og bæði börn og fullorðnir geta stuðst við hana þegar kannaðir eru spennandi leyndardómar vísind- anna. Við erum heppnir, við Víðir Bókaútgáfan Æskan hefur sent frá sér bókina V7ð erum heppnir, við Víðir, eftir Karl Helgason. í frétt frá útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar: „Birkir og Víðir eru bræður á 10. og 11. ári, sprækir og snjallir snáðar. Það er oft afar gaman hjá þeim því að þeir og vinir þeirra taka upp á ýmsu skemmtilegu. Sóley systir þeirra baksar við að safna inniskóm í leikskólanum; Ösp vin- kona þeirra les ævintýri úr skýjun- um; Sigþrúður Hróðný höttur fer með þeim í dýflissuna með mat til fangans sem vill ekki láta frelsa sig---!! Heppnin er alltaf með þeim bræðrum - þó að þeir lendi í þoku og óveðri, takist á við hrekkjusvín og skemmdarvarga, meira að segja þegar Sokki fælist. Og heppnin fylg- ir Víði enn þegar óhapp verður... Búi Kristjánsson teiknaði myndir sem falla vel að fjörlegri frásögn.“ Bókin er 113 blaðsíður að stærð. Þess má geta að í tilefni 95 ára afmælis Barnablaðsins Æskunnar hefur bókin verið send að gjöf íslenskum börnum fæddum 1983. Mömmudrengur - ný Úrvalsbók Úrvalsbækur hafa sent frá sér bókina „Mömmudrengur“, eftir Charles King. Hún er sjö- unda bókin í flokki Úrvals- bóka sem út kemur á þessu ári. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Gagnrýnendur hafa jafn- að „Mömmudreng“ við bókina „Lömbin þagna“. í bókinni „Mömmudreng“ verður það að veruleika sem við óttumst mest. Ódæðismaðurinn, sem er í senn raðmorðingi og fjöldamorðingi, læðist að grunlausum fórnar- lömbum sínum og þurrkar út heilar fjölskyldur, en lætur líta svo út að heimilisfaðirinn hafi gengið berserksgang og framið ódæðið. En jafnvel sjúkum manni af þessu tagi verður á í messunni. Á heimili Harrow-fjölskyldunnar sést honum yfir litla, mállausa tökudrenginn frá Trinidad, Win- ston Churchill, sem felur sig inn í klæðaskáp og verður vitni að öllu saman... Og þar kemur að ódæðismanninum verður ljóst að vitni er til - vitni sem verður að þagga niður í áður en það er um seinan...“ „Skemmtilegu smábarna- bækumar“ Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér tvær nýjar bækur í bókaflokkn- um „Skemmtilegu smábarnabæk- urnar“. Tinna byggir kastala - er nr. 31 í bókaflokki þessum. Hún segir frá kettinum Tinnu, sem byggir vegleg- an kastala úr sandi á sjávarströnd- inni og hinu fjölþætta lífríki í flæðar- málinu. Höfundur bókarinnar er Stephanie Calmenson en teikningar gerði Sheila Beckett. Nýja rúmið hans Tóta er nr. 32 í sama bókaflokki hinna yngstu les- enda. Hann Tóti litli eignast nýtt rúm, sem hann er eki alveg ánægður með, því gamla rúmið var honum svo kært. Svo gerist ævintýrið, sem sagan segir frá. Höfundur er Phina Moed-Kass en teiknari Turi Mac- Combie. Stefán Júlfusson rithöfundur íslenskaði báðar framangreindar bækur. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Skemmtilegu smábarnabækumaT‘ eru safn úrvalsbóka fyrir byrjendur sem átt hafa miklum vinsældum að fagna. Sumar þeirra hafa komið út í áratugi en eru þó alltaf sem nýjar. Þær eru hinar vönduðustu að efni og öllum frágangi, sem völ er á fyrir lít- il börn, enda valdar og íslenskaðar af hinum færustu skólamönnum." Verslanir okkar á Akureyrí verða opnar umfram venju í desember sem hér segir: HRÍSALUNDUR BYGGÐAVEGUR SUNNUHLÍÐ NETTÓ Laugard. 5. des. 10.00-16.00 10.00-20.00 10.00-20.00 10.00-16.00 Sunnud. 6. des. Lokað 10.00-20.00 Lokað 13.00-17.00 Laugard. 12. des. 10.00-18.00 10.00-20.00 10.00-20.00 10.00-18.00 Sunnud. 13. des. Lokað 10.00-20.00 Lokað 13.00-17.00 Laugard. 19. des. 10.00-22.00 10.00-22.00 10.00-22.00 10.00-22.00 Sunnud. 20. des. 13.00-17.00 10.00-20.00 13.00-17.00 13.00-17.00 Miðv.d. 23. des. 10.00-23.00 9.00-23.00 9.00-23.00 12.00-23.00 Aðfangadagur 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00 Laugard. 26. des. Lokað 13.00-20.00 Lokað Lokað Sunnud. 27. des. Lokað 10.00-20.00 Lokað Lokað Gamlársdagur 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00 9.00-12.00 GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Hefur síminn þinn happanúmer? Símanúmer þitt er númer happdrættismiðans Nú byggjum við nýja sundlaug fyrir börnin okkar STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík Kaup á miða í símahappdrættinu styðja framkvæmdir félagsins í þágu fatlaðra barna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.