Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Frá vinstri. Asgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Akureyrar, Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Islensks skinnaiðnaðar hf. einn fyrirlesara á námsstefnunni, Magnús Magnússon, útgerðarstjóri hjá ÚA en hann er einnig fyrirlesari á námsstefnunni og námsstefnustjórinn, Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA. Námsstefna um gæðastjórnun: Gjörbreyttar áherslur í rekstrinum forsenda þess að fyrirtækið lifði - sagði Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri íslensks skinnaiðnaðar hf. í framsögu sinni Á námsstefnu um gæðastjóm- un, sem haldin var á Akureyri í vikunni, sagði Bjarni Jónas- son, framkvæmdastjóri hjá íslenskum skinnaiðnaði hf. að gjörbreyttar áherslur í rekstri fyrirtækisins hafi verið for- sendur þess að fyrirtækið lifði. Á ráðstefnunni kom einnig fram í máli útgerðarstjóra Útgerðarfélags Ákureyringa að þar hafí verkefni á sviði gæðastjórnunar skilað marg- földum þeim kostnaði sem í það var lagt. Bjarni Jónasson lýsti í fram- söguerindi sínum miklum breyt- ingum sem orðið hafi innan fyrir- tækisins sl. 3-4 ár. Hann sagði að kúvenda hafi þurft stefnu fyrir- tækisins eftir fækkun fatafram- leiðenda í Skandinavíu og því hafi verið leitað til Ítalíu og Bret- lands þar sem tískusveiflur séu geysilegar og aðeins það besta nógu gott. Bjarni nefndi að með hagræðingu hafi tekist að auka hlutfall skinna í hæsta gæðaflokki úr 50% í 60% sl. 2-3 ár, fastur kostnaður hafi lækkað um 22% og meðalframleiðslultími á hvert skinn styst um 10% á síðustu 4 árum. „Ég veit ekki hvar við værum stödd ef við hefðum ekki gjör- breytt áherslum í öllu okkar innra starfi þar sem gengismálin hafa verið okkur afar óhagstæð. Við höfum gjörbreytt okkar stefnu í starfsmannamálum og vinnum nú sem eitt lið við að ná sameiginlegum árangri,“ sagði Bjarni í erindi sínu. Magnús Magnússon, útgerðar- stjóri hjá ÚA, nefndi í sínu erindi um gæðastjórnun innan fyrirtæksins að eitt verkefni, þ.e. að draga úr ísmagni í hverjum kassa sem vigtaður er inn í húsið, hafi skilað margföldum þeim kostnaði sem í það var lagt. Þetta hafi gerst með samstilltum vinnu- brögðum þar sem vandamálið var brotið til mergjar. JÓH Hönnunarsamkeppni ístex hf. á handpijónuðum peysum úr íslenskri ull: „Átak Istex mjög mikilvægt“ Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra Alls bárust 230 uppskriftir í hönnunarsamkeppni á prjónuðum peysum úr íslenskri Ull. Mynd: sv - sagði AU sérstæð samkeppni fór fram á dögunum á vegum fyrir- tækisins Istex hf. sem var reist upp af gamla Álafossi hf. Efnt var til hönnunarsamkeppni á prjónuðum peysum úr íslenskri ull. Varan skyldi vera hand- prjónuð og úr náttúrulitum eingöngu. AIls bárust 230 uppskriftir í keppnina og af þeim fara tuttugu til tuttugu og fímm í sérstaka bók, sem gefín verður út á nokkrum tungu- málum næsta vor. Takmarkið með keppninni var að gera markaðsátak þar sem ull- in verði kynnt sem umhverfisvæn náttúruafurð og fá meiri breidd í vöruúrval. Ekki er síður hugað að mörkuðum erlendis fyrir þessa vöru og var bent á að talsverð söluaukning hefur þegar orðið á mörkuðunum jafnt erlendis sem hér heima. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, gerði kunn úrslit og afhenti verðlaun. Hann sagði þetta átak ístex mjög mikilvægt til þess að ýta undir nýja hönnun og vöruþróun á ull. íslenskir neytendur segðust vilja kaupa íslenskt og nú væri aðeins að fá þá til þess að nota aurana á sama hátt og orðin. „Á næstu misser- um verða mikil umskipti í atvinnulífi okkar. Viðskiptamúr- ar munu hrynja, verslun mun aukast milli landa og nýir mark- aðir opnast. Pví er mikilvægt að fyrirtæki efli hjá sér vöruþróun og hagræðingu í markaðssókn," sagði Jón. Áður en verðlaunaafhendingin fór fram sýndi hópur sýningar- fólks nokkrar þeirra peysa sem þóttu skara framúr í keppninni. Veitt voru þrenn verðlaun. Þau fyrstu hlaut Edda Hrund Gunn- arsdóttir og Sæunn Þorsteinsdótt- ir hlaut önnur, báðar úr Reykja- vík. Þriðju verðlaun hlaut Guð- rún Þorsteinsdóttir úr Mosfells- bæ. Veitt voru peningaverðlaun. 150 þúsund, 100 þúsund og 50 þúsund. SV/ój Sigluijarðarbær: Jafn margar krónur í rekstrarkostnað á næsta ári Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að rekstrarkostnað- ur bæjarins á næsta ári verði sá sami í krónum og á yfírstand- andi ári. Þetta þýðir sparnað í rekstri bæjarins á milli ára sem nemur verðbólgu þessa árs. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri, segir að aðhalds hafi verið gætt í rekstri bæjarfélagsins, en hægt sé að gera ennþá betur og það verði gert á næsta ári. í Árbók sveitarfélaga fyrir 1991 kemur fram að af kaupstöð- um landsins var rekstrarkostnað- ur aðeins lægri á fjórum stöðum en á Siglufirði. Lægstur var rekstrarkostnaður (fyrir utan fjármagnskostnað) 54 þúsund krónur á íbúa í Garðabæ, síðan komu Mosfellsbær og Borgarnes með 55 þúsund, Egilsstaðir með 56 þúsund og Siglufjörður með 57 þúsund krónur. Að meðaltali var rekstrarkostnaður í kaup- stöðum landsins 64 þúsund krón- ur á íbúa. óþh Vígsla Glerárkirkju Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir Glerárkirkju, nk. sunnudag, 6. desember, kl. 14.00. Kaffiveitingar að vígslu lokinni. Allir innilega velkomnir. Sóknarnefnd. Kynntu þér möguleika myndstækkarans frá Kodak Mynd úr honum er tilvalin jólagjöf, sem er tilbúin á aðeins 5 mínútum. ^Peáíomyndir* Skipagötu 16 • Sími 23520.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.