Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Bruni Krossanesverksmiðjunnar er stærsta tjón Sjóvá-Almennra síðustu fímm árin. Myndin var tekin er skoðunar- menn skoðuðu verksummerki eftir brunann. Húsavík: Framtíðaráfonn í simdlaugarmálum rædd Framtíðaráform varðandi sundlaugarbyggingu á Húsavík voru rædd í bæjarstjórn Húsa- víkur sl. þriðjudag. Sundlaug var tekin í notkun á Húsavík um 1958. Er laugin 16,67 m á lengd og stendur við Héðinsbraut á móts við íþrótta- vellina. Við sundlaugina er heitur pottur og barnalaug og búnings- klefar fyrir vellina eru á neðri hæð hússins. Lengi hafa verið uppi áform um að byggja nýja 25 metra langa laug við þá laug sem fyrir er. Árið 1987 var vígt nýtt íþrótta- hús á Húsavík, sem staðsett er rétt norðan við skólabyggingarn- Bruninn í Krossanesverksmiðjunni: Bætur tryggingarfélagaima námu allt að 350 miDjónum króna Dr. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, hélt nýlega fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri sem fjallaði um Krossanesverksmiðjuna, kosti og ákvarðanir eftir brunann um áramótin 1989-1990. Til- gangurinn var að sýna hvernig hægt væri að nota stærðfræði- legar aðferðir til að ná niður- stöðu í máli, sem almenningur þekkti og skyldi. í fyrirlestrinum lýsti Benedikt því hvernig þetta horfði við tryggingarfélaginu Sjóvá- Almennar annars vegar og frá sjónarhóli forráðamanna verk- smiðjunnar hins vegar, en hann var þá starfsmaður tryggingar- félagsins. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að tryggingarfélagið hafi greitt um 10% meira en það hefði helst viljað og forráðamenn fengið 5% minna en vonir þeirra stóðu til í upphafi, áður en endur- reisn verksmiðjunnar hófst. Stærsti óvissuþátturinn voru rekstrarstöðvunartryggingar sem áttu að bæta það tap sem verk- smiðjan varð fyrir með því að starfa ekki, en við uppgjör varð reiknað með að vorvertíðin færi alveg forgörðum og verksmiðjan ekki tilbúin til vinnslu fyrr en ein- hvern tíma um haustið, en sum- arið var hvort sem er dauður tími. Stefnt var að því að hefja bræðslu í nóvembermánuði en það gekk ekki eftir, aðallega vegna gæftaleysis. Tryggingarfélagið, Sjóvá- Almennar, greiddi 232 milljónir í bætur og einnig fékk verksmiðjan bætur frá Vátryggingafélagi íslands, sem tryggði sjálft húsið, og námu þær bætur liðlega 100 milljónum króna. Bruni Krossa- nesverksmiðjunnar er stærsta tjón Sjóvá-Almennra síðustu fimm árin og hafa þó komið til stór tjón eins og skipstapar og bruninn á dekkjaverkstæðinu á Réttarhálsi í Reykjavík. Engin alvarleg samskiptavanda- mál komu upp milli tryggingar- félagsins og eigenda meðan á endurbyggingunni stóð, þó var um tíma nokkur meiningarmun- ur um það hvort tryggingarfélag- ið ætti að bæta haglabyssu sem var í verksmiðjunni og er kannski dæmigert um það að ágreiningur skuli standa um slíkt smámál í milljónatjóni. Byssan var notuð til að skjóta máva til að fyrir- byggja mengun ef þeir færu í þrærnar og því var fallist á að greiða hana. Benedikt telur að mestum erf- iðleikum við matið hafi valdið mat á tjóni á t.d. tönkum sem sviðnuðu allir að utan en breyttu ekki um lag, en við notkun kom í ljós að einhverjar efnabreytingar höfðu átt sér stað í þeim sem |gerði þá nánast ónothæfa. Því var upphaflegt mat á tjóninu sífellt að taka breytingum eftir því sem leið á endurbyggingu verksmiðj- unnar. Benedikt Jóhannesson starfar nú hjá fyrirtækinu Talnakönnun hf., sem m.a. gefur út íslenskt atvinnulíf, sem veitir ítarlegar upplýsingar úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja í ýmsum greinum. Bókin er handbók þeirra sem hafa samskipti við fyrirtæki og stofnanir og að sjálf- sögðu góð fyrir þá sem fjárfesta vilja í fyrirtækjum á almennum hlutabréfamarkaði. GG ar. Síðustu misseri hafa komið fram hugmyndir um að byggja nýja sundlaug við íþróttahúsið, en þar er landrými af skornum skammti. Fyrir nokkrum mánuð- um barst neikvætt svar frá arki- tekt, varðandi athugun á hvort nýta mætti búningsaðstöðu í íþróttahöllinni jafnframt fyrir sundlaug á staðnum. Á fundi íþrótta- og æskulýðs- nefndar í nóv. voru lagðar fram teikningar og kostnaðaráætlun fyrir sundlaug við íþróttahöll að upphæð 84 milljónir. Nefndar- menn vilja láta kanna betur með hugsanlega samnýtingu á klefum í höllinni með það fyrir augum að þurfa ekki að byggja sér bún- ingsklefa fyrir sundlaugina að svo stöddu. Samþykkt var að óska eftir fjárveitingu frá bæjarráði til að kanna þetta mál nánar og greinargerð frá forstöðumönnum íþróttamannvirkja, skólastjórum og skipulagsmönnum bæjarins. Á bæjarstjórnarfundinum tóku alls sjö bæjarfulltrúar til máls um sundlaugarmálið, auk bæjar- stjóra. Þeir sem tjáðu sig um mál- ið töldu skynsamlegra að byggja nýju laugina upp á þeim stað sem sundlaugin er fyrir. Beiðni nefnd- arinnar um fjárframlag til könnunar á samnýtingu bún- ingsklefanna í íþróttahúsinu var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. IM Húsavík: Björgunarsveitín leitar lóðar „Við vonum að farið verði að taka ákvarðanir um gerð hús- næðis og staðsctningu,“ sagði Jón Kjartansson, formaður Björgunarsveitarinnar Garð- ars á Húsavík. Björgunarsveit- in og Kvennadeild Slysavarna- félags íslands á Húsavík hyggj- ast byggja hús fyrir félögin, en Olíufélagið Skeljungur hefur sýnt áhuga á að kaupa hús björgunarsveitarinnar og koma upp birgðageymslu á lóðinni. Um tvö ár eru síðan björgun- arsveitin fór að huga að endur- nýjun á húsnæði sínu, en þröngt er um búnað sveitarinnar og húsnæðið óhentugt. Skoðað hefur verið húsnæði sem til sölu er í bænum, en nú hafa félögin ákveðið að ráðast í byggingu og sótt um lóðir. Bygginganefnd Neytendasamtökin: Efasemdir um efiuahags- aðgerðir ríkisstjómarirmar Stjórn neytendasamtakanna samþykkti ályktun á fundi í gær, fimmtudag, þar sem þau mótmæla ýmsum boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Einnig eru settar fram efasemdir um að afnám aðstöðugjalds og lækk- un tekjuskatts fyrirtækja komi fram í lægra vöruverði. Reynsla neytenda sé sú að þegar aðstæður hafi skapast til verð- lækkana lækki verð óverulega eða alls ekki. Neytendasamtökin telja brýnt að viðhalda stöðugleika undan- farinna missera og gengisfelling geti stefnt honum í hættu, sér- staklega ef söluaðilar nota hana sem skálkaskjól til verðhækkana. Þau segja virðisaukaskatt hér á landi með því hæsta sem þekkist í heiminum og slík skattlagning komi þyngst niður á efnalitlu og tekjulágu fólki. Því telja samtök- in að matvöru ætti að undan- þiggja virðisaukaskatti umfram annað. Þau segja jafnframt: „Stjóm- málamenn hafa hins vegar metið það sem nauðsynlegt þjóðfélags- legt réttlæti að undanþiggja veiðileyfi í laxveiðiám þessum skatti á meðan brýnustu lífs- nauðsynjar bera hann af fullum þunga.“ Einnig mótmæla Neyt- endasamtökin hækkun á húsa- hitunarkostnaði heimilanna. ohr hefur hafnað beiðni um lóð á horni Garðarsbrautar, Þverholts og Stangarbakka, en ákveðið að skoða aðra möguleika. Félögin sóttu einnig um lóðina sunnan við Múla sf. Félögin hyggjast koma sér upp félagsaðstöðu sem nýta má til námskeiðahalds, auk húsrýmis fyrir bíla og búnað sveitarinnar. Ef lóð fengist á hafnarsvæðinu kæmi einnig til greina að byggja yfir björgunarbátinn Náttfara. „Það er mjög þröngt í húsun- um hjá okkur og erfitt að vinna. Einnig eykst búnaður stöðugt, enda takmarkið að bæta sig,“ sagði Jón. IM Fyrirhuguð hækkun á gjaldskrá hitaveitna: Fundur með Jóni um virðisaukaim Verði 14% virðisaukaskattur lagður á allar hitaveitur á land- inu munu gjaldskrár þeirra hækka misjafnlega mikið. Af hitaveitum á Norðurlandi yrði hækkunin mest á Akureyri og Siglufirði. Þessu vilja forráða- menn þessara hitaveitna og annarra hitaveitna sem hafa háa gjaldskrár mótmæla. í gær var boðaður fundur for- ráðamanna þessara dýru hita- veitna með iðnaðarráðherra þar sem átti að fara yfir þetta mál með honum. Franz Árnason sat þennan fund fyrir hönd Hitaveitu Akureyrar. Niðurstaða fundarins lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Á fundi þingmanna Norður- lands eystra með bæjarstjórnar- mönnum á Akureyri sl. fimmtudag kom fram að Akureyringar telja með öllu óásættanlegt ef gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar hækki Iangt umfram landsmeðal- tal. Á þessum fundi voru rædd ýmis önnur hagsmunamál Akur- eyringa gagnvart ríkisvaldinu, sem tengjast samþykkt fjárlaga komandi árs. Nefna má framlög til Akureyrarhafnar, kaup á húsnæði fyrir heilsugæslustöð (Amaró) og byggingarmál fram- haldsskólanna. óþh S.-Þingeyjarsýsla: Samstarfs- samningur um brunavarnir I Samstarfssamningur Húsavík- urbæjar við Tjörneshrepp og Reykjahrepp um brunavarnir var samþykktur af bæjarstjórn Húsavíkur sl. þriðjudag. Slökkvilið Húsavíkur mun annast þjónustu við hreppana jafnt sem bæinn. Kostnaðinum af rekstri slökkviliðsins verður deilt niður samkvæmt íbúafjölda og sami háttur verður á hafður með kaupin á nýja slökkvibílnum sem kom til bæjarins í sumar. Bíllinn fór í fyrsta brunaútkallið fyrir nokkrum dögum í Ljósavatns- hrepp og reyndist ákaflega vel. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.