Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 24

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 24
Siglufjörður: Stúlka féll í höfnina - mikil ölvun var í bænum Aðfaranótt föstudagsins var lögreglan á Siglufirði kölluð niður að höfn þar sem stúlka hafði fallið í sjóinn milli skips og bryggju. Að sögn lögreglunnar á Siglu- firði voru tuttugu og þrjú loðnu- skip og togarar í höfninni. Skipin leituðu vars vegna óveðurs á miðum. Mikil ölvun var í bænum og barinn opinn til klukkan eitt. Lögreglunni barst kall um miðja nótt vegna stúlku er hafði fallið í sjóinn. Fljótt var brugðist við en er að var komið var búið að ná| stúlkunni á þurrt. Hún var flutt | til sjúkrahúss blaut og hrakin. Að i skoðun lokinni var stúlkunni leyft að fara til síns heima. ój i Flestir vegir færir - þrátt fyrir snjókomu og skafrenning Rannsóknarlögregumenn skoða verksummerki á skrifstofu fréttastjóra Dags, þar sem aðkoman var hvað verst Slæmt veður var um norðan- vert landið í gær en þó voru flestir vegir færir. Erfítt gat þó reynst að komast leiðar sinnar vegna skafrennings, en þar sem snjór er lítill var ekki talin mikil fyrirstaða á vegum en nokkur hálka víða. Vegurinn um Víkurskarð var opnaður í gærmorgun og einnig leiðin til Grenivíkur. Snjóruðn- ingstæki fór til Dalvíkur en um hádegi í gær beið það á Dalvík, eftir að opna veginn að Múla- göngum ef veður lægði. Fært var um Öxnadalsheiði þrátt fyrir dimmviðri að sögn vegaeftirlits- manns á Akureyri. Úr Skagafirði var það að frétta að bjart var í Blönduhlíð en dimmviðri þegar utar kom. Slæmt veður var á Sauðárkróki en fært þangað frá Varmahlíð. Ófært var hinsvegar í Fljót og til Siglufjarðar og ekki ætlunin að opna þangað nema ef verður lægði. Þá var fært vestur yfir Vatnsskarð þrátt fyrir mikið dimmviðri að sögn vegagerðar- manna á Sauðárkróki. Hjá vega- gerðinni í Borgarnesi fengust þær upplýsingar að Holtavörðuheiði væri talin fær þrátt fyrir hvass- viðri og skafrenning þar sem lítill snjór væri á veginum. Vegagerð- armenn úr Borgarnesi fylgdust með færð um Holtavörðuheiði í gær. ÞI Brotist inn í Dagshúsið á Akureyri: Skemmdir unnar á ritstjóm og blóðslóð um allt hús Rækjuverksmiðjan Gefla á Kópaskeri: Hefiir imnið 220 tonn af innfjarðar- - lýst eftir vitnum að mannaferðum í Strandgötunni innbrotsins í Hvítasunnukirkj- una aðfaranótt fimmtudagsins og innbrotsins í Dagshúsið. Inn- brotið í Dagshúsið virðist mjög tilviljunarkennt og allt bendir til, að um mjög drukkinn aðila hafi verið að ræða. Rúða var brotin í hurð er veit fram að Strandgöt- unni, þ.e. í alfaraleið. í anddyri var brotin léttvínsfiaska. Blóð- slóð var um allt hús, á báðum hæðum. Hinn drukkni ruddi um koll, niður á gólf, blómapottum, tölvuskjá, myndavél og fylgihlut- um. Aðkoman var því ljót. Blóð Aðfaranótt föstudags var brot- ist inn í húsnæði dagblaðsins Dags við Strandgötu á Akur- eyri. Ekki er vitað til að neinu hafí verið stolið, en skemmdir voru unnar á ritstjóm blaðsins. „Engin sýnilcg tengsl eru milli rækju síðan veiði hófst í haust Síðan innfjarðarrækjuveiði hófst á Öxarfirði um miðjan októbermánuð hefur rækju- verksmiðjan Gefla hf. á Kópa- skeri aðeins verið hráefnsislaus einn dag og er það mun skárra ástand en ríkt hefur á þessum tíma undanfarin ár. Hraðfrystihús Ólafsgarðar: Þriggja vikna jólaleyfi „Við gerum ráð fyrir að loka hér frá og með 23. desember, en von er á skipi hingað þann 18. desember. Það ræðst hins vegar af veiðum og ekki síður veðrí hvort sú áætlun gengur eftir,“ segir Karl Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar. Tveir togarar sjá Hraðfrysti- húsinu aðallega fyrir hráefni, Múlaberg ÓF-32 og Sólberg ÓF- 12. Ekki er gert ráð fyrir að unn- ið verði í frystihúsinu milli jóla HELGARVEÐRIÐ Engra breytinga er að vænta á veðri á Norðurlandi í dag og á morgun. Áfram verður norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu. Á mánudaginn gengur veðrið niður með auknu frosti. og nýjárs og vinna hefst ekki á nýju ári fyrr en um miðjan mán- uðinn, þegar togararnir landa eft- ir fyrstu veiðiferð ársins. Ef ann- ar afli fæst fyrir þann tíma verður starfsfólkið kallað út til að vinna þann fisk. Hraðfrysthús Ólafs- fjarðar er nú sæmilega mannað, þ.e. enginn vinnuaflsskortur er þar nú þessa stundina. GG Vegna slæms veðurs hafa rækjubátar ekki komist á sjó í nokkra daga og því viðbúið að verksmiðjan verði hráefnislaus nk. mánudag ef ekki verður þar breyting á. Síðast vinnudagur hjá Geflu hf. verður 18. desember og lokað milli jóla og nýárs en vinnsla hefst aftur fyrstu dagana í janúar ef einhver rækjuafli hefur þá borist. Síðan innfjarðarrækju- veiðin hófst hefur verksmiðjan unnið úr 220 tonnum af rækju. Verð á rækju hækkaði örlítið vegna gengisfellingarinnar og eins hefur verið eilítill stígandi á verðinu erlendis, en þessar breyt- ingar vinna þó engan veginn upp það verðfall sem skapast hefur af allt að 12% gengissigi á pundinu fyrri hluta þessa árs. GG Innbrot hjá Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri: Peningum stolið Aðfaranótt fímmtudagsins var brotist inn í húsnæði Hvíta- sunnusafnaðarins á Akureyri. Peningum var stolið en skemmdir eru óverulegar. „Farið var inn um nýbygging- una að norðanverðu og gluggi brotinn upp. Þannig komst þjóf- urinn inn í eldri bygginguna og aðdráttaraflið voru söfnunar- baukar safnaðarins. Ekki er vitað hversu háa fjárhæð þjófurinn hafði upp úr krafsinu. Unnið er að rannsókn,“ segir talsmaður rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri. ój var a húsgögnum, tölvum, tækj- um og á síma. Af ummerkjum má sjá að síminn var notaður. Engu var stolið að því er best verður séð. Unnið er að frum- rannsókn. Búið er að taka blóð- sýni og leitað er fingrafara," sagði talsmaður rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri. Vegna innbrotsins lýsir rann- sóknarlögreglan á Akureyri eftir vitnum að óeðlilegum manna- ferðum í Strandgötunni aðfara- nótt föstudagsins. ój Hlutabréfm í hlutafl árútboði Þormóðs ramma seld: Traustsyfírlýsing við fyrirtækið og byggðarlagið - segir Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Síðdegis í gær átti að ganga frá sölu á síðustu bréfunum í hluta- fjárútboði Þormóðs ramma hf. á Siglufírði, en í það heila nam hlutafjárútboðið um 50 millj- ónum króna á nafnvirði. Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagðist mjög ánægður með þessi viðbrögð og þau staðfestu að fjárfestar hafi ekki misst trúna á sjávarútvegsfyrirtækjum þó illa áraði nú um stundir. „Ég lít svo á að þetta sé ákveðin traustsyfirlýs- ing við fyrirtækið og byggðarlag- ið,“ sagði Róbert. Stórir aðilar, fyrst og fremst lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir, keyptu hlutabréf í Þormóði ramma, en að sama skapi fáir einstaklingar. í fyrra nam hagnaður af rekstri Þormóðs ramma 85,5 milljónum króna, en fyrstu átta mánuði þessa árs var hagnaðurinn um 50 milljónir króna. Róbert segir ljóst að hagnaður þessa árs verði minni en gert hafi verið ráð fyrir vegna 6% gengisfellingar krón- unnar, sem hafi leitt til óhagstæðs gengismunar. „Gengismunurinn mun keyra niður hagnaðinn á þessu ári, en aftur á móti gerum við ráð fyrir meiri hagnaði á næsta ári vegna hækkandi verðs á afurðum vegna gengisfellingar- innar,“ sagði Róbert. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.