Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 22

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992 Kvíkmyndasíða Jón Hjaltason Þetta var andlit sem ekki féli í kramiö hjá mógúlum Holly- wood um 1930. Áhorfendur voru á ööru máli. „Elli kerling er ekki við hæfl veimiltítna11 í október 1989 dó í Frakklandi kona sem markað hefur dýpri spor í sögu kvikmyndalistarinnar en þær flestar; en samt er hún svo órafjarlæg þeim bíóförum er í dag dást að grátklökkri framkomu Meryl Streep, kynþokka Michelle Pfeiffer (þó yfirdrifinn sé á köflum) og hinni „mjúk-hörðu“ Sigoumey Weaver. A einu augnabliki tekur dauðinn til sín líkamann og seinna hremmir hann einnig minninguna sem annars hefði getað sagt okkur að konan, sem dó í Frakklandi komin á níræðisaldur, hafði þann hæfileika að sameina alla þessa kosti. Hún gat verið kvikindið, verst allra, skassið og flagðið. Með ekki minni sannfæringarkrafti gat hún breytt sér í yndið allra besta, eiginkonuna trúföstu, unnustuna staðföstu, fómarlambið grát- gjama. Þetta síðasta átti sér þó lítil ítök í skapgerð leikkonunnar; hún var þekkt fyrir allt annað en tepmskap. Enginn kallaði Betty Davis væluskjóðu. Hún fæddist árið 1908 í Massachusetts. Krókurinn beygðist fljótt til þess sem átti eftir að koma yfir hana. Jafnframt gerði mótlætið snemma vart við sig. „Hún er ekki nógu alvarleg“ til að gerast leikari vom dómsorð þekktrar leikkonu um Davis unga. Engu að síður braut leikkonan sér braut upp á svið Broadway þar sem hún vakti athygli árið 1929 í gamanleik kölluðum Broken Dishes. Athygli mógúlanna, eða að minnsta kosti einhverra undirmanna þeirra var vakin, en Davis hafði útlitið á móti sér. Samuel Goldwyn hafði varla byrj- að að horfa á reynsluupptöku með Davis þegar hann hrópaði upp yfir sig: „Hver leyfir sér að gera mér þetta?“ Enda þótt Carl Laemmle, hjá Universal, væri sama sinnis og Goldwyn, lét hann tilleiðast að taka leikkonuna á launaskrá en sagði um leið og hristi höfuðið yfir eigin glópsku: „Getið þið sett ykkur fyrir hugskotssjónir hvemig það lítur út á hvíta tjaldinu þegar einhver aumingja maðurinn er búinn að ganga í gegnum helvíti á jörðu og fær svo ekki annað í myndarlok en hana?“ Þeir vom til sem áttu eftir að prísa sig sæla með feng sinn, þó ekki héti hann annað en Bette Davis. Allan fjórða áratuginn lék hún að meðaltali í um það bil 5 myndum á ári. Fyrst í stað vom þetta heldur ómerkileg B-bíó sem allir em búnir að gleyma fyrir lifandi löngu. Það var fyrst 1934 í Of Human Bondage að Davis sló í Með Lcslie Howard í Of Human Bondage. gegn í hlutverki heldur subbu- legrar hótelafgreiðslukonu. Og það svo eftirminnilega að tíma- ritið Life fullyrti að líklega hefði engin bandarísk leikkona sýnt annan eins leik á hvíta tjaldinu og Davis við þetta tækifæri. Þegar fram liðu stundir átti fmmmynd Kvikmyndapersónur Bette Davis voru sjaldnast í góöu vinfengi viö annaö kvenfólk. Til þess voru þær of frama- gjarnar, sjálfselskar og snúnar á aö ná sínu fram. Meöal þeirra sem Davis tókst á viö voru Ann Sheridan í The Man Who Came to Dinner (efst til vinstri), Miriam Hopkins í Old Aquaintancc (efst til hægri), Mary Astor í The Great Lie (til vinstri) og Olivia de Havilland, sem systir hennar í In This Our Life. hinnar lifandi leikkonu eftir að dragast skýrari línum. Það sem í Of Human Bondage var enn hjúp- að og óljóst átti eftir að feitletrast í alfræðibækur þar sem lýst var per- sónusköpun Davis þegar hún reis hæst. Jezebel, The Private Lives of Elizabeth and Essex, The Letter og All about Eve; allt vom þetta kvikmyndir sem settu Davis á bekk með leikkonum eins og Katharine Hepbum, Joan Crawford og Barbara Stanwyck, konum sem skópu sér sinn eigin stfl og drógu fólk í bíó á við hvem karlleikara. Leikkonur dagsins í dag búa ekki yfir þessu sama seið- magnaða aðdráttarafli, engin þeirra er metin til hálfs á við fræg- ustu stjömur Hollywood, að minnsta kosti ekki þegar peningastikan er höfð til viðmið- unar. Bette Davis var í senn fómarlamb og sú sem hafði taum- ana í hendi sér. Hún kallaði vand- ræðin yfir sig með sterkum vilja, einstrengingshætti og slæmri hegðan. A stærstu stundum sínum deildi hún og drottnaði en jafn- framt brann eldurinn heitast á henni. Þannig var hún á hvíta tjaldinu og einnig í einkalífinu. Hún var fjórgift, seinasti eigin- maður hennar var Gary Merrill sem leikið hafði á móti henni í All About Eve (1950). Fyrir frammi- stöðu sína sem Margo Channing, primadonnu á hverfanda hveli, var Davis tilnefnd til Óskarsverðlauna en slíks heiðurs varð hún tíu sinn- um aðnjótandi og tvisvar fékk hún að fara heim með styttuna. í fyrra skiptið fyrir Dangerous 1935 og aftur þremur ámm síðar fyrir Jezebel. Ef til vill hefur engin persóna hæft Davis betur en einmitt Channing, konan sem horfir í van- mætti á frægðarsól sína síga hægt niður og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að hún hverfi fyrir fullt og allt á bak við sjóndeild- arhringinn. Alla ævitíð sína var Bette Davis bardagakonan, hún sagði Wamer Bros stríð á hendur og barðist gegn ofurvaldi stóru kvikmyndaveranna. Hún leitaði hamingjunnar í örmum að minnsta kosti fjögurra karlmanna; þegar hún giftist þeim síðasta, Merrill, sagði hún það seinasta tækifæri sitt til að finna ástina. Hjónabandið endaði með skilnaði árið 1960. Aldurinn tók að segja til sín og þrátt fyrir að Davis þætt- ist kæra sig kollótta um árafjöld- ann er hún hafði að baki þá „fagn- aði“ hún 70asta aldursárinu með því að hengja svartan borða á útidyr sínar og sauma út í kodda- ver að elli kerling væri ekki við hæfi veimiltítna. Heilsan tók að bila og það sem var þó sennilega verst; dóttir hennar, B. D. Hyman, snerist gegn henni í svæsinni minningabók, Mommie Dearest, þar sem dregin var upp ófögur mynd af rustalegri móður sem setti á svið sjálfsmorð og laðaðist að Bakkusi þegar frægðin tók að dvína. Allt fyrir þetta lét Davis ekki bugast. Hún var enn á stjái 1987 þegar hún lék í The Whales of August. Af dæmigerðri hreinskilni ræddi hún um dauða sinn sem þá var mjög tekinn að nálgast: „Ég vil ekki að neinn sé að minnast mín með því að gefa peninga til líknarmála. Nei, ég vil blóm, milljónir blóma og ég vil að allir gráti stjómlaust við jarðarförina." i U11 li 11111111111111 SITUATION WANTED, WOMEN ARTISTS: MOTHER OF THREE, 10, 11 & 15 — DIVORCEE. AMERICAN. THIRTY YEARS OF EXPERIENCE AS AN ACTRESS IN MOTION PICTURES. MOBILE STILL AND MORE AFFABLE THAN RUMOR WOULD HAVE IT. WANTS STEADY EMPLOYMENT IN HOLLYWOOD. (HAS HAD BROADWAY.) BETTE davis, c/o MARTIN BAUM, G.A.C. REFERENCES UPON REQUEST. í september 1962 birtl Davis þcssa auglýsingu í Variety og hafði með litla Ijósmynd. Auglýsingln hreif og Davis fékk að nýju þá athygli er hún þráði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.