Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 21

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 21 Glerárkirkja. Sunnudagur 6. desember kl. 10.30 sunnudagaskólinn heimsækir barna- starfið í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Lagt af stað frá Glerárkirkju kl. 10.30. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Kl. 14.00 vígsla Glerárkirkju. Biskup íslands herra Ólafur Skúla- son vígir kirkjuna. Safnaðarfólk er hvatt til að fjölmenna til hátíðarinn- ar. Sóknarprcstur. Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli Akur- eyrarkirkju verður nk. sunnudag kl. 11 í Safnað- arheimilinu. Sunnudaga- skóli Glerárkirkju kemur í heim- sókn. Fjölmennum og eigum ánægjulega stund með góðum gestum. Messað verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Kór Lundarskóla syngur í messunni und- ir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Víða eru kirkjur þéttsetnar á aðventu. Verum ekki eftirbátar. B.S. Aðventukvöld verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag kl. 20.30. Ræðumaður verður Þorsteinn Páls- son kirkjumálaráðherra. Kór Akur- eyrarkirkju og Kór Menntaskólans á Akureyri munu syngja. Æskulýðs- félag Akureyrarkirkju verður með helgileik og helgistund. Fyllum kirkjuna eins og oft áður. iGmsEB Kaþólska kirkjan Eyrarlandsvegi 26, Akureyri. Sími 96-21119. Messur: Laugard. 5. desember kl. 18.00. Sunnud. 6. desember kl. 11.00. Þriðjud. 8. desember kl. 18.00. (Óflekkaður getnaður alsællar Maríu meyjar). Möðruvallaprestakall. Aðventukvöld verður haldið í Möðruvallakirkju annan sunnudag í aðventu, 6. desember nk. og hefst kl. 21. Kór kirkjunnar syngur nokk- ur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, auk þess sem barnakór Þelamerkurskóla syngur nokkur lög. Ræðumaður kvöldsins verður Þóra Magnúsdóttir frá Fagraskógi. Eftir athöfnina verða seld friðarljós frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Sóknarprestur. Stærri-Árskógskirkja: Aðventukvöld verður í kirkjunni á sunnudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænastund verður á þriðjudag kl. 17.30. Sóknarprestur. Grundarkirkja: Aðventukvöld verður sunnudaginn 6. desember kl. 21.00. Kór Grundarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth, undirleikari er Guðjón Pálsson. Ræðumaður: Haraldur Bessason háskólarektor. Barnakór úr Hrafnagilsskóla syngur undir stjórn Geirs Gunnarssonar og ungmenni úr Tónlistarskóla Eyja- fjarðar leika nokkur lög undir stjórn Atla Guðlaugssonar. Einsöngur: Már Magnússon. Saga: Kristín Pálsdóttir. Sóknarprestur. □ HULD 59921277 VI 2 I.O.O.F. 15!= 17481281/2= 9.0. □ RÚN 599212512 = 6 Konur, konur! Aglow, kristileg samtök kvenna, halda opinn fund, mánudaginn 7. des- ember kl. 20.00 að Hótel KEA. Ræðumaður verður Sólveig Ingólfs- dóttir. Söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjón- usta. Kaffiveitingar kr. 500. Bjóðum bæði konur og karla hjart- anlega velkomin. Stjórn Aglow Akureyri. Aðalfundur. Sjúkraliðar og nemar. Deild sjúkraliða á Norðurlandi eystra held- ur aðalfund þriðjudaginn 15. des- ember næstkomandi kl. 20.30 í sal- arkynnum Starfsmannafélags Akur- eyrarbæjar (STAK) við Ráðhús- torg. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra. 2. Ávarp formanns. 3. Kosning fulltrúa deildarinnar til setu á fulltrúaþingi SLFÍ samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga SLFÍ. 4. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun til samþykktar. 5. Kaffi og kökur. 6. Kosning stjórnar. 7. Önnur mál. Það er von okkar í stjórn deildar- innar að sem flestir sjúkraliðar og nemar sjái sér fært að mæta. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stjórnin. Konur í kvenfélagi Akureyrar- kirkju. Jólafundur verður haldinn í Safnað- arheimilinu miðvikudaginn 9. des- ember kl. 20.30. Munið að hafa með ykkur einn jóla- pakka. Mætum allar í jólaskapi og takið með ykkur gesti. Stjórnin. SSIysavarnafélagskonur Akureyri. Jólafundurinn verður 7. des. kl. 20.30 að Laxa- götu 5. Munið að taka með ykkur jóla- pakka. Stjórnin. Frá Sáiarrannsóknar- , . félaginu á Akureyri. Jólafundur félagsins verður haldinn laugard. 5. des. kl. 20.30 í húsi félagsins Strandgötu 37b. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ræðumaður kvöldsins séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Stjórnin. Efst í huga Kristján Kristjánsson Rannvcig Alfreðsdóttir, Lönguhlíð 7 c, Akureyri verður 50 ára í dag, 5. desember. Hún tekur á móti gestum að Galtalæk (húsi Flugbjörgunar- sveitarinnar) frá kl. 20.00. Veljum íslenskt Þá er jólamánuðurinn genginn ( garð með öllu sem því fylgir. Framundan eru erfiðir en jafnframt skemmtilegir tímar, alla vega fyrir börnin okkar og vonandi kaupmennina líka. Það hefur mikið verið rætt og ritað um stöðu íslenskrar verslunar síðustu vikur og mánuði og ekki síst í framhaldi af öll- um innkaupaferðum (slendinga erlend- is. Þar sýnist sitt hverjum og svo sem ekkert óeðilegt við það. , Verkalýðsfélög og fleiri aðilar hafa auglýst grimmt; Veljum íslenskt - tryggjum atvinnu, eða eitthvað í þeim dúr og ekki er vanþörf á að minna land- ann á hversu mikilvægt það er versla hór á landi og þá helstjslenskar vörur. En það skapar líka atvinnu á íslandi, þó hér séu keyptar erlendar vörur. Þar spilar margt inní og má í því sambandi nefna, flutning á vörunni til landsins, flutning á vörunni innanlands og vinnu fyrir íslenskt afgreiðslufólk í verslun- um. Þegar ég fer í verslun, reyni ég yfir- leitt að velja íslenskar vörur, svo fram- arlega sem þær standast verð og gæði á við sambærilegar erlendar. - Og það er æði oft sem íslenskar vörur standast þær kröfur og því er valið einfalt. Félag íslenskra stórkaupmanna sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir skömmu, þar sem sagt var að 400 störf í verslun töpuðust á íslandi vegna inn- kaupaferða landans erlendis. Félagið segir einnig að gera megi ráð fyrir að 25.000 íslendingar fari utan í þessum erindagjörðum nú í haust og ef hver þeirra eyði 1.000 pundum eða 100 þúsundum krónum, þýði það að versl- un sem flyst úr landi á þessum stutta tíma sé um 2,5 milljarðar króna. Þetta er að mínu mati mjög ýkt dæmi og skil ekki af hverju Félag íslenskra stór- kaupmanna sér ástæðu til að leggja það svona fram. Auðvitað eyðir fólk peningum í þessum ferðum en að það sé í þessum mikla mæli og stórkaup- menn ýja aö, er að mínu mati algjör- lega út í hött. Ekki veit ég hvað stór- kaupmenn hafa til grundvallar en mín skoðun byggist á samtölum viö fólk sem farið hefur í slíkar ferðir. Það eru svo erfiðir tímar framundan ( íslensku þjóðlífi. Það stefnir ( óróa á vinnumarkaðnum eftir áramót og ekki síst vegna síðustu aðgerða ríkisstjórn- arinnar. Það er því vissara fyrir fólk að halda um budduna í desember og eyða ekki um efni fram. En umfram allt; veljum íslenskt og verslum á íslandi. Hjálpræðisherinn: Sunnud. 6. des. kl. 11.00: Helgunarsamkoma. Kl. 13.30: Sunnudagaskóli. Kl. 19.30: Bæn. Kl. 20.00: Almenn samkoma. Mánud. 7. des. kl. 16.00: Heimila- samband. Kl. 20.30: Hjálparflokkur. Miðvikud. 9. des. kl. 17.00: Fundur fyrir 7-12 ára. Fimmtud. 10. des. kl. 20.30: Biblía og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. HVÍTASUtinUKIfíKJAfí mmdshlíð Laugardagur 5. desember kl. 21.00 samkoma fyrir ungt fólk. Sunnudagur 6. desember kl. 11.00 barnakirkjan, allir krakkar vel- komnir. Sama dag kl. 15.30 vakn- ingarsamkoma, samskot tekin til kirkjubyggingar. Barnagæsla verður á sama tíma fyrir krakkana. Allir eru hjartanlega velkomnir. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 7. desember 1992 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Jón Kr. Sólnes og Jakob Björnsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. SJÓNARHÆÐ W HAFNAHSTRÆTI 63 Sjónarhæð, Hafnarstræti 63. Laugardagur 5. des.: Laugardags- fundur fyrir 6-12 ára kl. 13.30. Ás- tirningar og allir aðrir krakkar vel- komnir! Unglingafundur kl. 20. All- ir unglingar velkomnir. Sunnudagur 6. des.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Krakkar í Lundarhverfi, verið dug- leg að mæta. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Kaffi og meðlæti á eftir. Allir eru hjartanlega vel- komnir. . KFUM °8 KFUK» Sunnuhlíð. Sunnudaginn 6. desem- ber. Söngva- og bæna- stund kl. 17. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarsjóðs Jóns Júl. Þorsteinssonar kennara fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Jón- asar Akureyri, Versl. Valberg Ólafs- firði og Kirkjuhúsinu Klapparstíg 25 Reykjavík. Tilgangur sjóðsins er að kosta út- gáfu á kennslugögnum fyrir hljóð- lestrar-, tal- og söngkennslu. Minningarspjöld Minningarsjóðs Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð, Blómabúðinni Akri og símaafgreiðslu F.S.A. Minningarspjöld Minningarsjóðs Jakobs Jakobssonar fást í Bókabúð Jónasar og í Bókvali. Minningarspjöld Slysavarnafélags íslands fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Jónasar, Bókvali, Blóma- búðinni Akri og Happdrætti DAS Strandgötu 17. Styrkið Slysavarnafélagið í starfí. Áttræðar verða í dag, laugardaginn 5. desember, tvíburasysturnar Sigríður og Laufey Stefánsdætur. Þær taka á móti gestum að Hjarð- arlundi 11, Akureyri, frá klukkan 15.00 á afmælisdaginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.