Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 19 Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina Helgarspáin Vátnsberi (SO. Jan.-18. feb.) ) Ljón (23. Júll-22. ágúst) Ef þér leiðist fyrripart dags mun það líða hjá þegar lengra líður á helgina. Laugardagskvöldið verður sérlega ánægjulegt og kemur þér liklega á óvart. Helgin verður ævintýraleg og kannski ferð þú á ókunnar slóðir eða kynnist athyglisverðu fólki. Nýtt ástarævintýri gæti verið í uppsiglingu. Fiskar (19. feb.-20. mars) ) Helgin verður erfið þar sem persónuleg sambönd eru annars vegar. Þú þarft að fara sérlega varlega til að forðast að særa viðkvæmar tilfinningar. Meyja (23. ágúst-22. sept.) ) Þú verður að vita nákvæmlega hvað þú vilt áður en þú ferð út í samræður um það við aðra. Þú getur ekki ætlast til að allt falli þér [ skaut. Hrútur ) (21. mars-19. aprll) J Farðu varlega í allar breytingar. Ýmislegt bendir til þess að þú munir skuldbinda þig of mikið um helgina. Vog (23. sept.-22. okt.) ) Samvinna myndi auðvelda þér margt, m.a. að breyta daglegri venju. Heimsókn eða ferðalag hressir upp á tilveruna. Naut (20. aprll-20. mal) ) Dálítill misskilningur kemur upp varðandi tíma eða staði og mun það angra þig nokkuð. Gættu þess að taka ekki afstöðu með einum vini gegn öðrum. Sporðdreki^N (23. okt,-21. nðv.) J Þú verður fyrir óvæntri ánægju þar sem rómantík er annars vegar. Hins vegar gæti orðið erf- itt að ná samkomulagi eða taka ákvarðanir svo vertu þolinmóður. (M Tvíburar (21. mal-20. Júnl) J Líklega þarft þú að breyta eigin áætlunum til að geta hagrætt fyr- ir aðra. Þú gætir þurft að grát- biðja um tíma fyrir sjálfan þig. (Krabbi 'N (21. Júnl-22.JuU) J Reyndu að forðast margmenni því líkur eru á að ágreiningur komi upp. Best væri að vera sem mest í einrúmi eða með einum góðum vini. Bogmaður\ (22. n6v.-21.des.) J Félagslífið er fjörugt og skemmti- legt svo gættu þess að vanrækja ekki skyldur þínar. Eitthvað sem þú heyrir eða lest auðveldar þér vissa ákvarðanatöku. ( Steingeit 'N \ AP (22. des-19.Jan.) J Þú færð prýðilegar hugmyndir og láttu ekki aðra draga úr þér við að koma þeim í framkvæmd. Notaðu frítímann til að Ijúka við ókláruð verk. Afmælisbarn laugardagsins Þarfir og óskir annarra munu taka mikinn tíma frá þér fyrri hluta ársins og þú munt líklega þurfa aö deila tíma þínum og kröftum til aö aðstoða aðra. Svo kemur að því að þú getur einbeitt þér að sjálfum þér og náð persónu- legum árangri á því sem verður, mjög gott ár fyrir þig. Fjarlæg samskipti gætu haft mikla þýðingu seinna, þeg- ar ástarmálin eru annars vegar. Afmælisbarn sunnudagsins Þú verður vandlátari í vinavali og í því hvað þú tekur þér fyrir hendur á þessu ári en áður. Það mun leiða til þess að þú kannt betur að meta lífsins gæði; einstakl- ingar verða þér mikilvægari og þar mun ein persóna skara framúr. Erfitt tímabil seinni hluta ársins verður til að þú þarft að gæta buddunnar vel. Afmælisbarn mánudagsins Fyrirsjáanlegar eru breytingar varðandi atvinnu, við- skipti og peninga svo þú þart að breyta viðhorfum þín- um og hugsunarhætti til að aðlaga þig að þessum breytingum. Ef þú þarft að velja á milli skjóts gróða eða langvarandi hagsmuna, skaltu horfa til lengri tíma með öryggi í huga. Einhver fjölskyldumál þarf að leysa snemma á síðari hluta ársins. SÁLNARUSK Sr. Svavar A. Jónsson Gagnlegir aumingjar Heilagur Frans frá Assísi var spurður að því á gamals aldri hvernig á því stæði að hann hefði getað látið svo margt gott af sér leiða. Svar hans var þetta, segir sagan: „Ég tel ástæðuna fyrir því að Guð hefur bless- að viðleitni mína vera eftirfarandi: Guð leit nið- ur af himni sínum og spurði: Hvar er veikasta, minnsta og vesælasta manninn á jörðunni að finna ? Þá sá hann mig og mælti: Ég hef fundið hann. Ég vil vera að starfi í honum, því hann mun ábyggilega ekki ofmetnast neitt af því og eigna sér þann heiður, sem aðeins er minn. Hann mun ætíð muna að ég nota hann í mína þágu vegna þess að hann var svo ósköp Iítilsigld- ur og ómerkilegur. “ Mvndina gerði Aðalsteinn Þórsson, nemandi á síðasta ári í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Danski presturinn og píslarvotturinn Kaj Munk segir á einum stað að Guð geti haft drjúgt gagn af aumingjum. „Hann er svo sterkur og stór,“ segir hann, „að hann hefur líka fyllstu not fyrir aumingjana. Já, stundum getur hann haft meiri not af þeim en hinum, sem eru heilir og hraustir, því að þeim er tíðum gjarnt að nota kraftana í sjálfs sín þjónustu en ekki hans.“ Það er gömul saga og ný, að því fleiri hnöppum, sem maður skreytir sig, því meiri ástæðu hefur maður til þess að standa við speg- ilinn og dást að sér. Og sá, sem er langdvölum við spegilinn, sér mest sjálfan sig en hvorki umhverfi sitt né náunga. Við töluðum um það á dögunum, ég og kunn- ingi minn, að efalítið þyrfti ekki síður sterk bein til að þola mikinn auð en sára fátækt. Það getur verið varasamt að vera ríkur. Það getur líka verið varasamt að vera hæfi- leikaríkur, fallegur, gáfaður og sterkur. Það get- ur verið varasamt ef maður telur sér trú um að maður hafi þar með öðlast allt og engu sé við það að bæta. Auminginn er þá að því leyti betur staddur en slíkt fólk, að hann á nokkru ólokið. Ævintýri þroska, fullkomnunar, átaka og framfara bíða hans. Það ævintýri er aldrei úti. Oft er það þannig að sá sem ekkert telur sig eiga, á mikið að gefa, en hinn, sem allt á, er svo hugfanginn af því, að hann getur ekki hugsað sér að gefa neitt. Guð kallar til þjónustu og þá eru minnstar lík- ur á að aumingjarnir telji sig hafa einhverjum öðrum skrauthnöppum að hneppa. „Hver er sem Drottinn, Guð vor? Hann situr hátt og horfír djúpt á himni og á jörðu. Hann reisir lítilmagnann úr duftinu, lyftir snauðum upp úr saurnum.“ (Sálmamir 113, 5-7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.