Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992 Málverk mánaðarins Haraldur Ingi Haraldsson 0 BRUTUS! - Grein um málverk eftir Jacques-Louis David Öllu skal fórna Parísarborg stendur á öndinni. Um alla veröld skjálfa valdsmenn í stólum sínum af ótta en alþýðu og vaxandi borgarastétt finnst eins og ferskir vindar blási um feisknar stoðir lénsveldisins. 1789 hafði þriðja stétt, stétt borgara, bænda, kaupmanna og handverksmanna tekið völdin á stéttaþingi. Hið hat- aða fangelsi Lúðvíks 16. Bastillan var jöfnuð við jörðu og Parísar- múgurinn sleppti sér í hefndaræði, forsmekkur þess sem koma skyldi. Sjónarvottur lýsti ástandinu á furðu raunsæjan hátt. „Alls konar líkamsrefsingar, lemstranir, pynt- ingar á kvalahjólum, bálköstum, gálgum, með böðla á alla vegu, hafa alið þessa ósiði upp í okkur. í stað þess að siðfága okkur hafa húsbændumir gert okkur að villi- mönnum af því að sjálfir eru þeir villimenn. Þeir munu uppskera í dag og þeir munu uppskera á morgun eins og þeir hafa til sáð.“ Foringjar þessara sundurleitu hópa sáu lýðræði íhyllingum. Voltaire á fjölunum Frumsýning Það er árið 1790. Sextán mánuðir eru liðnir frá falli Bastillunnar og fjórtán síðan að David sýndi í fyrsta sinn opinberlega málverk sitt Brutus. í þjóðleikhúsinu er bú- ið að dusta rykið af samnefndu leikriti Voltaires og tvær fyrstu sýningamar voru sautjánda og nítjánda nóvember. Um leikritið skrifaði blað hlynnt uppreisnar- mönnum. „I þessu leikriti tjáir Voltaire hrylling harðstjómar af þmmandi snilli... og hrífur að bragði bæði þá, hvers hUgur hefur lyfst á hærra stig af okkar lán- sömu Byltingu og hina sem hafa þurft að beygja höfuð sitt fyrir henni.“ Þessi túlkun var rétt en á annan hátt en blaðamanninn óraði fyrir. Það em dásamleg örlög mik- illa listaverka að vera opin fyrir svo ótalmörgu sem skoðendur þeirra vilja yrkja inní þau. Það gekk eftir kvöldið í París að loknu leikritinu. Konungssinn- ar fögnuðu af öllum kröftum þeim stuðningi við konungsveldið sem þeir sáu í stykkinu og þeir róttæku gerðu slíkt hið sama fyrir Brútusi og Rómverska lýðveldinu. Þessar tvær fylkingar áttu í áróðursstríði en stóra sviðið, Parísarborg, var róttæklinganna. Chronique de Paris skrifaði: „Aldrei hefur sjón- hverfing verið svo alger: áhorf- endur vom sem rómverjar; öllum fannst sem þeir tækju þátt í atburðarásinni." Og þegar Bmtus hrópaði upp yfir sig: „Guðir! Dauða fremur en þrældóm!“, ætl- aði allt um koll að keyra, þykkur rykmökkur steig upp af gólfi þessa virðulegasta leikhúss í heimi og langur tími leið áður en ró var komið á. Fyrsta sýning Konungssinnar biðu lægri hlut í þessu litla stríði og áhorfendur virtust hreinræktaðir lýðveldis- sinnar. David sem öllum hnútum var kunnugur í leikhúsinu hafði komið fyrir, til hliðar við sviðið, bronsmynd af Brutus sem hann hafði fært heim með sér frá Rómaborg og hinumegin setti hann brjóstmynd af Voltair eftir Houdon. Þannig stóðu þessar tvær hetjur vörð um leikritið, ekki síst um lokasenuna þar sem leikaramir setja málverk Davids á svið. Þannig sameinast þessar þrjár hetjur Frönsku byltingarinnar. David sá sem lifði og var gerandi, Votaire, goðsögnin og óumdeilan- legur snillingur sem sannaði að málstaður lýðveldissinna var ekki nýr af nálinni og var spuming um skynsemi og hinn þjóðsagna- kenndi Brutus og hið útópiska lýðveldi rómverskra hetja. Það er á hinn bóginn athygli vert að bæði verkin sem hétu Brutus voru gerð án nokkurra til- vísana eða hvatningar til bylting- ar. „Það var atburðarásin 1789 til 1794 sem endurgreindi málverk og leikrit.“ Brutus Ég hef lagt einskonar gildru fyrir þig lesandi góður og fer þar eftir innrætinu. Þessi títtnefndi Brútus er ekki Marcus Brutus sá sem hljóp „lögmætu frumhlaupi“ að Júlíusi Cesar og banaði honum. Um þann Brutus sagði Cesar þar sem rýtingamir stóðu honum á hol: „Þú líka sonur minn Brútus“ sem orðið er að máltæki á Islandi sem: „Þú líka bróðir minn Brútus“ þar sem það stendur betur í hljóð- stafnum. Hér ræðir um Lucius Junius Brutus sem var uppi fimm hundr- uð ámm fyrr en morðingi Cesars. Saga hans hefst við valdatöku Tarquins hins stolta. Tarquin þessi og kona hans Tullia höfðu gengið af mökum sínum dauðum til að eigast og til að bæta gráu ofan á svart drap Tarquin ríkjandi kon- ung, föður Tullia. Valdaræninginn tók marga öldungaráðsmenn af lífi og gerðist einvaldur. Einnig myrti hann flesta meðlimi fjölskyldu frænda síns, Brutusar, sem tókst að bjarga lífi sínu með að þykjast vangefinn. Þessi vonda stjóm féll þegar einn af sonum konungs nauðgaði eiginkonu aðalsmanns sem Colla- tinus hét. Þessi hugrakka kona kallaði á föður sinn og eiginmann, sem kom í fylgd Brutusar, og framdi sjálfsmorð að þeim ásjá- andi. Brutus kastaði hálfvitagerf- inu dró hnífinn úr banvænu sárinu og lét viðstadda sverja að losa Róm við fjölskyldu Tarquins og eyða konungsveldinu í eitt skipti fyrir öll. Allur almenningur svar- aði kallinu og Bmtus leiddi heri sína til sigurs. Fyrsta rómverska lýðveldið var stofnað (508 f. Kr.). Bmtus og Collatinus deildu Konsúlsembætti. Vald laganna ríkti yfir manninum. Þessi afrek ein hefðu fyllilega nægt til að koma Bmtusi á spjöld sögunnar en hollusta hans við rík- ið átti eftir að birtast í enn ótta- legri mynd og verða þungamiðja goðsagnarinnar um hann. Hann átti tvo sonu á gelgju- skeiði sem hétu Titus og Tiberius, þeir flæktust í samsæri konungs- sinna í gegnum móðurætt sína. Þeir vom dæmdir til dauða og Bmtusi bar skylda til að verða vitni að aftökunni. Plutarch, sögu- maður sem uppi var á annari öld eftir krist, skrifar: „Brutus... svo er sagt að hann hafi ekki litið undan, né hafi hann sýnt minnstu merki meðaumkunnar eða neitt það sem mildaði framkomu hans, hörku og valdsmennsku, svo horfði hann á dauðastríð bama sinna... Fram- koma sem lofa má jafnt sem for- dæma; annars vegar að mikilleiki dyggða hans hafi lyft honum yfir það að sýna af sér sorg eða hins vegar að óhófleg sorg rændi hann tilfinningum; hvomgt virðist al- mennt, eða mannlegt, annað hvort guðlegt eða dýrslegt". Þessi blóðfóm ríkinu gaf bæði rithöfundi og málara næg um- hugsunarefni og David kaus að prjóna aftan við goðsöguna og búa til uppá sitt einsdæmi þann atburð sem málverkið greinir frá. Málverkið Jacques-Louis David hafði skotið upp á stjömuhimininn 1785 þegar hann sýndi málverk sitt „Eiður Horatiusarsona". Þar mátti finna gmnnþyt ný-klassiska stflsins, andóf gegn rókokostflnum og öllu því er tengdist list og hirðlífi kon- ungsveldis átjándu aldar. David var orðinn félagi í frönsku listaakademiunni og þeir útvöldu listamenn fengu gjaman verkefni kostuð af konungsstjóm- inni. Þeir lögðu fram tillögur um efni sem valið var úr. 1787 fékk David eitt slíkt verkefni en söðlaði um án vitneskju þeirra er um pyngjuna héldu, hóf að vinna við „Brútus“ og treysti á að frægð sín nægði honum. í upphafi hafði David allt annað málverk í huga. Skyssa frá upphafsvinnu sýnir sjálfa aftökuna, konsúlamir sitja fyrir framan hofið. Collatinus heldur um andlit sér yfirbúgaður af harmi en Bmtus horfir á án þess að láta sér bregða. Synir hans liggja á hnjám sér við fætur hans og annar þeirra grátbiður um miskunn. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd varð reyndin önnur. Við skulum hafa það í huga að list þessa tíma glímdi við og takmark- aðist af klassískum minnum, biblíulegum sem öðrum. Þessu mætti líkja við að allir íslenskir myndlistarmenn ynnu einungis út frá íslendingasögunum. Frumleik- inn fólst í því að vinna út frá þekktu minni en gefa því nýja vídd, nýtt sjónarhom. Hið augljósa nægði ekki David. Hann býr til ímyndaðan atburð, þar sem synir Bmtusar eru bomir inn á börum af líkmönnum, þeir snúa til vinstri og eru á leið bak við tjald, sem fest hefur verið á súlumar, til að leggja líkin frá sér, vinstra megin neðst situr Bmtus og starir út úr myndfletinum, hönd hans er kreppt um dóminn sem hann hefur sjálfur undirritað. Miðja myndarinnar er tákn um heimilislífið, stóll og borð með saumakörfu. í hægri fleti er móð- irin, segi sjálf á ef til vill nokkra sök þar sem það var hennar ætt sem stóð fyrir uppreisninni. í fangi hennar em systur drengj- anna, lengst til hægri felur þjón- ustustúlka andlit sitt yfirbuguð af harmi. Ljós og línur Þetta málverk er meistaraverk fyrir margar sakir. Hvort heldur sem er fyrir frumlega hugsun, tjáningu eða úrvinnslu. Stórfeng- legt er líka að veita því eftirtekt hvemig David leysir úr þessu flókna verkefni myndbyggingar- lega áéð, bæði með uppröðun, lín- um og birtu. Til þess að færa allan þennan tilfinningahita sem næst áhorfand- anum útilokar David tmflandi áhrif fjarvíddar og bakgrunns með því einfalda bragði að hengja dúk á súlnaröðina og þar sem hann gegnir augljóslega því hlutverki að skýla líkunum er tilvist hans eðlileg í augum áhorfandans auk þess að skapa sérstakt rými um hinn syrgjandi kvenpening. Verk- ið er markað af sterkum lóðréttum og láréttum Íínum. Þær lóðréttu í altarinu lengst til vinstri, í blá- klædda líkmanninum og í súlna- röðinni sem fær aukna áherslu í líkömum dætranna og línum hús- gagnanna. Láréttu línumar em í loftinu efra byrði dúksins og lík- börunum. Gegn þessari föstu og kyrru stöðu setur David tvær mik- ilvægar skálínur, önnur í líkama Brútusar þar sem hann hallast ! fram á altarið og við hné hans má 1 sjá táknmynd um stofnun Róma- borgar, tvíburana Romus og Rem- us sjúga úlfynjuna. Hin er í líkama móðurinnar. Birtan er notuð til að undistrika þessar skálínur. Hún á sér tvær uppsprettur. Annars vegar flæðir hún í gegnum dyr þar sem hún lýsir upp annan drenginn á börunum og fellur skáhallt niður á miðsviðið á móðurina með dætur sínar rétt eins og það sé boðberi þessara ógurlegu tíðinda. Hins vegar lýsir þakgluggi utan mynd- flatarins upp hluta súlnanna og dúkinn og myndar skálínu sem enn undirstrikar stöðu móðurinnar svona rétt eins og tvöföld undir- strikun undir upphrópun. Hún teygir handlegginn í átt að sonum sínum, eða er það líkmaðurinn sem hún horfist í augu við, hann lítur í átt til hennar óræður á svip er það meðaumkun, fyrirlitning eða samsekt? Það þarf ekki mikið ímyndun- arafl til að sjá hvemig áróðurs- meistarar frönsku byltingarinnar túlkuðu svona málverk. Alls stað- ar þarf að vera á varðbergi gagn- vart svikum og ert þú tilbúinn til að færa slíkar fómir fyrir hreinan málstað! Hásæti og hrun 1794 gat Robespierre fagnað, hann átti, að því er virtist, í fullu tré við óvini byltingarinnar innan- lands og utan. Þegar hann leit yfir farinn veg var Bmtus og David honum ofar- lega í huga eins og fram kemur í þessari tilvitnun. „Segðu ei, ó Brútus, að dygðin sé tálsýn! Og þið, stofnendur franska lýðveldis- ins, örvæntið ekki yfir því mann- lega eða efist eitt augnablik um árangur ykkar mikla verks. Ver- öldin hefur tekið breytingum, og verður enn að breytast. Hvað á nútíðin skylt við fortíðina?... Berið saman hið ófullkomna myndmál hieroglyphursins við kraftaverk prentlistarinnar...; mæl- ið vegalengdina milli stjömu- fræðirannsókna fomaldarpresta Asíu og uppgötvanna Newtons, eða öllu heldur milli ófullkominna fmmdraga fortíðarinnar og mál- verks eftir David.“ Stuttu síðar voru þeir báðir oltnir úr hásætum sínum, Robe- spierre á vit fallaxarinnar en David í fangelsi. Þar sat hann til 1795 og málaði af kappi. Hitasóttarkenndu óráði frönsku byltingarinnar var lokið, pólitískt veðurfar var nú allt annað í Frakk- landi og David lét sig fljóta með straumnum, lofsöng fyrirfólk og Napóleon. Sá stríddi sig í hel eins og al- þjóð er kunnugt og var David þá rekinn í útlegð. Hann settist að í Brussel og andaðist þar 1825. Heimildir: Úr ýmsum áttum þó mest úr bók R ,L. Herberts „David, Brutus" og „Encyclo- pedia of Mythology" Hamlyn. Þá sem fýsir að lesa um málverkið „Eið Hóratiusarsona" skal bent á bók Bjamar Th. Bjömssonar „Aldateikn" kaflann „Hér þarf að mála mynd.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.