Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 23
Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 23
í UPPÁHALDI
„Geri annað í rúminu en að lesa”
- segir Ragnar Sverrisson
Ragnar Sverrisson er
fomiaður Kaupmanna-
félags Akureyrar, en
desember er mánuður
kaupmanna og skiptir miklu um
afkomu þeirra. Kaupmenn á
Akureyri hafa ekki verið allt ot'
hrifnir af ásókn fólks í ferðir til
borga á Bretlandseyjum en þeir
bíta á jaxlinn og stóla á
jólavertíðina. Ragnar er sem
kunnugt er kaupmaður í JMJ og
gerir lítið annað en að vinna í
desember eins og aðrir kaup-
menn en hann gaf sér þó tíma
til að sýna okkur mannlegu
hliðina.
Hvað gerirðu helst ífristundum?
„Ég fylgist vel með íþróttum og
á sumrin rækta ég auk þess
garð minn, er á eilífu „lóðaríi“
eins og gárungarnir kalla það,“
Hvaðu matur er í mestu uppáhaldi
hjáþér?
,Ja, ég er mikill matmaður og
borða allt sem að kjafii kemur.
Ég get þó ncfnt lifrarpylsu,
mjólkurgraut og ofnbakaðan
fisk.“
Uppáhaldsdrykkur?
„Vatn.“
Ertu hamhleypa til allra verka á
heimilinu?
„Nei. Það er að segja ekki
innan dyra, en utan dyra er ég
berserkur mikill."
Spáirðu mikið í heilsusamlegt
Uferni?
,Já, ég spái tnikið í það og það
Ragnar Sverrisson.
sem meira er, ég fer í sund á
hverjum morgni og syndi mína
500 metra áður en ég fer í pott-
inn.“
Hvaða blöð og tímarit kaupirðu?
„Ég kaupi auðvitað málgagnið
Dag og einnig DV,
Morgunblaðið og Pressuna. Já,
ég reyni að fylgjast vel með.“
Hvaða bók er á náttborðinu hjá
þér?
„Engirt. Ég geri annað í rúminu
en að lesa.“
Hvaða hljómsveitltónUstarmaður
er í mestu uppáhaldi hjá þér?
„Kristján Jóhannsson, alveg
tvímælalaust."
Uppáhaldsiþróttamaður?
„Hinn hugprúði Þorbjöm Jens-
son.“
Hvað horfirðu helst á i sjónvarpi?
„Fréttir og íþróttir, nánast ein-
göngu.“
Á hvaða stjórnmálamanni
hefurðu mest álit?
„Ég hef ekki álit á neinum
stjómmálamanni vegna þess að
mér finnst þeir alltaf skipta um
hlutverk eftir því hvort þeir em
í stjórn eða stjómarandstöðu og
em því lítt trúverðugir."
Hvar á landinu vildirðu helst búa
fyrir utan heimabœinn?
„Á landinu? Æ, ég ætlaði að
segja í Kína. Jæja, ég vildi þá
helst vera á góðum bæ í
Eyjafirði."
Hvað myndirðu kaupa efþúfeng-
ir 100 þúsund kall upp úr þurru?
„Þá myndi ég kaupa mér
almennilcgt sjónvarp."
Hvernig myndirðu eyða þriggja
vikna vetrarfríi?
„Vetrarfrí? Hvað er nú það? Jú,
ég myndi vera hér á Akureyri
og slappa af í góðu yfirlæti
heima og skreppa á skíði þess á
milli.“
Hvað œtlarðu að gera um helg-
ina?
„Vinna. Það er desember og
mikið að gera hjá okkur kaup-
mönnum. Jú, desember leggst
bara ágætlega í mig. Það þýðir
ekkert að vera svartsýnn." SS
Persónuleg jólagjöf
STJÖRNUKORT
Persónulýsing, framtíðarkort, samskipta-
kort.
Sendum í póstkröfu samdægurs.
Gunnlaugur Guðmundsson,
Stjörnuspekistöðin, Kjörgarði,
Laugavegi 59, sími 91-10377.
fjókr íslensdar málningar-
vörur á góh vercíi
^agleg ráðgjöf á staðnum
I$7o afsláttur af Sjafnarvörum tiljóla
rPolytex io l íwítt, Ljljástuj 3
£r. 4.405
BYGGINGAVORUR
LONSBAKKA •> 601 AKUREYRI
e- 96-30321, 96-30326, 96-30323
FAX 96-27813
Mýjar bækur
Lífssaga
Ragga Bjama
Lífssaga Ragga Bjarna, söngvara og
spaugara, ævintýramanns og prakk-
ara, er ein af útgáfubókum Æskunn-
ar í haust.
í þessari sögu er sagt frá ýmsu
sem ekki hefur áður komið fram
opinberlega. Landsfræg kímnigáfa
Ragnars er ávallt skammt undan -
en einnig lýsir hann á opinskáan
hátt dekksta tímabili ævi sinnar.
Frásagnirnar eru afar fjölbreyttar
eins og sjá má af eftirfarandi
dæmum:
Prakkarastrik í Holtunum - Fyrsta
kynlífsfræðslan - Pabbabílarnir
klessukeyrðir - Fyrstu ástarskotin -
Ragnar, landeigandi í Ameríku -
Gamansögur frá Sumargleðiárunum
- Glímt við áfengisvanda - Kýldur í
gegnum rúðu í Noregi - Merkilegur
miðilsfundur - Sögur úr leigubíla-
starfi - Þegar Ragnar upprætti
þjófahring á Spáni - Kynni af millj-
ónamæringum, blómahippum og
stórstjörnum - Eltur af glæpamönn-
um í Bandarfkjunum.
Eðvarð Ingóífsson skráði samtals-
bókina.
Allsheijargoðiim
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
bókina „Allsherjargoðinn“.
Sveinbjörn Beinteinsson allsherj-
argoði, skáld, bóndi og kvæðamað-
ur hefur verið umdeildur og ef til vill
misskilinn. f bókinni Allsherjargoð-
inn segir hann frá æsku sinni og
umhverfi, rifjar upp mörg atvik ævi
sinnar, hjónaband og kynni af sam-
tíðarfólki, meðal annars við skáld
og listamenn í Reykjavík, þegar
hann kom þangað ungur maður.
Ennfremur birtast hugleiðingar
hans um trú og skáldskap.
„Lífssýn hans er heiðrík, hylling
lífsmáttar og gróanda,“ segir m.a. í
frétt frá útgefanda.
Berglind Gunnarsdóttir rithöfund-
ur hefur unnið að ritun bókarinnar
ásamt Sveinbirni, en auk þess
bregða tíu samferðamenn upp mynd
af honum í sjálfstæðum pistli.
Bókin er 208 blaðsíður, prýdd
fjölda mynda. Forsíðumynd er eftir
Pál Stefánsson, ljósmyndara.
Silungsveiði
í Ameríku
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
bókina „Silungsveiði í Ameríku“,
eftir Richard Brautigan.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Skáldsagan „Silungsveiði í Amer-
íku“ varð undir eins metsölubók
þegar hún kom út í San Francisco
árið 1967. Þetta sígræna skáldverk á
ekki síður erindi við okkar tíma en
þegar það birtist fyrst, því þekkt er
að góðar bækur eiga sér mörg líf,
hvert ætlað sínum tíma. Sagan er
skrifuð af mikilli frásagnargleði,
kímin og óútreiknanleg á köflum,
en eins og í öðrum verkum Brautig-
ans leynir sér ekki skuggadimmur
undirtónninn. Silungsvéiði oggsil-
ungsdauði, dauðar ár og spor okkar
á bakkanum. Silungsárnar renna
gegnum ótal heima, og í öllum þess-
um heimum lýsir töfralampi höfund-
arins.“
Gyrðir Elíasson þýddi og ritaði
eftirmála. Hann hefur áður þýtt
tvær skáldsögur eftir Richard
Brautigan. „Svo berist ekki burt
með vindum“ og „Vatnsmelónusyk-
ur“. Silungsveiði í Ameríku er 184
bls.
Hvar
er
konfekt-
meistarinn?
:
Linda hf. og dagblaðið Dagur
hafa ákveðið að efna til samkeppni
um besta, heimagerða konfektið
Keppnin hefur hlotið nafnið Konfektmeistarinn
og leitin að þeim ágæta meistara er hafin!
Öllum er heimil þátttaka ( samkeppninni, eina
skilyrðið er að konfektið sé heimatilbúið og að
„framleiðendur" hafi uppskriftina og aðferða-
fræðina til reiðu, ef eftir pví er óskað.
"Þátttakendur þurfa að skila inn 15 konfekt-
molum fyrir 14. desember nk. en þá rennur
skilafrestur út. Senda á konfektið til Dags,
Strandgðtu 31,600 Akureyri, merkt
„Konfektmeistarinn".
^•Framleiðslan skai merkt dulnefni en með fylgi
rétt nafn, heimilsfang og slmanúmer höfundar (
lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu.
^•Höfundar 10 bestu konfektgerðanna, að mati
dómnefndar, fá hver um sig að launum kassa
með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf. Hver
kassi er að verðmæti rúmlega 10 þúsund
krónur.
^•Höfundur þess konfekts, sem dómnefnd telur
best, hlýtur enn vænni skerf af góðgæti frá
Lindu hf., ársáskrift að Degi og ýmsan annan
glaðning.
^•Forráðamenn Lindu hf. munu hugsanlega
kaupa uppskrift/ir og framleiðslurétt að konfekti
sem sent verður inn ( keppnina.
^•Úrslit samkeppninnar verða kunngerð eigi síðar
en þriðjudaginn 22. desember nk.
JLinda