Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 19. desember 1992 Fréttir Hilmar Gíslason, bæjarverksflóri: „Markmiðið er að allir komist úr siirni götu“ - kostnaður við snjómokstur í bænum 5-700 þúsund á sólarhring Hilmar Gíslason, verkstjóri hjá Akureyrarbæ, segir að alvarlegt ástand skapist í bæn- um ef veður snúist til sunnan- áttar og rigningar á sunnudag eins og Veðurstofan hefur spáð. Síðustu daga hafa snjó- moksturstæki átt fullt i fangi með að halda strætisvagnaleið- um í bænum opnum en næsta lítið getað átt við íbúðarhverf- MiMðumaðekíð sé á mannlausar bifreiðar Á undangengnum óveðursdög- um á Akureyri hefur borið mikið á að ökumenn hafa ekki tilkynnt um ákeyrslu á kyrr- stæðar og mannlausar bif- reiðar. „Að öllu jöfnu eru Akureyr- ingar löghlýðnir. Því skýtur skökku við þegar menn stinga af eftir að hafa ekið á kyrrstæðan bíl. Ég vil beina því til ökumanna að gæta fyllstu varúðar í umferð- inni og tilkynna um óhöpp,“ segir Gunnar Jóhannsson, rannsóknar- lögreglumaður. ój in þar sem víða er mikill snjór. Nú fyrir helgina voru 12 tæki í mokstri fyrir Akureyrarbæ og segir Hilmar að kostnaðurinn við þennan mokstur nemi á bil- inu 5-700 þúsund krónum á sólarhring. Hilmar segist óttast að tæki muni eiga erfitt með að athafna sig í dag þó veður gangi niður vegna þess að búast megi við miklum umferðarþunga. Hann segir að engu að síður ætti að tak- ast að koma á þokkalegu ástandi í bænum á þessum sólarhring. Fari hins vegar svo að skyndilega komi hláka þá megi búast við að hver einasta gata utan strætis- vagnaleiða verði ófær en Hilmar lét þess getið að snjómagnið í bænum sé orðið meira en um margra ára skeið. Fyrir gangandi vegfarendur segir Hilmar að reynt verði að bæta úr í dag. Ætlunin sé að senda litla jarðýtu til að jafna úr á gangstéttum á aðalleiðum þannig að gangandi vegfarendur þurfi ekki að hrekjast út á umferðar- göturnar, eins þröngar og þær eru nú. „Markmiðið hjá okkur verður að allir komist úr sinni götu og ég er svo bjartsýnn að vona að það takist á morgun, Iaugardag,“ sagði Hilmar í gær. JOH Farþegar tepptir í Húnaveri: Tvær Norðurleidarrútur suður - og aðrar tvær norður í gær Tveir langferðabflar frá Norðurleið fóru frá Reykjavík á miðvikudagsmorgun áleiðis norður, en komust ekki nema í Húnaver, þar sem Bólstaðar- hlíðarbrekkan var orðin ófær, og urðu farþegarnir, um 30 talsins, að láta fyrirberast þar aðfaranótt miðvikudags. Á miðvikudag voru Vatns- skarðið og Öxnadalsheiðin mokuð, en það gekk mjög seint vegna mikils fannfergis á þessum slóðum. Önnur rútan komst svo áleiðis til Akureyrar seinni hluta miðvikudags með farþegana úr báðum bílunum. Fjöldi annarra bifreiða beið þá beggja vegna heiðanna eftir því að halda áfram Snjóflóð í Kelduhverfi „Þetta var dálítið flóð, um 40 metrar á breidd og 2-3 á dýpt. Það gætu fallið fleiri þegar hann lætur svona, það var þrælhvasst í nótt og nú er arg- asta veður,“ sagði Bjami Gunnarsson á Auðbjargar- stöðum í Kelduhverfi. Bjami var í einum þriggja bíla á brún Auðbjargarstaðabrekku um kl. 14 á fimmtudag er snjó- flóð féll í brekkunni. Fjórði bíll- inn var á leiðinni upp og lenti flóðið aftast á bílnum, án þess þó að setja hann fram af veginum. Bjarni sagði að flóðið væri strýtu- myndað, mjóst efst í brekkunni. Bjarni var á leið til Húsavíkur ásamt fleirum er flóðið féll, en á fimmtudagskvöld var fólkið flutt til baka yfir snjóflóðið á snjósleð- um. IM för og m.a. fóru tvær bifreiðar frá Norðurleið til Reykjavíkur síð- degis á fimmtudag með tæplega 70 farþega, mest skólafólk á leið í jólaleyfi. í gær voru fjórar Norðurleiðarrútur í förum, bæði suður og norður. Umferð um Öxnadal hefur gengið mjög hægt síðustu daga vegna mikillar snjóblindu. Fólksflutningabifreið kom frá Húsavík síðdegis á miðvikudag, og einnig var leiðinni til Dalvíkur haldið opinni en hún lokaðist aft- ur og var síðan mokuð í gær. í fyrradag fór vel búin bifreið frá Ákureyri austur í Mývatns- sveit rneð farþega og frakt. Vík- urskarð lokaðist á fimmttudags- kvöldið og í gær var beðið átekta með mokstur vegna mikils skaf- rennings og vonskuveðurs, en ef veðrið verður skaplegra í dag er áætlað að moka frá Húsavík upp í Mývatnssveit, til Akureyrar, fyrir Tjömes og jafnvel austur til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. GG Leikskólinn Klappir. Á innfelldu myndinni er Aðalheiður Hreiðarsdóttir | forstöðumaður í kjallaranum að Brekkugötu 34. Leikskólinn Klappir fær skilyrt starfsleyfi: Breytingar verða gerðar á kjallara hússins að kröfii Vinnueftirlitsins Vinnueftirlit ríkisins hefur nú veitt leyfí til þess að kjallari leikskólans Klappa við Brekku- götu 34 verði nýttur að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Vinnueftirlitið skoðaði kjallar- ann 29. október sl. og gaf þá ekki samþykki sitt vegna þess að lofthæð var ekki nægjanleg, aðeins 2,02 metrar og minnsta lofthæð milli stiga aðeins 1,75 metrar. Hæð hurðaropa í kjall- ara er aðeins 1,70 metrar. Bæjaryfirvöld áfrýjuðu úrskurði Vinnueftirlitsins á Akureyri til stjórnar Vinnueftir- lits ríkisins og óskuðu eftir endurskoðun á þeirri samþykkt ef ákveðnar breytingar yrðu gerðar á kjallara hússins. Gerð var reglugerðarbreyting sem gaf Vinnueftirlitinu mögu- leika á að veita undanþágu vegna leikskólans Klappa svohljóðandi: „Þann 30. nóvember sl. staðfesti félagsmálaráðherra breytingar á reglum nr. 493 frá 1987 um hús- næði vinnustaða. Breytingarnar eru í þá veru að hér eftir verður í vissum tilvikum hægt að veita undanþágur frá ákvæðum regln- anna.“ Ingibjörg Eyfells deildarstjóri dagvistadeildar Akureyrarbæjar telur að mál leikskólans Klappa hafi orðið til þess að reglurnar voru endurskoðaðar. Þessar regl- ur hafa einnig verið nokkuð stíf- ari en byggingareglugerð svo þessi breyting er skref í átt til samræmingar á þeim. Helgi Har- aldsson hjá Vinnueftirliti ríkisins segir að svona mál muni koma upp öðru hverju í framtíðinni þar sem um er að ræða gamalt hús- næði sem ekki er hægt að breyta með góðu móti og þá sé gott að hafa undanþáguheimild. Þær úrbætur sem Vinnueftirlit- ið krefst til þess að leyfisveitingin gangi eftir eru þær að hurðarop í kjallara verði hækkuð upp í tvo metra, útidyrahurð í kjallara verði hækkuð í sömu hæð, tekið verði framan af skör í stiga sem liggur frá jarðhæð og niður í kjallara og handrið verði sett á stigann auk þess sem umferð um hann verði takmörkuð sem fram- ast er unnt. Lýsing í kjallara skal vera þannig að hún takmarki ekki lofthæð, þ.e. ljós verði sett á veggina og sett verði upp loft- ræsting og hljóðeinangrunarplöt- ur í loft. Ingibjörg Eyfells segir að fljót- lega verði hafist handa um þessar breytingar á húsnæðinu þannig að starfsemi leikskólans verði komin í endanlegt form snemma á næsta ári. Nú eru 20 börn á Klöppum, en þau verða 30 að þessum fyrirhuguðu breytingum loknum og að fengnu samþykki Vinnueftirlits ríksins. Stöðugildi á Klöppum eru 7,4 að matráðs- konu meðtalinni. GG , Dalvík: Ofærðin setur strik í reikning jólaverslunar Rögnvaldur Skíði Friðbjörns- son, útibússtjóri KEA á Dalvík, segir að þessi helgi hafí afgerandi þýðingu fyrir jóla- verslunina, en þegar rætt var við hann í gærmorgun var útlit- ið ekki gott, fremur slæmt veð- ur og ófærð til nágranna- byggða. Staðreyndin er sú að töluverð- ur hluti af innkaupum Dalvíkinga hefur færst frá Dalvík til Akur- eyrar, bæði í sérvöru og matvöru, og því mætti ætla að vegna ófærð- Mjólk sótt í fyrrinótt fram í Kot í Svarfaðardal: Snjóruðningstæki heim að bæjum Snjóblásari braust í fyrrinótt fram að fremsta bæ í Svarfaðar- dal, Koti, og fylgdu honum bæði stórvirk snjóruðningstæki og mjólkurbflar og þurfti víða að draga mjólkurbflana þannig að þeir kæmust að mjólkurtönk- unum. Snjóruðningstækin ásamt mjólkurbflunum voru komin til Dalvíkur klukkan 5 í gærmorgun og var þá víða orð- ið þungfært á leiðinni. Mjólkurbílarnir voru síðan komnir til Mjólkursamlags KEA skömmu fyrir hádegið. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um mokstur austan megin í dalnum og í Skíðadal en til mjólkurfram- leiðenda þar hefur ekki verið hægt að komast í vikutíma. Fóð- urskortur er yfirvofandi á loð- dýrabúinu að Þverá í Skíðadal, en búið hefur fengið blautfóður frá Ólafsfirði. Ef veður lagast ekki fljótt er líklegast að reynt verði að brjótast þangað á snjóbíl með þurrfóður fyrir dýrin. Meiri snjór er nú í Svarfaðardal en þekkst hefur til margra ára, og mjög óvenjulegt að svona mikl- um snjó kyngi niður svona snemma vetrar. GG ar alla liðna viku milli Dalvíkur og Akureyrar hafi orðið aukning í verslun á Dalvík. Rögnvaldur Skíði segir hins vegar að hún sé ekki umtalsverð, fólk hafi hægt um sig í ófærðinni á Dalvík og íbúar í Svarfaðardal sé nánast einangraðir vegna ófærðar. Hins vegar segir Rögnvaldur Skíði að ef veður og færð verði skaplegt í dag verði að ætla að verulegur kippur færist í verslunina. óþh © HELGARVEÐRIÐ [ dag verður norðvestan stinn- ingskaldi og éljagangur um allt Norðurland. Frost verður um 10 stig. Á morgun gengur til suðaustanáttar og veðrið fer hlýnandi, en á mánudag kóln- ar aftur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.