Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 19. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR- SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRlMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. ímyndferskleikans verdur að viðhalda ísland er hreint og ómengað land, loftið tært og vatnið ferskt. Þar eru framleiddar hreinar náttúruafurðir og fisk- urinn dreginn úr ómenguðum sjó, glænýr og ferskur. Náttúr- an er óspillt, öll matvæh fram- leidd úr úrvals hráefni undir ströngu gæðaeftirliti hámennt- aðra sérfræðinga. ísland er paradís heilsu og hollustu. Helsta tromp íslendinga á alþjóðavettvangi í vaxandi samkeppni á flestum sviðum er að leggja áherslu á þennan hreinleika og ferskleika. — Þetta er sú mynd sem við viljum sýna öðrum þjóðum, mynd sem íslendingar eru að selja og ætla sér að hagnast vel á í framtíð- inni. Það er vonandi að heilsu- ímyndin styrki sig í sessi og að íslendingar geti í vaxandi mæh gert út á hana, selt útlending- um vatn, fisk og unna fiskrétti, landbúnaðarafurðir og ýmis matvæh og laðað erlenda ferða- menn til landsins á forsendum ferskleikans. Hugmyndir um heilsuhótel og hliðstæða starf- semi eru áhugaverðar og menn vonast til að landið selji sig sjálft út af hinni hreinu og ómenguðu náttúru. Þetta er aht saman gott og blessað en okkur er þó hollt að hta í eigin barm. Því miður hafa íslensk matvæh oft komið iha út úr gæðakönnunum og er skemmst að minnast könnunar á hangikjöti sem Hollustuvernd ríkisins gerði fyrir Morgunblað- ið. Niðurstöður rannsókna á 12 mismunandi stykkjum á hangi- kjöti í þremur verslunum í Reykjavík voru þær að aðeins þrjú sýni fengu heildareink- unnina „fuhnægjandi“, fjögur „ábótavant" og fimm „ófuh- nægjandi". Töluvert skorti á ferskleika vörunnar, sem met- inn er út frá gerlafjölda, í meira en helmingi tilfeha, en ekki var tahn ástæða til að ætla að kjötið ógnaði heilsu manna hvað mengun eða eitrun varðar. Þessar niðurstöður hljóta að vera áfah fyrir framleiðendur því þótt kjötið sé ekki varasamt heilsu manna þá er gerlafjöldi í flestum tilvikum vel yfir stöðl- um Hohustuverndar sem þýðir að geymsluþolið sé htið og stutt í að kjötið fari að skemmast. Minnisstæðar eru hhðstæðar niðurstöður úr rann- sóknum á unnum kjötvörum fyrir fáeinum árum, en þær voru í svipuðum dúr hvað gerla- innihald varðar. TU að geta státað af ferskum og ómenguðum matvælum í samkeppni við innflutt mat- væli, sem mun fara vaxandi með EES-samningnum, þurfa íslenskir matvælaframleiðend- ur að hafa vakandi auga með gæðum vörunnar. Neikvæðar niðurstöður úr gæðakönnunum hljóta að hafa áhrif á neytendur á sama hátt og orðrómur um notkun hormóna, skordýraeit- urs og annarra vafasamra efna hefur gert ýmsum matvæla- framleiðendum erlendis erfitt fyrir á tímum aukinnar áherslu á hið hreina og ómengaða. íslendingar verða að halda vöku sinni og þeir mega ekki láta hanka sig á atriðum eins og þessum því ímynd ferskleik- ans er viðkvæm eins og náttúr- an og það verður að hlúa að henni með öllum ráðum og dáðum. Verði það ekki gert geta íslenskar vörur í versta falli farið halloka í samkeppni við innfluttar vörur og þá er voðinn vís. SS Hræringur Stefón Þór Sæmundsson Um skelfQegar afleiðingar þess að konan tók sig tíl og bakaði ætar kökur „Sælgætisát og gosdrykkjaþamb er mikið. Mundi Bjarna á Leiti hafa þótt það lélegur átmatur saman borið við bringu af þriggja vetra gelding." Svo segir í Heilbrigðisskýrslum árið 1954 og á lýsingin við Vopnafjarðar- hérað. Nú hafa liðið hátt í 40 ár og enn hafa sælgætið og gos- drykkirnir sótt á meðan bringa af geldingi hefur hrapað í vin- sældum. Ekki ætla ég að staldra lengi við þessi tíðindi en íslend- ingar eiga heimsmet í sykuráti og má kannski rekja það til þess að sykur er hér ódýrari en víða um heim. Eftir því sem ég kemst næst er sykurinn töluvert ódýrari í stórmörkuðum en í heildsölu og mun ástæðan vera sú að versl- anirnar niðurgreiða þessa vöru til að koma betur út í verð- könnunum. Já, undarlegt er allt mitt líf; hvers vegna að niður- greiða sykur, hvítan sykur, súkrósa, bráðóhollan bölvald tanna og andlegrar jafnt sem líkamlegrar heilsu? Ég skil ekki slíka verslunarhætti. Hvers vegna er óhollustan niðurgreidd? Neyslustýring með verðlagn- ingu er áhrifarík og með því að niðurgreiða sykurinn selja verslanir meira af honum en ella. f Svíþjóð er sykurinn tölu- vert dýr, að ég held af ásettu ráði til að draga úr neyslunni. Hér á landi keppast verslanir við að bjóða ódýra gosdrykki meðan hreinir ávaxtasafar eru í hæsta verðflokki. Eftir þessum gylliboðum og niðurgreiðslum hlaupa neytendur, enda vilja allir spara á þessum ógnartím- um, og afleiðingarnar eru þær að sykurneysla eykst, tann- skemmdir aukast, aukakílóin verða til vandræða og geðsveifl- ur miklar þegar blóðsykurinn rís og fellur. Þá er nú betra að fá sér bringu af geldingi til að naga! I fúlustu alvöru sagt þá mætti nota verðlagningu til neyslu- stýringar á skynsamlegri hátt. í Kanada hafa þeir verið að prófa að snarhækka tóbakið og árang- urinn virðist ætla að vera aug- ljós; stórlega dregur úr tóbaks- neyslu. Það sama er hægt að gera með áfengið. Hugsið ykk- ur bara hvað myndi gerast ef (þegar?) verð á áfengi væri lækkað um helming hér á ís- landi. Hræddur er ég um að neyslan myndi aukast all- skuggalega. Með mismunandi álagningu má stjórna neyslu fólks, fá það til að kaupa meira af hollum matvælum og t.a.m. íslenskum vörum en minnka ásókn þess í óhollustu og hreinasta óþarfa. Smákökurnar kláruöust um miðjan desember! Nei, það þýðir ekkert að predika um hollustuhætti svona rétt fyr- ir jól, enda er ég sjálfur búinn að gefa það upp á bátinn að vera með sléttan kvið og stinn- an þjó yfir hátíðarnar. Fögur fyrirheit gufuðu upp um leið og konan byrjaði í bakstrinum fyr- ir jólin. Og nú er voðinn vís. Ég hef ekki verið ýkja hrifinn af smákökum til þessa. Konan hefur haldið í þennan forna sið að baka fjölmargar plötur af alls kyns tegundum fyrir jólin og síðan hafa kökurnar dagað uppi ofan í dunkum inni í geymslu þangað til þeim hefur verið hent fyrir næstu jól. Ég hef aldrei skilið þennan vítahring smá- kökubakstursins. Nú varð hins vegar breyting á. Konan tók sig til og bakaði ætar smákökur, ekki gömlu Þingeyingana, spesíurnar, hálf- mánana, kossana, gyðingakök- urnar, piparkökurnar, mynda- kökurnar og allt þetta drasl sem maður fékk nóg af í bernsku. Nei, nú töfraði hún fram sann- kallað sælgæti (enda nóg af sykri, sýrópi og súkkulaði í öll- um uppskriftunum) og afleið- ingin varð sú að við kláruðum smákökurnar um miðjan mán- uðinn! Ég endurtek; smákök- urnar kláruðust og konan þurfti að byrja að baka upp á nýtt. Á ístran aö vera ofan á eða undir tölvuborðinu? Æ, mikið verður maður eitt- hvað sljór af allri þessari sykur- neyslu. Aldrei raunverulega saddur, alltaf hálfsvangur, og síðan kemur sjokkið þegar blóðsykurinn fellur. En nú er ég að ná blóðsykrinum aftur í topp. Konan er búin að baka sætustu kökurnar aftur. Ég veit ekki hvað þær heita en þetta eru nánast sýrópshjúpaðar sykur- kúlur með súkkulaðihúð. Og svo bjó hún til konfekt líka. Nammi, namm. Hún hefði tekið Konfektmeistarann í bakaríið. Óhófleg sykurneysla hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Nú er ég til dæmis að velta því fyrir mér hvort ég eigi að hafa ístruna ofan á eða undir tölvuborðinu. Ef ég hef hana ofan á er hún alltaf að flækjast fyrir mér á lyklaborðinu en ef ég hef ístruna undir tölvuborð- inu þarf ég að hafa stólinn í lægstu stöðu og teygja mig upp í lyklaborðið. Það er óþægileg stelling. Einnig hef ég reynt að sitja lengra frá borðinu og vera með handleggina útrétta en það er þreytandi til lengdar. Erfitt er að snúa á hlið eða hreinlega snúa bakinu í tölvuna og teygja hendurnar aftur fyrir sig. Þetta eru bölvuð vandræði sem rekja má beint til þess hvað konan mín bakar góðar smákökur. Legg ég að lokum til að Dag- ur efni til samkeppni um upp- skrift að heilsubrauði strax í byrjun janúar og verðlaunin verði árskort í líkamsræktar- stöð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.