Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 9
Ingvi Rafn Jóhannsson
Mynd: Robyn
„Reidir menn
syngja aldrei11
- Ingvi Rafn Jóhannsson í helgarviötali
menn eru ekki ánægðir með laga-
valið, söngstjórann, formanninn
eða undirleikarann. Þá var
nýkominn til kórsins nýr söng-
stjóri, Jón Hlöðver Áskelsson,
sem tók upp nýja siði, annað
lagaval og fleira og fannst sumum
þetta of nýjungagjarnt og of mik-
ið stökk. Eg var þá í stjórn kórs-
ins og málið eðlilega þar til
umræðu, m.a. sagði einn stjórn-
armaðurinn það að þetta gengi
ekki lengur og það yrði að gera
stjórnandanum það ljóst að ef
ekki yrði breyting þar á þá yrði
hann að víkja. Ég tjáði Jóni
Hlöðver þetta á stjórnarfundi og
ætlaði síðan að ganga eftir því að
menn stæðu við sín orð. Pá vildi
enginn kannast við að hafa
ámálgað neina óánægju. Einn af
þeim sem hvað harðast hafði
gagnrýnt söngstjórann kom því
einnig inn að ég hefði orðið þess
valdandi að menn hefðu hætt í
kórnum og þegar ég gekk eftir
því hverjir það væru var aðeins
nefnt eitt nafn. Vissulega hafði
ég skipst á skoðunum við við-
komandi mann en við vorum þá
fyrir löngu orðnir sáttir um þær
skoðanir þannig að ég gat ekki
annað en hlegið að þessu. Ég
sagði þá að þar sem ég væri ekki
margra manna maki í kórnum
væri eðlilegt að ég viki svo nýir
söngmenn fengjust, og það varð
í hópi kórfélaga á æfingu.
úr. Það varð nokkurt upplausnar-
ástand í kórnum í kjölfar þessara
deilna og nokkrir hurfu þaðan
auk mín.
Haustið 1973 gekk ég svo í rað-
ir Geysismanna og hef verið þar
óslitið síðan. Demetz kom með
nýtt blóð í kórinn, fór að taka
Texti:
Geir Guðsteinsson
fyrir óperukóra og undir hans
stjórn fékk stórsöngvarinn Krist-
ján Jóhannsson sitt fyrsta stóra
tækifæri sem einsöngvari.
Demetz fékk einnig konur með í
óperukórsönginn og voru það
fyrst og fremst konur Geysis-
manna. Hörðustu karlakórsmenn
voru kannski ekki alveg sáttir við
það að syngja með konum, en
þær óánægjuraddir voru fremur
hjáróma. Áskell Jónsson hafði
bryddað upp á því að hafa konur
með hjá Karlakór Akureyrar og
þá voru viðbrögðin miklu harð-
ari. Ég held að stærsti hópur
karlakórsmanna sé þar af því að
þetta er félagsskapur karlmanna
og mér finnst það ágætt mál.“
Sóló með karlakór 1966
Nú hefur þú sungið einsöng með
karlakór nokkrum sinnum. Hvert
var fyrsta lagið sem þú söngst?
„Það var árið 1966 hjá Karla-
kór Akureyrar undir stjórn Guð-
mundar Kr. Jóhannssonar. Þetta
var eiginilega dúett með Agli
Jónassyni, við skiptumst á að
syngja í laginu Funiculli funicula.
Mér fannst útsetningin á laginu
vera óþarflega lág fyrir mig og ég
fékk þá til að hækka lagið um
hálftón við hvert erindi, en þau
eru þrjú. Kórinn hafði þá mjög
góðan undirleikara, Kristin Gests-
son, og hann „transpureraði“ lag-
inu um hálftón við hverja vísu.
Guðmundur var þá að byrja með
kórinn og gerði þá „rassíu“ að
vera með marga einsöngvara eins
og t.d. Jóhann Daníelsson,
Hreiðar Pálmason, Tryggva
Georgsson og Jóstein Konráðs-
son auk fleiri góðra söngmanna.
Porvaldur Halldórsson söng með
kórnum Bára blá áttund neðar en
lagið var skrifað og það fannst
mörgum karlakórsmönnum jaðra
við að vera ekki söngur, a.m.k.
ekki Geysismönnum á þeim
tíma. Það var hins vegar gaman
að þessu og þetta vakti mikla
athygli.“
Ér eitthvert lag sem þú hefur
sungið minnisstæðara en annað?
„Mér er minnisstæðast þegar ég
söng Hallarfrúna eftir Jón
Björnsson. Guðmundur Karl
Óskarsson hafði sungið sólóin,
en fór úr bænum og um vorið fór
kórinn út á Grenivík til að syngja
og Guðmundur söngstjóri bað
mig að syngja lagið þar. 17. júní
sungum við einnig á Ráðhús-
torginu og þá söng ég aftur Hall-
arfrúna með kórnum og fékk
góðar viðtökur og m.a. kom að
máli við mig fólk sem sagði: „Ég
vissi ekki að þú værir svona góð-
ur söngvari.“ Það þykir öllum
gott hrósið og er söngvurum
mjög mikill stuðningur til að efla
sjálfstraustið. Um haustið var
þetta lag aftur á dagskrá og sung-
ið á Lúsíuhátíð. Þessi konsert var
fluttur í Ríkisútvarpinu og í þætti
sem Jón Stefánsson var með og
var tileinkaður klassískri músík
var farið að hringja í hann og
biðja um þetta lag. Það var ekki
hægt þar sem útvarpið hafði ekki
keypt endurflutningsrétt á lag-
inu. Ég á eintak af þessu sjálfur
en gæði þeirrar upptöku eru ekki
mjög mikil.
Til Ítalíu með
tveimur kórum
Haustið 1974, eða skömmu eftir
að ég gekk í raðir Geysismanna
fór kórinn til Ítalíu á heimaslóðir
Demetz og söng m.a. í heimabæ
hans, Ortisei, sem er uppi í ítölsku
Ölpunum. Áður en haldið var
þangað dvaldi kórinn í Lignano
og söng þar bæði fyrir útvarp og
sjónvarp auk þess að æfa þar. A
leiðinni til Órtisei var numið
staðar við klettaborg mikla sem
hýsti veitingastað. Þegar við
komum svo þar inn kom gamall
karl á móti okkur og það er ekki
að sökum að spyrja, Demetz og
hann féllust í faðma og glöddust
yfir endurfundum. Lagið var síð-
an tekið fyrir karlinn sem þakk-
aði fyrir sig með ómældu magni
af rauðvíni.
Við Jósteinn Broddi Helgason
áttum eftir að fara á sömu slóðir
árið 1981 með Karlakór Kefla-
víkur sem þá var undir stjórn
Sigurðar Demetz. Lagaval kórs-
ins var okkur Jósteini kunnuglegt
en við undirbjuggum okkur fyrir
ferðina hér fyrir norðan og hitt-
um ekki ferðafélaganna fyrr en
við brottför í flugstöðinni í Kefla-
vík. Eins og í ferð Geysis sjö
árum áður var æft í Lignano. Þar
gaf einn af Keflvíkingunum sig á
tal við okkur og sagðist ekki hafa
verið sáttur við það í upphafi að
fengnir væru einhverjar fuglar
norðan frá Akureyri til að syngja
með kórnum en sagðist viður-
kenna það eftir að hafa hlustað á
okkur að við værum kórnum til
styrktar.
Á ferð með Geysi árið 1974
sungum við í þorpi sem heitir
Selva. Áhorfendur voru sárafáir,
40 talsins, og einn kórfélaginn
sagðist ekki vera kominn alla
þessa leið til að syngja fyrir tómu
húsi. Árið 1981 söng Karlakór
Keflavíkur þar líka og voru
áhorfendur aðeins 38. Demetz
mundi eftir þessu og kímdi og ég
sagði við hann: „Ja, líklega hafa
tveir látist síðan við vorum hér
síðast“.
Karlakór
Akureyrar/Geysir
Haustið 1990 voru karlakórarnir
sameinaðir, enda þá varla orðið
söngfært í þeim vegna mannfæð-
ar og sameining eina lausnin á
þeim vanda. En hvað olli? Eru
lslendingar orðnir slíkir „sjón-
varpsgláparar“ að allt félagslíf
situr orðið á hakanum?
„Já, sjónvarpið á stóran þátt í
því, en einnig mikil vinna fram til
þessa dags. Nú verð ég var við
svolítla uppsveiflu á ný og ég er
nokkuð ánægður með starfsemi
Karlakórs Akureyrar/Geysis í
dag. Það var okkar lán að fá til
starfa mjög hæfan söngstjóra,
Roar Kvam, sem ég tel að muni
leiða kórinn á góða braut. Undir-
leikari var fyrst Guðrún A. Krist-
insdóttir og síðar Richard Simm,
afbragðs gott tónlistarfólk sem
hefur verið óþreytandi að veita
aðstoð. Aðaleinsöngvari kórsins
frá sameiningu hefur verið
Michael J. Clarke, góður félagi.“
Ingvi Rafn er giftur Sólveigu
Jónsdóttir frá Sæbóli í Aðalvík
og eiga þau átta börn. Hafa börn-
in erft þessa sönggáfu föðurins?
„Ég vil nú taka það fram að
konan er mjög liðtæk í söngnum
þannig að þau hafa allt eins erft
það frá henni að geta sungið og
það geta þau og eru flest
músíkölsk. Þau hafa ekki mikið
sungið í kórum, þó voru þrjár
dæturnar saman í Passíukórnum
og yngsti sonurinn söng í kór
Menntaskólans. Þegar fjölskyld-
an hittist er lagið oft tekið eins og
t.d. við brúðkaup. Elstu stelp-
urnar sungu inn á plötu sem heit-
ir „Unga kirkjan" þegar þær voru
börn. Sú elsta spilaði undir á gít-
ar og þær komu oft fram á
skemmtunum á þessum árum,
m.a. í barnatíma. Lög afa þeirra,
Jóhanns Ó. Haraldssonar, voru
og eru í miklum metum hjá þeim
og ætli Sumar í sveitum heyrist
ekki einna oftast.“
Að lokum Ingvi Rafn, ertu sí-
syngjandi?
„Nei, ekki er það nú svo þó ég
hafi gaman af söng og syngi oft af
hjartans lyst, en ég get hins vegar
fullyrt að aldrei syngur reiður
maður. Því hafa söngmenn yfir-
leitt mjög létta lund.“ GG