Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 13 Óskum lesendum vorum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Landsmálablaöiö Einherji „Vi snakkcr ikke dansk - í vetur...“ En hvaða afleiðingar hefur ákvörðun meistara nú og hvaða áhrif á hún eftir að hafa síðar? Valdimar Gunnarson er kon- rektor, þ.e. aðstoðarskólameistari, við Menntaskólann á Akureyri. í samtali við hann kom fram að það væri ábyggilega til bölvunar fyrir nemendur að missa úr eitt ár í dönsku um leið og þeir væru að hefja nám í nýju tungumáli sem er þýska og í sumum tilfellum franska auk enskunnar. Valdimar segir að það hljóti óhjákvæmilega að verða erfitt að byrja aftur í dönsku eftir árshlé. „Á hinn bóginn held ég að nemar á 2. og 3. ári læri dönsku öðruvísi en nýnemar. Þetta er Valdimar Gunnarsson, konrektor M.A.: Nemendur átta sig kannski fremur orðið þroskaðra folk og myndi ^ þvi' að danska er ekki jafn vitlaus og leiðinleg og oft er af látið... Færri tímar en í gagnfræðaskóla kannski ekki dæma dönskuna jafn hart og oft vill verða hjá nýnem- um. Mér finnst það alls ekki sjálfgefið að þessir nemendur verði lélegri en aðrir vegna þessa „dönskulausa árs“ - þeir átta sig kannski frekar á því að danska er ekki jafn vitlaus og leiðinleg og oft er af látið. En það er óneitan- lega þægilegt líf að vera í 1. bekk í ár því að nemendur eru yfirleitt búnir um hádegisbil - það hefði verið mjög auðvelt að koma stundaskránni fyrir á fjórum dögum því við þessi dönskumál bætist niðurskurður í öðrum greinum." Valdimar segir að lítið hafi verið um viðbrögð frá nemendum. „Ég hugsa að þeir geri sér í raun litla grein fyrir því hver áhrifin á námsframvindu þeirra verða, lifi frekar sælir í sínu dönskuleysi: „Er á meðan er.“ Ég hugsa hins vegar að þeim þætti þetta heldur skítt ef þeir athuguðu málin nánar. Ég vona samt að þessir nemendur er um ræðir verði jafn- færir og aðrir í dönsku er þeir útskrifast héðan úr Menntaskól- anum þó að auðvitað megi velta því fyrir sér hvort dönskukennsla missi ekki marks ef Danmörk verður orðin að ensk/þýsk/frönsku málsvæði innan einhverra ára,” segir Valdimar að lokum. Viðhorf nemenda - En hvað finnst nemendum um að vera án dönskukennslu? Af samtölum við þá að dæma eru þeir sammála um að ekki væri gott að missa þannig úr eitt ár og þetta bitnaði bara þeim síðar. Fæstir höfðu þó séð ástæðu til þess að kvarta því að í raun voru þeir sam- mála þeirri hugsun sem að baki ákvörðunar meistara liggur. Blaðamaður ræddi við tvo nemendur, þau Lýð Ólafsson og Hrönn Bessadóttur. - Hvemig finnst ykkur að vera ekki í dönsku? Hrönn Bessadóttir og Lýður Ólafs- son, nemar í M.A., eru ekki alveg sammála um það sé gott að „losna við“ dönskunámið í ár. Hrönn: „Mér finnst það slæmt því að það bitnar á okkur næsta ár, þá verða fleiri tímar og meira álag en ella hefði verið. Mér finnst þetta svolítið fáranlegt vegna þess að sumir kennarar, sem eru með réttindi, eru ekkert betri en þeir sem eru réttindalausir. Ef það hefði verið hægt að fá dönsku- kennara hefði átt að ráða hann hvort sem var með réttindi eður ei.“ Lýður: „Þetta er fínt eins og er en illu er best aflokið. Það hefði verið best að vera búinn að þessu. Mér finnst þetta vera rétt stefna hjá Tryggva því samkvæmt framhaldsskólalögum má ekki ráða réttindalausa kennara og ýmsir skólar hafa lent í van- dræðum með þá.“ - Hvemig finnst ykkur að vera í svona fáum tímum? Hrönn: „Þetta er fínt - við erum einu sinni í viku eftir hádegi í skólanum - við emm færri tímum en í gagnfræðaskóla. Maður hefur alveg nógan tíma til þess að læra og fyrir áhugamálin. Reyndar er ekki mikið að læra - ég læri yfirleitt um leið og ég kem heim úr skólanum og hef þá daginn og kvöldið fyrir mig.“ Lýður: „Við vomm í 36 tímum í 10. bekk en bara 25 núna þannig að þetta em svolítil viðbrigði. Maður jafnar þetta upp með því að eyða meiri tíma í lærdóm og sinnir áhugamálum meira. Ég veit ekki hvort fólk slakar nokkuð meira á.“ Björg Björnsdóttir. Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. Útivistarfólk! Höfum fjölbreytt úrval af vönduðum, þykkum og þunnum útivlstarklœðum fyrir alla aldurhópa. Einnig allt fyrir vélsleðaeigendur. Opið virka daga frá kl. W-18, laugardaga frá kl. 10-16. Polarísumbodið Undirhlíö 2 - Sími 22840 - 603 Akureyri. Tryggðu þér skattaafslátt í tíma Kaup einstaklinga á hlutabráfum fyrir 94 þúsund krónur*, veita skattaafslátt upp á 37 þúsund krónur. Fyrir hjón er upphæðin 188 þúsund krónur og 74 þúsund krónur í skattaafslátt. Björg Björnsdóttir Björg fœddist á Egilsstöðum þann 31. ágúst 1969. Hííh lauk BA-prófi í frönsku og fjölmiðlafrœði í júní sl. Björg ftefur m.a. starfað við fram- reiðslustörf og ferðaþjo'nustu. Eigum til sölu hlutabréf í eftirtöldum félögum: Hlutabréfasjóði Norðurlands hf., Kaupfélagi Eyfirðinga, Skagstrendingi hf., Sæplasti hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa hf. *upphæð frá síðasta ári. 44% KAUPÞING___________________ NÖRÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 • Akureyri • Sími 96-24700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.