Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 19. desember 1992 DÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 12. þáttur Rjúpan, sem einnig hefur verið nefnd fjallrjúpa, til aðgreiningar frá dalrjúpunni og öðrum skyld- um tegundum nágrannaland- anna, er af ættbálki hænsnfugla, er hefur að geyma um 240 teg- undir, sem flestar eru til mikilla nytja. Má þar nefna t.d. ali- hænsnin, kalkúna, páfugla, og ýmsa fashana. Hún tilheyrir svo orraætt, ásamt 15 öðrum tegundum, en sú ætt er eingöngu á norðurhveli jarðar. Fuglar hennar eru þekktir fyrir lítið, en sterkbyggt nef, og stutta vængi, og þar með flug sem er hratt og jafnt, en úthaldslítið. Heimkynni flestra þessara orra- tegunda eru heiðar, skógar og fjöll. Rj úpan er eini villti hænsnfugl- inn á Islandi. Hún er mjög félags- lynd og sjaldan ein á ferð, nema um hávarptímann, eða þá á flótta. Þetta er hánorrænn fugl, aðlagaður lífi í vetrarhörkum. Heimkynnin eru í löndunum allt í kringum norðurpólinn, en ein- angraðir rjúpnastofnar finnast auk þess í háfjöllum suður um Evrópu, eins og t.d. í Ölpunum og Pýreneafjöllum, og líka í fjall- görðum Síberíu að Altaifjöllum í Mongólíu, í hlíðum Fúsíjamaeld- fjalls í Japan, og í Skotlandi og á Nýfundnalandi. Rjúpan er um 35 sm á hæð, með vænghaf upp á 55-60 sm. Hún er þéttvaxin og samanrekin, en þyngdin nokkuð breytileg eftir árstíma; nær hámarki snemma vetrar. Karlfuglinn, sem einnig er nefndur karri (eða keri), vegur RJÚPA (Lagopus mutus) þá um 550 g, en kvenfuglinn, sem nefnist hæna eða kolla, er rétt innan við 500 g. Höfuðið er lítið, hálsinn stuttur, og vængirnir snubbóttir. Fætur sömuleiðis. Nefið svart. Augnlitur brúnn. Rjúpan skiptir um búning oftar en nokkur annar íslenskur fugl, eða þrisvar sinnum (þ.e.a.s. bol- fiður), og líkist þá mjög umhverf- inu. Þessi litarbreyting er ákaf- lega flókin, og ekki eins hjá báð- um kynjunum. Er hún mestan partinn hugsuð sem vörn gegn ránfuglum. Sumar- og haustfiður er brúnleitt (dekkra á körrum), en vetrarfiðrið að mestu hvítt. Fjaðurskipti karranna eru mjög hæg á vorin, og þeir komast ekki f sumarbúning fyrr en upp úr miðjum júnímánuði. Mun þetta vera ráðstöfun náttúrunnar til þess, að meira beri á honum, og eins hins, að ránfuglar, eins og t.d. fálkinn, geti komið upp ung- um sínum, en talið er að hann drepi þriðjung og allt að helmingi allra rjúpnakarra á þessum tíma. Þá er andlitsmunstur vetrar- rjúpna allbreytilegt. Allir karrar, og reyndar sumir kvenfuglanna, einkum hinir yngri, eru með breiðan, svartan taum aftur frá nefi og um augun. Og eins og margir hænsnfuglar er rjúpan líka með nakta kamba. Þeir eru yfir augunum, og mest áberandi á karlfuglunum á vorin. Ristar og tær eru klæddar þéttu fiðri, en það auðveldar henni að ganga á snjó, og dregur auk þess úr hitatapi. Á vetrum grefur hún sig í fönn yfir nóttina til varnar kuldanum. Kvenfuglar fara að birtast á varpstöðvunum um hálfum mán- uði á eftir körrunum. Varpið hefst í maílok, og er hreiðrið laut með visnuðu laufi og mosa, falið á milli þúfna og steina til fjalla. Kollan sér ein um ásetuna. Eggin, rauðbrún og svartdílótt, eru að meðaltali 10-11, en geta þó verið frá 8-16. Útungun tekur um 3 vikur, og ungarnir eru því að koma úr eggjunum seint í júní. Þeir eru hreiðurfælnir og verða fleygir á 10 dögum, löngu áður en þeir ná fulium vexti. Rjúpan er jurtaæta og lifir á margskonar plöntufæði, en mikil- vægustu fæðutegundir unganna eru þó í fyrstu ýmis skordýr, auk kornsúrulauka. Eftir það tekur einkum við smjörlauf (grasvíðir), ásamt kornsúru. Seint í ágúst eru fullorðnar rjúpur byrjaðar að stefna upp á heiðar og inn á óbyggðir og til fjalla og safnast í urðir og snjó- dældir, oft við efstu eggjar. Fyrstu ungarnir koma á eftir, í september. í október eru flestar rjúpur horfnar af láglendi. Þegar svo vetrar á fjöllum, sækir rjúpan niður á snjóléttar heiðar og skóglendi að nýju, og lifir þar helst á fjalldrapa, birki, og rjúpnalaufi. Gengur hún oft mjög nærri þessum fæðutegund- um. Mikið af ungunum deyr í hörk- um vetrarins, eða allt að því 80% að jafnaði. Helstu óvinir rjúpunnar eru fálkar, hrafnar, og refir, en auk Rjúpa, hálfgrafin í fönn. Myndin sýnir kvenfugl. (Brian P. Martin: World Birds. London 1987). þess leggja margar aðrar tegundir villtra fugla sér rjúpu til munns. Þá er ótalin mannskepnan, er veldur rjúpunni líklega mestum skaðanum, en rjúpnaveiðar hafa eflaust verið stundaðar hér frá upphafi byggðar; lengi fram eftir með snörum, en þegar á leið með skotvopnum. Á tímabili var mik- ið flutt út af rjúpum, mest árið 1927, um 270.000 fuglar. Rjúpan er upphaflega komin til íslands frá Grænlandi, og hef- ur notfært sér ísalög til að komast yfir Grænlandssund til Vest- fjarða. Enn gerist það annað slagið, að rjúpur frá NA-Græn- landi flækjast hingað á vetrum, er sannast m.a. af því, að í fóarni þeirra er að finna grænlenska smásteina (granítmöl), en þeir fyrirfinnast ekki í berglögum hér á landi. Auk þess er sú græn- lenska mun stærri að jafnaði. íslenska rjúpan telst nú orðið sérstök deilitegund, L. m. islandorum, sem er litsterkari (dökkbrúnni) en aðrar. Auk þess er nefið öllu grófgerðara. Hún er að öllum líkindum algjör staðfugl. Hún er algengust á norðanverðu landinu. Aðalvarp- staður hennar er í Hrísey á Eyja- firði. Stofnstærð rjúpunnar er mjög breytileg. Tekur hún mið af hin- um undarlegu og flóknu sveifl- um, er verða í rjúpnastofninum að jafnaði 10. hvert ár, og sem vísindamenn eru ekki sammála um hvað veldur í raun. Endurheimtur á merktum rjúp- um hér á landi, sýna, að þær elstu verða einungis 4-5 ára gamlar. Matarkrókurinn Hrafnhildur Áskelsdóttir býr á Grenivík og starfar sem verkstjóri hjá Kaldbak hf. Þrennt er í heimili. Hrafn- hildur gefur okkur uppskrift að fískrétti sem heimilisfólk- inu hefur líkað vel, einnig að rækjurétti til tilbreytingar. Svo kemur hún með drauma- uppskrift hinnar útivinnandi konu; blúndur, sem gott er að eiga tilbúnar í frystinum. „Fiskrétturinn er auðveldur, ég gríp stundum það sem til er í ísskápnum og nrufa að gera eitthvað nýtt. Eg hef yfirleitt notað rækjur í næsta rétt, en það má einnig nota humar. Svo er ég með blúndur, alveg upp- lagðar jólakökur. Það er mjög gott að eiga þær í frysti og það þarf ekki einu sinni að eiga hrærivél þegar verið er að búa þær til. Blúndurnar eru bara hrærðar í skál með sleif, síðan eru þær settar með teskeið á bökunarpappír,“ sagði Hrafn- hildur. Blúndur 100 g af hafragrjónum eru sett í skúl og 75 g af brœddu smjörlíki hellt yfir. 125 g sykur 1 egg 1 msk. hveiti 1 tsk. ger Blúndur á jólaborðið - og spennandi réttir frá Hrafnhildi Áskelsdóttur Allt sett í skálina og hrært. Sett á plötu með teskeið og bak- að svolitla stund við 200 gráður. Búnir til kossar úr kökunum og í fyllinguna er settur þeyttur rjómi, brytjaðir kokteilávextir og brytjað súkkulaði. Kökurnar þurfa að bíða tvo klukkutíma með fyllingunni áður en þær eru bornar fram. Kökurnar má frysta, hvort heldur með eða án fyllingar. Rœkjuréttur 750-1000 g af rœkjum (eða humri) 3 msk. smjör '/2 tsk. karrý V2 tsk. paprikuduft 1 laukur V2 rauð paprika V2 grœn paprika 2 msk. tómatpuré 1 msk. franskt sinnep 2 dl rjómi V2 tsk. ítalskt krydd salt og pipar 1 epli 1 msk. af koníaki, sherry eða hvítvíni Smjörið á að bræða og setja karrý og paprikuduft saman við. Saxa á lauk og epli og sneiða niður papriku. Látið krauma smástund á pönnu, hit- inn aukinn og rjóminn settur út í, tómatpuré, sinnep og krydd. Soðið í nokkrar mínútur en síð- an er rækjan og vínið sett út í. Borið fram með brauði og hrísgrjónum. Fiskréttur fyrir 4 500 g þorsk- eða ýsuflök 200 g sumargrœnmeti frá Sól hf. 150 g litaðar pastaskrúfur 1 paprika salt og pipar, aromat og paprikukrydd 1 bréf Hollandaisesósa, löguð rifinn ostur og 2 tsk. parmesan ostur samanvið Pasta soðið í vatni með kjöt- krafti og matarolíu, grænmetið sett út í eftir nokkrar mínútur og látið sjóða áfram. Flökin steikt upp úr hveiti og kryddi. Pastað og grænmetið sett í eld- fast mót, síðan fiskurinn, pap- rika sneidd yfir og Hollandaise- sósunni hellt yfir, og síðan ost- inum. Sett smástund í ofn með- an osturinn er að bráðna. Hrafnhildur sagði að í síðasta matarkrók hefði verið villa í uppskrift að heitri smurosta- köku. Þar stóð: Pasta á tvo botna, en á að vera: Passar á tvo botna. Vonandi hefur hvergi eyðilagst saumaklúbbs- kvöld af þessum sökum. Hrafnhildur skorar á systur sína, Jakobínu Elínu Ásgeirs- dóttur á Akureyri, að leggja til uppskriftir í fyrsta matarkrók- inn á næsta ári. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.