Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 7
Popp Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 7 Magnús Geir Guðmundsson Sálin hans Jóns míns: Harðar slegið, hraðar leikið Það hefur lengi loðað við hljóm- sveitir sem miklum vinsældum ná, aö þær festast í þeirri formúlu sem fært hefur þeim vinsældirnar í upphafi og hafa þar af leiðandi ekkert meir nýstárlegt haft fram að færa upp frá því. Oftar en ekki hefur það líka margborgað sig að „hjakka í sama farinu" og því engin ástæða verið til að taka einhverja áhættu í þágu æðri tónlistarsköpunar eða þróunar. Að minnsta kosti hefur það verið stefnan hjá mörgum vinsælda- popparanum. [ íslensku poppi hefur slík skot- heldnistefna, sem kalla má svo, reynst nokkuð happadrjúg, reyndar svo vel, að það þykja tíð- indi ef einhver stórpopparinn bregður út af venjunni frá sínu hefðbundna og „örugga" efni. Þó eru auðvitað á þessu undantekn- ingar t.d. hvað varðar Stuðmenn sem virtust nánast geta tekið upp á hverju sem var án þess að missa hylli landsmanna, svo ekki sé nú minnst á Bubba, sem virð- ist hafa hlotið hylli landans til eilífðarnóns, hverju sem hann tekur upp á eða tekur ekki upp á. Nú hefur svo vinsælasta hljóm- sveit landsins síðustu árstíðir, Sálin hans Jóns míns, líka söðl- að heldur betur um á nýjasta Á þessu herrans ári 1992, sem senn er nú liðið, hafa allnokkrir eldri kappar rokksins verið með þá viðleitni að rifja upp gömlu góðu dagana þegar þeir voru ungir og ferskir og sköpuðu mörg sín frægustu og bestu verk. Er í þessu samþandi bæði um inn- lenda og erlenda menn að ræða sem heldur betur hafa sett mark sitt á samtíð sína sem og að hafa haft ómæld áhrif á sér yngri menn. Dæmi um þetta hér á landi er sjálfur meistari Megas, sem þykir áþreifanlega vera að gera svip- aða hluti á nýju plötunni Þrír blóðdropar og hann gerði í upp- hafi ferils síns fyrir 15-20 árum og svipaða sögu má segja um þá félaga Magnús Þór Sigmunds- son og Jóhann Helgason, sem gáfu á ný út plötu saman þar sem þeir líta yfir farinn veg, tuttugu árum eftir að þeir hófu fyrst samstarf. (Auk þess að taka þátt í Landslaginu saman, semja ný lög sem einnig eru á plötunni o.fl.) Erlendis eru það ekki ófrægari menn en Eric Clapton og Bob Dylan sem leitað hafa aftur til fyrri tíma með sínum raflitlu plöt- um og það með glimrandi árangri. Sá þriðji og eigi ómerkari en hinir tveir er svo auðvitað Neil Young, sem fyrir þó nokkru rifjaði upp glæsiverk fortíðar sinnar, Harvest, með því að senda frá sér óbeinan arftaka þess, Harvest Moon, tuttugu árum síðar. Eins og fjallað hefur verið um í Popþi áður, er Young þó ekki aðeins með útgáfu Harvest Moon að búa til framhald, heldur nánast einnig að endurtaka upp- tökuna á Harvest upp á nýtt. Er sama hljómsveitin til staðar, Stray Gators, með nánast sömu liðskipan, Linda Ronstadt og James Taylor syngja með eins og fyrir tuttugu árum og jafnvel bakraddasöngkona sú sama. Poppskrifari er ekki í aðstöðu til sköpunarverki sínu, Þessi þungu högg. Var það með nokkrum efasemdarhuga sem poppskrifari tók þeim fregnum að Sálin hyggðist breyta um stíl, bæði vegna ofangreindrar áhættu og hins að honum hafði, eins og fram hefur komið í umfjöllunum, líkað ágætlega við þá stefnu sem hljómsveitin hafði markað sér fram að því. Raunin er hins veg- ar sú að Sálinni hefur tekist vel þessi stefnubreyting og það sem að bera plöturnar saman, þar sem hann á því miður ekki Harvest, en eftir því sem erlendir dómar herma er um svipað efni að ræða, þ.e. í anda amerískrar sveita/þjóðlagahefðar. Sem slík er hún hin ágætasta, með rólegu yfirbragði sínu og látleysi sem einkenna hana. Er Harvest Moon því þægileg áheyrnar og á marg- an hátt aðgengilegri en flestar plötur Youngs hin seinni ár. meira er, hún virðist falla aðdá- endum sínum jafnvel í geð ef marka má sölulista verslana, sem birst hafa bæði hér i Degi og annars staðar. En í hverju eru svo breytingarnar á tónlistinni fólgnar? Jú, í hnot- skurn er tónlistin nú harðari og hraðari, áfergjumeiri og ágengari en áður. Hreint og klárt nýbylgju/ pönkrokk á köflum samanber lög eins og Hæ, Óður og Líddu mér. Þá voru vinnubrögðin á plötunni, sem átti sér um árs aðdraganda, mjög frábrugðin því sem áður hefur tíðkast hjá þeim félögum. ( stað þess að Guðmundur gítar- leikari og Stefán söngvari hefðu einir með höndum laga- og texta- smíð, lögðu nú allir jafnt til verks- ins og urðu öll lögin tíu á plötunni til á æfingum. Eiga þessi vinnu- brögð stóran þátt í frekar hráu yfirbragði plötunnar, sem hæfir efninu mjög vel. Um upptöku ásamt hljómsveitarmeðlimum sjálfum sá Bandaríkjamaðurinn Erik Zobler, sem einnig hljóð- blandaði plötuna úti f Bandaríkj- unum. Var upptökuvinnan hér heima unnin í miklum flýti, eða á aðeins 13 dögum í september, í Neil Young: Sagan endurtekur sig þeim tilgangi aö varðveita fersk- leika laganna sem mest. Verður vart öðru haldið fram en að með Þessi þungu högg hafi Sálinni hans Jóns míns tekist það ætlunarverk sitt að brjóta upp feril sinn á viðunandi hátt. Er platan að vísu ekkert meistara- stykki, en sannar svo ekki verður um villst að margt býr í hljóm- sveitinni og að hún eigi eftir að geraenn betur í framtíðinni. Auk þriggja áðurnefndu laganna, sem eru hvert öðru kraftmeira, finnst poppskrifara ástæða til að nefna Líkamar og Bein, sem athyglis- verðari lög plötunnar. Er það síðarnefnda auk lagsins Eitt sinn, reyndar ekki ósvipað því sem hljómsveitin hefur verið að gera fram að þessu. Að lokum er svo ástæða til að minnast á umbúnað og útlit plötunnar sem er vandað og skemmtilegt. Var það Jakob nokkur Jóhannsson sem sá um þá hlið mála, en hann kannast víst einhverjir Akureyr- ingar við ef að líkum lætur. Aðventusamkoma verður í Glerárkirkju sunnudaginn 20. desember kl. 16.00. Rœðumaður sr. Pétur Pórarinsson. Söngur og Ijósaathöfn. Sóknarbörn eru hvött til að taka þátt í undirbúningi hátíðar Ijóss og friðar. Sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar. Ffllltg, óvenjultð oð ódýr jólflðiöf 1 FRIMERKJASALAN Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Sími 63 60 51 PÓSTUR OG SÍMI Ársmappa Pósts og síma með fnmerkjum ársins 1992 er falleg, ódýr og óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til þess fallin að vekja áhuga á frímerkjasöfnun hjá ungu kynslóðinni. Stingdu ársmöppunni í jólapakkann. Hún kostar aðeias 960 krónur og fæst á póst- og símstöðvum um allt land. íswnd Í0» :

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.