Dagur - 19.12.1992, Side 3

Dagur - 19.12.1992, Side 3
Fréttir Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 3 „Fólk mjög Mdssamt á jólamaf - segir Leifur Ægisson, yfirverkstjóri hjá Kjötiðnaðarstöð KEA „Vikan sem er að líða er yfir- leitt mesta söluvikan hjá okkur. Þetta fer allt úr skorð- um vegna veðursins, en það eru enn fimm dagar til jóla,“ sagði Leifur Ægisson, yfirverk- stjóri hjá Kjötiðnaðarstöð KEA. Þegar hefur selst um 80% af hangikjötinu, miðað við sömu sölu og í desember í Kjötiðja KÞ á Húsavík: GuUkjötið hollast Sigmundur Hreiðarsson, kjöt- meistari hjá Kjötiðju KÞ á Húsavík var að vonum mjög ánægður með niðurstöður prófana hjá Hollustuvernd ríkisins á ferskleika og hollustu hangikjöts, er Dagur spurði hvernig sala og framleiðsla hefði gengið. Hangikjötið frá KÞ fékk bestu einkunn, bæði læri með beini, úrbeinað læri og úrbeinaður frampartur. KÞ kjötið kom best út úr prófun- unum og munaði þar mjög miklu í sumum tilfellum. „Við erum að verða búnir með allt og önnum ekki eftirspurn. Það hefur aldrei verið hringt eins mikið, alls staðar að af landinu,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að gullverðlaunin sem hangikjöt frá Kf> hefði fengið í keppni kjöt- meistara frá mörgum löndum í Danmörku í sumar hefði eflaust sitt að segja. Hangikjötið frá KÞ fékk þar bestu einkunn af öllum íslensku kjötvörunum, 50 stig. „Það er mikið um að fólk hringi og þakki fyrir gæði vör- unnar. Okkur finnst jákvætt að heyra í fólki sem líkar eitthvað,“ sagði Sigmundur, sem gæti selt meira en hann framleiðir og finnst stefna í aukningu á árs- grundvelli. Sigmundur sagði, aðspurður um breytingar á neysluvenjum, að sér fyndist neysla á nýju svína- kjöti vera að aukast síðustu árin, en áður hefði fólk nær eingöngu viljað reykt svínakjöt. „Við reykjum eingöngu við tað, það er ekkert um það bil í því, og við pækilsöltum en sprautusöltum ekki,“ sagði hann um verkunina á kjötinu. Mikið af kjöti frá Húsavík er selt til íslendinga erlendis á vegum Kjötbúrs Péturs í Reykjavík. Kjötið er einnig selt í Nóatúns- búðunum í Reykjavík, á Suður- nesjum og á Austurlandi. „Það stefnir í gott ár og viðburðaríkt hjá okkur. Við getum þakkað góðu starfsfólki þennan góða árangur," sagði Sigmundur. Hann getur verið ánægður með árið, hefur fengið gullverðlaun í keppnum kjötmeistara, bæði í Reykjavík og Danmörku og síð- an bestu einkunn hjá Hollustu- vernd ríkisins, nú í vikunni. Veð- ur og ófærð setur þó sitt strik í reikninginn, því Húsavíkur- hangikjöt vantar í búðir í. Reykjavík. IM tyrra. Sagði Ægir að veður og færð síðustu daga setti strik í reikninginn, þar sem illa gengi að koma kjötinu á markað í Reykjavík. Þar selst um 85% af framleiðslunni fyrir jólin. „Veðrið veldur því að við eig- um erfitt með að koma kjötinu frá okkur og það hefur líka áhrif á verslunarhætti hjá fólki. Það getur þó átt sér stað gríðarleg verslun á dögunum fram að jólum, og við erum aldrei svart- sýnir hérna," sagði Leifur. Hann sagði að fólk virtist farið að bíða mikið með jólaverslunina þar til 3-4 síðustu dagana fyrir jól, og aukin kortanotkun hefði eflaust sitt að segja í því sambandi. „Kjötið er taðreykt og pækil- saltað, ekki er sprautusaltað og ekkert svindl,“ sagði Leifur, aðspurður um verkunina á kjöt- inu. Hann sagði fólk mjög íhald- samt á jólamat. Reykt svínakjöt og hamborgarhryggir væru í fyrsta sæti, en léttreykt lamba- kjöt væri að vinna á síðustu árin. Fjallalamb á Kópaskeri: Innfeit læri gerðu lukku - segir Garðar Eggertsson „Það er vaxandi sala hjá okkur, en við eigum erfitt með að komast af fullum krafti með vöruna inn í búðir. Við iendum svolítið undir af því við erum í þessari fjarlægð og höfum ekki verið með öflugt sölukerfi,“ sagði Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri hjá Fjalla- lambi hf. á Kópaskeri, aðspurður um hangikjöts- framleiðsluna fyrir jólin. „Við erum í sókn og höfum unnið á út af gæðunum. Það hefur spurst út hve góða vöru við erum með. Við erum montnir af því að mikið er verið að hringja og hæla vörunni. Brottfluttir Norður- Þingeyingar hafa leitað eftir við- skiptum við okkur og það má segja að kjötið kynni sig sjálft,“ sagði Garðar. Fjallalamb auglýsir enn Hólsfjallahangikjöt, og telur nafnið nokkurskonar vörumerki þó uppruni kjötsins sé ekki á Hólsfjöllum lengur. Garðar sagði að reykt hefði verið valið kjöt af fullorðnu fé og kallað sauða- hangikjöt, þó það væri ekki beinlínis af sauðum. „Þarna virð- ist vera talsverður markaður því salan var miklu meiri en okkur óraði fyrir og kjötið er allt uppselt. Þetta voru frekar innfeit og vel vaxin læri, allt upp í sex kíló, og þau hafa vakið gríðar- lega lukku,“ sagði Garðar. Hann sagði að hangikjöt af fullorðnu yrði reykt og sett á markað fyrir þorrablótin. „Við reykjum við tað og birki, erum með heimagerðan reykofn og reykjum hægt. Við pækilsölt- um en sprautusöltum ekki og notum engin aukaefni,“ sagði Garðar. Mikið af vörum frá Fjallalambi þarf að komast suður fyrir helgina og hafði Garðar því áhyggjur af veðri og færð eins og fleiri. IM Hann sagði að á ársgrundvelli væri hangikjötsneysla að minnka, en aftur á móti að aukast í des- ember. KEA hangikjötið hlaut gull- verðlaun í samkeppni kjötmeist- ara sem haldin var í Reykjavík fyrr á árinu og hafa neytendur verið minntir á þá viðurkenningu nú fyrir jólin. IM SkagaQörður: Kýrin Skvetta frá Saurbæ stigahæst á nautgripasýningum Flóra frá Efra-Ási í Hólahreppi og hlaut 122 stig í afurðaeinkunn, 83 dómstig og 205 í heildareink- unn. Eiríkur Loftsson, héraðs- ráðunautur á Sauðárkróki, sagði að miklar umræður hefðu orðið um ræktunarstarfið á fundinum en minna hefði verið fjallað um hugsanlegan innflutning á erlendu kúakyni eins og Eyfirð- ingar hefðu rætt um á bænda- fundi með Jóni Viðari Jónmunds- syni skömmu áður. ÞI Sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð: Byggðastofiiun kannar ýmis atriði varðandi sameinmgu Fyrr á þessu ári fólu sveitar- stjórnir við utanverðan Eyja- fjörð útibúi Byggðastofnunar á Akureyri að kanna ýmis atriði varðandi sameiningu sveitar- félaga. Valtýr Sigurbjarnarson, for- stöðumaður útibúsins, segir að ekki hafi unnist tími til að ljúka við þessa samantekt, en það verði gert á næstu vikum og í framhaldi af því verði hún kynnt viðkomandi sveitarstjórnum við utanverðan Eyjafjörð. óþh Nýlega voru verðlaun veitt fyr- ir bestu kýr í Skagafirði og til- kynnt um niðurstöður kúasýn- inga í héraðinu. AIIs komu 348 kýr til skoðunar og hlutu 49 kýr fyrstu verðlaun+ og 191 kýr hlaut fyrstu verðlaun. A bændafundi, þar sem verð- launin voru afhent, flutti Jón Viðar Jónmundsson erindi um nautgripasýningarnar í sumar og ræddi almennt um kynbóta- starf í nautgriparækt hér á landi. Snorri Evertsson, mjólk- ursamlagsstjóri á Sauðárkróki, afhenti verðlaun fyrir bestu kýr en verðlaunin voru gjöf frá mjólkursamlaginu. Stigahæst kúa á nautgripasýn- ingum í Skagafirði var Skvetta frá Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi. Hún hlaut 124 stig í afurðaeink- unn, 87 dómstig og 212 stig í heildareinkunn. Önnur varð Kol- gríma frá Litlubrekku í Hofs- hreppi. Hún hlaut 124 stig í afurðaeinkunn, 87 dómstig og heildareinkunn hennar var 211 stig. Þriðja kýrin var Frekja frá Ketu í Rípurhreppi. Hún hlaut 127 stig í afurðaeinkunn, 84 dómstig og 211 stig í heildareink- unn. Fjórða varð Birta frá Saur- bæ í Lýtingsstaðahreppi. Hún hlaut 121 stig í afurðaeinkunn, 89 dómstig og heildareinkunn henn- ar varð 210. Fimmta kýrin varð Opið umírain venju: Laiigardaginn 19. desember frá H. 10-22 Stmnudagiim 20. desember fráH. 13-17 Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.