Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 11 Af erlendum vettvangi Hvað er Kirlian-myndataka? Það var árið 1939, að sovéska raf- eindafræðingnum Semjon Dav- idovitsj Kirlian tókst að finna aðferð til að gera orkuútgeislun frá lifandi verum sýnilega, en almennt getur mannsaugað ekki greint þessa útgeislun. „Myndavél“ hans útbjó raf- magnað hátíðnisvið á milli tveggja rafskauta. Allt það, sem hefur líf í sér og kemur inn á slíkt hátíðnisvið, sýnist umlukið skín- andi eldgeislun. Þessi aðferð við myndatökur hefur síðan verið kennd við Kirlian. Kirlian gerði m.a. tilraunir með laufblöð af trjám. Hann sá, að ljósáran, sem umlukti blöðin, minnkaði í réttu hlutfalli við visn- un blaðanna. Þegar blöðin voru skrælnuð orðin og líflaus, var áran líka horfin. Einnig athugaði Kirlian, hvað gerðist, ef hluti laufblaðs væri skorinn burtu. Honum til mikill- íslenska lyfjabókin - komin út í nýrri útgáfu Islenska Lyfjabókin, sem kom síðast út fyrir rúmum 4 árum, er nú komin út að nýju. Yfir 20 þúsund eintök hafa selst af fyrri útgáfum og mikið hefur verið beðið eftir nýrri útgáfu bókarinnar sem nú birtist, enda hafa orðið miklar breyt- ingar á lyfjamarkaðnum und- anfarið og yfir 200 ný lyf bæst við síðan síðast. Þá hefur fjöldi lyfja fallið út og upplýsingar um önnur breyst. Höfundar bókarinnar eru Helgi Kristbjarnarson læknir, Magnús Jóhannsson læknir og Bessi Gíslason lyfjafræðingur. Bókin er bæði vönduð og ódýr. Hún er 624 bls. og kostar 2460 kr. Þeim sem eiga eldri útgáfu bókarinnar gefst kostur á að skila henni í apóteki og fá nýju bókina í staðinn með 40% afslætti, þ.e.a.s. á 1460 kr. Þetta er m.a. gert til að ná gömlu útgáfunum úr umferð þar sem þær eru orðnar úreltar og innihalda í sumum til- vikum rangar upplýsingar. Það sem líklega vekur hvað mesta athygli í þessari nýju bók er umfjöllunin um nýjungar á lyfjamarkaðnum. Má þarna sjá í hnotskurn merkar nýjungar sem komið hafa fram síðan bókin kom síðast út. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á bókinni og bætt við fróðleiksköflum, m.a. um blóð- þrýstingslyf og hjartalyf. Til að draga úr misskilningi hefur auka- verkanaköflum verið skipt í algengar og sjaldgæfar aukaverk- anir. Vegna nýrrar reglugerðar og breytts afgreiðslufyrirkomulags í apótekum eru samheitalyf nú oft afgreidd í stað annarra lyfja. Þetta veldur stundum ruglingi og jafnvel hættu. Þess vegna er nú í öllum lyfjaköflum getið sam- heitalyfja þeirra lyfja sem eiga sér slík samheitalyf. Bókin fæst í bókaverslunum og apótekum landsins, en einungis verður hægt að skipta eldri bók- inni í apótekum. Lyfjabókaútgáf- an sf. sér um dreifingu bókarinn- ar til bókaverslana, en Lyfja- verslun ríkisins sér um dreifingu til apótekanna. Bókin er prentuð hjá G. Ben. Prentstofu. ar undrunar sá hann, að ljósáran hélt áfram sömu lögun og hún hafði á meðan blaðið var heilt. En að vísu var hún nokkru dauf- ari, þar sem búið var að skera úr blaðinu. Það kom í ljós, að þá fyrst hvarf áran, ef meira en þriðjung- ur blaðsins hafði verið skorinn burtu. Af því verður að draga þá ályktun, að þá hafi blaðið dáið. Það reyndist líka ljósára umhverfis fingurgóma manna. Og ekki nóg með það. Útlit Ijós- árunnar breyttist, ef breyting varð á hugarástandi eða heil- brigði viðkomandi manns. Sjálfur sagði Kirlian: „Innra ástand lífvera virðist endurspegl- ast í skírleika og litum eldgeisl- anna. Augljóst er, að sálarorka mannsins birtist í þessu ljósa- munstri.“ Kirlian og kona hans reyndu að útbúa eins konar „ljósáru- kort“ af öllum mannslíkamanum. Þá kom í ljós, að einstakir blettir á líkamanum gáfu frá sér miklu meiri geislun en aðrir. Vísindamenn á Vesturlöndum hafa leitast við að sannreyna þessi merkilegu fyrirbæri, en með misjöfnum árangri. Þó hafa bor- ist fréttir af velheppnuðum til- raunum á þessu sviði, m.a. frá Sittaram BhaAia-stofnuninni í Kalkútta á Indlandi. Semjon Davidovitsj Kirlian lést 1978. (Bengt Bengtsson í Fakta. - Þ.J.) SMHHBÍ Persónuleg jólagjöf STJÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskipta- kort. Sendum í póstkröfu samdægurs. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 91-10377. Leitin eftir Vigfús Björnsson hefur að geyma 25 sögur og þætti. Leitin er fyrir ungt fólk sem leitar róta sinna - einnig þá sem leita skemmtilegs prósa. Leitin eflir skilning á mannssálinni - þó einkum mannlífinu. Leitin er spennandi bók, full af dulúð, þar sem harpa þjóðar- sálar er slegin á hvassan - en jafnframt seiðmagnaðan hátt. Leitin er ramm-íslensk bók fyrir íslendinga á öllum aldri - heima og heiman. KORNIÐ Fæst í öllum bókabúðum Jt£Þli <go íMwCmmA\m s JAORI • SÍIVII 2384B □PIO MÁMUD.-FÖ5TUD. KL. 17.00-01.00 LAUGARD. OG 5UIMIVUUD. KL. 10.00-18.00 iGAMANSÖGUR AF KENNURUM 0G NEMENDUM ■ Enn meira ðkólaekop Enn meira skólaskop er fjórða bindi hinna bráðskemmtilegu og vinsælu skólaskops-bóka, sem hafa að geyma safn af gamansögum úr skólalífinu. í Enn meira skólaskop fá allir sinn skammt, jafnt kennarar sem nemendur. Enn meira skólaskop er tilvalin jólagjöf til kennara, nemenda - og allra sem vilja láta kitla hláturtaugarnar um jólin! PESKANÍ Spurningakeppnin okkar Spurningakeppnin okkar er sjálfstætt framhald bókarinnar Spurningakeppnin þín, sem hlaut afar góðar viðtökur í fyrra. í Spurningakeppnin okkar eru 600 fjölbreyttar spurningar og gátur sem snerta áhugasvið allra. Bókin er þannig uppbyggð að hún hentar jafnt fyrir tvo einstaklinga sem tvö keppnislið. Spurningabókin okkar er fróðleg og spennandi bók sem sameinar fjölskylduna og kunningjahópinn í skemmtilegum leik. Spurningabókin okkar er möndlugjöfin í ár. Það er ekki spurning!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.