Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 20
JAKOB - GRAFÍSK HÖNNUN 20 - DAGUR - Laugardagur 19. desember 1992 ŒNNSLA iYRARHF Húsnæðismálastjórn: Varar við afleiðmgum vaxtabótaskerðingar hjá eignaMum flölskyldum Auglýsing í Degi ber árcmgur Húsnæðismálastjórn varar sterklega við afleiðingum vaxtabótaskerðingar hjá eigna- litlum fjölskyldum með lág eða miðlungslaun, sem nú þegar eru á mörkum þess að ráða við greiðsluskuldbindingar sínar. Afleiðingar slikra aðgerða munu koma fram í auknum í ár! Ingólfur Margeirsson skrifaði metsölubækurnar LÍFSJÁTNINGU - endurminningar Guðmundu Elíasdóttur söngkonu og LÍFRÓÐUR Árna Tryggvasonar leikara og hefur nú sent frá sér HJÁ BÁRU - ævisögu Báru Sigurjónsdóttur kaupkonu Ingólfur Margeirsson rithöfundur „ ... Skemmtileg bók. Og sann- kölluð þjóðháttafræði. Ingólfur skilar persónu Báru á mjög sann- færandi hátt... Ingólfur Margeirs- son er nefnilega pennafærari en flestir rithöfundar sem gefa sig að skáldskap." Hrafn Jökulsson, Pressan ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11, sími (91) 68 48 66 vanskilum við byggingarsjóð- ina og afkoma þeirra og mögu- leikar til að standa við áætlanir sínar versna, eins og segir í ályktun frá Húsnæðismála- stjórn. Ennfremur segir í ályktuninni: „Um margra ára skeið hefur verið fyrir hendi sérstakur stuðningur samfélagsins við húsbyggjendur og kaupendur vegna vaxtakostn- aðar þeirra, ýmist með beinni lækkun skatta eða með endur- greiðslu á tilteknum hluta hans eins og nú er, þ.e. vaxta- og húsnæðisbótum. í umræðunni upp á síðkastið hefur verið rætt um að skerða þessar bætur, jafn- framt því að hækkaðir verði vext- ir á húsnæðislánum Byggingar- sjóðs ríkisins og verkamanna. Ljóst er að ráðstöfunartekjur almennings í landinu munu lækka verulega á næstunni frá því sem verið hefur, um leið og atvinna dregst saman og atvinnu- leysi eykst. Möguleikar hús- byggjenda og kaupenda til að standa í skilum vegna íbúða sinna versna því mjög af þeim sökum. Skerðing vaxtabóta til viðbótar, breytir aðstæðum þeirra enn til hins verra. Þeir gengust undir greiðslumat og voru í góðri trú um fjárhags- lega getu sína þegar ráðist var í framkvæmdir. Hafa verður í huga í þessu sambandi hinn mikla áróður, sem rekinn hefur verið í seinni tíð, allt frá tilkomu húsbréfakerfisins, um að fólk fari ekki út í byggingu eða kaup á húsnæði nema með fullu öryggi," eins og segir í ályktuninni. -KK Kvenna- athvarfið í nýtt hús - aðsókn hefur aukist mjög milli ára í landssöfnun Samtaka um kvennaathvarf fyrir nýju húsi sem fram fór 2. október sl. söfnuðust 19 milljónir króna. Sú upphæð dugði til að kaupa nýtt hús og gera á því nauðsyn- legustu endurbætur. Fimmtu- daginn 17. desember var ráð- gert að flytja I húsið. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum að hið stóra og fallega hús bætir mjög alla aðstöðu kvennaathvarfsins og það verða ekki síst börnin sem munu njóta þessa, þar sem að- staða fyrir þau innan húss sem utan er mjög góð og mun betri en í gamla húsinu. Mörg hundruð sjálfboðaliðar um land allt tóku þátt í söfnun Samtaka um kvennaathvarf og var hún þríþætt. Seldar voru tölur, safnað var á Rás 2 og hjá fyrirtækjum. Undirtektir voru frábærar og vilja Samtök um kvennaathvarf flytja þjóðinni bestu þakkir fyrir hlýhug, skiln- ing og velvild, nú sem endranær. Á þessum tímamótum, 17. desember, höfðu 360 konur og 179 börn komið í athvarfið frá áramótum, en á árinu 1991 komu alls 217 konur og 116 börn. Þörf- in fyrir kvennaathvarf hefur því sýnilega aukist mjög milli ára. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.