Dagur - 23.12.1992, Side 7

Dagur - 23.12.1992, Side 7
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 7 Bókakynning Rætur og vængir - ræður og ritgerðir Pórarins Björnssonar, fyrrum skólameistg,ra Menntaskólans á Akureyri Þórarinn Björnsson flytur ræðu í kirkjunni á Möðruvöllum í Hörgárdal haustið 1955 þegar 75 ár voru liðin frá því að skólahald hófst þar. (Báðar myndirnar hér á síðunni eru úr bókinni). Þrjátíu ára stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri, þ.e. stúdentar árið 1962, hafa gefið út ritsafnið „Rætur og vængir - mælt og ritað frá æskuárum til ævi!oka“ en það hefur að geyma ræður og rit- gerðir Þórarins Björnssonar, fyrrum skólameistara Mennta- skólans á Akureyri. Ritsafnið er gefið út í samráði við ekkju Þórarins, frú Margréti Eiríks- dóttur, og börn þeirra. Allur ágóði af útgáfunni rennur til Menntaskólans á Akureyri. Sjálfslýsingar, ræður, hugleiðingar og dagbókarbrot „Rætur og vængir“ er heildarverk en ekki aðeins úrval rita og er því mjög fjölbreytilegt að efni. í fyrsta bókarhluta er m.a. sjálfslýsing Þórarins Björnssonar frá gagnfræðaskólaárum hans og dagbókarblöð frá Bretlandi rétt fyrir stríð. Efni annars hluta er allt tengt Frökkum og Frakklandi með einhverjum hætti, en þar stundaði Þórarinn nám að loknu stúdentsprófi. Höfundur segir frá landi og þjóð og þjóðareinkenn- um í erindum og hugleiðingum, en rekur auk þess persónulegar minningar sínar í ferðaþáttum og og dagbókarbrotum. í þriðja hluta ritsins eru allar ræður, sem náðst hefur til og Þór- arinn flutti við skólasetningu og skólaslit 1948-1967. Fjórði hlut- inn er safn af ávörpum ræðum og greinum um einstaka menn, sem Þórarinn mælti til, mælti um eða eftir og gladdist með á góðri stund. í fimmta hluta er um margt fjallað, en efnið allt bund- ið starfi og skyldum höfundar innan veggja menntaskólans á Akureyri. Franskar bókmenntir, þýðingar og viðtöl í sjötta hluta eru birtar hug- leiðingar Þórarins um íslensk skáld og verk þeirra og bók- Teikning af Þórarni Björns- syni, gerð í París árið 1928, á fyrsta námsári hans þar, af ungverskum listamanni, Andrik Valerie. menntir yfirleitt. Sjöundi bókar- hlutinn fjallar á hinn bóginn um franska höfunda og franskar bók- menntir. í beinu framhaldi af því er áttundi hlutinn nokkrar áður óprentaðar þýðingar úr frönsku úr fórum Þórarins. í níunda hlutanum eru ræður og ávörp, ritgerðir og erindi, sem Þórarinn Björnsson birti eða flutti á ýmiss konar samfundum og mannfundum á árunum 1933- 1966. Tíundi bókarhlutinn er safn stuttra og meitlaðra minnis- greina eða „aforisma“ um það sem á hugann leitaði og höfundur hripaði hjá sér í dagsins önn. Ellefti hlutinn er bókarauki þar sem prentuð eru viðtöl við Þórar- in Björnsson og greinar um hann eftir samtíðarmenn hans. í tólfta og síðasta hlutanum er nafnaskrá yfir bæði bindin, ritaskrá Þórar- ins og eftirmáli. Liðlega þúsund blaðsíður „Rætur og vængir“ er hið eigu- legasta rit og fjölbreytt að mynd- um ekki síður en öðru efni. Það er tvö bindi og alls liðlega þúsund blaðsíður að stærð. Hjörtur Pálsson, cand. mag., hafði umsjón með útgáfunni. Ritverkið er til sölu í Bókabúð Jónasar og Bókvali á Akureyri og Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík. Það kostar 7.500 krónur. Framleiðendur Stellu í orlofi kynna KARLAKÓRINN HEKLU / Bagarin'ói U. 9.00 þann 26. desember •k Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna ikr Umbi sf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.