Dagur - 23.12.1992, Page 15

Dagur - 23.12.1992, Page 15
Efst íhuga Svavar Ottesen Ókeypis súpa og brauð í henni Reykjavík Ég verð að viðurkenna það, að mér var nokkur vandi á höndum þegar ég settist nið- ur til að skrifa þennan pistil, sem birtist rétt fyrir jólin, en þau eru gjarnan nefnd hátíð Ijóss og friðar. Ættingjar og vinir reyna eftir mætti að gleðja hverjir aðra með gjöfum, jólakveðjum og heimsóknum, fólk flykkist í kirkjur landsins og fjölskyidumeðlimir fjar- staddir koma heim til að halda hátíðleg jól í faðmi fjölskyldunnar. Þó ég reyni eftir mætti að vera jákvæður í þessum pistli þá er því ekki að leyna, að yfir jólahaldinu í ár hvílir viss skuggi í hugum margra, skuggi atvinnuleysis, sem við (slendingar höfum verið svo blessunarlega lausir við, skuggi óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér og fullvissa landsmanna um versnandi lífskjör á næsta ári. Ailir landsmenn gera sér grein fyrir því, að vegna ytri aðstæðna eru erfiðleikatímar á (slandi nú um stundir, eins og víðast hvar í Evrópu og Ameríku, hjá þessum svokölluðu lýðræðisþjóðum, en í Austur-Evrópu víða, Afríku og Asíu svelta menn heilu hungri um þessi jól. Þetta er umhugsunarefni fyrir okk- ur íslendinga. Við erum ekki nema 250 þús- und og búum í stóru og gjöfulu landi eins og stundum er sagt. Margir hverjir hrukku því við þegar þær fréttir bárust frá Reykjavík, að prestur Fríkirkjusafnaðarins, Cecil Haralds- son, sem okkur er að góðu kunnur á Akur- eyri, hafi séð ástæðu til að auglýsa að nú væri þannig komið í henni Reykjavík að ástæða væri til að bjóða upp á ókeypis súpu og brauð og hann lýsti því jafnframt yfir að ástandið væri víða mjög slæmt hjá mörgum einstaklingum. Það er því ekki óeðlilegt að fólk um allt land hrökkvi illilega við þegar slík tíðindi berast. Við Austurvöll í Reykjavík sitja 63 alþing- ismenn, sem við kusum í síðustu kosning- um. Þeir hafa talað bæði dag og nótt að undanförnu, eins og alþjóð er kunnugt. Þeir sem ráða ferðinni eru ráðherrar ríkisstjórn- arinnar með þá Davíð og Jón Baldvin í farar- broddi. Það vita allir að það eru erfiðleikar framundan, en þegar harðæri er til landsins þá er gjarnan auglýst: Munið að gefa smá- fuglunum. Staðreyndin er sú, að það má aldrei gleymast, sama hverjir stjórna land- inu, að muna eftir „litla manninum", eins og Albert Guðmundsson sagði og Ingi Björn, sonur hans, minnti sína flokksbræður svo rækilega á í þingræðu sl. föstudag. Það verða því mín lokaorð í þessum pistli, að það má aldrei gleyma þeim, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, fólkinu með lægstu launin og þeim sem ganga um atvinnulausir. Er nema von að fólk fái smá gæsahúð þegar sá ágæti maður, Vilhjálmur Egilsson, sem er ekki bara alþingismaður heldur líka í vinnu hjá Verslunarráði, kemur á skjáinn í Sjón- varpinu allglaðhlakkalegur að sjá, og segist sem formaður fjárhags- og viðskiptanefndar Alþingis vera búinn að finna ágæta lausn á viðkvæmu máli, það skuli bara lækka persónuafsláttinn og ná þannig einum 600 milljónum. Er nema von að fólki blöskri? Bestu óskir um gleðileg jól. undirfatnaður er töfrandi léttur. Einnig náttkjólar í miklu úrvali po/tunette® Gamla myndin M3-2589. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. SS Verslun og tímburvinnsla verða lokaðar vegna vörutalníngar milli jóla og nýárs Skrifstofan verður opin 28., 29. og 30. desember frá kl. 09.00- 18.00 og 31. desember frá kl. 09.00-12.00 Opnum aftur mánudaginn 4. janúar kl. 08.00 Gleðilega hátíð LONSBAKKA « 601 AKUHEYRI FAX 96 27813 BRAUÐGERÐ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.