Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 31

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 31
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 31 Iþróttir Kristinn Björnsson: Ölympíuleikarnir voru hátindur ársins Skíðamaður ársins 1992, Krist- inn Björnsson frá Ólafsfirði, dvelur nú við nám og skíða- æfíngar í Noregi. Hann er að eigin sögn óðum að komast í sitt gamla form, enda hefur hann verið að standa sig vel á alþjóðlegum mótum að undan- förnu. Hann er nú staddur hér á landi og Dagur átti við hann stutt spjall. Kristinn lét vel af veru sinni í Noregi. Snjórinn kom óvenju snemma að þessu sinni og hvað Íshokkí: Erlendir leikmenn flykkjast til landsins Skautafélag Akureyrar er nú að fá til sín 2 erlenda leikmenn til viðbótar, sem styrkja eiga liðið í baráttunni um Islands- meistaratitilinn. Fyrir var hinn Finnski þjálfari Pekka Sant- anen. Hér er um að ræða 2 Finna. Annar er markvöröur, mög sterkur eftir því sem næst verður komist og hinn er útileikmaður. Báðir munu þeir koma til lands- ins fljótlega upp úr áramótum og starfa hjá Skautafélaginu við æfingar o.fl. SR hefur einnig bætt við sig finnskum leikmönnum, en félagið var með 2 Rússa og 2 Finna fyrir. Þykir mörgum sem þessi mál séu komin út í miklar öfgar og ekki ólíklegt að reynt verði að setja einhverjar reglur um fjölda erlendra leikmanna fyrir næsta vetur. hann alla aðstöðu til skíða- iðkunnar eins og best væri á kosið. Æfingar taka að sjálfsögðu drjúgan tíma en hann stefnir þó á að klára skólann í vor. Hvað tek- ur við eftir það er óljóst. Næstu Ólympíuleikar verða í Lillehammer í Noregi. Þá verður Kristinn á nokkurs konar heima- velli, þar sem hann er orðinn vel kunnugur í Noregi. „Ég stefni ótrauður á næstu Ólympíuleika, það er engin spurning. Síðustu Ólympíuleikar voru stórkostleg upplifun, alveg ógleymanlegir og tvímælalaust það sem stendur uppúr þegar maður hugsar til baka um það sem gerðist á árinu sem er að líða,“ sagði Kristinn. Hann á enn mörg ár eftir í skíða- mennskunni og því spennadi að sjá hvaða afrek líta næst dagsins ljós hjá piltinum. Valdimar Leó ráðinn framkvæmdastjóri UMSE Stjórn UMSE hefur ráðið nýj- an framkvæmdastjóra til félagsins. AIIs sóttu 9 manns um stöðuna og fyrir valinu varð Yaldimar Leó Friðriks- 51. -fyrfrþlg ogþína fjölskyldu! leikvikd Nær fulltrúi ungu kyn- slóöarinnar að sigra Enn einu sinni er Logi Már Einarsson mættur til leiks í getrauna- leik Dags. Hann hefur sigrað 6 sinnum, nú síðast Þorkel Björns- son á Húsavik. Logi hefur víða leitað fanga þegar hann skorar á andstæðinga sína. Lfna Langsokkur er t.d. ein af þeim mörgu sem hann hefur lagt. Að þessu sinni er það fulltrúi ungu kynslóðarinnar sem mætir til leiks. Logi Már skoraði á Halldór Oddsson, 9 ára stuðnings- mann Arsenal. Að sögn Halldórs legst vel í hann að taka þátt í getraunaleiknum. Hann fylgist vel með ensku knattspyrnunni og er sem fyrr segir harður stuðningsmaður Arsenal. Halldór er m.a. félagi í Arsenalklúbbnum á (slandi og fær fréttabréf klúbbsins sent mánaðarlega, þar sem hann getur fylgst með því helsta sem er að gerast hjá félaginu og á vegum klúbbsins. Leikirnir é þessum seðli fara fram á annan í jólum. Þann daa er opið fyrir getraunasölu í sölukössunum frá kl. 9.00 til 11.55. Á aðfangadag er opið 9.00-12.00. Aftur verður leikið 2. janúar og þann dag er opið fyrir getraunasölu 9.00-13.00. Lokað er á nýársdag en opið á gamlársdag 9.00-12.00. Og þá er bara að drífa sig á næsta sölustað. Logi Halldór CL co C n. 1. Arsenal-lpswich 1 1 2. Blackburn-Leeds 12 12 3. Chelsea-Southampton 1 1 4. Coventry-Aston Villa 1X X2 5. Crystal Palace-Wimbledon 1 1 6. Everton-Middlesbro 1 2 7. Man. City-Sheff. Utd. 1 12 8. Norwich-Tottenham 12 1 9 Nottinqham. Forest-QPR 12 X2 10. Sheff. Wed.-Man. Utd. 1X X2 11. Charlton-West Ham 1 1 12. Newcastle-Wolves 1 1 13. Tranmere-Millwall 1 12 Upplýsingar um rétta röð og vinningsupphæðir: Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455 Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888 son. Valdimar hefur víðtæka reynslu á sviði fégasmála, bæði innan JC hreyfingarinnar og víðar. Hann er menntaður fiskeldisfræðingur frá Skotlandi og hefur auk þess stundað nám í stjórnmálafræði við HÍ. Hann var einn af stofn- endum Félags fiskeldisfræðinga og fyrsti forinaður félagsins. Valdimar mun hefja störf hjá UMSE fljótlega upp úr áramót- um. Valdimar Leó Friðriksson. Skíðamaður Björnsson. ársins, Kristinn Jóladagskrá Skauía- félgs Akureyrar Yeðrið hefur ekki verið upp á það besta fyrir skautafólk að undanförnu en nú mun vera að rætast úr því. Opið verður á skautasvæði Skautafélags Akureyrar yfir jól og áramót eins og hér segir.: Föstudagur 25. des: Ekki opið en öllum heimilt að: fara á svellið ef aðstæður leyfa. Laugardagur 26. des: Opið fyrir almenning 13-16 og 20-22. Íshokkíæfing, meistara- flokkur 17-19. Sunnudagur 27. des: Opið fyrir almenning 13-16. Jóla- skemmtun 17-19 þar sem m.a. verður keppni milli fjölmiðla- fólks og yngri flokka SA. Jóla- sveinar mæta á svæðið með söng og sætindi. Ilmandi kakó, kaffi og piparkökur. Jólaball um kvöldið fyrir ,,táningana.“ Mánudagur 28 des: Opið fyrir almenning 13-16 og 20-22. Boðið upp á skauta- kennslu 13-14. Listhlaupaæfing 17-18. Íshokkí 10-12 ára 18-19. Þriðjudagur 29. des: Opið fyrir almenning 13-16 og 20-22. Boðið upp á skauta- kennslu 13-14. Íshokkí 9 ára og | yngri 18-19. Miðvikudagur 30. des: Opið fyrir almenning 13-16 og 20-22. Skautakennsla 13-14. Íshokkí 10-12 ára 17-18. Íshokkí 13-16 ára 18-19. Fimmtudagur 31. des: Lokað Föstudagur 1. janúar: Ekki opið en öllum heimilt að nýta sér bún- ingsaðstöðu og skautasvell í tilefni af 56 ára afmæli félagsins. íþróttamaður Norðurlands 1992 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: jL 2. 3, Æ 5. Nafn: sími: Heimilisfang: Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1992 B.t. Dagur, strandgötu 31,600 Akureyri Skilafrestur er til 8. janúar 1993. Bautamótíð í knattspymu Sunnudaginn 3. janúar verður hið árlega Bautamót í knattspyrnu haldið í KA- húsinu. Mótið er jafnan vel sótt og þykir talsverður viðburður á knattspyrnusviðinu. Þátttak- endur eiga að hafa samband við Svein Brynjólfsson í síma 25885, eða vinnusíma 21000. Þátttökugjald er kr. 9000 fyrir 1 lið en 15.000 ef sama félag sendir 2 lið til keppni. Mótið hefst strax um morguninn en búsist er við að úrslit hefjist um kl. 17.00. Á síðasta Bauta- móti mættu 12 lið til leiks og þá vann A-lið KA B-lið Þórs í úrslitaleik 2:1. Frjálsar íþróttir: Akureyrarmót, Jólamót UMSE Ungmennafélag Akureyrar heldur sitt árlega Akureyrar- mót í frjálsum íþróttum innanhúss sunnudaginn 27. desember. Mótið hefst kl. 14.00 í íþróttahöllinni á Akureyri. Grqinarnar sem keppt verð- ur í eru: 50 m hlaup - 600 m hlaup - 800 m hlaup - Langstökk og þrístökk án atrennu - Hástökk - Kúluvarp. Keppt verður í karla og kvennaflokki og eftirtöldum aldursflokkum: 10 ára og yngri -11-12 ára - 13-14 ára - 15-16 ára - 17-18 ára. Skráning er á mótsstað frá kl. 13.00 til 13.40. Mótið er opið öllum Akureyringum, sama í hvaða félagi þeir eru skráðir og þátttökugjald er ekkert. Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í öllum aldursflokkum. Daginn eftir eða 28. desem- ber heldur UMSE síðan sitt árlega jólamót í frjálsum íþróttum. Það mót fer einnig fram í íþróttahöllinni og hefst kl. 10.00. Gamlárshlaupið - 2 vegalengdir í boði Samkvæmt venju mun hið árlega Gamlárshlaup verða haldið 31. desember, á gamlársdag. Hlaupið hefst kl. 12.00 á hádegi. Hlaupið er að sjálfsfcgðu öll- um opið. Hlaupnir verða 4 km og 10 km, byrjað inni í Eyja- firði og endað á Ráðhústorgi. Skráning er í Dynheimum á gamlársdag milli kl. 10.30 og 11.30 og þátttökugjald er 300 kr. keppt verður í karla- og kvennaflokki og 4 aldursflokk- um. 14 ára og yngri. 15-19 ára. 20-39 ára. 40 ára og eldri. Verðlaunabikar er fyrir 1. sæti í öllum aldursflokkum, bæði karla og kvenna og verð- launapeningar fyrir 2. og 3. sæti. Sem fyrr segir er öllum heimil þátttaka í hlaupinu og eru skokkarar á öllum aldri hvattir til þess að mæta og hlaupa af sér gamla árið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.