Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 30. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SlMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR- SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRlMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Pegar „ ketfid “ gertgur til liðs við afirotmennina Á síðustu árum hafa innflutn- ingur og neysla fíkniefna aukist hröðum skrefum hér á landi. Nú er svo komið að fíkniefna- neysla og ýmis afbrot henni tengd eru orðin mjög alvarlegt vandamál, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu. Daglega berast fregnir af innbrotum, ránum og líkamsárásum og í flestum til- fellum eru fíkniefnin upp- spretta þeirra. Sárþjáðir þrælar þessara efna neyta allra bragða til að fjármagna næsta skammt. Nú er svo komið að ekki er talið óhætt að vera á ferli í vissum hverfum í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur. Sú stað- reynd segir sína sögu um hversu alvarlegt ástandið er orðið. Margt hefur verið ritað um hvernig beri að bregðast við hinni ört vaxandi fíkniefnavá. Meðal þess sem nefnt hefur verið er að herða beri til muna eftirlit með innflutningi og dreifingu fíkniefna, þyngja refsidóma fyrir brot á fíkniefna- löggjöfinni og birta jafnvel nöfn og myndir af þeim sem gerast sekir um að flytja inn og selja fíkniefni. Þessar tillögur eru all- ar góðar og sjálfsagt að hrinda þeim í framkvæmd. Reyndar má segja að þegar hafi verið stigið skref í þá átt að herða eftirlit með innflutningi og dreifingu fíkniefna. En betur má ef duga skal og ljóst er að stórauka þarf fjárveitingar til forvarnarstarfs af þessum toga. Hvað nafn- og myndbirtingar af „sölumönnum dauðans" varðar, hafa stjórnvöld því miður ekki enn treyst sér til að heimila þær. Þó er sjálfsagt að grípa til svo harkalegra aðgerða, í ljósi þess hve hættulegir fíkniefna- salar eru samfélaginu og ein- staklingum þess. Dagur myndi fyrstur blaða fagna slíkri ákvörðun og framfylgja henni af einurð. Þriðja atriðið sem að ofan var nefnt og að gagni mætti koma til að stemma sticru við inn- flutningi, dreifingu og neyslu fíkniefna, er hert refsilöggjöf. Tilburðir til að þyngja dóma fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni hafa sannast sagna verið mátt- leysislegir og ómarkvissir til þessa. Enn verra er að í mörg- um tilfellum hefur hið opinbera neyðst til að milda refsingar vegna slíkra afbrota og jafnvel fella þær niður, sökum þess hve kerfið hefur verið seinvirkt og þungt í vöfum. í janúarmánuði einum eru a.m.k. tvö dæmi um ámælis- verðan seinagang dómskerfis- ins. í öðru tilfellinu voru tveir einstaklingar einungis dæmdir til skilorðsbundinnar refsingar fyrir innflutning og sölu á 6 kílóum af hassi. í dómsorðum kemur fram að mál bræðranna hafi verið rúm sex ár á leiðinni gegnum kerfið! Slíkur dráttur á afgreiðslu málsins er ekki aðeins í andstöðu við lög um meðferð opinberra mála, held- ur brýtur hann einnig í bága við Evrópuráðssamning um vernd- un mannréttinda. Af þeim sök- um þótti ekki stætt á öðru en að fresta framkvæmd falgelsis- refsinga sakborninganna og binda þær skilorði. í öðru tilfelli var kona fundin sek um neyslu á kókaíni enda taldist brotið sannað. Hins vegar hafði mál hennar verið fjögur ár á leiðinni í gegnum kerfið og því taldist brot hennar fyrnt þegar það loks var afgreitt! Þessi tvö nýlegu dæmi bera vott um alvarlegar veilur í réttarkerfinu. Vegna sofandaháttar og ef til vill manneklu klúðrar kerfið upplögðum málum og gengur þannig í raun til hðs við afbrotamennina. Slíkt klúður er með öllu óþolandi. Af framansögðu er ljóst að stjórnvöld þurfa svo sannar- lega að taka til hendinni ætli þau sér að stemma stigu við ört vaxandi fíkniefnaneyslu hér á landi. Núverandi kerfi er greini- lega ófullnægjandi. BB. Hræringur Stefón Þór Sæmundsson Einn starfsbróðir minn verður þrútinn af gremju ef ég gerist persónulegur í þessum pistlum mínum. Hann má varla við þvi' að þrútna meira. „Ó, mig auman,“ kveinaði Hallfreður Örgumleiðason eitt sinn í svæsnu flensukasti. Ég vil gera orð hans að mínum. Reyndar hef ég ekki verið að berjast við flensu heldur 10 mánaða gamlan son minn sem hefur rofið hljóðmúrinn margar undanfarnar nætur, fólkinu í fjölbýlishúsinu til mikillar hrell- ingar. „Gasalega er þetta óþekkur krakki,“ hugsar það sjálfsagt og treður bómull í eyr- un, bölvar og hugsar okkur þegjandi þörfina. Nei, hann er ekki óþægur, blessaður pjakkurinn. Hann er aðeins að gráta það sem honum þótti best að fá með jöfnu milli- bili alla liðlanga nóttina en hef- ur nú verið frá honum tekið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svona sakleysingjar skilji hugtök á borð við „venja af brjósti" og því álítur hann það hreina illgirni að fá ekki sopann sinn. Eftirminnileg uppháfsaría Fyrstu næturnar flutti konan sig Um sogþörf ungra sem aldinna og árangursríkan heilaþvott inn í stofu en ég varð eftir og hlustaði á sönginn. Upphafs- arían stóð í tæpar tvær klukku- stundir og voru tilþrifin hjá drengnum slík að Kristján okk- ar hefði bliknað og blánað við hliðina á honum. Eg brá á það ráð að syngja með og dansa um gólfið með drenginn í fanginu en þá reif hann sig bara upp á háa c-ið. Aldrei urðu hljóðin þó hærri en þegar ég reyndi að gefa honum vatn úr glasi til að slá á þorstann. Þetta varð eins og hádramatískt og tregafullt loka- atriði í óperu. Uppskeran af þessu öllu sam- an var sár ekki og slitróttur svefn. f>ó virtist hann fljótlega gera sér grein fyrir þvf að ekk- ert þýddi að gala eftir móður- mjólkinni en næstu nætur minnti hann reglulega á sig og hélt manni við efnið. í ljós kom að það var ekki þorsti sem var að angra barnið heldur eitthvað sem er kallað sogþörf eða þörf fyrir húðsnertingu, enda ástæðulaust með öllu að vera að þamba mjólk allar nætur. Ég skil son minn ósköp vel. Sjálfur hef ég barist við sogþörf- ina hálfan h'faldur minn en hef| reyndar verið að sjúga að mér öllu óhcilnæmari efni en finnast í móðurmjólkinni. Nóg um það. Maður með geislandi gáfur Ungur ég var. Var ég ungur? Ég var ungur. Nú er ég þungur. Kannski eldist það af mér eins og ungdómurinn. Lífið er röð breytinga. Aldrei eins. Á morg- un er nýr dagur. Á morgun bíða ný verkefni. Hugsanlega fer hann að snjóa. Er borðað mikið sælgæti á þínu heimili? Á laugardögum. Laugardag- ar eru nammidagar fjölskyld- unnar. Styðjum íslenskan sælg- ætisiðnað í orði og verki. Burt með amerískt jukk sem búið er að heilaþvo landann með aug- lýsingum. Heilaþvottur. Sannarlega gagnleg aðferð. Fótanuddtækin eru frægasta dæmið. Síðan kom Davíð. Gulldrengurinn. Maður með geislandi gáfur. Húmoristi. íslands einasta von. Svo er Hannes Hólmsteinn nánast í fullu starfi við að bera til baka slúðursögur um að forsætisráð- herra þjóðarinnar hafi orðið sér tíl skammar í kóngaveislu, á Ömmu Lú, í fagnaði erlendis o.s.frv. Allt byrjaði þetta með einni Bermúdaskál. Skattahækkanir eru ekki skattahækkanir. Auknar álögur á heimilin eru ekki auknar álög- ur á heimilin. Peningaplokk gegnum heilbrigðiskerfið er ekkert peningaplokk. Petta eru nauðsynlegar efnahagsráðstaf- anir, tilfærslur, aðgerðir til að auka kostnaðarvitund almenn- ings; allt annað en árás á launa- fólk. Starfsbróðir minn og reykingarnar Nú er ég hættur að vera persónu- legur og starfsbróðir minn getur skroppið saman á ný eftir að hafa þrútnað og tútnað sem aldregi fyrr. Verst af öllu þykir honum þegar ég fer að formæla tóbakinu í pistlum mínum, enda gerði ég honum mikinn óleik síðastliðið haust. Sem trúnaðarmaður blaðamanna ákvað ég að framfylgja reglum um reykingar á vinnustað. Blaðamennirnir anda allir að sér sama loftinu. Minnihluti þeirra reykir. Það var réttlætis- mál að banna reykingar í vinnu- rýminu og gefa reyklausum kost á hreinu andrúmslofti. Par með varð fjandinn laus en fleiri lofuðu þó framtakið. Og svei mér þá ef þrýstingur af þessu tagi gerir ekki gagn með tímanum því ég heyri ekki bet- ur en umræddur starfsbróðir ætli að freista þess að venja sig af ósómanum og gerast nýr og betri maður. Æ, svona lagað lætur maður ekki fara frá sér á prenti en ég nenni ekki að eyða þessum kafla og skrifa nýjan. Það færist yfir mig værð. Ég geispa. Skil ekkert í þessari syfju. Jú, reyndar hef ég hald- bærar skýringar en vegna þess hve starfsbróðir minn er við- kvæmur, auk þess sem hann ætlar að hætta að reykja, þá ætla ég ekki út í persónuleg mál. Það gæti endað með því að ég færi að tala um reykingar. Mig langar til að enda þennan pistil í bjartsýni. Okkur veitir ekki af, heilaþvegnum íslend- ingum. Bjartsýni og gleði er það sem koma skal. Ég er svo bjart- sýnn að ég held jafnvel að starfsbróðir minn geti hugsan- lega hætt að reykja. Hugsan- lega...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.