Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 22

Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 30. janúar 1993 Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina (Vatnsberi j \wyBs (20. jan.-18. feb.) J Fólk í þessu merki á auðvelt með að afla sér vinsælda og þessi hæfi- leiki nær hámarki um helgina. Notabu tækifæriö til ab leita þér abstobar hjá öðrum. (mdfLjón \ \JrV»TV (23. júli-22. ágúst) J Gættu þín á fólki með ákveðnar skobanir því annars lendir þú í deilum því þú ert ekkert sérstak- lega þolinmóbur. Helgin verður rómantísk. (Fiskar 'N (19. feb.-20. mars) J (jtf Meyja 'N (23. ágúst-22. sept.) J Ef þú hefur mikið ab gera skaltu byrja strax því kraftar þínir þrjóta fljótt. Einhverjar breytingar eru fyrirsjáanlegar á laugardagskvöld. Vegna of mikils álags og lítillar hvíldar, ertu uppstökkur og við- kvæmur. Taktu það rólega meb fólki sem ekki gerir miklar kröfur. (Hrútur ^ (Sl. mars-19. apríl) J Þér líbur best í félagsskap fólks á sama reki og þú. Eitthvab tengir þig sterkt við fortíbina en reyndu ab láta það ekki hafa of mikil áhrif áþig. -Ui- (23. sept.-22. okt.) J Helgin er róleg og þú hefur næg- an tíma til ab bjóðast til að að- stoða þá sem þess þurfa. Þab lifn- ar yfir félagslífinu á laugardags- kvöld. (Naut Á V' (20. april-20. mai) J Fjölskyldan er samhent og því er ágætt ab huga ab framtíbaráætl- unum. Félagslífið gæti reynst dýrt en ánægjulegt. (XÆC. Sporðdreki^ (23. okt.-21. nóv.) J Breyttar áætlanir ergja þig en þær gætu orðið þér í hag seinna. Þú hefur nógan tíma svo ekki taka skjótar ákvarðanir. f 11 Tvíburar t (21. maí-20. júni) J Ef þér finnst þú hafa gert allt sem hægt er til að bæta slæmt sam- band er kominn tími til að slíta því og byrja upp á nýtt. Hlustaðu á tónlist. (Bogmaður 'N \J5fLX (22. nóv.-21. des.) J Þú ert í góbu skapi sem leiðir til kæruleysis. Gættu að því sem þú segir í fjölmenni. Taktu þab ró- lega á kvöldin. (JU£ Krabbi ^ \W»e (21. júní-22. júli) J Reyndu ab halda ró þinni í tilfinn- ingamálum. Nú er ekki góður tími til að brydda upp á málefnum sem kunna að valda ágreiningi. (Steingeit 'Á V^rrn (22. des-19. jaji.) J Taktu fullt tillit til óska annarra þegar þú skipuleggur helgina til ab forbast árekstra. Einhver vex í áliti hjá þér. Afmælisbarn laugardagsins Málefni einkalífsins verða efst á baugi fyrstu vikur ársins og geta leitt til langvarandi erfiöleika ef þeir sem í hlut eiga neita ab gefa eftir. Annars ætti árið að verða ánægjulegt; sérstaklega fyrir þá sem vinna að heil- brigðismálum. Þú ferð væntanlega í ánægjulegt frí á árinu. Afmælisbarn sunnudagsins Innan skamms á sér stað ánægjuleg þróun þér í hag og þeir sem eru útivinnandi mega eiga von á meiri fjölbreytni. Fyrst á árinu skaltu ekki taka neinar áhættur í fjármálum. Ýmislegt bendir til óvæntrar uppá- komu í félagslífinu sem þú í fyrstu eru ekki hlynntur en það verður þess virði að gefa þessu tækifæri. Afmælisbarn mánudagsins Þú munt bráðlega heyra frá fólki sem þú hefur ekki séð lengi en það mun veita þér mikla ánægju á árinu. í heildina verbur árið ánægjulegt á persónulegum grundvelli en í hversdagslífinu kemur upp streitukennt tímabil í febrúar. Sálnarusk (Jobsbók 42, 5) Sr. Svavar A. Jónsson Ég er í grundvallaratriðum á móti þjáningunni, en ef hún hefur sér eitthvað til málsbóta, gæti það verið það að hún opnar augu okkar. Hún getur í ýmsum tilfellum verið eins og köld vatns- gusa, sem vekur okkur. Eitt sinn talaði ég við konu, sem lent hafði í miklum hremmingum. Ég varð orðlaus þegar ég heyrði hennar raunasögu og gat ekkert annað sagt en: „Já, það hlýtur að vera erfitt að trúa núna.“ Svarið: „Nei, nú er erfitt að trúa ekki.“ Pað er oft ekki fyrr en allt er svart, að við sjá- um gildi ljóssins. Ljós sjást illa þegar allt er bað- að sólskini. Og hver kann betur að vona en sá, sem er vonlaus? Eða eins og góður maður spurði: Er í raun og veru hægt að tala af nokkru viti um von, fyrr en öll von er úti? Og ekki kæmi mér það á óvart, þó að augað í smásögunni hér á undan, hafi verið glóðarauga. s „Eg þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!“ Myndina gerði Sigurbjörg Gunnarsdóttir, nemandi á síðasta ári í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Einn daginn sagði augað: „Ég sé fjall í blárri móðu handan þessa dals. “ Eyrað lagði við hlustir og sagði eftir stutta stund: „Hvar er fjall? Ég heyri ekki neitt. “ Þessu næst mælti höndin: „Ég reyni að finna fyrir fjalli, en árangurslaust. “ Nefið sagði: „Ég finn enga fjallalykt. Þarna er ekkert fjall. “ Þá beindi augað sér í aðra átt. Hin ræddu saman um þessa merkilegu skynvillu og komust að þeirri niðurstöðu að eitthvað hlyti að vera að auganu. Kahlil Gibran. Augað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.