Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 5 Takmark tannverndardags er skólamáltíð í alla skóla: SífeDt nart er algengasta orsök tannskenunda Vaxandi skilningur er hérlend- is á hollu mataræði og að allir fái gott fæði á vinnustað. Skól- ar eru líka vinnustaðir, ekki aðeins kennara heldur einnig nemenda en það virðast ekki vera gerðar eins miklar kröfur til þess að börnum sé gert kleift að fá hollt fæði á vinnu- stað. Sú spurning hvernig nær- ingarmálefnum nemenda er háttað virðist ekki vera eins mikið á dagskrá eins og hjá þeim sem eldri eru. Á vegum Tannverndarráðs, sem starfar innan veggja Heil- brigðisráðuneytisins, og Náms- gagnastofnunar er fyrirhugað að halda tannverndardag föstudag- inn 5. febrúar nk. og hefur verið ákveðið að vinnuþema dagsins verði „MATUR í SKÓLA“. 1% af þeirri upphæð sem tannlæknar fá endurgreidda frá Trygginga- stofnun ríkisins vegna tannlækna- þjónustu rennur í tannverndar- sjóð til að kosta fræðslu og tann- vernd í landinu og stjórnar Magnús R. Gíslason yfirtann- læknir í Heilbrigðisráðuneytinu því á hvað skal leggja áhersla hverju sinni. Laufey Steingrímsdóttir, nær- ingarfræðingur hjá Manneldis- ráði íslands, segir mikinn áhuga ríkandi hjá stofnuninni á hollu mataræði nemenda og gerð hefur verið könnum á mataræði ungl- inga og barna 10 til 14 ára og fór sú könnum m.a. fram í Síðuskóla á Akureyri og í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit en niðurstöður þeirrar könnunar liggja enn ekki fyrir. Rætt var við alls 1200 nemendur af öllu landinu og voru þau fyrst og fremst spurð um það hvað þau hefðu lagt sér til munns deginum áður, allt frá morgni til kvölds. Auk þess voru lagðar fyr- ir þau spurningar almenns eðils, eins og t.d. hversu oft þau borð- uðu morgunmat, hversu mörg mjólkurglös þau drykkju á dag, hversu mikils sælgætis þau neyttu o.s.frv. Laufey segir það mjög áberandi hversu mikill munur er á neysluvenjum barna sem búa í þéttbýli annars vegar og hins veg- ar þeirra sem búa í dreifbýli og virðist miklu betra skipulag á þessum hlutum í dreifbýlinu enda er börnum þar yfirleitt ekið í skólann og þar dvelja þau og fá þar fullkomna máltíð. Sérstak- lega á þetta við um heimavistar- skóla. Pað vakti þó athygli í hversu góðu horfi þessi máí voru í Síðuskóla miðað við margra aðra þéttbýlisskóla. Nestismál eru yfirleitt í góðu lagi hjá aldurs- hópnum 7 til 12 ára enda eru þau undir félagslegum þrýstingi að nestismálin séu í lagi, því venju- lega þykir það asnalegt að sitja einn út í horni þegar aðrir taka upp nestið sitt. I einstaka af- mörkuðum tilfellum hafa börn hér á Akureyri skýrt kennara sín- um frá því að þau séu ekki með nesti þar sem það hafi ekki verið mögulegt vegna bágs efnahags- ástands heimilisins. Kunna ekki að bjarga sér heima Börnin borða nestið í skólastof- unni undir eftirliti kennarans en eftir skólatíma eru mörg hver þeirra í töluverðum vandræðum heima fyrir, kunna hreinlega ekki að bera sig eftir björginni þótt við þeim blasi fullur ísskápur af mat. Eftir 12 ára aldur aukast ferðir í sjoppur, enda er þá yfirleitt ekki nestistími í skólastofu. Frá þessu eru þó ýmsar undan- Það þarf kjarngóðan hádcgisverð til að halda starfsorkunni óskertri allan daginn. Frá kennarastofunni í Gagganum. Nemendur í Yerkmenntaskólanum velja sér eitthvað kjarngott að snæða í hádcginu. Starfsfólk Bautans í baksýn. Myndir: Robyn þeir éigi þess kost að nálgast hollt fæði fyrri hluta dagsins. Helmingur næringar nemenda óholl Kannanir hafa leitt í ljós að á milli þriðjungur og helmingur þeirrar næringar sem stór hluti nemenda neytir telst ekki holl og það er ekki fyrr en urn kvöld- matarleytið sem hollrar fæðu er neytt og þeirri þróun þarf að snúa. Kristín bendir á að keyptar séu nýjar tölvur í skólana, aukinn sé bókakosturinn, bætt vinnu- aðstaða kennara og keypt ný tæki lækna og greiðslur hins opinbera fyrir tannlæknaþjónustu barna og unglinga eru margar. Án efa ber hæst mikil neysla sykurs, sælgætis og gosdrykkja sem m.a. tengist því hve fjöldi söluturna er mikill. Hver íslendingur neytir 22 kg af sælgæti og drekkur 140 lítra af gosdrykkjum á ári hverju þrátt fyrir að fáar þjóðir hafi betri aðgang að nægu magni af góðu drykkjarvatni. Sykurneysla er mikil en hann er tiltölulega ódýr á íslandi. Árið 1985 kostaði kg aðeins 'A af því sem það kostaði í Finnlandi og Danmörku og í Noregi og Sví- þjóð var sykur meir en tvöfalt dýrari heldur en hér. Komið hef- ur í ljós að lágu sykurverði fylgir aukin sykurneysla og miklar tann- skemmdir. Ekki hefur enn tekist að koma á skólamáltíðum sem verður að teljast mjög mikilvægt með tilliti til þess hve algengt er orðið að foreldrar vinni báðir utan heimilis." Brýnasta verkefnið og vænleg- ast til árangurs er að auka for- varnarstarf. Haft er eftir íslensk- um gosdrykkjaframleiðanda að venja væri að verja 5-8% af veltu í auglýsingar og gilda líkar for- sendur hvort sem auglýsa þarf hollustu eða það sem álitið er miður hollt. Samkvæmt því ætti hið opinbera að verja 25 milljón- um í auglýsingar um varnir gegn tannskemmdum og 1,2 milljarði í áróður fyrir hoilustu sé miðað við rekstur Heilbrigðisráðuneytisins. íslendingar hafa tiltölulega fleiri lækna og tannlækna en flestar aðrar þjóðir og sama gildir um sjúkrarúm. Einnig neytum við meira magns af lyfjum en flestar aðrar þjóðir, einkum fúkkalyfja. Við höfðum lagt aðaláhersluna á viðgerðarþjónustuna í heilbrigð- ismálunum því að íslendingar hafa sjaldan tíma til að vera veik- ir. Þessu þarf að breyta og leggja aðaláhersluna á forvarnarstarf. Hluti þess er að koma á skóla- máltíðum í öllum íslenskum grunnskólum og framhaldsskól- um. GG til kennslu en lítið hugsað til þess að svöngum nemanda líður illa og hann hefur ekki þá starfsorku sem honum er nauðsynleg allan skóladaginn. Allt þetta tengist vinnuþemanu Matur í skóla og er um leið innlegg í aukna tann- vernd. í tilefni af tannverndardegi segir Magnús R. Gíslason, yfir- tannlæknir, um ástand tanna ís- lendinga: „Orsök þess hve erfið- lega hefur gengið að fækka tann- skemmdum hjá íslendingum þrátt fyrir nægan fjölda tann- tekningar og t.d. reka nemendur Gagnfræðaskóla Akureyrar versl- un þar sem selt er brauð, samlok- ur, ávaxtasafi, mjólk o.fl. en eng- in sætindi eða gosdrykkir. Undan- tekning frá þeirri reglu er gerð þegar haldnir eru dansleikir í skólanum og virðast unglingarnir kunna ágætlega við það fyrir- komulag og eru tekjur af þeirri verslun síst minni en áður en all- ur ágóði af henni rennur í ferða- sjóð 10. bekkinga. í framhalds- skólunum á Akureyri eru þessi mál í nokkuð góðu lagi, t.d. rek- ur Bautinn sérstakt mötuneyti í Verkmenntaskólanum þar sem boðið er upp á rétt dagsins ásamt súpu auk „hefðbundinna“ rétta eins og pylsur, pitsur o.s.frv. Dag- lega koma þangað nærri 400 nemendur eða um 40% af nem- endum skólans. Laufey Steingrímsdóttir segir að ekki hafi verið sýnt fram á bein tengsl milli þess að borða holla fæðu og tannverndar en hins vegar séu þeim sem sífellt eru að narta í sætindi hættara á tannskemmdum en öðrum. Lauf- ey telur að nemendur framhalds- skóla séu nú meðvitaðri um það hversu nauðsynlegt er að fá góða undirstöðunæringu í skólanum og aðsókn að mötuneytum sanni að svo sé. Kristín Sigfúsdóttir, hússtjórn- arkennari á Akureyri, segir að í tengslum við tannverndardaginn verði lögð áhersla á það hversu nauðsynlegt sé fyrir nemendur að Ostaslaufa og Blanda njóta töluverðrar hylli í hádeginu hjá nemendum Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þessi nemandi Verkmenntaskólans á Akureyri lítur með velþóknun á það sem hann hcfur valið sér í hádegismat, þ.e. súpa, brauðsamioka og mjólk- urglas. Tilboð óskast Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, óskar eft- ir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Renault 21 Nevada 4x4 . árg. 1992 Cherokee Laredo........ árg. 1991 Suzuki Swift 4x4....... árg. 1991 Daihatsu Charade ..... árg. 1988 MMC Lancer GLX st .... árg. 1988 MMC Galant 1600 GLX ... árg. 1986 Nissan Sunny........... árg. 1983 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11, Akureyri, mánudaginn 1. febrúar nk. frá kl. 9.00-16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG w ISLANDS HF Akureyri. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.