Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 24
Rannsóknarlögreglan á Akureyri:
Ungur maöur gripinn
með 5 grömm af maríjúana
- afplánar nú eldri dóma í fangelsinu á Akureyri
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri handtók sl. fímmtudag 21
árs Akureyring, sem reyndist
hafa undir höndum 5 grömm af
maríjúana. Sami maður, ásamt
tveim öðrum, hefur játað inn-
brot í fyrirtækið Straumrás á
Akureyri, sem framið var
aðfaranótt 20. janúar sl.
„Maðurinn kom til Akureyrar
frá Reykjavík fyrir skemmstu.
Hann er góðkunningi lögreglunn-
ar og grunur lék á að hann hefði
fíkniefni í fórum sínum. Á
fimmtudaginn var maðurinn
handtekinn og var þá með 5
grömm af maríjúana. Við yfir-
heyrslu kvaðst maðurinn hafa
keypt efnið í Reykjavík af götu-
sala sér ókunnum. Maðurinn ját-
aði við yfirheyrslu innbrotið í
Straumrás við Furuvelli, frá 20.
janúar, þar sem peningaskáp var
stolið ásamt dágóðri upphæð í
peningum og bankabókum. Já,
maðurinn situr inni og svo verður
næstu mánuði. Um er að ræða
afplánun vegna eldri dóma,“
sagði Gunnar Jóhannsson, rann-
sóknarlögreglumaður á Akur-
eyri. ój
Lögreglan í Ólafsfirði:
Um eða innan við helm-
ingur ökumanna með belti
- „beltanotkun virðist minnka jafnt og þétt,“
segir Jón Konráðsson, lögreglumaður
Jón Konráðsson, lögreglumað-
ur í Ólafsfírði, segir að bfl-
beltanotkun sé nú minni en
nokkru sinni frá því lög um bfl-
beltanotkun voru sett hér á
landi. Athugun lögreglunnar í
Ólafsfírði á bflbeltanotkun nú
fyrir helgina sýnir að innan við
helmingur ökumanna notar
beltin.
Jón segir að lögreglan hafi
sektað ökumenn í Ólafsfirði og
slíkt kunni að hafa áhrif þegar frá
líður. „Við höfum farið í aðgerð-
ir af þessu tagi annað slagið og
það hefur greinilega áhrif. En
það er mjög lítil notkun á beltun-
um hér núna, 50% eða innan við
það. Alla vega er þetta svona í
bænum en kannski er það svo að
þetta sama fólk notar beltin þeg-
ar það fer út úr bænum. En
manni virðist sem beltanotkunin
minnki jafnt og þétt eftir því sem
lengra líður frá því að lögin voru
sett,“ segir Jón.
Hann segir að við þau skilyrði
sem nú eru í Ólafsfirði og öðrum
þéttbýlisstöðum sé full ástæða til
að herða beltanotkunina. Ruðn-
ingar dragi mjög úr útsýni öku-
manna og því sé meiri hætta á
árekstrum en bæjarstarfsmenn
hafi reynt að bæta úr þessu
ástandi síðustu daga. JÓH
Svarthamar hf. a Husavík:
Bærinn fellur frá átta
milljóna kröfu
- framkvæmdastjórinn tók þátt í afreiðslunni
Bæjarstjórn Húsavíkur sam-
þykkti á fundi sl. fímmtudag
að falla frá 90% af kröfum á
hendur Svarthamri hf. enda
geri aðrir kröfuhafar slíkt hið
sama. Erindið var samþykkt
með sjö atkvæðum, þar á meðal
atkvæði Þorvaldar Vestmann
(D) framkvæmdastjóra Svart-
hamars. Valgerður Gunnars-
HELGARVEÐRIÐ
Veðrið á Norðurlandi verður
einlitt um helgina. Veðurstofa
íslands gerir ráð fyrir hvassri
sunnanátt fram eftir degi, í
dag laugardag. Er líður á dag-
inn gengur til suðvestanáttar
með vægri hláku. Á morgun
verður komið frost á ný og
vindur verður af suðri sem
fyrr.
dóttir (G) og Guðrún Kristins-
dóttir (A) sátu hjá.
Verið er að vinna að endurfjár-
mögnun Svarthamars, en bæjar-
stjórn samþykkti einnig að taka
ekki þátt í endurfjármögnuninni.
Þær skuldir sem samþykkt var að
fella niður að megninu til námu
8,7 milljónum. Var þar að megin-
hluta um orkureikninga að ræða.
Húsavíkurbær á 7,3 milljónir í
hlutafé í fyrirtækinu en heildar-
hlutafé þess nemur alls um 20
milljónum. Einar Njálsson
bæjarstjóri rakti á fundinum
hvernig hlutafjáreign bæjarins
væri til komin, en lánum og skuld-
um fyrirtækisins hefur verið
breytt í hlutafé á undanförnum
misserum.
Porvaldur sagði að Svarthamar
væri með jákvæða eiginfjárstöðu.
Ársstörf hjá fyrirtækinu hafa ver-
ið 7-8. IM
Sundœfingar.
Mynd: Robyn
Bæjarráð Akureyrar:
Framkvæmdir verði hafiiar
viö rnja Strandgötu
Bæjarráð Akureyrar samþykkti
á fundi sínum sl. fimmtudag að
leggja til við Bæjarstjórn
Akureyrar að hafnar verði í
sumar framkvæmdir við nýja
Strandgötu sem staðsett verð-
ur sunnan þeirrar sem nú er.
Núverandi götustæði verður
eftir þessar breytingar bfla-
stæði og húsagata.
Með færslu Strandgötunnar
skapast möguleikar á betri
aðkomu og bílastæðum við hús er
standa við götuna. Um leið er
ætlunin að fækka tengingum við
hana úr fjórum í tvær. Sam-
kvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið
1993 er ætlað að verja 11 milljón-
um króna til þessarar nýju
Strandgötu.
Engar framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar við Dalsbraut en m.a. er
gert ráð fyrir þeim möguleika í
Aðalskipulagi Akureyrarbæjar
að í framtíðinni tengist Stóra-
gerði Dalsbraut í austur og
Dalsbrautin haldi áfram fram hjá
Lundarskóla og tengist Skógar-
lundinum, en sá fyrirvari var
gerður við síðustu endurskoðun
Aðalskipulagsins að það væri
ekki sjálfgefið að Dalsbrautin
tengdist Skógarlundinum.
Leyfisveiting vegna grasvallar,
sem staðsettur er syðst á félags-
svæði KA, var með þeim fyrir-
vara að hugsanlega yrði vegur
lagður þar í náinni framtíð. Á
komandi sumri verða nýbygging-
ar gatna uppi í Giljahverfi III og
holræsaframkvæmdir þar og
víðar.
Á árinu 1993 verður varið 121
milljón króna til gatnagerðarfram-
kvæmda á Akureyri samkvæmt
fjárhagsáætlun. GG
Blönduós:
Samið við V.
Brynjólfsson
- framkvæmdir við
brimvarnargarð hefjast
í febrúar
Á fímmtudag var gengið frá
samningum við Viggó Brynjólfs-
son á Skagaströnd vegna bygg-
ingar brimvarnargarðs á
Blönduósi. Kvaðst Ófeigur
Gestsson bæjarstjóri vænta
þess að vinna hefjist i febrúar
og verki á að Ijúka í sept. 1994
skv. verkáætlun.
Málið var afgreitt á fundi
bæjarstjórnar 12. jan. sl. og voru
fulltrúar K-lista, þau Unnur G.
Kristjánsdóttir og Guðmundur
Kr. Theodórsson, á móti. Lögðu
þau fram bókun þar sem fram
kom það álit að Íeita hefði átt
samstarfs við Skagstrendinga.
Töldu þau jafnframt að fremur
hefði þurft fjármuni til annarra
framkvæmda, s.s. að ljúka við
heilsugæslustöð, afskrifa skuldir
Nökkvans hf. við ríkið, eða í
„brimvörn við bryggjuna sjálfa",
eins og segir í bókuninni. Telja
fulltrúar K-listans þessar fram-
kvæmdir „óvinsælar" og meiri-
hluta bæjarbúa vera andvíga þeim.
Ófeigur Gestsson bæjarstjóri
sagði nýlega í samtali við blaðið
að forsvarsmenn útgerðar og
vinnslu segi ekkert annað hægt
að gera en að koma útgerðinni
fyrir heima. Fjárveiting frá ríkinu
fékkst til framkvæmdanna og vilji
meirihluta bæjarstjórnar er fyrir
því að ráðast í þessa framkvæmd.
Nú hefur verið samið við lægst-
bjóðanda, Viggó Brynjólfsson á
Skagaströnd, og munu fram-
kvæmdir hefjast fljótlega. sþ
r:
*
*
n
n
í
*
0
*
*
*
I
H
I
*
*
I
*
*
*
I
I
I
*
*
*
1
*
*
*
H
*
*
*
*
H
»
I
I
I
1
*
Athugið breyttan
gjalddaga
rafmapnsreikninga
um manaðamótin
Boðið er upp á
greiðslukortaviðskipti
Víð veitum
ráðgjöf um allt
er varðar
rafmagnsnotkun
Rafveita Akureyrar