Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 19

Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 19
IINGLINGASÍÐA Sigríður Jóna Ingadóttir og Gyða Ragnheiður voru að fara á fimleikaæfingu þegar ég hitti þær. Þeim þótti þetta erfið spuming og tóku sér góðan tíma áður en þær svöruðu. Fim- leikamir voru efst á blaði fyrir það sem þeim þótti jákvætt við veturinn og þar á eftir komu skíðin. Þær sögðu einnig að það væri gaman að byrja í skólanum því þá væru reglulega skólaböll. Fleira gátu þær ekki nefnt í fljótu bragði en sögðu þó að veturinn væri alls ekki svo slæmur. Katrín, Björg, Júlía, Jónína, Sigurður og Ingvar ráku upp stór augu þegar ég spurði þau hvað þeim þætti gott við vet- urinn og fyrsta svarið var að það væri alls ekki neitt. Þau komust samt að þeirri niðurstöðu að það væri ýmislegt sem þeim þætti ágætt. Til dæmis væri þá hægt að fara á skíði, þá væri skemmtilegt að hitta krakkana í skólanum, félagslífið væri betra og svo fengju þau jóla- og páskafrí. Það sem þeim þótti þó merkilegast við þennan vetur var að flest þeirra myndu fá bílpróf og það væri svo sannarlega tilhlökk- unarvert. Róbert Kárason, Rúnar Leifsson, Dagur Dagsson og Róbert Reynisson „fussuðu og sveiuðu“ yfir vetrinum og sögðu að það væri alls ekkert gott við veturinn nema þá helst að þá væru frostrósimar í miklum blóma. Þeir em þó ekki al- óánægðir með þennan vetur vegna þess að í haust stofnuðu þeir kvikmyndaklúbbinn „Köbblótta pannan“ og hafa varið tíma sínum í að vinna að kvikmynd. Þeim þykir líka gott þegar veturinn gengur í garð því þá hætta þeir að rekast á „túrista“ á hverju götuhomi. Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 19 fris Guðmundsdóttir Hvaö er gottvið veturinn? Þegar kuldi og nepja, stormur og snjókoma, skafrenningur og haglél berja okkur Norðlendinga er fátt sem freistar meira en að liggja heima undir sæng. Það er á þeim stundum sem margur blótar vetrinum harðlega. Síðustu vikur hafa verið sérstaklega leiðinlegar hvað þetta varðar og sennilega er ekki allt búið enn því erfiðustu vetrar- mánuðirnir eru eftir áður en við getum farið að kæt- ast yfir betri tíð. Hvað er gott við veturinn? Er það nokkuð? Leiðist öllum veturinn, eða hvað? Ég f ór á stúf ana og spurði ungt fólk hvað þvi fyndist. Alice Harpa Björgvinsdóttir var að koma úr skólanum í nepjunni þegar ég gómaði hana. Henni þykir ýmislegt gott við veturinn og kuldinn alls ekki svo slæmur ef hann er ekki of mikill. Henni þykir gaman að fara á skíði og segir að á vetuma liggi hún mun meira í leti en á sumrin. Þá segir Alice að meira félagslíf sé yfir veturinn og fleiri böll en á sumrin. Nain kynm Kafli úr bæklingnum „Sex + fjórir kaflar um unglinga” eftir hjúkrun- arfræðingana Hjördísi Guðbjöms- dóttur, Maríu Guðmundsdóttur og Sóleyju Bender. Margir eignast góðan vin af gagnstæðu kyni á unglingsárunum. Við hann ræðir hún/hann um áhuga- og trúnaðarmál sín. Þau skemmta sér ef til vill saman en eiga ekki í ástarsambandi. Flestum finnst vináttusamband sem þetta mjög notalegt, meðal annars vegna þess að því fylgir ekki krafa um að „sofa hjá“. Stundum fer þó annar að hugleiða hvemig sambandið yrði væm þau meira en bara vinir. Slíkt getur leitt til leiðinda nema það sé vilji beggja. Margir verða ástfangnir og ást- arsambönd sem myndast milli tveggja unglinga geta orðið varan- leg. Oftar vara þó ástarsambönd unglinga ekki lengi því miklar sveiflur eru í tilfinningalífi þeirra. En hvaða skilning leggur þú í ást? Ást felur í sér mikla umhyggju fyrir öðrum einstaklingi. Fyrir þann sem elskar er mikils virði að stuðla að hamingju, velferð og ör- yggi hans. Slíkt samband byggir á gagnkvæmu trausti tveggja ein- staklinga. þegar þú verður ástfang- in/n er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því til hvers þú ætlast af hinum aðilanum og sambandi ykk- ar og nauðsynlegt er að þú ræðir það við hann/hana. Þú þarft að geta tjáð þig um hvemig þér líður, hvað er mikilvægt fyrir þig og hvað þig langar að gera. Ef þú þor- ir að ræða um tilfinningar þínar og langanir sýnir þú í leiðinni vænt- umþykju þína og traust. Það er mikilvægt að þið gefið ykkur góð- an tíma til að kynnast og öðlast traust hvort til annars áður en þið ákveðið hvort þið ætlið að „sofa saman“. Það er dýrmætt bæði núna og síðar meir. Notaleg atlot og samvera eru oft mikilvægari enda hafið þið ef til vill ekki áhuga á að „sofa saman“ né eruð reiðubúin til þess. Hugleiddu þetta vandlega og gefðu þér tíma til þess að taka sjálfstæða ákvörðun þegar þar að kemur. Ekki láta undan fortölum og þrýstingi sértu í vafa Birt með góðfúslegu leyfi höfunda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.