Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 23 I UPPÁHALD! vmna Sverrisdóttir Guðný Sverrisdóttir er sveitarstjóri Grýtubakka- hrepps og formaður Hér- aðsnefndar Eyjaijarðar. Hún var í fréttum í vikunni vegna fundar sem Héraðsnefnd boðaði til þar sem rætt var um skýrslu nefnd- ar um skiptingu landsins í sveitar- félög, en í þessum tillögum er gert ráð fyrir að Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag. Sameiningarmálin ber þó ekki á góma hér heldur ýmis hugðarefni Guðnýjar. Hvað gerirðu helst ifrístundum? „Þær eru nánast engar, en ef þær gefíist fer ég hclst út að ganga eða eitthvert til að borða góðan mat.“ Hvaða malur erí mestu uppáhaldi hjáþér? „Þaö eru rjúpur. Ég borða þær oftar en bara um jólin, en það fer eftir því hvað bóndinn er duglegur að skjóta.“ Uppáhaldsdrykkur? „Vatn og kaffi.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Nci. Ekki það að mér finnist heimilisstörfin leiðinleg, þvert á móti, en ef maður sest niður þegar maður kemur heim er stundum erf- ilt að rísa upp aftur.“ Spáirðu mikið í heilsusamlegt líf- erni? „Ég hugsa um þaö en fratnkvæmi ekki í samræmi við þær hugsanir." Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Ég kaupi Sveitarsljómarmál og Dag, punktur og basta.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Núna er það bókin Seld eftir Zana Muhsen og Andrew Crofts. Ég er að verða búin með hana og hún er mjög góð.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er nú það. Ætli ég segi ekki bara Geirmundur, þaö er margt vitlausara." Uppáhaldsíþróttamaður? „Eg hugsa nú ckki tnikið um íþrótt- ir en get nefnt Alfreð Gíslason. Annars cr Magni auðvitað f mestu uppáhaldi en ég má víst ekki nefna félag.“ Hvað horfirðu helstáí sjónvarpi? „Fréttir. Það fer eftir því hvenær ég stend á fætur frá sjónvarpinu hvort ég horfi á eitthvað meira.“ Á hvaða stjórnmálamanni hef- urðu mest álit? „Ég held ég verðj að segja Halldóri Ásgrímssyni. Hann cr traustur.'1 Hvará landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimahagana? „Ætli væri ekki skást að vera á Akureyri. Ég hugsa það.“ Hvað myndirðu kaupa ef þú feng- ir 100 þúsund kall upp úr þurru? „Ætli ég myndi ekki reyna að vera góð við sjálfa mig frekar en að setja þetta í húsið eða eitthvað svo- leiðis. Já, ég myndi ferðast og kaupa mér falleg föt.“ Hvernig myndirðu eyða þriggja vikna vetrarfríi? „Ég er einmitt að fara í þriggja vikna vetrarfrí til Kanaríeyja, þann- ig að þessari spurningu er auðsvar- að.“ Hvað œtlarðu að gera um helg- ina? „Ég ætla að vinna um helgina. Ég þarf að nota tímann vel áður en ég fer í vetrarfríið." SS Vantar hljómsveil? Tökum að okkur að spila ó þorrablótum, árshótíðum og í minni hófum. Tónlist við allra hœfi. Hljómsveitin FRANTIC Upplýsingar gefa: Atli í síma 96-21184 og Jonni í síma 96-22289. .... ............— FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Bæjarmélafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Rætt um dagskrá bæjarstjórnarfundar á þriðjudaginn og hið geigvænlega atvinnuleysi, sem nú er á Akureyri. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. PÓSTKORT FRÁ PAU Kæri vinur. Er þorrinn farinn að þjaka þig mikið með öllum sínum blótum og meðfylgjandi smíðaflokkum? Fyrir mína hönd verðurðu að standa þig vel í blótun þorrans, þar sem ég verð af öllu slíku þetta árið. Ekkert íslenskt brennivín. Enginn súrmatur. Ekki einu sinni hákarlsarða mun sleppa inn fyrir varir mínar á þessum þorra. Eg á að vísu nokkra saltkjötsbita og smáhangikjöt úr jólasendingu frá Fróni og verður það notað til að lífga aðeins upp á tilveruna, en það er þunnur þorri að hafa ekki vel kæstan hákarl til að gæða sér á. Annars þýðir víst lítið um það að fást, ég er í það minnsta hræddur um að einhver undur- furðulegur svipur kæmi á franska tollverði ef þeir þyrftu að hand- Eilíf blíða og skorkvikindi fjatla pakka sem innihéldi hákarl. Og hvernig í ósköpunum ætti íslenskur dýralæknir að útskýra, svo trúverðugt væri, á heilbrigðisvottorði því sem fylgja þarf allri hrárri matvöru úr landi, að við verkun þessa matar hefði verið gætt fyllsta hreinlætis og hann væri laus við alla sjúkdóma, bakteríur og gerla. Heldur er ég efins um annað, en svona hákarls- biti myndi enda ferðalag sitt í ruslakörfu tollsins, sem skemmd matvara. Ég læt mér því nægja saltkjöt og baunir og hver veit nema ég prófi að drekka rauðvín með. Annars þjakar þorrinn mig lítt. Alltaf sama blíðan hér og því miður einnig alltaf sömu skor- kvikindin. Eg á í eilífu stríði, jafnvel heilögu stríði, við alls- kyns skríðandi óvætti af öllum stærðum og gerðum, sem virðast alltaf geta fundið sér leið inn í íbúð mína. Þér dettur auðvitað fyrst í hug að ég sé að tala um Deleríum tremens, en það er hel- ber misskilningur, þessi kvikindi eru svo sannarlega raunveruleg. Yfir daginn fela þau sig í skúma- skotum og skápum, en fara síðan í ránsleiðangra eftir að ljós hafa verið slökkt. Þegar ég skreiðist svo fram úr að morgni, byrjar ballið. Á nærbuxum og inni- skóm, vopnaður allrahanda spöðum og úðabrúsum, ræðst ég til atlögu við kvikindin sem aðal- lega halda sig í eldhúsinu og á baðherberginu. Orrustan stendur yfirleitt stutt, þar sem pöddurnar eru snarari í snúningum en ég í fullum herklæðum, en alltaf fá þó einhverjar feitar og pattaralegar virðulega jarðarför í ruslakirkju- garðinum að henni lokinni. Ef ég ætti að áætla fjölda fallinna frá upphafi stríðs, þá myndi ég segja, að ef ég hefði haldið upp á alla skrokkana, þá gæti ég núna eldað ágæta kássu fyrir um tíu skordýraætur. Sökum stríðs míns verður mér oft hugsað til þess hve mikil blessun okkar íslendinga er, að þurfa ekki að kljást við aðra óværu en fiskiflugur og mývarg. En það getum við víst m.a. þakk- að þorranum og öðrum köldum vetrarmánuðum. Enginn skyldi því bölva kuldanum og þegar þú skelfur á leið í vinnuna í fyrra- málið, skaltu minnast þess að hérna megin Atlantshafs og Ermasunds, fer annars konar skjálfti um vin þinn, sem á ekkert skylt við þorra; glímuskjálfti. Ton ami, SBG Samtök Psoriasis og exemsjúklinga á Akureyri og nágrenni Fræðslufundur verður haldinn á Hótel Norðurlandi laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Meðal þeirra sem mæta á fundinn er Jón Hjaltalín húðsjúkdómalæknir og Helgi Jóhannsson formaður samtakanna. Mætum vel og stundvíslega. Stjórn SPOEX. .t Innilegustu þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og viná íu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, JÓNS EÐVARÐS JÓNSSONAR, Lögbergsgötu 9, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sigurðardóttir, Eðvarö Jónsson, Reynir Jónsson, Rósa Andersen, Sigurður Jónsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Tryggvi Pálsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÓSKARS KRISTINS JÚLÍUSSONAR, frá Kóngsstöðum. Aðalstelnn Óskarsson, Sigrún Guðbrandsdóttir, Kristfn Óskarsdóttir, Gunnar Rögnvaldsson, Valdimar Óskarsson, Gerður Þorsteinsdóttir, Friðrikka Óskarsdóttir, Ástdís Óskarsdóttir, Slgurður Ólafsson, Árni Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.