Dagur - 30.01.1993, Side 10

Dagur - 30.01.1993, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 30. janúar 1993 Heilsupósturinn Einar Guðmann Með lystisemdimar við stýrið Það er ljóst að það að lækka magn kólesterols í blóði er ein aðal leiðin til þess að minnka líkumar á hjarta- og kransæða- sjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á það að veruleg fylgni er á milli kólesterols í blóðinu og áhættunnar á að deyja vegna hjarta- og kransæðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að LDL- kólesterolmagn sem er hærra en 220 mg./dl og HDL-kólesterol magn fyrir neðan 45, fela hvort tveggja í sér hættu á hjarta- og kransæðasjúkdómum. Það sem hægt er að gera til þess að lækka kólesterol í blóði er í megin atriðum tvennt. - Hægt er að taka lyf sem ýmist minnka kól- esterolmagn bióðsins eða þynna blóðið, eða hins vegar að haga mataræðinu þannig að það inni- haldi lítið kólesterol. Við getum í sjálfu sér ásakað okkur sjálf um það hvemig kom- ið er fyrir okkur. Allur okkar lífsstíll og mataræði er þvert brot á öllu því sem við vitum að er okkur hollara. Allt mat okkar á því hvað gott er snýst æði oft um mataræði og afslöppun sem er líkamanum óæskileg. Venjulegt fæði inniheldur mikið af dýra- próteinum, fitu og sykri, en í það skortir trefjafæði eins og græn- meti, ávexti og kom. í rauninni er vitað mál að ef við stæðum ekki frammi fyrir öllum þessum „lystisemdum“ þá værum við að mestu laus við hjarta- og krans- æðasjúkdóma. - Aðferðir sem lækka kólesterol í blóði En hvað með lyfin sem lækn- ar gefa þeim sem þurfa að lækka við sig kólesterol, virka þau öll? Það er staðreynd að lyfjamarkað- urinn í heiminum í dag er ekki allur þar sem hann er séður. Lyfjaframleiðendur keppast við að koma sínum lyfjum á fram- færi og vissulega er peningalykt af þeim málum eins og öðrum. Michael Murray, N.D. skrif- aði grein í blaðið Health World nú í janúar, þar sem hann ber saman virkni og áhrif hinna hefðbundnu lyfja sem notuð eru til þess að lækka kólesterol og jafnframt áhrif svokallaðra nátt- úrulegra efna. Sum af þeim lyfj- um sem notuð eru í dag fá það óþvegið hjá honum og telur hann þeim vera margt að van- búnaði til þess að takast á við kólesterol, þar sem mörg þeirra fela í sér alvarlegar aukaverkan- ir. Jafnframt bendir hann á að sum þeirra hafi alls ekki jákvæð áhrif á hjarta- og kransæðasjúk- dóma. An þess að ætla að gera nein- um ákveðnum lyfjum skil þá er nokkuð athyglisvert sem Micha- el Murray, N.D. bendir á að oft virðist svo að hin óhefðbundnu efni eins og t.d. hvítlaukur og niacin' hafi ekki síðri áhrif á magn kólesterols í blóði heldur en mörg þeirra lyfja sem framleidd eru. Hins vegar sé munurinn sá að verðmunurinn getur verið tífaldur eftir því hvað notað er. Michael Murray, N.D. Það er staðreynd að lyfjamarkaðurinn í heiminum í dag er ekki allur þar sem hann er séður. Lyfjaframleiðendur keppast við að koma sínum lyfjum á framfæri og vissulega er peningalykt að þeim málum eins og öðrum. orðar þetta þannig: „Mörg nátt- úruleg efni sem notuð eru til þess að lækka kólesterol hafa sýnt að þau hafa betri áhrif held- ur en lyfin, en þau em ekki mik- ið notuð. Það er aðallega sökum efnahagslegra ástæðna. Niacin og gugulípíð t.d. em þess eðlis að ekki er hægt að fá einkaleyfi á þeim og þess vegna er lítið á þeim að græða fyrir lyfjafyrir- tækin sem geta framleitt og markaðssett lyf sem kosta að meðaltali tíu sinnum meira. Engu að síður virðist þessi þróun vera að snúast við, þar sem sí- fellt fleiri snúa sér að náttúm- legri aðferðum til þess að ná hollustumarkmiðum sínum.“ Það er spuming hvort þetta sem hér að ofan er ritað sé eina dæmið sem hægt er að taka um „hagnýtni" lyfjaframleiðenda á lyfjatrú almennings. Allt á að leysa með lyfjum. Eins og að ofan var sagt, þá er allur okkar lífsstíll farinn að miðast við að gera okkur alla hluti sem auð- veldasta. Að sjálfsögðu viljum við í kjölfar þess halda okkur við ódýrar og þægilegar lausnir þeg- ar við stöndum frammi fyrir því að læknirinn hefur tjáð okkur að við séum á barmi þess að fá hjartaslag eða annað álíka. Hver er þá lausnin? Ætli við vitum það ekki flest innst inni hver hún er, en það breytir því ekki að svo lengi sem við ölum okkur og bömin okkar upp í því að læra einungis að meta það sem er feitt, sætt og ljúft, þá fjarlæg- jumst við ekki vandann. Það liggur í eðli okkar sem höfum lifað á þennan hátt að við sitjum í rauninni ekki við stýrið. Lang- anir okkar, venjur og matarlyst hafa fyrir löngu stigið bensínið í botn. VÍSNAPÁTTUR Jón Bjarnason frá Garðsvík Húnvetnsk kona léði mér þessar vísur, á lausum blöðum. Hvorki veit ég tilefni né höfunda: Þegar í vestrí sólin sest sönginn flestir spara. Þá er best að beisla hest, búa út nesti og fara. Hans þú varla vitið sérð, vonda galla hefur. Oft er kallinn einn á ferð eins og fjallarefur. Einfætling ég úti sá, ei til ferða laginn. Báðum öxlum ber hann á bull og ragn á daginn. Heimþrá: Flestum gæðum fráskilinn, fjölgar mæðudögum. Heim þá læðist hugurinn, helst f kvæði og bögum. Næstu vísur kvað Ingvi Guðnason á Skagaströnd. Vor í lofti: Mildur blær í lofti leikur, lifna grös um engi og tún. Liðast eins og léttur reykui Ijósgrá þoka um heiðarbrún. Fagurt syngur fuglaskarinn, fagnar þegar sólin skín. Þá er ég til fjalla farínn. Faðmur dalsins bíður mín. Hinn salti sær: Hóta orð hins salta sæs sálar morði og pínu. Kárí norðan bitur blæs. Best er að forða sínu. Kvíðum ei: Þó að frjósi og fenni spor og farí sumarblíða meðan andinn á sér vor engu þarfað kvíða. Nú birti ég stökur eftir Örn Arnarson: Lýðurínn virðir lögin skráð, ljóst þó dæmin gjörí, að þangað sækir refur ráð, sem rænir lambið fjörí. Vinsemd brást og bróðurást, breyttist ást hjá konum. Matarást varskömminni skást, sjaldan brást hún vonum. Prédikaði presturínn píslir vítisglóða. Amen, sagði andskotinn. Aðra setti hljóða. Meira eftir Örn Arnarson. Sköpun mannsins: Alfaðir í Eden fann apa, sem um greinar rann, ætlaði að gera úr honum mann, sem elskaði guð og náungann. Sat hann við með sveittar brár sextán hundruð þúsund ár. Apinn reyndist þrjóskur, þrár, þykkjukaldur og hyggjuflár. Að hálfu leyti api enn, eðlin geymir tvenn og þrenn, lítil von hann lagist senn. Lengi erguð að skapa menn. Guðmundur Gunnarsson á Tindum kvað. Vorkoma: Bráðum garpa burt er þraut, blóm í varpa glitrar. Vetur snarpur víkur braut, vorsins harpa titrar. Til athugunar: Leggi menn á munaðs-haf minnkar senn í vösum. Margur kennir óhægð af ástar brennigrösum. Ekki veit ég höfund næstu vísu, en varla mun hún gömul: Listagerðar líkist grein lífið ungra hjóna þó lykkja færíst ein og ein yfir á nýja prjóna. Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga kvað næstu vísur. Fjólubrekka: Hér var fjólu fyrr mót sól fagurt skjólið valið. Nöpur gjóla nú um jól næðir bólið kalið. Baugabrot: Fyrír gíg mér eyddist afl, oft nam ráði skeika. Nú er ævin tapað tafl, tregðast ég að leika. Anda napuvt oft ég finn, auðnu tapast vegur, asnaskapur allur minn er svo hrapallegur. Þá koma heimagerðar vísur. (J. B.) Samkvæmt frétt frá Dalvík í öndverðum nóvem- ber 1991: Ráðherrann á fullrí ferð fór á kostum núna, seldi fyrir sama verð sjóhattinn og frúna. Meðan eitthvað fyrír fæst fólkið ótta blandið heldur sumt hann selji næst sjálfstæðið og landið. Kökur: Alltaf skortir efni ný, engar hlæja stökur. Bakast sálarofni í aðeins drullukökur. Mælt til vinar: Geymdu vel þín litlu Ijóð létt og mjúk á fæti. Borín von að vísa góð veki öðrum kæti. Jósep Sveinsson Húnfjörð kvað. Leitis-Gróa: Leitis-Gróu frænkum frá fékk ég nóg af dómum, hugans lóa léttfleyg þá ljóða - hló á blómum. Maurapúkinn: Sker í parta skýra dyggð, skammtar spart af auði. Inn við hjartað á sér byggð andans svartidauði. Guðmundur Gunnarsson bóndi á Tindum í Skarðs- hreppi kvað. Ferskeytlan: Marga hefur stund mér stytt stakan dável gerða. Eftirlætis-yndi mitt er og mun hún verða. Meðan íslenskt ómar mál aldrei mun hún deyja. Einhvern Þorstein eða Pál endurvekur Freyja. Næstu vísur kvað Ásvaldur Magnússon. Sumardýrð: Dalinn fyllir fegurð ný, fjalla milli að grunni. Klettasyllur sveipast í sólargyllingunni. Gömlu skáldin: Man ég áður æsku frá: Ýtar dáðum fylltir stökur kváðu staupum hjá, stundum ráðavilltir. Nýju skáldin: Tíðin ljóða önnur er, aukast fróðleiks gæði: Yrkir þjóðin, eins og ber einskær „móðins“ kvæði. Þá koma vísur eftir Höllu Eyjólfsdóttur frá Laugarbóli. Til Sigvalda Kaldalóns: Þú sem æ afheilum hug hindrar sundrung alla, lyftu hverrí list á flug. Láttu þar enga falla. Bláa blómið: Blátt og lítið blóm á hæð byljir síst fá unnið. Eg sé glöggt frá einni æð okkar líf er runnið. Efnabreyting: Áburður, sem úti fraus aftur berst að munni. Efnabreyting endalaus er í náttúrunni. Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga kvað: Um hest: Þrekinn stóð ístraumi þungum, sterkur vóð hann kröpin blá, klaka tróð á breiðum bungum, beinin góð hann treysti á. Eðli og æfing: Leikinn þáttur læríst skjótt lífs á máttargrunni. Eðlisháttinn finnur fljótt flest í náttúrunni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.